Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 / Innrammaðarjólagjafir Listaverkaeftirprentanir Sérverslun m/innrammaðar myndir eftir íslenska og erlenda listamenn. ítalskir rammalistar. Falleg gjafavara, SM ' Innrömmunarþjónusta Fákafeni 9 - Sími 581 4370 ímarit fyrir alla UTBOÐ F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í nýtt íbúðarhverfi. Verkið nefnist: Borgahverfi 4. áfangi, Móavegur - Vættaborgir. Helstu magntölur eru: Götur, breidd 7 m, 720 m Götur, breidd 6 m, 600 m Holræsi 2.900 m Púkk 6.400 m2 Mulin grús 5.700 m2 Lokaskiladagur verksins er 1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meö þriðjudeginum 12. desember 1995, gegn 10.000 kr-. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. des- ember'1995 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 sími 552-5800 auglýsingar kwvvvww Menning Hálfgildings skepnuskapur - Rut Rebekka í Norræna húsinu í aldarbyrjun ollu fauvistar miklu uppnámi um miðbik álfunnar vegna þess hvernig þeir - að mati listáhugamanna - leituðust við að sprengja upp mál- verkið. Myndir þeirra einkenndust af einfóldum lín- um og sterkum litum. Helsti forkólfur fauvistanna var Matisse sem skilgreindi stefnuna sem svo að markmiðið væri einföld tjáning í eins fáum dráttum og mögulegt væri og i nægilega sterkum litum til að hún færi ekkert á milli mála. Fauvismi táknaði ein- faldlega skepnuskapur, því þannig litu menn þá á list Matisse og hans nóta, sem enn í dag eiga upp á pall- borð listarinnar, þó aðrir heföbundari listamenn hafi gleymst. Rut Rebekka, sem nú sýnir í Norræna hús- inu, virðist draga mjög dám af hræringum fauvist- anna og vinnubrögðum þeirra. Vantar samhljóm Á sýningu Rutar Rebekku eru alls þrjátíu málverk, en hún hefur á undanförnum árum einbeitt sér í auknum mæli að málverkinu eftir að hafa sinnt graf- íkinni um árabil. Á fyrri sýningum Rutar Rebekku hafa verið áberandi málverk af fólki við hljóðfæra- leik. Nú eru hljóðfærin á bak og burt en dans og frjálsar hreyfingar likamans hafa komið í staðinn. Hins vegar mætti Rut Rebekka gjarnan íhuga að ein- beita sér að annars konar myndefni, því teikning mannslíkamans er greinilega ekki hennar sterkasta hlið. Þar.að auki er engu líkara en listakonunni gangi ekki sem best að ákveða hvort hún eigi að fara hina fauvísku leið einfaldleikans í teikningunni eða hina expressjónísku þar sem fleiri drættir koma fram og meira er gefið upp. Þetta er sérstaklega bagalegt í verkum á borð við nr. 19 og 20, Ég á þig og Dansandi par, þar sem einfaldleiki útlínuteikningarinnar dreg- ur úr tjáningu litflatanna og öfugt. Annars staðar er misræmi að finna í mismunandi sterkri nákvæmnis- árátuu varðandi túlkun andlitsdrátta eins og í verk- inu Ópið (nr. 12). Listakonunni tekst ekki nægilega vel að koma á samhljómi á milli þessara ólíku þátta í verkum sfnum. Myndlist Olafur J. Engllbertsson Frjálsleg myndbygging lykilatriði Betur tekst til í verkum eins og nr. 2 og 3, Innri sýn og Án handleggja, þar sem leitast er við að losa um stífa teikninguna og reyna nýjar og sjálfsprottnar leiðir í myndskipun. í þessum verkum kemur fram að Rut Rebekku getur tekist vel upp með liti þegar myndbyggingin er til þess að styðja við hana. Þannig virðist hæfilega frjálsleg myndbygging vera lykilat- riði hjá listakonunni þar sem ekki er farið út í ná- kvæmnisatriði varðandi túlkun mannslíkamans held- ur látið nægja að vinna út frá lífrænum formum. Myndir einsog Tvær ásjónur Evu (nr. 5) og nr. 16 og 17, Systur og Óaðskiljanlegar eru einnig ágætlega heppnaðar myndir þar sem litbeiting dregur fram það sterkasta í teikningunni í stað þess að vinna beinlín- is gegn henni, líkt og gerist í of mörgum verkum á þessari sýningu. Takist Rut Rebekku hins vegar að vinna frekar út frá einfaldri lífrænni formteikningu sem er í samhljómi við litapallettuna þá er von á sönnum „skepnuskap" á næstu sýningu hennar. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 22. des- ember. André Bachmann - Tll þín HH Kunnugleg lög Geisladiskur með söngvaranum André Bachmann, sem nefnist Til þín, inniheldur að mestu leyti kunnug- leg erlend lög. Við flest þeirra hefur Þorsteinn Egg- ertsson gert texta og einnig við tvö af þremur frum- sömdum lögum sem á diskinum er að finna. Þægileg rödd dægurlagasöngvarans passar við flest þeirra og má André yfirleitt vel við una. Hann mætti þó vanda sig aðeins meira og athuga að áherslur eiga að vera á fyrsta atkvæði en ekki í lok orðs, sbr. einhvers stað- Hljómplötur Ingvi Þór Kormáksson Þetta er reyndar sök textasmiðsins og líka það að áherslur eru stundum á smáorðum. í laginu Besame Mucho (og í minna mæli í Amor) sýnir André sínar bestu hliðar með tilfinningaríkum söng og líka í eigin tónsmíð, titillaginú, sem líður dálítið fyrir ekki nógu vel saminn texta, þótt einlægur sé. Tvö ágæt lög eru hér eftir Carl Möller sem er útsetj- ari og hljómborðsleikari ásamt Þóri Úlfarssyni. Út- setning og flutningur á lagi Carls, Jörðin okkar, gerir það að einu af þremur bestu lögum disksins. Hin eru Hafið (Sunny) og Komdu (Quando, quando). Áræðin hljómsetning í síðastnefnda laginu á hrós skilið en hljómsetning á tveimur stöðum í laginu Meira (More) er hins vegar ankannaleg. Hljóðgervlabrass er fremur leiðigjarnt (Ein á dag) og sama má segja um saxófón- sóló úr hljómborði í Aðeins þú (Only you). Þar hefði mátt heyrast í Rúnari Georgssyni sem blæs svo prýði- lega í nokkrum öðrum lögum. Eins er nauðsynlegt að fetta fingur út í lélegan eða engan prófarkalestur á textum. Það er sem sagt allnokkur fljótaskrift á sumu varðandi þessa útgáfu. Auk fyrrnefndra flytjenda koma fram á diskinum Gunnar Bernburg bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Upptökur fóru fram í Stúdíó Stöðinni. í heild má segja að útkoman sé fremur misjöfn en þeir sem unna hefðbundnum dans- og dægurlögum ættu að geta átt góðar stundir með Gleðigjafanum André Bachmann. ym' ^ ggi ! M fi 1 IHíWm : V X HLJÓMFÖNG /////////////////////////////// 12 síðna aukablað um HLJÓMFÖNG fylgir DV á morgun. Þar verða kynntir allir nýútkomnir geisladiskar, hljómplötur og kassettur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.