Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 29
JjV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 Fjárfestar sækjast eftir hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar: fréttir - Alli ríki og fjölskylda eiga enn rúman helming bráfanna Þeir fjárfestar sem keypt hafa hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar á árinu hafa fengið mest fyrir sinn snúð. Ávöxtun hlutabréfanna hefur verið ævintýraleg á árinu eða 174 prósent. Helsta ástæðan fyrir þessari miklu ávöxtun er útgáfa jöfnunarhlutabréfa á árinu þegar hlutaféð var tvöfaldað. í upphafi ársins var gengi bréfanna 1,70 en var 2,39 nú á fimmtudag. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri hraðfrystihúss- ins, eða Alli ríki eins og hann er al- mennt kallaður, á ennþá rúman helming hlutafjárins ásamt fjöl- skyldu sinni. Fyrir utan fjölskyld- una er SUdarvinnslan á Neskaup- stað orðin stærsti einstaki hluthaf- inn með rúman 13% hlut. Næst á eftir koma Skeljungur og Eskifjarð- arkaupstaður með 7,9% hlut hvor. Hraðfrystihús Eskifjarðar er rúmlega hálfrar aldar gamalt fyrir- tæki og hefur lengstum verið í eigu Alla ríka og fjölskyldu hans. Fyrir- tækið er kjölfesta atvinnulífsins á Eskifirði og veitir 300-400 manns vinnu að meðaltali. Meginfram- leiðslan er loðnubræðsla en fyrir- tækið stundar einnig rækjuveiðar, síldveiðar og síldarbræðslu og salt- fiskverkun. Ásamt Kaupfélagi Hér- aðsbúa hefur fyrirtækið gert út Fréttaljós á laugardegi Björn Jóhann Björnsson togarann Hólmanesið, eitt feng- sælasta fley landsins um árabil. Áuppleið frá 1991 Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur lengstum átt velgengni að fagna þrátt fyrir aflabresti og aðra óáran í efnahagslífinu. Árið 1991 var fyrir- tækinu hins vegar mjög þungt í skauti og rekstrarreikningur sýndi tap upp á 100 milljónir króna. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Á síðasta ári varð 148 milljóna króna hagnaður og fyrstu átta mánuði þessa árs varð hagnaðurinn 205 milljónir. Stefnir því í mjög gott ár rekstrarlega séð. Fyrirtækið hefur verið á Opna til- boðsmarkaðnum með hlutabréf frá árinu 1993. Gengi bréfanna var þá 2,50 en fór fljótlega í 1,00. í mars á þessu ári fóru fjárfestar að gefa fyr- irtækinu gaum og á skömmum tíma hækkaði gengi bréfanna úr 1,70 í 2,80. Af um 77 milljóna króna við- skiptum með bréfin á árinu hafa um 53 verið nú í desember á genginu 2,15 til 2,39. Alli aukið sinn hlut Samfara þessum hlutabréfakaup- um hafa eðlilega fylgt nokkrar breytingar á eignarhaldi fyrirtækis- ins. Eins og áður sagði er Síldar- vinnslan á Neskaupstað orðin eig- andi 13% hlutafjár. Þau viðskipti eru til komin eftir kaup á bréfum Lífeyrissjóðs Austurlands og Olís. Lífeyrissjóðurinn átti 9,4% hlut um mitt árið en seldi 2,9% á almennum markaði í haust. Afganginn, 6,5%, seldi sjóðurinn Síldarvinnslunni nýlega. Þá losaði Olís sig við 6,6% hlut til Síldarvinnslunnar. Alli ríki hefur aukið sinn hlut í tæp 30% á árinu eftir að hafá keypt um helm- ing af hlut Skeljungs sem var 15,4% á miðju árinu en er nú 7,9%. En hvað er það sem gert hefur Hraðfrystihús Eskifjarðar að fýsi- legum fjárfestingarkosti? Fyrir svörum varð Albert Jónsson, verð- bréfamiðlari