Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 27
JJV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 31 komast á. Okkar yfirlýstu markmið voru þá þegar ljós öllum neytendum hér norðanlands en þau voru og eru að bjóða upp á sem lægst vöruverð og standast hina hörðu samkeppni á hverjum tíma. Við lýstum því yfir að þótt Bónus hætti hér yrði engin breyting á okk- ar stefnu, Bónusmenn höfðu verið og eru með lægsta vöruverð á höf- uðborgarsvæðinu og við teljum okk- ur raunar enn vera í samkeppni við Bónus þótt þeir séu einungis með rekstur þar. Okkar hlutverk breytt- ist ekkert. Við höfum hins vegar aldrei litið á okkur sem neina sigur- vegara þótt Bónus hætti starfsemi á Akureyri. Þetta var dæmi sem greinilega gekk ekki upp hjá Bónusi eins og menn þar á bæ höfðu ætlast tU.“ Var orðin aigjör vit leysa - Var þér ekki farin að ofbjóða þessi grimmdarkeppni á sínum tíma, eins og að bjóða vörur á lægra verði en þær kostuðu ykkur í innkaupi? „Jú, auðvitað var geysileg harka í þessu og örugglega einsdæmi í smásöluverslun hversu menn lögðu sig fram um að vera með lægra verð en andstæðingurinn. Þetta sást best á því að Bónusverslun- in hér var með allt annað og lægra verð en verslanir fyrir- tækisins í Reykjavik. Og það má alveg fullyrða að á tímabili hafi þetta verið orðin algjör vit- leysa. En almenning- ur og fjölmiðl ar fylgd- ust hörðum höndum að því að kanna hvernig við gætum hagrætt í okkar rekstri og það var líka ljóst að Bón- usmenn voru að kosta meiru til en við, m.a. vegna flutningskostnaðar. Við vorum með okkar dreifingarfyr- irtæki hérna hinum megin götunn- ar og gátum tekið inn vörur eftir hendinni. Ég var því í sjálfu sér ekkert hissa á því að þeir lokuðu hér og fóru suður.“ Verðið hækkaði ekki I verðkönnunum sem fram hafa farið síðan Bónus hætti starfsemi á Akureyri hefur komið fram svo að ekki verður um villst að Júlíus hef- ur staðið við stóru orðin, þau að Nettó yrði áfram í samkeppni við Bónus, en margir töldu víst að verð- lag í Nettó myndi hækka strax og Bónusmenn yfirgáfu bæ- inn. Segja má kvæma slíkar kannanir þannig að allir séu sáttir? Ósanngjarn samanburður „Ég tel það hæpið. Mér finnst t.d. ósanngjarnt að bera saman verð í verslunum án tillits til stærðar þeirra. Það er engin sanngirni i þvi t.d. að bera saman verð hjá kaup- manninum á horninu og Nettó. Kaupmaðurinn á horninu er í allt öðru hlutverki, leggur mikið á sig til að þjóna sínum viðskiptavinum, t.d. með löngum afgreiðslutíma, og þá má ekki gleyma því að hann get- ur ekki gert innkaup á sama verði og stærri verslanirnar. Það sést best á því að kaupmenn í litlu verslun- unum versla hér í Nettó í stórum stíl. Sjaldan sáttur við verðkannanir „Ég hef sjaldan verið sáttur við niðurstöður verðkannana. Ég er ekki einungis að koma sök á þá sem framkvæma þessar kannanir, en eitt og annað getur farið úrskeiðis, og svo er mjög vandmeðfarið með tölur úr þessum könnunum, hvern- ig þær eru túlkaðar og þess háttar. Ég vil ekki fara nánar út í þetta hér, það er ekki sanngjarnt.“ . - Það vakti athygli þegar þú og verslunarstjóri Bónuss voruð dag- lega eða oft á dag í verslun hvor annars að kanna verð andstæðings- ins og fólki fannst það skrýtið að sjá ykkur ræðast við, í mesta bróðerni að því er vel með hvernig þetta gekk fyrir sig og það var ekki um það að ræða að gefa neitt eftir, þetta var barátta og aftur barátta." - Sást þú einhvern tíma fyrir þér að nóg væri komið og tími til kom- inn að hætta þessum slag? „Síðan Nettó var opnað hefur reksturinn alltaf komið jákvætt út fjárhagslega en ég viðurkenni að þetta var komið út í algjöra vitleysu á tímabili. Við unnum allan tímann að í þeim könnunum sem fram hafa farið síðan séu Bónus og Nettó með mjög svipað verð