Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Side 33
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 41 3V_________________Menning Góður píanóleikur Ólafur Elíasson hefur sent frá sér geislaplötu þar sem hann leikur pí- anóverk eftir Brahms og Mozart. Útgefandi er Skref, en undirrituðum skilst að Ólafur sé einmitt upphafsmaður og driffiöður þess merka fyr- irtækis, sem nú kemur skyndilega á markaðinn með fjölmargar plötur góðra listamanna með metnaðarfullar efnisskrár. Á hann og þeir sem að Skrefi standa heiður skilinn fyrir framtakið, sem líklegt er að verði mikil lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf. Ólafur er 28 ára gamall. Hann lauk námi frá Nýja Tónlistarskólanum hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni 1988. Síðan fór hann í framhaldsnám hjá hinum heimsþekkta Perlemuter í París, og eftir það hjá Bernard Ro- herts í Lundúnum. Hann innritaðist í Konunglegu tónlistarakademíuna í Lundúnum 1992 og lauk þar námi með tónleikum vorið 1994. Fyrsta verkið á plötunni er Hándel- tilbrigðin eftir Johannes Brahms. Þetta mikla verk er snilldarlega skrifað og krefst frábærrar tækni frá hendi flytjandans. Kröfur sem Ólafur stenst með mikilli prýði og leikur hann raunar verkið með sann- kölluðum glæsibrag. Upptökur voru gerðar í Fella- og Hólakirkju síðastliðið sumar og er hljómur þeirra fallegur, bæði skýr og hæfilega mikill. Tvær sónötur eft- ir Mozart koma síðan, fyrst í D-dúr, KV 576 en síðan í D-dúr KV. 311. Eru þær báðar prýðilega leiknar, þótt undirrituðum flnnist Ólafur á stundum mega nota ögn léttari áslátt. Útlit er látlaust, en fallegt. Japís dreifir. Hljómplötur Áskell Másson Fiöla og píanó Skref, íslenskir tónlistarmenn hefur gefið út geislaplötu þar sem þeir Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og James Howsmon pí- anóleikari leika fjögur verk eftir jafnmarga höfunda. Fyrsta verkið er Sónata nr. 3 í E- dúr, BWV 1016 eftir J.S. Bach. Sónatan er ljómandi vel flutt og tónn Sigurbjörns er skínandi og tandurhreinn, en það er einmitt þetta ljós í tóni hans svo og næmi fyrir verkefninu sem eru hans helstu kostir sem fiðlara. Þá kem- Hljómplötur Áskell Másson 27, nr. 3 eftir fiðlusnillinginn Eugene Ysayé. Þetta er frábært verk, skrifað fyrir stórfiðlarann George Enescu og fer Sig- urbjörn stórglæsilega með það. Mist Þorkelsdóttir samdi verk sitt Ceciliana á árinu 1990 með sænska fiðluleikarann Ceciliu Gelland í huga. Höfundurinn segir þjóðlög og dansa mynda bakgrunn verksins og höfðar titill þess bæði til nafns upphaflegs flytjanda þess, svo og sjálfrar gyðju tónlist- arinnar, Sankti Cecilíu. Þetta er vel skrifað verk fyrir hljóðfærin og býr það yfir margvíslegum stemn- ingum. Framvinda þess minnir um margt á tilbrigði, en það er annars frjálslegt í formi. Verkið er geysi- vel leikið af flytjendunum tveimur. Síðasta verkið á plötunni er Sónata í f-moll, op. 80 eftir Sergei Prokofflev. Þetta er sannkallað meistaraverk, snilldarlega skrifað og hlaðið átökum. Það er í fjórum þáttum og býr yfir gífurlegri til- finningaflóru, en það var samið árið 1944 og merkja má áhrif heimsstyrjaldarinnar í því. Sónat- an er tileinkuð David Oistrakh sem frumflutti hana 1946. Þetta verk reynir svo um munar á flytjendurna, bæði hvað tækni og ekki síst túlkun varðar. Þeir Sig- urbjörn og James Howsmoon eru vel samhentir í túlkun sinni og leika þeir verkið allt með glæsibrag. Tónn þeirra verður aldrei of spenntur, þrátt fyrir átökin og þrátt fyrir miklar tæknilegar og ná- kvæmniskröfur er það túlkun tónlistarinnar sem allt- af er aðalatriðið. Upptökur eru í góðu lagi og útlif þokkalegt. Hljómplötur Áskell Másson POEM Út er kominn geisladiskur með fiðluleik Evu Mjallar Ingólfsdótt- ur. Meðleikari á píanó er Hisako Fukui. Heimstónn gefur út og Skífan sér um dreifingu. Upptökur voru gerðar í Víði- staðakirkju fyrr á þessu ári og var upptökumaður Georg Magnússon en upptökustjóri Bjarni Rúnar Bjarnason. Á diskinum eru fimm verk sem öll eru mjög vel þekkt og mikið leikin, Fiðlusónata Debussys, Poéme eftir Chausson, Souvenir de Moscov