Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 21
DV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 21 í gegnum tíðina hefur fólki þótt spennandi að lesa ára- mótaspár. Nokkur tímarit hér á landi hafa birt ár hvert slíkar spár sem vakið hafa forvitni lesenda. Það var sennilega völvuspá Vikunnar fyrir árið 1973 sem vakti hvað mesta athygli enda reyndist völvan með afbrigð- um sannspá þegar hún sagði til um eldgos í Vestmannaeyj- um það árið. í rauninni hafa margar þessar áramótaspár undan- farinna ára verið nokkuð mikið almenns eðlis. Leitt er getum að vondu veðri hér og þar um landið, miklum halla- rekstri ríkissjóðs, að sjóslys verði tið, vorið gott en sum- arið ekkert sérstakt, líilegt verði í kringum einn stjórn- málaflokk en deilur í öðrum og þannig mætti lengi telja upp það sem völvurnar segja á hverju einasta ári. Stund- um kemur þó fyrir að völvurnar reynast sannspá- ar. Þessar spár eru þó meira til gamans gerðar og fólk ætti að sjálfsögðu að taka þeim sem slíkum. Spáð fyrir konum VÖLVUSFÁ ÞEIR FLÚÐU TIL ÍSLANDS HÁTÍÐARMATUR jÓLAGETRAUN ., BRÚÐKAUP SMÁSAGA PEYSUR § Nudd og andleg rækt Evrópa eftir 2000 Undrin í Fatíma Kristall, tónn og litur Á Heiltin jarðarinnar já. Viírun Salóme Skakkur póll Kinesiologi Fjallagrös -i' i ^fiðrildið Völvuspaín 1996 draga sig fljótlega út og kosið verður um hin þrjú. Annar karlmaðurinn, sá eldri, verður kosinn forseti og þjóðin verður mjög hreykin af þeim hjónum og sátt verður um kosninguna." Ný stjarna „Að minnsta kosti þrenn eftirsótt tónlistarverðlaun eiga eftir að falla henni Björk okkar í skaut á árinu og ein þeirra öðrum mikilsverðari. Þeim veitir hún viötöku vest- anhafs og bætir þannig enn stööu sína í poppheiminum og það svo um munar. Önnur íslensk söngkona dregur að sér athygli erlendra hljómplötuútgefenda á næsta ári. Frami hennar verður ekki skjótur og kannski ekki eins stórfenglegur og Bjarkar en ánægjulegur eigi að síður. Hér sýnist mér ung og hnellin stúlka eiga í hlut,“ segir völva Vikunnar. „Stjarna Bjarkar verður áfram rísandi á árimr.'það er mikið að gerast í kringum hana. Við munum eignast nýja stjörnu á heimsmæli- kvarða I tónlist af léttara tag- inu,“ segir völva Nýrra tíma. Amy Engilberts hefur spáð um komandi ár í timaritinu Nýju lífi. Að þessu sinni tók hún aðeins fyrir konur og spáði um gengi nokk- urra íslenskra kvenna á næsta ári. Sjálfsagt hafa þær allar haft gaman af. Á undanförnum árum hefur spá Amyar þó verið almenns eðlis og þetta sagði hún t.d. í spá sinni fyrir árið 1993: „Hvað varðar framkvæmdir verð- ur fremur jákvæður tími fyrir land og þjóð frá maí 1993 og út árið. Það verður þó engin áberandi breyting til batnaðar í efnahagslifi þjóðarinn- ar árið 1993. Skattbyrðin heldur líka áfram að þyngjast næstu tvö árin - ekki sist hjá þeim efnameiri - og ekkert lát verður á hörkudeilum um blaða- og bókaútgáfu og menningar- mál á næsta ári. Utanríkismál verða áfram á dagskrá, innan þings og ut- an, og samskiptin við erlendar þjóð- ir verða okkur hagstæð þrátt fyrir að ákveðin spenna fylgi þeim á tímabili. Búast má við breytingum í utanríkisþjónustunni. Einnig er lík- legt að nýr maður setjist í stól utan- ríkisráðherra árið 1993.“ í þessari sömu spá segir Amy að mál Sophiu Hansen verði ekki til lykta leitt fyrr en árið 1994 eða 1995 „en þá mun Sophia upplifa gífurleg- an létti sem trúlega tengist dætrun- um tveimur“. „Atvinnuleysi heldur áfram að vera vandamál á næstu tveimur, þremur árum. Það verður hins veg- ar alls ekki viðvarandi árum eða áratugum saman eins og hjá mörg- um öðrum þjóðum. Strax í lok næsta árs má til dæmis merkja já- kvæða þróun þótt ekki verði um neina stökkbreytingu að ræða.“ Ári á undan Og Amy Engilberts hélt áfram: „Ákveðin uppstokkun innan ríkis- stjómarinnar er afar líkleg - annað- hvort með stólaskiptum eða á þann hátt að einhverjir ráðherrar hverfi á braut og nýir komi í staðinn. Af ráðherrunum gengur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra langbest að vinna að sínum mála- flokkum þar sem hún hefur meiri seiglu og úthald en kollegamir. Hún mun líka njóta meira fylgis meðal þjóðarinnar en hinir ráðherrarnir. Annars verður viss togstreita og valdabarátta í gangi innan ríkis- stjómarinnar á næsta ári - fyrir utan gífurlega erfiðleika hennar við að halda velli.