Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Síða 34
42 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Fólk í fréttum Jóhann Hjartarson Jóhann Hjartarson stórmeistari er nú íslandsmeistari í skák í Qórða sinn og annað árið í röð eftir tvisýnt einvígi við Hannes Hlífar Stefánsson sem lauk í bráðabana. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík 8.2. 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1983 og embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1992. Jóhann er atvinnustórmeistari í skák og lögskipaður kennari við framhaldsdeild Skákskóla Islands frá stofnun hans 1991. Jóhann varð skákmeistari fs- lands 1980, 1984, 1994 og 1995, varð alþjóðlegur skákmeistari 1984, stórmeistari 1985, hefur verið í ólympíusveit íslands í skák frá 1980, var áskorandi í heimsmeist- arakeppninni í skák 1987-89, Þýskalandsmeistari í skák með liði F.C. Bayern Múnchen 1989-90, 1990-91 og 1991-92, og Evrópu- meistari með sama félagi 1992. Jóhann var formaður Félags stórmeistara 1987-90 og sat í stjórn Taflfélags Reykjavíkur 1992-93. Hann hefur skrifað um skák að staðaldri í innlend og er- lend skákblöð frá 1984. Fjölskylda Kona Jóhanns er Jónína Ingva- dóttir, f. 30.5. 1962, skrifstofumað- ur. Foreldrar hennar eru Ingvi Gunnar Ebenhardsson, fyrrv. for- seti bæjarstjórnar og skrifstofu- stjóri á sýsluskrifstofunni á Sel- fossi, og k.h., Emma Guðrún Carlsson húsmóðir sem nú er lát- in. Börn Jóhanns og Jónínu eru Hjörtur Ingvi, f. 7.9. 1987, og Sig- urlaug Guðrún, f. 16.6. 1993. Foreldrar Jóhanns eru Hjörtur Magnússon, f. 9.6. 1919, fyrrv. lög- skráningarstjóri hjá tollstjóranum í Reykjavík, og k.h., Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, f. 10.2. 1922, húsmóðir. Ætt Systir Hjartar var Sesselja, móðir Magnúsar Hreggviðssonar, forstjóra Frjáls framtaks. Hjörtur er sonur Magnúsar, sparisjóðs- stjóra í Borgarnesi, af Ormsætt, Jónssonar, b. á Skarfsstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu, Jóns- sonar. Móðir Magnúsar var Krist- ín Magnúsdóttir, b. í Arnarbæli, Magnússonar, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur, systur Sigurðar, lang- afa Björns Hermannssonar toll- stjóra. Móðir Hjartar var Guðrún, systir Guðmundar á Valbjarnar- völlum, afa Þórarins Sigþórsson- ar, tannlæknis og veiðimanns, í Reykjavík. Guðrún var dóttir Jóns, hreppstjóra á Valbjarnar- völlum í Borgarhreppi, Guð- mundssonar, b. í Stangarholti, Guðmundssonar, bróður Sigurðar, langafa Ingvars Ásmundssonar skákmeistara. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, systir Jóns, afa Sigurjóns, afa Önundar Björnssonar, prests og bókaútgef- anda. Sigurlaug er dóttir Jóhanns Kristins, b. á Iðu í Biskupstung- um, bróður Ámunda, foður Lofts járnsmiðs. Jóhann var sonur Guð- mundar, b. á Sandlæk í Gnúp- verjahreppi, bróður Guðmundar yngri, fóður Guðmundur Kr„ skrifstofustjóra hjá Olíufélaginu og afa Harðar Ágústssonar list- málara og Jóns Sigurðssonar borgarlæknis. Guðmundur var sonur Ámunda, b. á Sandlæk, Guömundssonar, sem Sandlækja- rættin er kennd við. Móðir Ámunda var Guðrún Ámunda- dóttir, smiðs og málara í Syðra- Langholti og vefara í Innrétting- unum í Reykjavík, Jónssonar. Móðir Jóhanns Kristins var Guð- rún Bjarnadóttir, b. í