eftir Wieniawski, Meditation eftir Massenet j)g Djöflatrillusónatan eftir Tartini. Þetta er hið glæsilegasta pró- gramm og er sannarlega ekki ráð- ist á garðinn þar sem hann er lægstur, en flest verk- anna eru samin af fiðlusnillingum. Því miður er fátt um upplýsingar í meðfylgjandi bæklingi, t.d. um flytjendurna sjálfa og fleira og er það miður, því hér er um mjög góða tónlistarmenn að ræða. Eva Mjöll er traustur fiðlari, með tækni ágæta og góða músíkalska tilfinningu. Verkin á þessari plötu eru öll ágætlega flutt og eru upptökur með jöfn- um og fallegum hljóm, hæfilega opnum og er nálægð hljóðfæranna mátulega mikil. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Frumsýning fimmtud. 28/12, uppselt, 2. sýning, laud. 30/12, fáein sæti laus, grá kort gilda, 3. sýning, fid. 4/1, rauð kort gilda. LÍNA LANGSOKKUI7 eftir Astrid Lindgren Lau 30/12 kl. 14, fáein sæti laus, sun. 7/1 kl. 14, lau. 13/1 ki. 14, sun. 14/1 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Föst, 29/12, fáein sæti laus, lau. 30/12, lau. 6/1, föst. 12/1, lau. 13/1. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föstud. 29/12, föst. 5/1, föst 12/1. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Barfiugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 29/12, uppselt, föst. 5/1, sun. 7/1, föst. 12/1. HÁDEGISLEIKHÚS laud. 23/12 frá 11.30-13.30. Unglingahljómsveitin Kósý leikur jólalög. Ókeypis aðgangur. í skóinn og til jólagjafa fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Línu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20. Á aðfangadag er opið frá 10-12. Lokað verður á jóladag og annan i jólum. Einnig lokað á gamlársdag og nýársdag, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Gleðileg jól! Munið nýtt símanúmer 550 5000 NÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: JÓLAFRUMSÝNING DONJUAN eftir Moliére Frumsýning 26/12 kl. 20.00, uppselt, 2. sýn. mvd. 27/12, nokkur sæti laus, 3. sýn. Id. 30/12, nokkur sæti laus, 4. sýn. fid. 4/1, 5. sýn. mvd. 10/1. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd. 29/12, uppselt, id. 6. jan., laus sæti, föd. 12/1. GLERBROT eftir Arthur Miller 8. sýn. föd. 5. jan., 9. sýn. fid. 11. jan. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Fid. 28/12 kl. 17.00, uppselt, Id. 30/12 kl. 14.00, uppselt., Id. 6/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 7/1, kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 7/1 kl. 17.00, sud. 14/1 kl. 14.00, sud. 14/1 kl. 17.00. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin frá kl. 13-20 fram á Þorláksmessu. Lokað verður á aðfangadag. Annan dag jóla verður opið frá kl. 13-20. Tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! III ÍSLENSKA ÓPERAN Sími 551-1475 Föstud. 29/12 kl. 21.00. Síðustu sýn. MAPAMA BlJTTIiRFLY Föstud. 19/1 kl. 20. HANS OG GRÉTA Frumsýning laugard. 13/1 kl. 15. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, sýningardaga er opið þar til sýning hefst. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Enya - The Memory of Trees ★★★% Magnaður seiður írska undrabarnið Enya nýtur mikilla vinsælda á popplistum um allan heim þessa dagana þrátt fyrir að tónlist hennar sverji sig frekar í ætt við klassik en popp. Eiginlega má segja að Enyu hafi tekist á einstakan hátt að blanda þessu tvennu saman með ívafi af gamalli írskri þjóðlagatónlist þannig að úr verður magnaður seiður sem er engu líkur. Tónlistin, sem er að mestu leyti leikin en ekki sungin, er ákaflega melódísk og falleg og i senn ein- ---------:----------- fóld og voldug. Sem barn síns tíma IIIÍÁmnlnllir notar Enya sér töivutæknina út í mjUIII|JIUlUI ystu æsar en þrátt fyrir að tölvu- --------------------- vædd tónlist virki oft köld og gervi- Cjnurriiir bnr Qali/arCQnn * hana vanti þennan mann- óiyuruur puí odivdibbuu lega neista nær Enya aö töfra fram hlýleg og notaleg áhrif með lögum sínum. Þessi tónlist er einfaldlega sér á báti hvernig sem á hana er litið og lítiö annað að gera en að taka ofan hattinn.og segja: Takk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.