Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 34
>5o
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
Menning____________
Jesú bankar
Leó G. Torfason - Draumsýn
★★★
Minnir á gullöldina
upp a
„En hví skyldum við ekki gleðj-
ast við sögur um Jesú og guð fyrst
hann skapaði heiminn sér til
ánægju og hefur skömm og gam-
an af honum, okkur og sjálfum
sér?“ spyr Guðbergur Bergsson og
vindur sér í framhaldi af þessari
spurningu í að segja lesendum
sínum sex sögur sem hann kallar
Jólasögur úr samtímanum. Eins
og lesandann grunar áður en
hann opnar þessa litlu og snotru
bók eru þetta engar venjulegar
jólasögur með hátíðlegum undir-
tóni, heldur þvert á móti, skop-
stæling hins sanna jólaanda sem
boðar manngæsku, samheldni,
frið og fögnuð. Sögurnar fjalla um
leti, hirðuleysi og eigingirni
manna sem hlýða fremur annarra
röddum en eigin hjarta og eins og
oft áður lýsir Guðbergur innan-
tómu og tilgangslausu lífi fólks
sem hefur yfir fáu að gleðjast, tuð-
ar og nöldrar og hlustar andakt-
ugt á bullið í sjálfu sér og öðrum. Guðbergur gerir sér
mat úr fréttum fjölmiðla og snýr út úr þeim á sinn
gamansama og ísmeygilega hátt. Kvennaguðfræðin
fær sína yfirhellingu í sögu sem heitir „Telpan Jesú
bjargar karlmanni frá drukknum á Kanaríeyjum" og
lögin um sameignir í fjölbýlishúsum eru til umfjöll-
Bókmenntir
Guðbergur Bergsson
Sigríður Albertsdóttir
unar í fyrstu sögu bókarinnar. Fólkið í þeirri sögu
nennir ekki að þrífa sameignina og grípur til þess
ráðs að forðast hvað annað svo sameignin berist ör-
ugglega ekki í tal. Af skiljanlegum ástæðum fer allt á
kaf í skít en þegar neyðin er stærst er hjálpin næst:
sjálft Jesúbarnið birtist og skúrar stigann með þeim
afleiðingum að lata liðið sér að sér og tekur upp nýja
siði. Þessi guðlega vera, sem reyndar minnir lítt á þá
mynd sem við eigum að venjast af Jesúbarninu, mæt-
ir í öllum sögum og fær fólk til að
snúa frá villu síns vegar. Maður
einn hættir að halda fram hjá
konunni sinni, annar hættir að
stela frá lasburða ömmu sinni og
í einni sögunni er hámenntuðu
fólki kennt að slá lóðina sína.
Fólk verður gott og glatt eftir
komu Jesúbarnsins og sest með
heilagan svip fyrir framan sjón-
varpsskjáinn og hlustar á glað-
beitt blaður þulunnar, glænýtt og
endurnært í hjarta og huga. En
tilkoma Jesúbarnsins er einungis
afhjúpun á hræsni þeirra sem í
daglegu lífi svífast einskis en
setja upp sparisvipinn einu sinni
á ári og reyna af veikum mætti að
geðjast sjálfum sér og öðrum.
Heilagleikinn er yfirvarp, undir
niðri kraumar hið sanna eðli, lág-
kúrulegt og lítilmótlegt. Þessi af-
hjúpun er þó hvorki sár né sting-
andi, hún er umfram allt skopleg
og í meinlausara lagi.
Guðbergur hefur löngum verið lunkinn við að snúa
út úr daglegu atferli manna og hversdagslegum mál-
efnum svo útkoman verður ekki aðeins fyndin, held-
ur einnig afkáraleg og neyðarleg. Hann er leikinn við
að skoða og gegnumlýsa hið smæsta í tilverunni svo
lesandinn sér sjálfan sig og aðra í óþægilegu ljósi sem
hann langar ekki að baða sig í langtímum saman.
Þessi gamalkunnu einkenni sýna sig í jólasögum en
þó er hinn sérstæði húmor Guðbergs frekar í ætt við
sakiaust skens en alvarlega ádeilu. Höfundur heldur
sig á kunnuglegum miðum en fer ekki djúpt undir yf-
irborðið í þetta sinn, er góðlátlegur skoðandi sem læt-
ur sér nægja að dangla létt í lesandann. Það skortir
snerpuna í textann og hið hárbeitta háð sem Guð-
bergur er þekktur fyrir er pakkað inn í flauelsumbúð-
ir. Jólasögur er daufur endurómur af því besta sem
Guðbergur hefur gert, sögur sem skemmta og kitla
hláturtaugarnar en skilja lítið eftir að öðru leyti.
Jólasögur úr samtímanum
Guðbergur Bergsson
Forlagið 1995
í leit aö fegurstu
kirkju íslands
Sú bók sem hér er til umsagnar er um margt
óvenjuleg. Hún er allt í senn ljóðabók, myndabók og
fræðibók. í bókinni eru 40 ljóð eftir Jón Ögmund Þor-
móðsson, skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu, og
mun þetta vera fyrsta ljóðabók hans. Fjalla 37 ljóð-
anna um einstakar kirkjur í landinu en þrjú um feg-
urðina, gjöfina og hjartað. Stór litmynd fylgir hverju
ljóði og eru myndirnar teknar af höfundi ljóðanna í
eða af viðkomandi kirkjum.