hjá Landsbréfum. Bjart fram undan „Ef gerður er samanburður við Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, hefur ástæðu til að brosa breitt þessa dagana. Fjölskyldufyrirtæki hans, Hraðfrystihús Eskifjarðar, hefur verið á stöðugri uppleið seinustu árin og þetta ár varð langmesta ávöxtunin á hlutabréfum fyrir- tækisins af þeim félögum sem eru á hlutabréfamarkaði eða 174 prósent. DV-mynd GVA Hraöfrystihús Eskifjarðar 2.5 2 1.5 1 0,5 0 V JT V c lengi hlutabréfa frá áramótum / / DV Afkoma fyrirtækisins -1991 til 1995 í milljónum króna - '91 '92 '93 '94 '95 til 31/8 ÍDV Stærstu hluthafar Aðalsteinn Jónsson Guðlaug Stefánsdóttir Síldarvinnslan Skeljungur Eskifjarðarkaupstaður rmi Þorsteinn Kristjánsson Kristinn Aðalsteinsson Elvar Aðalsteinsson C3S önnur sjávarútvegsfyrirtæki á markaðnum þá er verð á bréfum Hraðfrystihúss Eskifjarðar mun hærra. En það eru nokkrir þættir sem skipta máli þegar fjárfest er í fyrirtækinu. Það er mjög stórt í loðnuveiðum og -vinnslu og einnig í rækjunni. Gert er ráð fyrir góðum gangi í þessum greinum á næstu tveimur árum. Verð á loðnumjöli og lýsi er mjög hátt um þessar mundir og sömuleiðis á rækju. Þessir þætt- ir endurspegla hagnaðinn síðustu tvö ár. Ef loðnuveiðin bregst þá er hagnaðurinn farinn þannig að fyrir- tækið er viðkvæmt fyrir breyting- um í umhverfinu. Horft til tveggja eða þriggja ára þá er engu að síður mjög bjart yfir fyrirtækinu," sagði Albert. Albert nefndi einnig annan þátt sem aukið hefði athygli á fyrirtæk- inu, þ.e. ákvörðun Eimskips um að gera Eskifjörð að aðalútskipunar- höfn Austurlands. „Þetta styrkti Eskifjörð í sessi og maður spyr sig hvort Síldarvinnsl- an hafi ekki einmitt haft þetta í huga. Síðan hafa fleiri aðilar komið að fyrirtækinu. Það er hugsanlegt að sameiningarmöguleikar skapist í framtíðinni milli Eskiíjarðar og Norðfjarðar. Það er því bjart framundan en á móti kemur að menn eru að taka nokkra áhættu. Ef loðnan bregst þá fer lítið fyrir hagn- aði,“ sagði Albert Jónsson. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa afkomu og ávöxtun bréf- anna, það er ekki hægt annað. Ég tel það hafa haft mikil áhrif í fyrra- sumar þegar síldin gaf sig um leið og loðnuvertíð var góð. Síldin var hrein viðbót. Þetta gerði útslagið auk þess sem yerð á mjöli og lýsi var hátt. Þetta er langt umfram væntingar," sagði Alli ríki í samtali við DV en hann verður 74 ára eftir nákvæmlega einn mánuð. Maður verður að vera láttlyndur í þessum bransa Alli sagðist vera bjartsýnn á framtíðina, það væri mikið af ungri og fullvaxinni loðnu á miðunum. „Það spáir líka góðu að eiga nýja verksmiðju eins og við eigum núna. Það er ekki ástæða til að örvænta. Síðan vonumst við til að geta veitt síld næsta sumar. Annað nýtt í þessu er að við getum veitt loðnu í troil. Við bindum vonir við það.“ Um þá ákvörðun Eimskips að velja Eskifjörð sem aðalhöfn sagði Alli að það kæmi byggðarlaginu í heild til góða, hraðfrystihúsið hefði ekki nema óbeinan hag af því. - Þannig að þú hefur sennilega sjaldan verið kátari? „Ég er nú svo léttlyndur að eðlis- fari að það brýtur fátt á mér. Maður verður að vera léttlyndur í þessum bransa." -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.