Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 52
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 r r r MUNIÐ NYTT SIMANUMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,6háð dagblaö LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 Langholtskirkja: Ragnar enn við orgelið Aftansöngur verður í Langholts- kirkju klukkan 18 á gamlársdag og guðsþjónusta klukkan 14 á nýárs- dag. áö sögn séra Flóka Kristinssonar verða þær eins og um jólin, enginn kór, en Ragnar Jónsson organisti við báðar athafnirnar eins og var um jólin. Jón Stefánsson, organisti og kór- stjóri, er i fríi til 15. janúar og seg- ist hann ekki sjá neina lausn í mál- inu eins og er. „Staðan er óbreytt," segir hann. -ÞK Hitinn lækkar hjá Borgnesingum DV Akranesi: Borgnesingar verða glaðir þegar þeir fá hitaveitureikninga sína í byrjun næsta árs þvi meðaltals- lækkun á hitaveitu þeirra verður um 20%. Að sögn Óla Jóns Gunnars- sonar, bæjarstjóra í Borgarnesi, lækkar fastagjald hitaveitunnar um 10% og vatnsgjald um 25%. Þessari lækkun hafa Borgnesingar náð með því m.a. að selja hlut sinn í Anda- kílsárvirkjun og einnig Rafveitu Borgarness. -DÓ Eldurí flugeldum Litlu munaði að eldur læsti sig í timburhús í vesturbænum síðdegis í gær þegar kviknaði í flugeldum þar innandyra. Brann nokkuð af flugeldum.áöur en húsráðanda tókst að slökkva eldinn. Krakkar voru að leik með flugeld- ana og kveiktu þeir í í ógáti. Tölu- verðar skemmdir urðu vegna sóts og reyks og teppi á gólfi brann. -GK Blaðaafgreiðsla DV er opin frá kl. 6-14 í dag. Lokað sunnudaginn 31. desember og mánudaginn 1. janúar. Opið þriðjudaginn 2. janúar frá kl. 6-20. Smáauglýsingadeild DV er lokuð í dag. Lokað sunnudaginn 31. desember. Opið verður mánudaginn 1. janúar frá kl. 16-22. Þriðjudaginn 2. janúar verður opið frá kl. 9-22. Fyrsta blað eftir áramót kemur út eldsnemma að morgni þriðjudags- ins 2. janúar. Gleðilegt nýárl L O K I Taugaskurðlæknar hafa beðið um fundi með landlækni vegna aðgerðar á Hrafnhildi: íslenskir læknar ósáttir vegna komu Kinverjans - telja að háum fjárupphæðum yrði betur varið í aðgerðir þar sem árangur sé vænlegri Óljóst er hvort nokkuð verður af endurkomu kínverska læknis- ins sem framkvæmdi aðgerð á Hrafnhildi Thoroddsen fyrir jólin. Landlæknisembættið er að kanna hvort nægilegur grundvöllur hafi verið yfir höfuð að fá lækninn hingað til lands með hliðsjón af ár- angri, sem talinn er óljós, því að háum fjárhæðum var varið í komu hans til landsins, vísindalegri kunnáttu að teknu tilliti til fag- mennsku íslenskra lækna og því að falskar vonir séu hugsanlega vaktar upp hjá öðrum sjúklingum. Taugaskurðlæknar á Borgar- spítalanum hafa óskað eftir að landlæknir taki öll þessi atriði tO athugunar. Læknarnir telja að fjármunun- um sem var varið vegna komu Kínverjans hafi hugsanlega verið betur varið tO annarra aðgerða sem eru vænlegri til árangurs. Landlæknisembættið er einnig að kanna hver vísindalegur bak- grunnur hins kínverska læknis sé - íslenskir taugaskurðlæknar telja vinnubrögð hans ekki samræmast því sem þeir hafa lærdóm og reynslu af - læknar sem hafa numið sín fræði í bestu fáanlegu stofnunum sem kostur er á. Matthías HaOdórsson aðstoðar- landlæknir sagði í samtali við DV að sú ákvöröun að fá kínverska lækninn hingað til lands