Tungufelli, Jónssonar, og Katrínar Jónsdótt- ur af Bolholtsættinni, systur Þóru, langömmu Sigríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Móðir Sigurlaugar var Bríet, syst- ir Vilborgar, móður Jóns Freys Þórarinssonar, skólastjóra Laug- arnesskóla. Bríet var dóttir Þór- ólfs, b. í Gerðiskoti í Flóa, Jóns- Jóhann Hjartarson. sonar, b. á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, Kristjánssonar. Móðir Þórólfs var Kristín Einars- dóttir, b. i Kalmanstungu, Þórólfs- sonar, langafa tónskáldanna Bjarna Þorsteinssonar og Sig- valda Kaldalpns og einnig Ingi- bjargar, móður Þorsteins Ö. Stephensen leikara. Móðir Krist- ínar var Helga Snæbjarnardóttir, systir Snæbjarnar, afa Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, og Margrétar, móður Arnljóts Ólafssonar, prests á Bægisá, langafa Arnljóts Björns- sonar prófessors. Afmæli Jóhannes M. Gunnarsson Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Borgarspitalans, Þrastarlundi 11, Garðabæ, verður flmmtugur á aðfangadag. Starfsferill Jóhannes fæddist að Skarði í Gnúpverjahreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1966, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1973 og stundaði framhalds- nám í skurðlækningum í Örebro i Svíþjóð 1977-84. Jóhannes starfaði á kandídatsá- rum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1973-74, var héraðslæknir í Siglu- fjarðarlæknishéraði 1974-76, var sérfræðingur á skurðdeild Borgar- spítalans frá 1984 og jafnframt á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 1984-1994, formaður læknaráðs Borgarspítalans 1991-94 og er lækningaforstjóri þar frá ársbyrj- un 1994. Jóhannes sat í stjórn Skurð- læknafélags íslands 1984-89 og for- maður 1987-89, stjórn Lífeyris- sjóðs lækna 1988-93 og formaður 1991-93, í samninganefnd sjálf- stætt starfandi lækna 1988-93, í stjórn Norræna skurðlæknafélags- ins 1988-90, í vísindanefnd Nor- ræna skurðlæknaþingsins í Reykjavík 1995 og hefur setið í opinberum nefndum um samein- ingu Borgarspítalans og Landa- kotsspítala 1991 og um samvinnu sjúkrahúsanna og verkaskiptingu 1993. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 2.9. 1967 Guðrúnu Sigurjónsdóttur, f. 18.10. 1946, hjúkrunarfræðingi við Borg- arspítalann. Hún er dóttir Sigur- jóns M. Guðmundssonar, f. 20.3. 1919, d. 16.11. 1953, vélstjóra, og Gróu Frímannsdóttur, f. 4.5. 1919, verkakonu í Hafnarfirði. Börn Jóhannesar og Guðrúnar eru Gunnar, f. 15.2. 1968, restrar- verkfræðingur í Garðabæ, kvænt- ur Önnu Maríu Sigurjónsdóttur hárgreiðslumeistara og er dóttir þeirra Ásdis Björk; Gróa Björk, f. 15.11. 1969, læknir í Reykjavík, gift Halldóri Snæbjörnssyni kenn- aranema og er sonur þeirra Ár- mann Óli; Kristín, f. 21.3. 1975, nemi við HÍ. Systur Jóhannesar eru Alexía Margrét, f. 27.6. 1936, kennari við VÍ; Valgerður Kristín, f. 25.2. 1940, húsmóðir í Reykjavík; Sigríður Svava, f. 12.4. 1942, bankastarfs- maður, búsett að Efstalandi í Ölf- usi. Foreldrar Jóhannesar voru Gunnar Jóhannesson, f. 7.6. 1904, d. 14.2. 1965, prestur að Skarði 1 Gnúpverjahreppi, og Áslaug Gunnlaugsdóttir, f. 2.8. 1900, d. 25.8. 