Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 22
22 • MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Menning Heimur unglinganna Lárus Már Björnsson. Það verður að segja alveg eins og er, að fáir rithöfundar hér á landi hafa náð að skrifa bækur um ungl- inga og fyrir unglinga sem gefa heilsteypta mynd og raunsanna af heimi þeirra. Líkiega stafar það af því að menning og dagleg upplifun unglinga er svo síbreytileg að þeir sem orðnir eru tvítugir eru eins og gamalmenni í tali og háttum miðað við 15 og 16 ára unglinga. Samkvæmt bókarkynningu um bókina K/K eða Keflavíkurdagar / Kefla-víkumætur hefur höfundur bókarinnar Lárus Már Björnsson lifað og hrærst í heimi unglinga í fjölda ára og gjörþekkir yiðfangs- efni þeirra og væntingar. Án efa er það rétt og víst er að hann hefur reynt að tileinka sér málfar ung- linga og reynt að skynja og skilja látæði þeirra allt. Það vekur hins vegar athygli les- andans að framan af bókinni virkar unglingamálið einhvemveginn yfirþyrmandi. Það era allir svo „kúl“ og „speisaðir“ að við liggur að það hálfa væri nóg. Þó er ekki hægt að segja annað en bókin verði mark- vissari og læsilegri eftir þvi sem á hana líður. Sagan fjallar um Ólaf Bjarka Ragnarsson, fimmtán ára strák sem býr í Keflavík. Hann hefur átt heldur erfitt upp- dráttar í skóla vegna eineltis. Eftir að hafa verið einn vetur á heimavistarskóla fer hann aftur í gamla skól- ann sinn og sest þar 1 starfsdeild. En í raun hefur hann bæði metnað og getu til að ná góðum árangri í námi. Lykilaðilar í þessari sögu em kennaramir þau Ari Freyr og Valdís. Ari Freyr leyfir nemendum sínum að nálgast sig, kennslan er frjálsleg, en um leið og nemendur fara yfir strikið em mál tekin fóstum tök- um. En umfram allt öölast Ari traust nemendanna. Þeir geta rætt viðkvæm mál við hann og hann leitast við að tala við þau allan tímann, en forðast að tala Bókmenntir Sigurður Helgason niður til þeirra. Heimilisaðstæður Óla, aðalpersón- unnar era ekki mjög skemmtileg- ar. Hann býr með föður sínum og Kollu stjúpmóður sinnar. Sam- skiptin innan fjölskyldunnar eru afskaplega takmörkuð og lesand- inn hlýtur að draga þá ályktun að Óli sé ekki mjög vinsæll hjá stjúp- móðurinni og þar við bætist að samskiptiu feðganna em stirð. Milli Óla og þeima tveggja mynd- ast eins konar veggur sem þögnin myndar. Eftir deilur er niðurstað- an margra daga þögn. Engin mál era rædd, hvað þá leyst. Þaö er full ástæða til að hrósa Lár- usi fyrir þessa athyglisverðu til- raun. Stærsti gallinn á sögunni er sá að aðstæður ótrúlega margra unglinga em skelfilega erfiðar og einhvemveginn virðast fáir eiga sér von um bjarta framtíð. Það er eins og allir nemendur í þessum skóla, aö minnsta kosti þeir sem koma við sögu eigi ---------------- við umtalsverða félagslega erfið- leika að stríða. Slíkt er vissulega til en það sama á við um það eins og unglingamálið. Það virðist vera svolítið yfirþyrmandi. Hins vegar er kosturinn sá að í raun fá allir tækifæri til að sýna sínar góðu hliðar, meira að segja kennaramir. Óg annað gott er að þrátt fyrir fyrrgreinda galla er sagan að mörgu leyti raunsæ. Aðalpersónan, Óli, á sér þann draum stærstan að samskipti sín við sína nánustu styrkist. Hann þráir eðlileg samskipti við pabba sinn, sem þó gengur illa. En blátt áfram og þægileg framkoma kennarans virðist duga honum til að viðhalda lífs- gleðinni. Og eitt er víst, að til eru margir kennarar sem búa yfir þessum jákvæðu eiginleikum. Lárus Már Björnsson: K/K Keflavíkurdagar / Keflavíkurnætur, Reykjavík, Mál og menning, 1995. Læsilegt rit um náttúru, menningu og trúmál Páll Skúlason. Páll Skúlason heimspekiprófess- or er tvímælálaust meðal eftirsótt- ustu og vinsælustu fyrirlesara hér á landi. Um það era rita- og erinda- skrár Árbókar Háskólans til vitnis. Á síðustu árum hefur PáU safnað mörgum erinda sinna saman og gefið út í bókarformi. Sú bók sem hér er til umsagnar er níunda bók höfundar. Hún hefur að geyma er- indi og greinar sem fjalla einkum um