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
Bókin er byggð upp sem leit höfundar að fegurstu
kirkjunni á Islandi:
Er það Hallgrímskirkja á vígsludegi
sem faðmar sín sautján hundruð
á helgistund,
á gleðistund?
Þannig spyr höfundur í fyrsta ljóðinu og heldur
áfram í þvi næsta:
Eða er það bænahúsið á Núpsstað?
Lamb á beit á þekjunni
og i baksýn jötunninn hans Jóns
„með járnstaf í hendi
jafnan við Lómagnúp."
Eins og sést á þessum brotum úr upphafsljóðunum
er hér um óhefðbundinn kveðskap að ræða, stemmn-
ingarmyndir höfundar í formi prósa-ljóða. Búast má
við að fyrstu viðbrögð margra séu á þá leið að spurn-
ingin sem heldur þessum ljóðaflokki saman sé fánýt.
Fegurð kirknanna hljóti aÚtaf að vera afstæö og þar
muni óhjákvæmilega sitt sýnast hverjum. Það kemur
enda á daginn að höfundurinn svarar ekki spurning-
unni en kemst að þeirri niðurstöðu að á kærleiks-
stundu geti „hjarta þitt“ verið fegursta kirkjan á ís-
landi.
Hér er um fallega og eigulega bók að ræða. Ljós-
myndir höfundar eru teknar af smekkvísi og næmi.
ítarlegar og vandaðar skýringar aftanmáls auka mjög
á notagildi bókarinnar þannig að jafnvel sá sem ekki
hrífst af ljóðunum getur sótt mikið til bókarinnar.
Skýringarnar, eins og ljóðin raunar, vitna um lifandi
tengsl höfundar við íslenska bókmenntaarfleifð og
fræðilegan metnað. Málið á ljóðunum er auðskilið
hverju barni. Innihaldið gerir meiri kröfur til lesand-
ans en þar koma hinar óvenju nákvæmu skýringar
til hjálpar. Þá hefur bókin að geyma vandaða orða-
skrá og enskan útdrátt.
í mínum augum liggur styrkleiki bókarinnar frem-
ur í myndunum og hinum vönduðu skýringum en
ljóðunum sjálfum, en hér gildir auðvitað hið sama og
um fegurð kirknanna að smekkur manna er mismun-
andi. Ljóst er að margt er vel gert í þessum ijóða-
flokki, þar sem mjög er tengt við sögu kirkjustaðanna
og lagt út af henni, sbr. þaö sem segir um Mosfells-
kirkju:
Fiársjóður kappans enn ófundinn.
Hví að leita silfurs
ef finna má gull
í kenningu Krists á þessum stað,
þessum sögustað?
Þannig tala ljóðin stöðugt máli kristninnar og eru
því ótvíræður stuðningur við Krist og kirkju hans
hér á landi. Það hlýtur að vera mikið fagnaðarefni
hverjum áhugamanni um framgang íslenskrar
kristni að leikmaður skuli setja saman slíka bók og
koma henni fyrir almenningssjónir.
Jón Ö. Þormóðsson:
Fegursta klrkjan á íslandl.
Fróði 1995 (167 bls.).
I fréttatilkynningu sem fylgir
geislaplötunni Draumsýn stendur
ritað að tónlistin minni um margt á
Enyu, Mike Oldfield, Vangelis eða
Enigma. Það kann að vera rétt, en
tónlist Leós G. Torfasonar vekur
lika minningar um fleiri nöfn, ekki
síst frá fyrri tíð. Má þar nefna
hljómsveitina Sea Train hvað varð-
ar útsetningu og uppbyggingu lags-
ins Jarðarber. Einnig á fiðluleikur
Dan Cassidys í laginu þátt i því að
maður minnist þessarar hljómsveit-
ar og fiðluleikara hennar, Richard
Green. Nú þarf ekki að vera að Leó hafi nokkru sinni heyrt i téðri hljóm-
sveit. Þarna er bara um tónlistarlegan skyldleika að ræða. Manni dettur
líka í hug hollenska hljómsveitin Focus og Svisslendingurinn Alap Jetz-
er, en þessi upptalning merkir ekki að um eftiröpun sé aö ræða, langt því
frá. Músíkin minnir bara sumpart á gullaldartímabil rokksins á áttunda
áratugnum (pre-pönk), þegar menn voru óhræddir við að reyna nýjar
leiðir og takast á við meiri víðáttur í tónlistinni en áður hafði tíðkast.
Þetta þýðir þó ekki að tónlistin á
Draumsýn sé gamaldags. Hún
hljómar nútímalega, en sver sig í
ætt við „klassískt rokk“ eða sinfón-
ískt sem svo er stundum nefnt og
enn er í fullu gildi, fremur en nýald-
artónlist eða bræðing.
