Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 31
MANUDAGUR 11. DESEMBER 1995 43 Fréttir Snákurínn er kominn Akureyri: Vaxandi neysla á fíkni- efnum og læknadópi - starfshópur vinnur tillögur um varnir DV, Akureyri: „Við höfum fengið helmingi fleiri fíkniefnamál inn á borð til okkar á yfirstandandi ári en á síðasta ári sem þó var metár hvað þetta varðar,“ seg- ir Daníel Snorrason, yfírmaður rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri. Daníel segist fagna þeirri sam- þykkt bæjarstjórnar Akureyrar að skipa starfshóp sem afli upplýsinga um ástand þessara mála í bænum og vinni tiÚögur varðandi varnir. „Ég fagna því að menn átta sig á því vandamáli sem við er að etja og þeg- ar fleiri taka á málinu aukast lík- urnar á árangri. Þetta er ekki ein- ungis lögreglumál, heldur einnig þjóðfélagsvandamál," segir Daníel. Hann segir að neyslumunstur fíkniefnaneytenda á Akureyri hafi verið að taka breytingum. „Það hefur verið meira am- fetamín í umferð en áður og við tok- um í fyrsta skipti í ár alsælu af neytendum. Þá er einnig áberandi misnotkun á læknalyfjum sem menn nota m.a. á þann veg að mylja og sprauta sig síðan með þeim.“ Daníel segir að til skamms tíma hafi fíkniefnaneysla í bænum að mestu farið fram í lokuðum hópum. Nú virðist sem þessir hópar hafi opnast og einstaka menn séu farnir að gefa sig út fyrir sölu á fíkniefn- um. Því telji hann samþykktina í bæjarstjórn vera af hinu góða og vonandi leiði hún til árangurs í bar- áttunni gegn fikniefnaneyslunni. -GK Þýskaland: Hátt verð á karfa DV, Vestmannaeyjum: Togarinn Breki VE seldi í Þýskalandi í síðustu viku og fékk mjög gott verð fyrir aflann. Breki var með 155 tonn - mesta karfa - og fékk 22 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð 152 krónur kilóið. Forstjóri Vinnslustöðvar- innar, sem gerir Breka út, var mjög ánægður með söluna sem hann þakkaði hve góðan físk skipið var með. ÓM Breyting á áfengislögum: Skilgreint hvers konar auglýsing- ar á áfengi eru bannaðar Þann 1. desember síðastliðinn tók gildi breyting á 16. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Þá var sett inn í lögin ákvæði sem áður var í reglugerð nr. 62/1989. Þar er meðal annars tekið fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar og að bannað sé að sýna neyslu eða hvers konar aðra með- ferð áfengis I auglýsingum eða upp- lýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er í lögunum átt við hvers konar til- kynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengisteg- undir eða atriði tengd áfengis- neyslu. Þetta bann tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða fírmamerki áfengisframleiðanda. Framleiðandi má þó, ef hann framleiðir aðrar drykkjarvörur en áfengi, nota firmanafnið í auglýsingum. Þá verð- ur líka að vera augljóst að verið sé að auglýsa hina óáfengu drykki. Undanþegnar banni eru m.a. aug- lýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum, sem flutt eru til landsins, nema tilgangur þeirra sé að auglýsa áfengi. -ÞK Hann hefur farið sigurför um Bandaríkin og er nú að hefja för sína um Evrópu. Tryggðu þér eintak ítíma og vertu með þeim fyrstu. Snákurinn „Snake-iight" er vinnuljós á sveigjanlegum barka sem hefur unnið til fjölda hönnunar- og hugmynda verðlauna. Nýung með ótakmarkaða notkunarmöguleika. Upplýsinar í síma 581 2660 BORGARLJÓS -K__E P___J_A___M evm Ken BYKO dllar verslanir, HÚSASMIÐJAN og fjöldi annarra sölustaða. Upplýsinar ísíma 5812660 Við höldum áfram að bjóða sprengjuverð..!! i" EDESA þvottavél 850 snúningar. 17 þvottakerfi. Tekur 5 kg. af þvotti i ísskápur C37TR, tvær hurðir. 175x59,5x59 hxbxd, Frystir niðri -1001. Kælir uppi - 2351. 2 pressur. Hljóðlátur. ísskápur D28, tvær hurðir. 146x55x58 hxbxd. Frystir uppi - 57I. Kælir niðri - 223I. Hljóðlátur. Fallegt útlit. ísskápur F-1320. Ein hurð. 140x59,5x58 hxbxd, Frystir 22I - Kælir 288 Ein pressa. Hljóðlátur. Sterk innrétting. Sansui Micro 1400 Hljómtækjasamstæða' Geislaspilari, útvarpí segulband, stór skjár, Fullkomin fjarstýring Öflugir hátalarar. Verið velkominn í nýja og glæsilega verslun okkar að Skútuvogi 1. Creda compact þurrkari ^3 kg. 2 hitastig. HxBxD:67x49x48 sm Veltir tromlu í báðar áttir. Barki fylgir. Creda autodry ^ þurrkari Tekur 5 kg. 2 hitastig. c^Veltir í aðra áttina. Krumpvörn. Barki fylgir. Creda REVERSAIR þurrkari ^5 kg. 2 hitastig. íl Krumpvörn. Veltir í báðar áttir. Barki fylgir. CredaCONDENSA þéttiþurrkari 5 kg. 2 hitastig. ftVeltir í báðar áttir. Notar ekki barka. Krumpvörn. Rakaskynjari.- Opið: Mán-Fös. 10-19 Laugardag 10-18 Sunnudag 13-18 VISA ’í'lS&Sí&íSM Raðgreiðslur - 24 mán. JL j Raðgreiðslur - 36 mán. - ANNO 1 929 - RflfffiKOflUERZLUN ISLfllÍDSIf Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax: 568 0776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.