1980, kennari. Ætt Gunnar var sonur Jóhannesar, b. á Hólum í Laxárdal og Fagra- dal á Hólsfjöllum, bróður Ingólfs, föður Arnórs yfirlögregluþjóns og Guðrúnar, móður Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. Jó- hannes var sonur Eyjólfs, b. í Fagraneskoti, Guðmundssonar, b. í Fagranesi í Aðaldal, Björnsson- ar, b. í Lundi, Guðmundssonar, bróður Páls, langafa Stefáns, afa Guðmundar Bjarnasonar landbún- aðarráðherra. Móðir Jóhannesar var Sesselja Pétursdóttir, b. í Hraungerði, Jóhannessonar, b. þar, Péturssonar, b. þar, Sölvason- ar. Móðir séra Gunnars var Krist- ín, systir Sigurjóns, afa Ingólfs Margeirssonar rithöfundar, og systir Jóhönnu, ömmu Jóhanns Bergþórssonar, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Kristín var dóttir Jó- hanns, b. í Götu í Landsveit, bróð- ur Jónasar, langafa rithöfund- anna Svövu og Jökuls Jakobs- barna. Jóhann var sonur Jóns, b. í Mörk, Finnbogasonar, b. á Reynifelli, Þorgilssonar. Áslaug var dóttir Gunnlaugs, bakara á Eyrarbakka og.í Noregi, Björnssonar, b. á Óspaksstöðum í Hrútafirði, Gunnlaugssonar, ætt- föður Óspaksstaðaættarinnar, Björnssonar. Móðir Gunnlaugs var Sesselja, ljósmóðir Stefáns- dóttir, b. á Hnúki í Miðfirði, Jóhannes M. Gunnarsson. Gunnlaugssonar og Karólínu Bjarnadóttur. Móðir Áslaugar var Valgerður, gestsgjafi á Kolviðarhóli, Þórðar- dóttir, b. í Traðarholti í Flóa, Þor- varðarsonar og Guðríðar Jóns- dóttur. Jóhannes og Guðrún hafa opið hús’ í Félagsheimili Stjörnunnar í Garðabæ laugardaginn 23.12. kl. 16.00-18.00. Tíl hamingju með afmælið 22. desembér 70 ára Tómas Oddsson, Hamraborg 26, Kópavogi. 60 ára Kristrún Malmquist ljós- móðir, Laufbrekku 3, Kópavogi, verður sextug á morgun. Hún og eigin- maður hennar, Elías Jökull Sig- urðsson, taka á móti gestum að heimili sínu í dag, föstudaginn 22.12., kl. 17.00- 19.00. Olgeir Magnús Bárðarson, Hæðargötu 9, Njarðvík. Jóhannes Jónasson, Asparlundi 2, Garðabæ. Ólafur Guðjón Karlsson, Byggðarenda 24, Reykjavík. Lísabet Sólhildur Einarsdóttir, Erluhrauni 2B, Hafnarfirði. 50 ára Ingibjörg Gunnarsdóttir, Háaleitisbraut 133, Reykjavík. Ásgerður Þorsteinsdóttir, Illugagötu 33, Vestmannaeyjum. Guðríður Þorsteinsdóttir, Holtsbúð 42, Garðabæ. Unnur Sigtryggsdóttir, Hvassaleiti 133, Reykjavík. Haraldur Karlsson, Víkurbraut 25, Grindavík. Árni Þórhallur Helgason, Hlíðarendavegi 7, Eskifirði. 40 ára Kristján Kristjánsson, Meistaravöllum 17, Reykjavík. Sigríður Ágústa Skúladóttir, Fannafold 55, Reykjavík. Leifur Einarsson, Geithellum 1, Djúpavogshreppi. Ásdís Snorra- dóttir, fulltrúi hjá Pósti og síma, Hraunbæ 102, Reykjavík. Ásdís er stödd á Kanaríeyjum ásamt sambýlis- manni sínum, Guðlaugi Böðv- arssyni. Ingibjörg J. Þorsteinsdóttir, Norðurgötu 1, Akureyri. Aðalbjörg Pálsdóttir, Sundstræti 30, ísafirði. Ragna D. Skarphéðinsdóttir, Álfhólsvegi 91, Kópavogi. Aðalsteinn Oddsson, Hvanneyrarbraut 56, Siglufirði. Norma Einarsdóttir, Túngötu 16, Eyrarbakka. Magnús Ólafsson, Asparfelli 10, Reykjavík. Guðmundur Eyþór Guðmunds- son, Oddagötu 1, Skagaströnd. Jólasnjór „Jólin nálgast jafnt og þétt / jafnvel snjórinn létt og nett / húfur skreytir hátt og lágt / hrífur barnið smátt en kátt“, varð skáldinu að orði þegar það mætti glaðlyndu ungviðinu á Austurvelli í vikunni. Öllum að óvörum féll jólasnjór á höfuðborgarsvæðinu, jafnt ungum sem öldnum til ómældrar ánægju. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.