Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 JJ V fréttir mm Dómur í máli pilts sem olli eldsvoöa Fær árs og greiði og miklu eignatjóni á Höfn í Hornafirði: fangelsi 9,1 milljón - áður dæmdur fyrir að kveikja í 2 sumarhúsum í Önundarfirði Héraösdómur Austurlands hefur dæmt 19 ára pilt, Snorra Einarsson, í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn i húsnæði Rafeindaþjón- ustu Jóhanns Ársælssonar í versl- unarhúsinu að Áiaugareyjarvegi 1 á Höfh í Homafirði, gegnumvætt stól með eldfimu efni og kveikt í með þeim afleiðingum að húsnæðið brann aðfaranótt 9. júní síðastlið- inn. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða Vátryggingafélagi íslands 9,1 milijón króna vegna brunans og tjónsins sem varð bæði hjá Jóhanni og í Homabæ sem er samliggjandi verslun. Sami piltur var á vormánuðum 1994 dæmdur fyrir að hafa kveikt í tveimur sumarhúsum í Önundar- firði. Þá fékk hann 6 mánaða skil- orðsbundna fangelsisrefsingu en með íkveikjunni á Höfn, sem taldist hafa valdið almannahættu, rauf hann skilorð fyrri dómsins. í dóminum kemur fram að ásetn- ingur Snorra um að leggja eld að umræddu húsnæði hafi vaknað um einum mánuði fyrir íkveikjuna. Ástæðuna sagði hann m.a. þá að þegar hann var yngri hefði hann farið með ýmsa hluti, til dæmis fjar- stýrða bíla, í fyrirtækið til viðgerð- ar. Hann hefði hins vegar ekki feng- ið gert við þá og hafi „það pirrað hann“. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa ætlað að „brenna húsið". Þegar kviknaði í um nóttina eyði- lagðist nánast allt í eldinum í fýrir- tæki Jóhanns. í versluninni Homa- bæ varð tjón hins vegar á sjöttu milljón króna vegna reyks - eld- vamarveggur kom í veg fyrir að eld- urinn næði að breiðast út þangað og valda frekara tjóni áður en slökkvi- lið réð niðurlögum eldsins. Snorri kom sér í burtu áður en slökkvilið kom en stúlkur sáu hann yfirgefa ikveikjustaðinn. Hann við- urkenndi brot sin nánast að öllu leyti að því undanskildu að hann kvaðst ekki hafa ætlað að kveikja í öEu húsinu eins og ákært var fyrir. Ólafur Börkur Þorvaldsson hér- aðsdómari komst að þeirri niður- stöðu að eignatjón hefði orðið enn meira ef slökkvilið hefði ekki náð að slökkva eldinn á þeim tíma sem raun bar vitni. Jóhann Ársælsson lagði fram tæplega 3,9 milljóna króna skaðabótakröfú við meðferð málsins. Þar sem hennar var ekki getið í ákæm varð dómurinn að vísa henni frá dómi að kröfú verj- anda ákærða. -Ótt Banaslys 1986 til 1995 DVl Nær helmingi fleiri hafa farist á árinu en í fyrra: Eitt versta slysaár í sögu þjóðarinnar - 35 fórust í snjóflóðum og umferðarslys voru einnig óvenjutíð Bessastaðáhreppur: Undirskriftir gegn hesthúsa- byggð Undirskriftasöfhun var meðal íbúa í Bessastaðahreppi þar sem stækkun hesthúsabyggðar á Álftanesi er mótmælt. Nú stend- ur yfir kynning á deiliskipulagi af svæðinu og breytingum á að- alskipulagi. Frestm- til mótmæla rennur út 5. janúar næstkom- andi. Deilan um hesthúsabyggðina er búin að standa aUt frá árinu 1986. ítrekað hafa íbúar næst hesthúsunum safnað undir- skriftum, meðal annars fyrir tæpu ári þegar 111 íbúar mót- mæltu hversu nálægt hesthúsin væru byggðinni. Dæmi em um að hross hiafi sloppið úr girðing- um og inn í garða íbúa sem auk þess telja vonda lykt stafa frá hestunum. -kaa Hlutabréf HB runnu út DV Akranesi: Öll hlutabréf í HB hf. á Akra- nesi, sem boðin vora í þessum mánuði, seldust eins og heitar lummur og eru forráðamenn HB hf. 'ánægðir meö viðtökumar. Hlutabréf að andvirði 50 millj- ónir króna á genginu 2,4 seldust öll upp. Koma því 120 milljónir inn í reksturinn fyrirtækinu til góða. Forráðamenn þess vona aö hagnaður þess á þessu ári verði um 100 milljónir króna og 60 milljónir á því næsta. -DÓ Brennurá Geirsnefi og Brennuhól Áramótabrenna sú sem verð- ur á Geirsnefi við Elliðavog í Reykjavík verður klukkan 20.45 á gamlárskvöld en ekki kl. 21.45 eins og ranghermt var í DV í gær. Þá veröur kveikt í brennu Fylkis á Brennuhóli klukkan 20.30 en ekki 20 eins og fram kom í DV. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. -sv Árið sem senn er liðið hefur ver- ið eitt versta slysaár í sögu þjóðar- innar. Alls hafa 86 látið lífið á árinu og er það nær helmingi fleiri en var í fyrra. Þá fórust 44. Árið 1995 er hið versta á þessu sviði á síðustu 10 árum. Mestu munar að 35 fórust í snjó- flóðum. í Súðavík fórust 14 í snjó- flóðinu 16. janúar, einn í snjóflóði í Reykhólasveit 18. janúar og 20 á Flateyri þann 26. október. Ekki era öruggar heimildir um að fleiri hafi farist í snjóflóðum á einu ári í sögu þjóðarinnar. Einnig veldur nokkra um fiölgun slysa í ár að umferðarslys voru tíu fleiri en í fyrra. Til þessa hafa 28 lát- ið lífið í umferðinni en vora 18 í fyrra. Októbermánuður var hinn svartasti á árinu en þá létu 29 ís- lendingar lífið. Fyrir utan snjóflóðið á Flateyri var umferðin óvenju erf- ið í október. Þá létust sjö í umferð- arslysum, þar af þrír í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi og tveir í rútuslysinu í Hrútafirði. Flugslys vora einnig óvenjutíð og fórust þar fimm, þar af þrír þegar flugvél var flogiö á Tröllafiall í Gler- árdal þann 14. september. Sjóslysum fiölgaði hins vegar ekki frá fyrri árum en nú drakknuðu 11. ' Ef litið er til síðustu tíu ára hafa 587 látið lífiö í slysum á landinu. Svarar það til þess að meðalstórt sjávarþláss hafi þurrkast út. Þótt slys hafi verið tíð á árinu sem nú er að kveðja finnast þó enn verri slysaár í náinni fortíð. Þannig létu 110 manns lífið hér árið 1968 en þá voru sjóslys óvenjutíð og alvar- leg. Einnig fórust 115 manns árið 1973. Árið í ár er hið sjötta versta ef litið er til síðustu 30 ára. -GK Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nei2\ r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Strengir þú áramótaheit? Allir í atafrana kerflnu moft tónvalsslma geta nýtt »éf þessa þjónustu. Gestur Skarphéðinsson afhendir Hirti Smárasyni aðalvinninginn í Jólaget- raun Bónus Radíó, fullbúna CMC margmiðlunartölvu. Með þeim á myndinni er kona Hjartar, Inga Rós Antoníusdóttir, og sonurinn Antoníus Smári. DV-mynd S Tækjum fyrir 170 þúsund stolið úr bíl Öllum tækjum var í fyrrinótt : stolið úr bíl af gerðinni Toyota Corolla þar sem hún stóð fyrir framan blokkina númer 33 við | Slétturima í Grafarvogi. Þama fj hurfu geislaspilari, magnari, | hátalarar, radarvari og ýmis- j legt lauslegt úr bílnum. Eigandinn metur tjón sitt á j um 170 þúsund krónur. Hann g óskar eftir að kaupa þýfið aftur : og er hægt að hafa sambavið h 1 ann í farsíma 8972202. -GK p Ekki lengur nafnleynd . Umsækjendur um stööur hjá ríkinu geta ekki legnur látið leyna nöfhum sínum. Ríkis- stjómin samþykkti í gær, að til- | lögu Davíð Oddssonar forsætis- | ráðherra, að skylt verði að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um op- inberar stöður eftir að umsókn- I arfrestur er liðinn. Enn er óráð- 1 ið hvenær þessi ákvörðun kem- 1 ur til framkvæmda. -GK stuttar fréttir I x Ossur maður arsins Össur Kristinsson, aðaleigandi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, var í gær útnefndur maöur árs- ins 1995 í íslensku viðskiptalífi af : dómnefnd Frjálsrar verslunar og ; Stöðvar 2. Þetta var í áttunda sinn sem útnefning af þessu tagi ; fór fram. Funda með Atlants- álhópnum Fulltrúar iðnaðarráöuneytis- i ins funda með Atlantsálhópnum ; 9. janúar nk. Spár um þróun ál- i verðs era hagstæðar. Valið um aö reisa 60 þúsund tonna álver f stendur milli Venesúela og ís- | lands. Bylgjan greindi frá. Söluaukning hjá Skeljungi Heildarsala olíufélagsins Skelj- ungs hf. jókst um 6-7% á árinu ; en heildarolíusala á landinu um ? 3%. Frétt á Bylgjunni. Sýknaðir Héraðsdómur . Suðurlands j sýknaði eigendur sumarbústaðar í landi Kárastaða í Þingvallasveit af kröfu um að fiarlægja bústað- j inn. Eigendumir þurfa hins veg- = ar að fiariægja geymslu og bað- ; hús viö bústaðinn og greiða 350 ; þúsund krónur. RÚV greindi frá. Met í hluta- bréfaviðskiptum ÍHlutabréfaviðskipti á landinu í gær era þau mestu á einum degi frá upphafi. Þau námu hálfum milljarði, sagði í fréttum RÚV. 1995 kalt ár Árið 1995 er í kaldara lagi og Ikaldasta ár síðan 1983. Mikil úr- koma í desember kom í veg fyrir að árið yrði frægt fýrir þurrka. -bjb/-ÞK Jólaleikur Bónus Radíó: Fékk margmiðl- unartölvu Þúsundir lesenda DV tóku þátt í Jólaleik Bónus Radíó nú í des- ember. Glæsileg verðlaun voru í boði. 20 heppnir þátttakendur unnu YOKO útvarps- og kassettutæki og þrír fengu Affinity GSM síma. Aðalvinningurinn, fullbúin CMC margmiðlunartölva að verðmæti 202.840 krónur, var dreginn út á Þorláksmessu. Vinningshafinn, Hjörtur Smárason, tók við tölvunni í Bónus Radíó, Grensásvegi 11, í gær. Hjörtur leggur stund á mann- fræði í Háskóla íslands og kemur tölvan því að góðum notum. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.