Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 32
36 Áramétaleikur DV sg Landsbjargar í Eftirtaldir þátttakendiir hljóta fjölskyldupakka nr. 4 og 90 skota Celebration-tertu: 4 / / / Alma Haraldsdóttjr MosarimaJ2 / ^ \ \ I K Reykjavík * * / / Eggert Bjarni Sigurðsson Brekkugötu 9 Hvammstanga / Trvggvi Þór Tryggvason ( Álfaheiði 10 + v Kópavogi \ + Ík Guðni Stgurður Guðjónsson Aslrarnri 69 Vestmannáeyjum \ Sæmundur Arnar Sigurðsson fJórufelli 6 Reykjavík } / Ingibjörg Dagbjartsdóttir Vesturvangi 3 Hafnárfirði / Sólveig Einarsdóttir Ósabakka11 /Reykjavík I Jóna Herdís Ólafsdóttir Jóruseli 22 /* fieykjavík £ \ -* Júlíus Gunnar Bóasson Vogabraut19 Dalvík s s Birgir Guðmundsson * w Réttarholti Garði-'--"' \ / * * s' \ LANDSBJORG lontissambaHd bJfirguHarsvelta Vinningshafar á höfuöborgarsvæöinu geta sótt vinninga sína til Landsbjargar, Stangarhyl 1. Haft veröur samband við vinningshafa á landsbyggðinni og þeim vísað á næsta sölustað Landsbjargar. Hafið persónuskflríki meðferðis þegar vinningar eru sóttir. Vlnningshafar yngri en 16 ára sæki vinninga sína í fylgd ábyrgðarmanns. minnisstæðustu atburðir á árinu 1995 x>v Séra Jón Ragnarsson: Kristilegt hugarfar „Mér hefur ver- ið afskaplega vel tekið hér í Hvera- gerði og ætli ráðning mín hing- að standi ekki upp úr þegar ég horfi til baka,“ segir sóknarprest- urinn í Hveragerði, séra Jón Ragn- arsson. Hann segist telja það hafa verið heillaspor fyrir sig að hefja starf þar. „Ég vænti alls góðs af nýju ári, geri það alltaf, og vonast til þess að geta gert eins og segir í bæninni í kirkjunni, að taka framforum í kristilegu hugarfari og lífemi.“-sv Kristján Möller: Vöknuðum af værum blundi „Þeir hörmung- aratburðir sem urðu bæði í Súða- vík og á Flateyri koma fyrst upp í huga mér þegar ég lít til baka og öh sú mikla um- ræða sem hefur orðið i framhaldi af þeim. Þessir atburðir vöktu okk- ur upp af værum blundi gagnvart þeirri vá sem snjóflóð eru. Ég hygg að menn hafi verið of væmkærir undanfarin ár,“ segir Kristján Möller, forseti bæjarstjómar Siglu- Qarðar. „Alþingiskosningamar era auð- vitað minnisstæðar þótt við kratar myndum e.t.v. frekar vilja gleyma niðurstöðum þeirra. En okkar tími mun koma, þjóðin á eftir að vakna við þá kyrrstöðustjóm sem nú sit- ur. Ég hef þær væntingar á nýju ári að efnahagurinn haldi áfram að batna, að sá lottópottur, sem efna- hagslíf íslendinga er, megi eflast. Þar á ég ekki síst við að sjávarafli aukist fyrir okkur á landshyggð- inni og framkvæmdir fyrir sunnan, s.s. bygging álvers, skili sér í bætt- um efnahag. En ég vona að það verði ekki bara efnahagur fyrir- tækjanna sem batni, batinn verður að skila sér í launaumslög hinna lægst launuðu. Launabilið er að aukast og var þó nóg fyrir. En und- irstaðan er að fyrirtækjunum gangi vel. Ég vona að árásum manna í fíla- beinstumum í Reykjavík linni. Við munum ekki taka því þegjandi ef sífellt á að halda áfram að skera niður þjónustuna úti á landi, og þar á ég sérstaklega við heilhrigðis- þjónustuna." -gk Elín Antonsdóttir: Hrakfarir Kvennalista „Varðandi þjóð- lífið koma efst upp í hugann um þessi áramót þær náttúruhamfarir og hörmungar sem gengu yfír land og þjóð með mannskaða og eignatjóni," segir Elín Antonsdótt- ir, atvinnm-áðgjafi á Akureyri. „Persónulega er mér ofarlega í huga hrakfarir Kvennalistans í kosningunum til Alþingis í sumar. Ég var ein af forsvarskonum list- ans og úrslitin, sem ollu miklum vonbrigðum, komu mér til að hugsa málin upp á nýtt. Það ríkir alltaf eftirvænting um áramót og jafnvel kvíði vegna þess óþekkta sem í vændum er. Mínar væntingar eru þær að efnahags- og atvinnulífið verði áfram á uppleið eins og verið hefur. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að geta um hver áramót þakkað fólkinu mínu fyrir gamla árið og vonað að það nýja verði ekki verra." -gk Hálfdán Kristjánsson: Náttúru- hamfarirnar á Vestfjörðum „Náttúruham- farirnar á Vest- fjörðum, hin hryllilegu snjóflóð sem þar féllu, eru mér efst í huga þegar ég lít til baka yfir árið. Einnig vel heppn- uð 50 ára afmælis- hátíð okkar Ólafsfirðinga sem fór vel fram. Þá er ofarlega í huga sú staðreynd að embætti sýslumanns verður ekki flutt burt úr bænurn," segir Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði. „Varðandi nýtt ár hef ég tölu- verðar væntingar. Ég geri mér m.a. vonir um að við fórum að upplifa eðlilega kjarabaráttu hér á landi þar sem aðstæður í þjóðfélaginu muni ráða ferðinni en ekki kapp- hlaup ýmissa aðila um vinsældir." -gk Óskar Húnfjörð: Kaup okkar á Hótel Blönduósi „Mér er efst í huga kaup okkar á meirihluta í Hótel Blönduósi sem nú heitir Sveitasetrið og sú vinna sem við höfum lagt fram við að koma þeim rekstri í gang,“ segir Óskar Hún- flörð, fram- kvæmdastjóri á Blönduósi. „Þá verður manni vitanlega hugsað til náttúruhamfaranna á Vestfjöröum og til þess hvers kon- ar hörmungum við íslendingar megum sífellt eiga von á og hvað fólk má þola. Þetta snertir mann auðvitað. Ég vona að atvinnulífið fari nú að taka almennilega við sér og þá á ég sérstaklega við það sem snýr að landsbyggðinni. Ég vona að sá bati sem fyrirsjáanlegur er í efnahags- málum þjóðarinnar nái út á lands- byggðina og fólkið þar fái að njóta þess sem framundan er, þörfin á því er virkilega mikil.“ -gk Viðar Eggertsson: Gleðilegar uppákomur „Ég hef þann ágæta eiginleika að gleyma því vonda sem hefur gerst og læt það þvi liggja á milli hluta. Að öðru leyti var árið eins og ég vildi hafa það, þ.e.a.s. fullt af óvæntum uppákomum - flestum gleðilegum. Af nógu er að taka en þó eru mér minnisstæðastir iveir dagar í Barcelona í byrjun ágúst sem fengu mig til að endurskoða líf mitt,“ segir Viðar Eggertsson, leik- hússtjóri á Akureyri og verðandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur. „Á komandi ári hef ég störf fyrir Leikfélag Reykjavíkur og vænti ég að markmið þau sem ég hef sett mér verði til góðs fyrir LR og að mér takist að stefna hátt með mínu fólki þar svo að við getum hafið nýja öld i starfseminni full bjart- sýni en LR verður 100 ára eftir rúmt ár. Annars óska ég öllum gleðilegs árs og friðar." -gk , JóhannA. Jónsson: Ar tækifæranna „Árið hefur verið viðburða- ríkt ár tækifær- anna í sjávarút- vegi. Ég hef kom- ið að samskiptum og samningavið- ræðum við Norð- menn þar sem miklir þjóðhags- legir hagsmunir okkar íslendinga á úthafsveiðum eru í húfi og ríður á að halda vel á spilum," segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar. „Margir nýir fletir hafa komið upp á sjávarútvegi okkar og það hefur birst mönnum að hefðbundin starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja nægir ekki ein og sér, heldur þarf stöðugar viðbætur og vöxt. Ég hef miklar væntingar til áframhaldandi tækifæra sem munu byggjast mikið á að nýta þau tæki- færi sem gefast. Stórir markaðir era að opnast eins og í Rússlandi og Kina og það er í okkar höndum að nýta þau tækifæri. Það eru ekki síður viðburðaríkir tímar fram undan en verið hafa.“ -gk Sverrir Leósson: Hagstætt ár til sjávar „Það er ekki hægt að segja ánnað en árið 1995 hafi verið hagstætt þjóðinni til sjávarins, bæöi hvað varðar afla og afurðaverð. Annað var miður gott eins og hinir sorglegu atburðir á Vestfjörðum, ekki bara einu sinni heldur tvisvar og það setti beyg að þjóðinni,“ seg- ir Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri. „Mér persónulega verður þó minnisstæðast þegar ég ásamt hópi manna hugðumst kaupa Krossanes- verksmiðjuna, áttum hæsta tilboðið í verksmiðjuna en bæjarstjórinn hafnaði því á þeim forsendum ranglega að tilboðið kæmi of seint fram. Ég lít til framtíðarinnar með bjartsýni. Þjóðin er að komast upp úr öldudal og það er ljóst að efna- hagslega er mun bjartara fram undan. Ég trúi því að sjávarfangið verði þjóðinni gjöfult og verð á sjávarafurðum verði gott á næsta ári.“ Runólfur Oddsson: Vona að hunda- málið leysist farsællega „Margt er mér auðvitað minnis- stætt frá árinu sem er að líða. Borgarráð svipti mig leyfi til himdahalds á ár- inu og meðferð borgaryfirvalda, heilbrigðiseftirlits og lögreglu á því máli er mér mjög minnisstæð. Ég vænti þess að hundamálið leysist farsællega því að það verður tekið fyrir í héraðs- dómi í byrjun ársins," segir Run- ólfur Oddsson, hundaeigandi og bróðir forsætisráðherra. „Mér er líka minnisstætt hversu fyrirtæki mitt gekk vel á árinu. Ég er með dekkjainnflutning og er nú orðinn stærstur i innflutningi á nýjum vörubíladekkjum,“ segir hann. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.