Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Stuttar fréttir Útlönd Leita morðingja skólastjóra Breska lögreglanleitaði í gær unglinga sem myrtu skólastjóra í vesturhluta London á fostudag én hafði ekki orðið ágengt þegar blaðið fór í prentun. Skólstjór- inn, fjögurra barna faðir, var stunginn með hnífi í brjóstið þegar hann reyndi að verja dreng úr skólanum fyrir árás unglinganna’ Morðið hefur vak- ið óhug meðal bresks almenn- ings og lagði fjöldi leið sína að ðnorðstaðnum í gær. Drengurinn hefur fengið að fara heim af spít- ala en hann hlaut höfuðmeiðsl. Stjórnvöld íhuga að herða mjög viðurlög við hnífaburði á al- mannafæri. Noregur og ESB semja um kvóta í Norðursjó Samningamenn Norðmanna og Evrópusambandsins náðu um helgina samkomulagi um að skerða verulega kvóta á síld, makríl og kola í Norðursjó. Kvótinn á þorski var hins vegar aukinn. Samningurinn verður staðfestur af sjávarútvegsráð- herrum ESB fyrir jól. Síldarkvótinn er skorinn nið- ur um 30 prósent, makrílskvót- inn um 33 prósent og kolakvót- inn um 37 prósent. Þorskkvótinn var hins vegar aukinn um 8 pró- sent og ufsakvótin um 4 prósent. Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, segir Norðmenn hafa viljað frekari niðurskurð en samkomulagið væri skref í rétta átt. Síldarkvóti næsta árs í Norðursjó er 313 þús- und tonn og hlutur Norðmanna um 90 þúsund tonn. Reuter/NTB Heimilisfang -póstnúmer Hvar er jolasveinninn? □Reykjavík JPeking UTunglinu Staður. . simi. Juppe kúvendir í afstööu sinni til verkfallsmanna: Gefur eftir og er til- búinn til samninga Jólagetraun DV - 12. hluti: Alain Juppe, forsætisráðherra Frakka, féllst í gærkvöldi á að hefja samnThgaviðræður við fulltrúa járn- brautarstarfsmanna og annarra stéttarfélaga sem lamað hafa franskt þjóðlíf undnfarna 17 daga með verk- föllum. Þá hefur hann gefið eftir í mörgum atriðum varðandi velferð- arkerfið og endurskipulagningu járnbrautanna. Þessi kúvending get- ur þýtt endalok verkfallanna. Eftir fund með ráðherrum sínum í gær kom Juppe fram í sjónvarpsvið- tali. Þar sagðist hann reiðubúinn að hitta talsmenn stéttarfélaganna strax í dag. „Við eigum í alvarlegum vanda sem við verðum að komast út úr með samningaviðræðum. Ég er ekki hræddur við það orð,“ sagði Juppe. Strax eftir útsendinguna hélt hann til þingsins. Þar einsetti hann sér að koma lögum um velferðar- kerfið í gegn með því að beita sér- stökum ákvæðum stjórnarskrárinn- ar sem heimila að gera frumvarpið að vantraustsmáli. Það þýðir að verði vantrauststillaga á Juppe ekki samþykkt 24 tímum síðar verður frumvarpið sjálfkrafa að lögum. Með þessu tryggir Juppe að hálfs prósents skattur leggst á nær allar tekjur og jafnar halla á sjóðum vel- ferðarkerfisins. Juppe hefur lagt af nefnd um eft- irlaun opinberra starfsmanna. Hann fullvissaði járnbrautarstarfsmenn um að þeir gætu eftir sem áður far- ið á eftirlaun um fimmtugt og lofaði ítarlegum viðræðum áður en endur- skoðun á rekstri járnbrautanna færi Alain Juppe, forsætisráðherra Frakka, og eiginkona hans, Isabelle, svala þorstanum á jólahátíð. Juppe hefur nú fallist á að ræða við járnbrautar- starfsmenn sem verið hafa í