Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Síða 12
Spurningin FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Lesendur Fátæklegt búninga- val knattspyrnuliða Tryggvi Bjarnason skrifar: Eftir fjölskrúðugt knattspyrnu- tímabil ársins lítur maður gjarnan til baka og kemur þá í hugann ým- islegt sem betur mætti fara og sem kemur áhorfendum þægilegá á óvart. Eitt af þessu eru búningar nýju liðanna í fyrstu deildinni. Þessi lið eru í sömu litum og bún- ingum og lið sem verið hafa í fyrstu deildinni, þ.e. gulum og bláum eða gulum og svörtum lit. Ég tek dæmi af fyrstu deild. ÍA: gulir og svartir (hafa alltaf verið þannig). - ÍBK: gulir og bláir (hefur þó verið skipt um lit). - Grindavík: gulir og bláir (KA-búningurinn). - Leiftur: gulir og svartir eða bláir (sama og lA og KA-búningar). Og síðan önnur deild. KA: gulir og blá- ir (hafa alltaf verið þannig). - Þriðja deild: KS: gulir og bláir og svona mætti lengi halda áfram að rekja þetta. Það eru 10 lið í fyrstu deildinni og 4 þeirra eru nánast í sömu búning- unum. Eins og fyrr segir er mikil fá- tækt í búningavali. Flest lið eru í lit- um sinna merkja, þ.e. Fram, KR, ÍA, FH, Valur, ÍBV og ÍBK - eftir lita- skiptin. Tökum t.d. Grindavík (í KA búningnum), þeirra litur væri nær að vera gulur og rauður í heildarlit- um og/eða með röndum, þ.e. gular skyrtur með rauðum röndum og rauðar buxur og guli liturinn skær- ari en í ÍA og KA-búningunum. Leiftur (í ÍA og KA-búningum): þeirra litur væri heppilegri blár, rauður og hvítur eins og litirnir eru í merki þeirra - t.d. bláar buxur, Aðskildir litir og búningar svo að áhorfendur geti þekkt liðin i sundur í fjar- lægð eftir búningum, segir m.a. í bréfinu. hvít skyrta með eldrauðum röndum, eða rauðar buxur, hvít skyrta með -bláum röndum. Þessar vangaveltur snúast um það að áhorfendur geti þekkt liðin í sundur í fjarlægð eftir búningunum. í þessum tilvikum virðast ný- stofnuð félög, eða þau sem komast upp úr neðri deildunum, hafa lítið sjálfstraust, öðruvísi en að nota gulu, bláu og svörtu litina sem ein- hvers konar upphefð, vegna þess að allir þekkja þessa: „gulir og glaðir"! Gaman væri fyrir fótboltaáhuga- menn (og konur) að kanna hjá fólki hvaða búning liðin í deildunum nota. Margir skemmtilegir búningar eru til í ensku, þýsku og ítölsku deildunum'og svo er um mörg önn- ur lönd að sjálfsögðu. Kannski þyrfti KSÍ að setja nýjar reglur um búningaval. Það ætti að vera auð- velt hjá okkur þar sem liðin eru ekki mörg. Ég þakka svo knatt- spyrnumönnum skemmtiiegt sum- ar. Ný símaskrá með breyttu skipulagi Torfi Guðmundsson skrifar: Eins og kunnugt er hefur síma- skráin komið út í tveimur bindum á síðustu árum. Skiptingu hennar hef- ur verið hagað þannig að fólk (ein- staklingar) er í öðru bindinu en fyr- irtæki og stofnanir í hinu. Þessi tilhögun virtist einföld og eðlileg en þegar til kastanna kom reyndist hún erfiðari í framkvæmd og flóknari en útgefendur gerðu ráð fyrir og hættu á mistökum var boð- ið heim. Hafa enda komið íjölmarg- ar kvartanir um ranga skrásetningu nafna og fleiri aðfinnslur í þeim dúr. Heyrst hefur að vegna þessarar gagnrýni sé fyrirhugað að gefa næstu símaskrá út í einu bindi. Væri það mjög misráðið því að símaskráin er þegar orðin allt of stór til að rúmast í einni bók sem fer stækkandi ár frá ári. Enda er alls ekki verið að gagnrýna skipt- ingu hennar í tvö bindi heldur ein- ungis þau mistök sem orðið hafa við nafnaskráninguna. Lausnin á þessu máli er einföld: Það á að halda áfram að gefa síma- skrána út í tveimur bindum en breyta skipulagi hennar þannig að í fyrra bindinu verði öll símanúmer í Reykjavík og nágrenni en önnur landsbyggðarnúmer verði í hinu bindinu. Þar með væri allur núm- eraruglingur útilokaður og síma- skráin komin í ákjósanlegt form og viðráðanlegt. Atvinna í boði??? Sigrún B. Ólafsdóttir skrifar: Sterka og hrausta menn vantar í vinnu til langs tíma. Viðkomandi þarf að vera hraustur, þannig að -samstarfsmenn hans geti treyst á hann ef um líf og dauða er að tefla. Hann verður að þola langar fjarvist- ir frá fjöiskyldu sinni. Hann verður að þola einangrun með öðrum mönnum, mismunandi geðfelldum, og vera án sjónvarps, útvarps og dagblaða í langan tíma. Starfsmaðurinn þarf að hafa gott úthald og þola vel kulda, bleytu og slæm vinnuskilyrði. Húsnæði fylgir fyrir viðkomandi, u.