hafi að vissu leyti verið á gráu svæði - að minnsta kosti hvað varðar hvern- ig tiltölulega háum fjárhæöum er varið í aðgerð þar sem árangur er óljós. „Þetta eru viðkvæm mál,“ sagði Matthías. Aðspurður hvort ekki væri rétt að árangur í tilviki Hrafnhildar væri óvæntur og greinOegur eins og fram hefði komið í íjölmiðlum sagði Matthías að ekki væri hægt að fullyrða að sú hefði verið raun- in. Matthías sagði að beiðni ís- lensku læknanna sé til athugunar þessa dagana, fundir hafi verið og verði haldnir með þeim vegna málsins. „Þetta er ekki komið á ákvörðunarstig ennþá,“ sagði Matthías aðspurður um það hvort kínverski læknirinn komi aftur eins og um hefúr verið rætt. Enginn taugaskurðlæknir er á Landspítalanum þar sem aðgerðin var framkvæmd á Hrafnhildi Thoroddsen. Halldór Jónsson beinasérfræðingur var hins vegar fenginn til að annast hana með Kínverjanum en eins og fram hef- ur komið er Halldór samstarfs- maður móður sjúklingsins sem er hjúkrunarkona á Landspítalanum. -Ótt Flugumferðarstjórar og viðsemjendur þeirra frá ríkinu sátu á löngum fund- um með ríkissáttasemjara í gær. Tími sátta var runninn upp og náðist sam- komuiag um drög að samningi til að leysa deilu flugumferðarstjóra og ríkis- ins. Samkvæmt heimildum DV inniheldur samkomulagið bókun sem kveður á um viðmiðunarstéttir flugumferðarstjóra. Líkur voru á að stór hópur flug- umferðarstjóra hætti störfum um áramótin vegna óánægju með kjör sín. Flugumferðarstjórar ræddu málið á félagsfundi í gærkvöldi en höfðu ekki náð niðurstöðu þegar DV fór í prentun. DV-mynd GS Mikil ávöxtun hjá Sparisjóði vélstjóra: Fimm börn fædd og sjö á leiðinni - um þriðjungur kvenna í barneignum „Sjóðurinn hvetur ekki sérstak- lega til barneigna en við fógnum öll- um nýjum einstaklingum,“ segir Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri hjá Sparisjóði vélstjóra, þar sem konur eru óvenju frjósamar þessi misserin. Fimm starfsstúlkur hjá sjóðnum hafa eignast börn á ár- inu og sjö aðrar verða léttari á þessu ári. AUs vinna 43 konur hjá spari- sjóðnum þannig að nær 30% kvenn- anna þar eru ýmist nýbúnar að eiga börn eða vænta sín á næstu mánuð- um. Bryndís Guðmundsdóttir, ein hinna þunguðu, hafði á orði við DV að „ávöxtunin væri svona góð í sjóðnum". Sparisjóðsstjórinn tók undir það og sagði að þar væri í það minnsta mikil gróska. Hallgrímur sagði að skýringin á þessari miklu frjósemi væri sú að á síðustu árum hefði verið mikill vöxtur hjá sjóðnum og starfsfólki fjölgaö. Því væri þar margt ungt fólk á barneignaaldri við störf og eðlUegt að vöxtur sjóðsins kæmi einnig fram í barneignum. „Það fylgir þessu óneitanlega röskun vegna þess að margar konur fara í fæðingarorlof á sama tíma. En þetta er líka mjög ánægjulegt og skemmtilegt," sagði Hallgrímur. Sjóðurinn borgar fæðingarorlof í þrjá mánuði og uppbót á orlof í aðra þrjá. Barneignunum fylgir því líka fjarútlát og stöðugt þarf að leita að fólki til að hlaupa í skarðið þegar konurnar fara á fæðingardeOdina. -GK Veðrið á gamlárs- dag og nýársdag: Strekkingur og skúrir Á gamlársdag og nýársdag verður austanstrekkingur og skúrir eða slydduél við suður- ströndina en annars hægari og þurrt. Hiti +4 til -18 stig. Veðrið í dag er á bls. 51 FJORFALDUR 1. VINMNGLR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.