Leó er ekki alveg ókunnur meðal hljómlistarfólks; hefur leikið á gítar
árum saman, m.a. með hljómsveitunum Blúsbrot og Byl. En hann hefur
alltaf haft hægt um sig og nú er komið í ljós hvað hann hefur verið að
dunda við undanfarin ár. Lagasmíðar Leós, sem allar eru eingöngu leikn-
ar, koma verulega á óvart. Þrátt fyrir að viss einfaldleiki sé ráðandi í
sumum þeirra er engan byrjendabrag á þeim að finna. Hvergi er neitt
klaufalegt og styrkur laganna virðist fara vaxandi eftir því sem á plötuna
líður. Útsetningar eru smekklegar og hljóðfæraleikur með ágætum. í
heild er um að ræða hrífandi og tilfinningaríka tónlist, og er gaman að
fá að hlýða á svona grip á tímum niðursoðins léttmetis. Það er að vísu
ekki svo mikið verið að kcmna nýjar leiðir á þessari plötu heldur eru vak-
in upp minni úr evrópskri og amerískri rokktónlist með tilvísunum bæði
í þjóðlög og, að einhverju leyti, nýaldartónlist. Aðdáendur framsækinn-
ar, melódískrar rokktónlistar, og reyndar allt áhugafólk um góða tónlist,
ætti að gefa Draumsýn gaum.
Flytjendur auk Leós, sem leikur á gítar, sítar og hljómborð, eru Svav-
ar Sigurðsson sem leikur á Hammondorgel og hljómborð, áðurnefndur
fiðlari Dan Cassidy, bassaleikarinn Pétur Kolbeinsson og trommararnir
Karl J. Karlsson, Matthías Hemstock og Hafþór R. Gestsson. Hljóðmaður
var Birgir Jóhann Birgisson og stjórnaði hann upptökum ásamt Leó, en
þær fóru fram í Stúdíó Stefi á árunum 1993-95.
Dreifing: Japis.
Hljómplötur
Ingvi Þór Kormáksson
Stórsveit Reykjavíkur - Stórsveit Reykjavíkur:
★ ★Á
Stendur undir nafni
Big Band tónlist getur verið virki-
lega skemmtileg þegar hljómsveitin
er góð. Til að ná upp réttu sveifl-
unni þarf ekki aðeins helling af góð-
um blásurum og ryþmasveit heldur
ótrúlega mikla samæfingu. Bestu
stórsveitir samtímans, eins og
hljómsveitir Dukes Ellingtons,
Counts Basies og Stans Kentons, svo
að einhverjar séu nefndar, höfðu að
baki áralanga þjálfun og spila-
mennsku þegar þær voru á hátind-
inum. Þaö er því ekki við því að bú-
ast að Stórsveit Reykjavíkur, sem á
að baki þriggja ára skrykkjóttan feril sem byggist að mestu á þrautseigju
Sæbjörns Jónssonar og áhugasamra blásara undir hans stjórn sé í sama
------------------------ gæðaflokki og fýrrnefndar hljóm-
UIÍÁmnlAtlir sveitir. En miðað við að hljómsveit-
mjum|mmir in starfar stutt í einu og flestir
------------------------ starfa einnig við annað þá hefur
Hilmar karlcQnn náðst virkile§a góður árangur sem
11111,101 ■'uHuuUI' er fyrst og fremst stjórnandanum
Sæbirni Jónssyni að þakka og fyrsta
plata sveitarinnar, sem ber nafn hennar, er mun betri en maður átti von
á.
Það hafa áður verið starfræktar stórsveitir og lengst lifði Stórsveit Rík-
isútvarpsins. Má segja að Stórsveit Reykjavíkur sé sprottin upp úr henni.
Það er fullt af góðum blásurum í Stórsveitinni og það sem kannski vek-
ur mesta ánægju er að heyra hversu vel trompetleikararnir komast frá
sínu en sú deild hefur löngum verið akkilesarhæll íslenskra stórsveita. I
raun skOar sveitin það vel frá sér einstökum lögum að það er eins og um
rótgróna atvinnusveit sé að ræða.
Það eru þekkt og óþekkt lög á plötunni og til að lífga upp á eru þrír
söngvarar til taks, Ragnar Bjarnason syngur tvö lög sem lengi hafa loð-
að við hann, My Way og New York, New York, og kemst vel frá sínu, Eg-
ill Ólafsson, sem auk þess að fara vel með It Don’t Mean a Thing if It Aint
Got that Swing, syngur ásamt Ragnari Bjarnasyni Einungis fyrir djass,
stórskemmtilegt lag eftir Stefán S. Stefánsson. Stefán á einnig annað gott
lag, Vindhviður. Þriðji söngvarinn er svo Ellý Vilhjálms sem syngur
Almost Like Being in Love og The More I See You. Það er ekki að heyra
að hún hafi verið fársjúk þegar hún söng lögin. Rödd hennar er jafn skýr
og falleg og fer hún einkar vel með þessar ágætu ballöður. I heild er plata
Stórsveitarinnar góð skemmtun og er leitun að hnökrum í flutningi
hennar.