þ.b. 5 fermetrar sem hann þarf að deila með öðrum manni. Skaffað er fæði, en ekki er hægt að bera ábyrgð á gæðum þess. Starfið getur verið afar hættulegt og þarf því umsækjandi að hafa mik- H[l§li[Q)í\ þjónusta allan í síma 5000 tiiiIIí kl. 14 og 16 Oskastarfiö umdeilda? inn sjálfsaga og mikið þor. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er í 6 klst., frí í 6 klst. og svo koll af kolli. Umsækjandi þarf að geta haft hugann alfarið við vinnuna, þrátt fyrir rykkjóttan svefn. Vinnutíminn stendur í 3-6 vikur, og milli verkefna fær viðkomandi 3-6 daga frí með fjölskyldu sinni. Tekið skal fram að ekki er hægt að tryggja starfsmönnum frí um hátíð- ar né á hátíðisdögum innan fjöl- skyldu. - Laun eru mismunandi; frá 150 þúsund kr. til 300 þús. kr. a mán- uði, greitt út eftir hvert verkefni. Tekið skal fram að ekki er unnt að hætta við er farið hefur verið af stað með verkefni og því engin undan- komuleið fyrr en í lok verkefnisins. - Haldir þú að þetta sé óskastarfið, lesandi góður, þá hafðu samband vð næstu útgerð og kannaðu hvort ekki sé laust pláss fyrir þig á frystitog- ara. Rán í fleirtölu Baldur Óskarsson skrifar: Um daginn tók ég mér far með leigubílstjóra austur í bæ. Skipst var á orðum á leiðinni eins og verða vill í leigubílum hér á landi og fyrst í tilefni af bankaráni á Vesturgötu sem nú er til umræðu manna á meðal. Síðan barst talið að íslenska lánakerfinu, einkum húsnæðis- kerfinu, og leigubílstjórinn sagði mér að hann hefði fyrir áratug eða svo fengið léðar 600 þúsund krónur hjá Húsnæðismálastjórn og ætti að borga hálfa fjórðu milljón. - Þú er víst ekki einn á báti hvað það snertir, varð mér að orði. Þá segir bílstjórinn: - Ég fór nú til hans Páls félagsmála- ráðherra og sagði honum frá þessu. - Og hvað sagði Páll? - Hann ætlaði varla að trúa mér í fyrstu, en svo fauk í hann og hann lofaði að minnast á þetta opinberlega; hann er búinn að því í Sjónvarpinu. Lengra varð samtalið ekki, en þegar ég var kominn út úr bílnum fór ég að hugsa um þá menn sem eitt sinn voru dæmdir fyrir vaxtaokur. Óskhyggja flug- mannsins Magnús Ólafsson skrifar: Ég las grein í Mbl. sl. miðviku- dag eftir ungan flugmann. Hann fullyrðir að 300 þúsund manns sem komu til Reykjavíkur 1994 hefðu viljað að flugvél þeirra lenti í Reykjavík. Hann hefur verið upptekinn þessi ungi mað- ur að spyrja þá alla álits. - Fyrir hvern skyldi ungi flugmaðurinn vera að skrifa, með öllum sínum fullkomnu upplýsingum um gistinætur Scandic hótels o.fl. o.fl.? Undirgefin stjórnarand- staða Árni Ámason skrifar: Stjórnarandstaðan verkar á fleiri en mig sem þæg og undir- gefln þessa dagana. Hún ber upp mótmæli, jú, jú, mikið rétt. En hún andmælir ekki neinu, svo mark sé á takandi, t.d. í tengsl- um við afgreiðslu fjárlaga. Ein- hver var að tala um að þingheim- ur hefði sameinast í andanum eftir ríflega launahækkun. Á ég að trúa þessu upp á stjórnarand- stöðuna? Hvit jól eða rauð? Svanur skrifar: Ég tel varlegt að leggja trúnað á spádóma um veðurfar hér á landi. Nýlega sá ég spá um það að við hér sunnanlands a.m.k. fengjum rauð jól sem svo er kall- að. Ég var ekki fyrr vaknaður daginn eftir (í morgun, 20. des.) en það var alhvít jörö hér. Og nú er það nýjasta að hér verði hvorki hvít jól né rauð, aðeins köld jól. En hvernig er það með Veðurstofuna. Er hún jafn ófær um að gefa út skammtímaspá og langtímaspá? Og auðvitað ekkert marktækt um jólastórstreymið! Orkusala til Ríkisspítala Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég tel að selja eigi þá orku sem Ríkisspítalarnir nota á ísal- verði. Ég reikna með að sú orka sem Ríkisspítalarnir nota hljóti að þýöa mjög háa reikninga sem svo eru einn þátturinn í að sliga rekstur spítala landsins. Maður á bágt með að trúa að með því að fækka fólki hjá spítölunum þýði það bættan rekstur og meiri hag- ræðingu. Eru þetta kannski lo- forðin um 12000 ný störf sem Framsókn lofaði? Hve mörg jólaböll ferð þú á? Þórdís Schram nemi: Eitt. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Eitt. Jónína Tryggvadóttir nemi: Eitt, í Garðaskóla. Eiríkur Ólafsson nemandi: Eitt eða tvö, það er misjafnt. Heimir Örn Sveinsson, nemi í raf- eindavirkjun: Engin. Það fer reynd- ar eftir því hvort einhver vill fara með mér. Halldóra Sigfúsdóttir skrifstofum- aður: Ekki neitt, börnin eru orðin svo gömul, því miður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.