og erfitt að full- yrða að önnur verslunin bjóði lægra vöruverð en hin. Þeir sem hafa unnið að verðkönn- unum hafa oft og iðulega lent mitt inni í þeirri samkeppni sem hefur ríkt og ríkir enn en menn beita öll- um brögðum til að koma sínu fram. En telur Júlíus að hægt sé að fram- virtist. „Já, það fór í sjálfu sér ágætlega á með okkur og við urðum út úr þessu mestu mátar. Við tölum sam- an enn í dag og sendum hvor öðrum kveðjur. Okkar barátta var einung- is viðskiptalegs eðlis." Starfið minn skóli Júlíus er fæddur og uppalinn í Öxnadal og strax að loknu gagn- fræðaprófi lá leið hans til KEA þar sem hann hefur starfað allar götur síðan. „Ég byrjaði 16 ára í einni minnstu verslun KEA, sem þá var í Höfðahlíð, og yar síðan fluttur á milli verslana. Ég byrjaði síðan sem verslunarstjóri í versluninni í Höfnershúsinu í Innbænum þegar ég var 21 árs, fór síðan í verslunina í Sunnuhlíð og hef séð um rekstur Nettó frá opnun í maí 1992 þegar verslunin fluttist að Óseyri 1. Ég hafði mjög gaman af þessari vinnu og taldi ekki eftir mér að vinna á stundum langan vinnudag. Mörgum fannst e.t.v. að ég væri tfl- búinn að fórna mér fyrir þessa vinnu en staðreyndin er sú að mér hefur alltaf þótt þetta skemmtUegt starf. Áður en ég fór út á vinnu- markaðinn hafði ég vissulega leitt hugann að því að ég hefði áhuga á að vinna fyrir kaupfélagið. Það blundaði fljótt í mér áhugi á að komast í þá stöðu að stjórna verslun og ég fékk tækifærið fljótt. Sú reynsla sem ég fékk í verslunun- um áður en Nettó var opnað hefur nýst mér mjög vel hér. Ég fór ekki í langskólanám en hef alltaf litið á störf mín í verslununum sem minn skóla og tel mig standa ágætlega að vígi í dag hvað reynslu snertir." Söngvarinn Júlíus Þótt nafn Júlíusar hafi orðið þekkt vegna baráttunnar við Bónus er hann ekki síður þekktur sem dægurlagasöngvari en hann hefur sungið með ýmsum hljómsveitum um árabil og er enn að á þeim vett- vangi. „Ég söng fyrst opinberlega þegar ég var 13 ára. Það var í Hlíðarbæ, skammt utan Akureyrar, á þorra- blóti Öxndælinga. Það var með skólahljómsveit en fyrsta hljóm- sveitin, sem ég söng með á Akur- eyri, var hljómsveit Steingríms Stef- ánssonar. Síðan hef ég verið með nokkrum hljómsveitum, eins og París og Pass, og í dag er ég í hljóm- sveit sem heitir Namm. Við höfum okkur ekki mikið í frammi en það má segja að við tökum að okkur það sem kemur upp á borðið hverju sinni. Með Ingimar Eydal Ég söng einn vetur á Hótel íslandi í rokksýningu sem þar var sett upp og eitt sumar söng ég með hljóm- sveit Ingimars Eydal. Það var ákaflega mikil reynsla og upplifun að vinna með Ingimar og þeim mönnum sem voru i hljómsveitinni hans og var góður skóli fyrir mig. Þar á bæ gengu menn hreint til verks og þurftu ekki að eyða miklum tíma í einstaka lög. Þarna voru „vanir menn“ á ferðinni. Ég man t.d. eftir því að Ingimar hringdi einu sinni í mig í vinnuna skömmu fyrir klukkan 7 um kvöld og bað mig að koma niður í Sjalla til að æfa eitt ákveðið lag sem hann vildi hafa á dagskránni þá um kvöldið. Þetta var „danska lagið“ sem þá var að koma út með Eyjólfi Kristjánssyni en Ingimar vildi alltaf vera meö það nýjasta í lagavali sínu. Ég skrapp niður í Sjalla og við „rúlluöum" tvisvár í gegnum lagið og þar með var það afgreitt áður en húsið var opnað klukkan sjö. Þetta voru dæmigerð vinnubrögð fyrir Ingimar og þá hæfu menn sem hann hafði með sér, það þurfti ekki að liggja neitt yfir hlutunum." í dag er tónlistin aðallega áhuga- mál hjá mér, vandamálið er bara að finna tíma fyrir þetta. Ég hef varla tíma til að standa í þessu en ég tími ekki að sleppa hendinni af tónlist- inni. Svo er þetta líka „baktería" sem erfitt er að losna alveg við.“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.