“ - Ef menn líta til baka geta þeir fundið út að þessi spá Amyar kom í raun einu ári of fljótt. Það var árið 1994 sem mestu stóla- skiptin urðu í fyrrverandi ríkis- stjórn og einmitt þá stofnaði Jó- hanna Sigurðardóttir Þjóðvaka." Stórsigur Jóhönnu í Völvuspá Vikunnar fyrir árið 1995 er Jóhanna Sigurðardóttir enn fyrirferðarmikil. „Þjóðvaki, samtök Jóhönnu Sigurðardóttur, vinnur stórsigur þótt ekki verði hann jafn- stór og skoðanakannanir undan- genginna vikna gefa til kynna. Kjós- endur fagna stefnu sem miðar að jöfnun lífskjara, jafnrétti kynjanna og minni skattbyrði láglaunafólks. Þeir flykkja sér um Jóhönnu og tryggja samtökum hennar öruggt fylgi. Þeir háu herr- ar, sem eru hræddir við hana núna, eiga eftir að verða hræddari," segir völvan. „Mikill öldugangur verður í fremstu röðum Alþýðuflokks og breytingar verða á forystu flokks- ins. Völvunni sýnist Jón Baldvin fara frá sem formaður flokksins, jafnvel fyrir kosningar. Hans bíði þá álitlegt embætti vestanhafs." „Þrír stjórnmálamenn verða teknir fyrir á árinu og verk þeirra rannsökuð til hlítar. Einn þeirra fer frá í kjölfarið þar eð honum verður ekki vært lengur eftir að upp um hann kemst." Skuldastaða heimilanna breytist lítið til batnaðar á árinu. „Þar er því miður ekki gleðitíðinda að vænta fyrr en í ársbyrjun ’96. Skuldastaða heimilanna er mjög erf- ið en fólk mun taka öðruvísi á þeim málum héðan í frá og jákvæðar breytingar eiga sér stað innan frá.“ Það vekur kannski athygli að ekki var að finna í þessari völvuspá neitt um tvö mannskaðasnjóflóð sem urðu á árinu 1995. Árið 1996 Völvurnar virðast nokkuð bjart- sýnar fyrir árið 1996. „Það er vor í lofti,“ segir völva Vikunnar. „Árið 1996 leggst betur í mig en 1995. Bjartsýni mun aukast í þjóðfélag- inu, bæði hjá almenningi og fyrir- tækjum, sérstaklega síðsumars og seinni hluta ársins," segir völva tímaritsins Nýrra tíma. Það er stikl- að á stóru í þessum tveimur spám og við grípum niður í þær þar sem fjallað er um sömu hluti. Völva Vikunnar segir: „Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur verður við það að líða undir lok í vor eftir ófar- ir sem eru um það bil að bresta á.“ Og völva Nýrra tíma segir: „Jó- hanna Sigurðardóttir mun láta mik- ið að sér kveða, sérstaklega seinni hluta ársins. Það veröur mikið um að vera í pólitíkinni í nóvember." Völva Vikunnar: „Hinn nýi for- ystumaður Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir, verður ekki áberandi sem flokksleiðtogi fyrsta kastið. í rauninni ekki fyrr en næstu þingkosningar draga hana fram í dagsljósið og þá á hún eftir að valda sínum mönnum nokkrum vonbrigðum." Nýir tímar: „Margrét Frímanns- dóttir á eftir að láta mjög margt af sér leiða á næsta ári í einhverju ákveðnu stóru verkefni sem er fram undan.“ Karlmaður á Bessastaði Báðar þessar spákonur halda því fram að karlmaður verði næsti for- seti íslands. Völva Vikunnar segir: „Hann hefur mikið látið að sér kveða. Verið umræddur fyrir störf sín. Afar myndarlegur maður.“ Völva Vikunnar segir að fimm muni sækjast eftir að komast á Bessastaði og það verði afar tvisýn keppni milli tveggja. Völva Nýrra tíma segir: „Fjórir frambjóðendur verða til forseta- kosninga, þrír karlmenn og ein kona, en einn karlmaðurinn mun Jarðskjálftar Skiptar skoðanir eru meðal völ- vanna um náttúruhamfarir á næsta ári. „En mér þykir tímabært að kynna almenningi hvernig brugðist er við náttúruhamförum. Við hverju megi búast þegar miklir landskjálftar ríða yfir þannig að fólk verði yfirvegaðra þegar ósköp- in loks dynja yfir. Það verður á ein- staklega fallegu kvöldi á næstu tólf til átján mánuðum," segir völva Vikunnar. „Jarðhræringar munu verða eins og undanfarin ár, þó ekki stórir jarðskjálftar þar sem skemmdir verða. - Reyndar verður einn sterk- ur jarðskjálfti, mælt á Richter, en enginn skaði verður af völdum hans,“ segir völva Nýrra tíma. „Ég er ekki kvíðin yfir veðrinu miðað við undanfarin ár en það eiga eftir aö koma gífurlega mikil stór- veður. Mikið rok verður a.m.k. tvisvar, annað í febrúar þar sem miklar skemmdir verða á mann- virkjum. Það verður mikill kostnað- ur vegna staura eftir veturinn. Það eiga eftir að koma snjóflóð en ég held að það verði ekki mannskaði. Ég vona að guð gefi að svo verði. Hér fyrir sunnan verður oftar sól en ekki í sumar, öfugt miðað við sumarið í fyrra. Það verður mjög gott veður, ég hlakka mjög mikið til næsta sumars," segir völva Nýrra tíma. Stjarna Bjarkar skín sem aldrei fyrr. Karlmaður verður næsti forseti á Bessastöðum. Mun Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðar- Það geta farið í hönd breyttir tímar dóttur líða undir lok á næsta ári? fyrir Margréti Frímannsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.