umhverfis-, menningar- og trú- mál. Flestar hafa þessar greinar birst á prenti áður en í mismun- andi aðgengilegum ritum og er fengur í því fyrir aUa áhugamenn um heimspeki að hafa þær á einum stað. Raunar á þetta greinasafn erindi til mikið fleiri en þeirra sem telja sig sérstaka áhugamenn um heim- spekileg efni. PáU skrifar um málefni sem alla varð- ar og gerir það á þann hátt að rit hans á að geta höfð- að til breiðs lesendahóps. Að loknum lestri þess finnst mér a.m.k. augljóst hvers ----------------- vegna PáU er jafn eftirsóttur fyrir- lesari og raun ber vitni. Hann greinir vandamálin sem við er að glíma mjög skilmerkUega, kynnir ólík sjónarmið og tekur þau tfl yfir- vegunar á ýmsa vegu. Röksemdir hans em jafnan sérlega skýrar og settar fram á mjög vönduðu máli. PáU leitast ekki við, frekar en heimspekin yfirleitt, að veita endanleg eða einhlít svör, heldur leiðir hann lesandann áfram og býr í haginn fyrir áframhaldandi leit hans að svörum úti á vettvangi lífsins. Hér er að sjálfsögðu ekki rúm tU að rekja efni aUra greinanna en meðal áhugaverðustu greina þessa rits fannst mér greinin „Siðfræði og skógrækt". Þar skip- ar Páll sér á bekk með áhugamönnum um skógrækt en hana telur hann vera hugsjón sem okkur íslend- ingum ætti að vera bæði ljúft og skylt að sinna eftir því sem við höfum orku og vit tU. Ást höfundar á Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson trjánum dylst ekki. Hann segir að fyrir tilstiUi trésins öðlumst við trúnaðarsamband við náttúruna en bætir því við að erfitt sé að lýsa á fræðimáli þessu nána sambandi manns og trés og kýs að ljúka um- fjöllun sinni á ljóði Hannesar Pét- urssonar, „Talað við laufgað tré“. Engu að síður finnst mér að Páli hafi tekist betur en flestum öðram að fjalla um þetta efni sem svo mörgum íslendingum er hugleikið. í þessari grein er víða mjög vel að orði komist eins og þegar PáU seg- ir: „Vandinn er að jarðbinda hug- sjónina án þess að jaröa hana“ og einnig þegar hann segir: „Tími náttúrunnar er langtími en tími mannsins skammtími." Greinin „Lífsskoðunarvandi samtímans og kristin kirkja" fannst mér sömu- leiðis mjög áhugaverð. Þar heldur PáU því fram að trúarbrögðin heyri í reynd sögunni til en telur líklegt að kristindómurinn eigi meiri framtíð fyrir sér en nokkur önnur trú. Við fyrmefndu skoðun hans munu væntanlega margir setja spurningarmerki og draga réttmæti hennar í efa. Hins vegar get ég heilshugar tekið und- ir með höfundi er hann telur kirkj- una hafa vanrækt einn höfuðþátt kristindómsins, dulúðina. Hugur Páls til kirkjunnar dylst þó ekki, sbr. lokaorð hans: „Megi kristin kirkja dafna og þjóna lífinu og skapara þess um langan ald- ur.“ Lokaorð mín skulu verða þakkir tfl Páls Skúlason- ar fyrir sérlega áhugavert greinasafn jafnframt því sem ég læt þá ósk í ljós að sem allra flestir kynni sér rit hans því að það er örugglega bæði holl og þro- skandi lesning. Páll Skúlason í skjóli heimspekinnar Erindi og greinar Háskólaútgáfan 1995 (183 bls.) Rúnar Gunnarsson Mannlif a ystu nöf Rúnar Gunnarsson hefur alla tíð verið maður margra og ört breyti- legra hugðarefna. Eitt er það þó sem fylgt hefur honum gegnum flestar umvendingar, nefnUega trúin á ljós og linsur. Hann er fjölmenntaður sem ljósmyndari og kvikmynda- tökumaður og hefur lengst af starf- að við annan hvom eða báða þessa miðla. Nú hefur Rúnar dregið saman þær ljósmyndir sínar sem honum þykir vænst um, rúmlega 90 talsins, og setf á bók sem hann káflar Eins- konar sýnir. Hér er um að ræða kilju í litlu en þó handhægu broti. Ljósmyndirnar í henni raðast með klárum og hefðbundnum hætti, liggja vel á síðum og mynda samstæðar opnur. Viðar Víkingsson fylgir bókinni úr hlaði með skemmtUegum hugleiðingum. í ljósi margháttaðra hugðarefna Rúnars bjóst ég sannast sagna ekki við að finna í þessari bók ýkja heildstæð viðhorf tU lífsins. En ef horft er framhjá nokkmm einum-of-týpískum skotum úr myndrænum húsasundum, ljósbrigðum á ísaldarklöppum og hestum í höm, þá opinberast manni