Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 31
DV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995___ ftCttít'í Trúa á heimsendi og vilja deyja í hreinsunareldi Lögreglumenn á svæðinu í frönsku Ölpunum þar sem 16 lík fundust á Þorláksmessu. Símamynd Reuter í kjölfar fjöldasjálfsvíganna eða morðanna í Frakklandi fyrir viku gerast þær raddir nú háværari í Frakklandi og Sviss sem vilja tak- marka eða banna undarlega sértrú- arsöfnuði. En stjórnmálamenn benda á að bann brjóti í bága við lög um trúfrelsi. Enginn veit í rauninni hversu margir meðlimir sértrúarhópsins Sólarhofsins eru né heldur hvernig þeir tímasetja brottför sína úr þess- um heimi í annan betri að þeirra mati. Eftir fund líkanna 16 nálægt Grenoble í frönsku Ölpunum fyrir viku er fjöldi látinna meðlima kom- inn í 69 á rúmu ári. í október í fyrra fann lögreglan í Cheiry í Sviss 23 lík á bóndabæ sem kveikt hafði verið í. Þá fundust einnig 25 lík í Les Granges-sur-Salvan í Sviss. Um svipað leyti fann lögreglan í Kanada fimm lík skammt fyrir norðan Mon- treal. I kyrtlum og með plastpoka um höfuðið Sumir meðlima sértrúarhópsins sem dóu í Cheiry voru klæddir í hvíta, rauða, svarta og gyllta kyrtla. Nokkrir voru með plastpoka um höfuðið. Flestir voru með skotsár, sumir voru handjárnaðir með hend- ur fyrir aftan bak og aðrir virtust hafa verið sprautaðir með sterkum lyíjum. Svissnesk yfirvöld grunaði fyrst að meðlimirnir hefðu verið myrtir í samsæri stofnanda sértrúarsafnað- arins, læknisins Lucs Jourets, og nánasta samstarfsmanns hans, Jos- eps di Mambros. Talið var að þeir vildu koma í veg fyrir að upp kæm- ist um fjármál safnaðarins. Lögregl- an gekk meira að segja svo langt að gefa út handtökuskipanir. Staðan varð svolítið vandræðaleg þegar rannsókn leiddi í ljós að leiðtogar safnaðarins voru meðal hinna látnu. Undirbúningur fyrir annað líf Óljóst þykir hvort dauðsföllin 53 í Sviss og Kanada voru morð, fjölda- sjálfsvíg eða hvorutveggja. Safnað- armeðlimir virðast trúa því að dauði í eldsvoða sé eins konar hreinsun í undirbúningnum fyrir annað líf. Líkin sem fundust í frönsku Ölp- unum voru einnig brunnin. Skógar- svæði hafði verið rutt og notast var við eldfima vökva og trjágreinar til að kveikja í. Á heimili fjögurra hinna látnu fundust handskrifaðir miðar þar sem geflð var í skyn að viðkomandi óskaði eftir að „sjá annan heim“. Á einum miðanum stóð: „Dauðinn er ekki til. Hann er hrein ímyndun." Sonur ólympíumeistara meðal hinna látnu Lögreglan kannar nú einnig yfir- lýsingar Patricks Vuarnets sem sendi svissneskum og frönskum yfirvöldum „síðustu erfðaskrá" Sól- arhofsins í fyrra. Víst þykir að Vuarnet, sonur fransks ólympíu- meistara á skíðum, sé einn hinna látnu sem fundust í Frakklandi þó það hafi ekki verið formlega stað- fest. Vuarnet er sagður hafa lýst því yfir að atburðirnir í Cheiry og Les Granges-sur- Salvan hafi verið ósköp eðlileg atvik. „Þetta fólk var kallað og þetta var endurnýjun." Heimsendir væri í nánd og annað líf væri betra. Enn er óljóst hvort Vuarnet varð einhvers konar leiðtogi safnaðarins eftir daLiða Jouret og di Mambro. Lítill vafi þykir þó á að hann hafi tekið virkan þátt í safnaðarstarfinu ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum og vinum. Móður hans Edith er