verkfalli á þriðju viku. Símamynd Reuter fram. Talsmaður franskra sósíalista sagði að hefði Juppe gefið eftir á þennan máta fyrir nokkrum dögum eða tveimur vikum hefði það nægt til að leysa deiluna. En nú væri óvíst um niðurstöðuna. Þrátt fyrir breytta afstöðu Juppes var ekki búist við neinum lestar- ferðum í Frakklandi í dag. Reuter írakar seiji olíu Boutros Boutros-Ghali, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, ræddi við Tariq Aziz, forsætisráðherra íraks, um sölu íraka á olíu til kaupa á hjálpargögnum. Flugmenn enn fangar í gærkvöldi hafði ekkert heyrst frá Bosníúserbum um ör- lög tveggja franskra flugmanna sem þeir hafa haft í haldi frá því í sumar. Frakkar gáfu Bosn- íuserbum frest til miðnættis í gærkvöld að láta flugmennina lausa. Frambjóðandi deyr Formaður kristilegra lýðræðis- sinna í Rússlandi dó í bflslysi í Pétursborg. Gögn frá Júpíter Vísindamenn NASA fengu í gær fyrstu gögnin sem geimferj- an Galileo sendir frá reikistjörn- unni Júpíter. Leita ebólatilfella Læknar fóru frá Fílabeins- ströndinni til Liberíu í leit að fólki sem smitast hafði af hinni banvænu ebólaveiru. IRA afhendi vopn Meirihluti íra vill að lýðveldis- herinn aihendi vopn sín og fái þannig aðgang að viðræðum um frið á Norður-írlandi. Papandreou hætti Um 90 prósent Grikkja vilja að Andreas Papandreou, hinn aldni og sjúki forsætisráðherra, segi af sér. Ávíttur fyrir lygar Hæstiréttur í Póllandi staðfesti kjör Aleksander Kwasinewski, nýkjörins forseta landsins, en ávítti hann fyrir að hafa villt um fyrir kjósendum með lygum um menntun sína. Reuter Hvar er jolasveinninn? Þá er loks komið að síðasta hluta jólagetraunar DV. I dag er jólasveinninn kominn heldur langt frá mannabyggðum og ekki laust við að þyngdarleysið rugli hann í ríminu. Sveinki getur þó auðveldlega sett sig í spor þeirra sem heimsóttu staðinn á geimfari forðum en finnst skrýtið hvað margir halda að þarna sé allt úr osti. En vonandi verður sveinki ekki tunglsjúkur því þarna á enginn heima. Hvar er jólavsveinninn? Merkið við það svar sem þið teljið rétt, klippið svarseðilinn úr blaðinu og setjið í umslag með hinum ellefu sem þegar hafa birst. Nú megið þið senda okkur lausnirnar. Munið að athuga vel hvort allir svarseðlarnir, 12 talsins, séu í umslaginu. Utanáskriftin er: Jólagetraun, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Einnig má skila lausnum beint í DV-húsið. Skilafrestur rennur út mánu- daginn 18. desember. Dregið verð- ur úr réttum lausnum og nöfn vinningshafa birt fyrir jól. Munið að senda okkur lausn- irnar áður en auglýstur skila- frestur rennur út. Þátttakendur eiga möguleika á að vinna einn hinna 19 glæsilegu vinninga sem í boði eru en verðmæti þeirra nemur samtals hálfri milljón króna. 2. verðlaun eru Siltal ísskápur, KB- 2039, alls 360 lítra, frá Rad- íóbúðinni að verðmæti 70.900 krónum. í efri hlutanum er 240 lítra kælir með færanlegum hill- um, grænmetis- og ávaxtaskúff- ur og færanlegar hillur í hurð. Frystirinn er 120 lítra með þrem- ur skúffum. Skápurinn er 187,5 sm á hæð, 59,5 á breidd og 60 sm á dýpt. 111 H. I I > > i i t i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.