á endanum mjög afdráttarlaus sýn hans á veruleikann. Engir meðaljónar Rúnar er framar öðm áhugamaður um mannlíf á ystu nöf eða mark- að djúpri reynslu, sem oft er eitt og hið sama, hvort sem er í henni Reykjavík, í Kaupmannahöfn eða úti í Eystrasaltslöndum. Bindisklædd- ir meðaljónar með stresstöskur koma ekki fyrir í myndum hans. Hér á ég ekki einasta við líf þess fólks sem á einn eða annan hátt hef- ur sagt sig undan reglum borgaralegs samfélags, mótorhjólagæjar og úti- gangsmenn, heldur einnig líf þeirra sem örlögin, stjórnmálaþróunin, sál- arkreppur, jafnvel listgyöjan, hafa ýtt til hliðar eða fram á áðurnefnda nöf, þar sem þau standa berskjölduð, rúnum rist - en óbuguð samt. Magnaðar eru myndim- ---------------------------------- ar af músíkantinum (21), gamla Eistlend- ingnum (48), bræðrun- — um (50 & 51), Árna Hirti (53), Rósku og Degi (54 & 55), Hjalta trompetleik- ara (59), konu í Vilnius (79) og sjálfum „Slátraranum méð fæðingarteng- urnar“, Hrafni Gunnlaugssyni (70) í ljósi síðustu uppákomu hans. Mannamyndir Rúnars, ótruflaðar af öðru efni, mundu gera sig prýðis- vel, jafnvel betur, í sérstakri bók. Freistandi er að bera mjög svo róm- antíska trú Rúnars á innbyggða reisn sérhvers einstaklings, hvernig sem hann er á sig komin, saman við óvægið raunsæið í ljósmyndum Þórarins „Agga“ Þórarinssonar af íslenskum utangarðsmönnum, sem einnig komu út á bók fyrir nokkrum árum. Rúnar lætur prenta myndimar í dúótóni, sem ég er ekki viss um að henti þeim öllum. Við hann fá mannamyndimar ákveðna „fyllingu", en á stundum virkar dúótónninn eins og slikja á yfirborði mynda, slævandi tilfallandi dramatík ljóss og skugga. En sem betur fer er enginn hörgull á dramatík í bókinni, sem er höfundi sínum til ítrasta sóma. Og í raun- jnni ljósmyndasögulegur viðburður hér á landi. Rúnar Gunnarsson - Elnskonar sýnir 105 bls. Útg. höfundur, 1995 Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Tónlist Áskell Másson Til tónlistarhúss Þeir ágætu listamenn, Gunnar Kvaran sellóleikari og Gisli Magnús- son píanóleikari hafa sent frá sér geislaplötu sem Japis gefur út og dreif- ir. Platan var tekin upp í júlí síðastliðnum í Víðistaðakirkju, og var Bjami Rúnar Bjamason tónmeistari en upptökumaður var Georg Magn- ússon. Fyrsta verkið á plötunni er Tólf — tilbrigði um stef úr óratoríunni Júd- as Maccabáus eftir G.F. Handel. Þeir Gunnar og Gísli leika verkið — léttilega og mjög fallega. Hin mjög svo þekkta sónata Schu- berts, Sónata Arpeggione op. posth. er næst. Hér reynir á dýpt og listrænt innsæi listamannanna tveggja og reyndar, eins og búast mátti við, bregðast þeir ekki. Fyrir smekk undir- ritaðs hefði fyrsti þátturinn mátt vera örlítið hraðari en allt virkar þó mjög vel, engu að síður, og hægi þátturinn er einstaklega fagurlega leik- inn. Myndir á þili eftir Jón Nordal kemur næst. Verkið er í fjórum, stutt- um þáttum sem heita Brostin augu vatnanna.../Þegar íshjartað slær.../Skrifað í vindinn.../Allt með sykri og rjóma...og era titlar þeirra til marks um stemningu þeirra. Titlarnir eru fengnir úr Ijóðum sumra helstu nútímaljóðskálda okkar. Verkið samdi Jón að beiðni stjórnar Listahátíðar árið 1992, að undir- lagi þeirra Gunnars og Gísla, sem frunifluttu það síðan á Listahátíð í Reykjavík 1992. Verkið er ekki flókið að gerð en geysilega stemningsríkt og er það ákaflega vel og skemmtilega leikið hér á þessari plötu. Síðasta verkið er sónata op. 40 eftir rússneska tónskáldið Dmitri Sjostakovitsj. Þetta magnaða verk er í fjórum aðskildum þáttum og hefst sá fyrsti á dular- fullum sellóeinleik sem Gunnar útfærir geysivel. Samspil þeirra fer í hæðir þegar líður á verkið og er t.d. Largo- þátturinn sérlega magnaður og síðasti þátturinn, sem er leikandi hraður, nettilega leikinn af þeim fé- lögum Gunnari og Gísla. Þessi plata er gefin út til styrktar einu brýnasta málefni okkar tónlist- armanna á íslandi: Tónlistarhúsi, og er það vel, með svo vandaða plötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.