saknað og einnig svissneskrar vin- konu hans og sex ára dóttur hennar og er talið að þær séu einnig meðal hinna látnu. Komið hefur í ljós að fjórtán safnarmeðlimum voru gefin lyf og þeir síðan skotnir sofandi með rifíli af tveimur mönnum sem síðan sviptu sjálfa sig lífi. Er að missa vitið af sorg Faðir Patricks Vuarnet, Jean Vuarnet, sem hlaut gullverðlaun á vetrarólympíuleikunum 1960, lýsti því yfir í blaðaviðtali að hann væri að missa vitið. „En ég ætla að berj- ast. Og ef ég græt þá verður þaö ekki í felum.“ Faðirinn sagði að út- för konu hans og sonar yrði opinber og að henni yrði sjónvarpað. „Ég ætla að sýna öllum þessum ruglu- döllum sorgina sem bugar fjöl- skyldu mína vegna þvælunnar í þeim. Almenningur verður að fá að vita af þessu, yfirvöld verða að skilja þetta og setja lög um þetta.“ Lögreglan í Frakklandi ætlar að rannsaka hvort sértrúarsöfnuður- inn tengist peningaþvætti og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Orðrómur hefur verið á kreiki um að söfnuð- urinn ætti eignir upp á milljónir dollara. Er talið að mestur hluti fjárins hafi komið frá auðugum safnaðarmeðlimum. Samkvæmt Renaud Marhic, höf- undi bókar um Sólarhofið, er ein að- alspurningin nú hvort nýr leiðtogi safnaðarins hafi verið meðal hinna látnu. Marhic hefur lýst því yflr að svissnesk yfirvöld vissu hver leið- toginn væri. Hann sagði að nýi leið- toginn neitaði öllum tengslum við Sólarhoflð. Marhic sjálfur kveðst ekki vilja láta uppi allt sem hann veit af ótta um líf sitt. Jouret er sagður hafa lokkað til sín fólk með tali um heimsendi og boðið því líf í samfélagi þar sem stundað væri frjálst kynlíf og trú- arathafnir stundaðir sem sóttar voru bæði til drúida og kristinna. Söfnuðurinn sökkti sér sömuleiðis niður í stjörnufræði og töfravísindi. Vígin skipulögð yfir kvöldverði á veitingastað Líkunum í frönsku Ölpunum hafði verið raðað þannig að þau mynduðu stjörnu og sneru fætur þeirra að eldi sem var í miðju. Sér- fræðingar segja að safnaðarmeðlim- ir hafi viljað mynda sól er þeir dóu í hreinsunareldi. Tómar kampavínsflöskur fundust hjá líkunum í Granges-sur-Salvan í fyrra og ýtti það undir orðróm um að safnaðarmeðlimir hefðu fagnað brottfór sinni héðan til betri heims. Að sögn svissnesku lögreglunnar höfðu sumir dáið með bros á vör. Leiðtogar safnaðarins voru sagðir hafa skipulagt athafnirnar í Sviss yfir kvöldverði á veitingastað í bæn- um Veytoux. Átján mánuðum áður en Jouret lést var hann ákærður í Quebec fyr- ir að hafa ólögleg skotvopn í fórum sínum. Söfnuðurinn réttlætti vopna- birgðirnir með því að nauðsynlegt væri að vernda meðlimina í öng- þveitinu á undan heimsendi. Franskur saksóknari, Jean-Fran- cois Lorans, óttast fleiri dauðsföll. Renaud Marhic kveðst nýlega hafa fengið fregnir um að verið væri að undirbúa aðra fjöldabrottför. Nauðsynlegt þykir að gera ná- kvæma rannsókn á söfnuðinum og áformum hans tO að mögulegt verði að koma í veg fyrir fleiri voðaverk. Sunday Telegraph, Independent, Reuter Patrick Vuarnet, sonur Jeans Vuar- nets ólympíumethafa, var einn hinna látnu í frönsku Ölpunum. Stofnandi Sólarhofsins, Luc Jouret. Frá líkfundinum í Cheiry í Sviss í fyrra. Símamynd Reuter Bænaherbergi sértrúarsafnaðarins Sólarhofsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.