Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 11
TIV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 íennmg Þrjár af fjórum leikkonum í fyrsta ieikriti Lundúnaleikhópsins, Margréti miklu. Frá vinstri Drífa Arnþórsdóttir, Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir. Á myndina vantar Brynhildi Björnsdóttur. Mynd Dagur Gunnarsson Lundúnaleikhópurinn í jólafríi á íslandi: Kostum kvenna snúið upp í andhverfu sína - í leikritinu Margréti miklu eftir Kristínu Úmarsdóttur Föstudaginn 5. janúar næstkom- andi gefst íslenskum leiklistarunn- endum kostur á að sjá nýjung í Tjarnarbíói þegar Lundúnaleikhóp- urinn setur upp leikritið Margréti miklu eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þetta er fyrsta uppfærsla leikhóps- ins á sviði en hann var stofnaður í London síðasta vetur af Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Tilefnið var lokaverkefni Önnu í útvarpsvinnslu við Lundúnaháskóla og hóaði hún nokkrum íslendingum saman, sem numið hafa leiklist í Bretlandi, til að flytja útvarpsleikrit. Anna fékk Kristínu til að semja leikrit sem hlaut nafnið Myndir úr lífi Möggu og var flutt á ensku. Kristín hefur nú endurgert verkið til flutnings á leiksviði. Að sögn Önnu Hildar er ætlunin að flytja Margréti miklu á ensku í London á komandi ári. Lundúnaleikhópurinn er senni- lega fyrsti íslenski atvinnuleikhóp- urinn sem starfræktur er í útlönd- um. Auk Margrétar miklu standa yfir viðræður við Svein Einarsson, fyrrum þjóðleikhússtjóra, um að leikgera einhverja af íslendingasög- unum til flutnings á ensku í London. Eins og áður sagði verður Mar- grét mikla frumsýnd 5. janúar. Eftir það verða 8-10 sýningar á jafnmörg- um dögum eða þar til leikhópurinn verður að hverfa til náms og starfa í Bretlandi og víðar eftir jólafríið. Margréti miklu leikur Drífa Arn- þórsdóttir en önnur hlutverk eru í höndum Völu Þórsdóttur, Brynhild- ar Björnsdóttur og Ágústu Skúla- dóttur. Leikstjóri er Bjöm Gunn- laugsson og Þorgerður Elín Sigurð- ardóttir sér um búninga og leik- mynd. Allir numið í Bretlandi Aðstandendur leikhópsins hafa allir útskrifast frá breskum leiklist- arskólum síðustu misseri. Drífa út- skrifaðist síðastliðið vor og fékk strax hlutverk hjá New End Theatre í leikriti Friedrichs Dúrrenmatts, Marriage of Mr. Mississippi. Ágústa Skúladóttir vinnur um þessar mundir jafnframt að uppsetningu á enskri leikgerð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Eftirmála regndropanna, með leikhópi sínum, Gargoyle Theatre. Vala Þórsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild há- skólans í Leeds sl. vor og hefur síð- an ferðast með alþjóðlegum leikhópi til Spánar sem starfaði þar með börnum. Brynhildur hefur starfað á íslandi síðasta árið eftir nám í Bret- landi, m.a. tekið þátt í uppfærslimni á Súperstar í Borgarleikhúsinu. Leikstjórinn, Björn Gunnlaugs- son, útskrifaðist frá Drama Studio síðastliðið sumar. Eftir það hefur hann m.a. leikstýrt verki á Edin- borgarhátíðinni með leikhópnum Pharma Theatre Company. Bún- inga- og leikmyndahönnuðurinn Þorbjörg Elín hlaut menntun sína i Nottingham og hefur starfað á ís- landi. Anna Hildur lauk fjölmiöla- námi frá Lundúnaháskóla sl. vor en þar lagði hún einmitt áherslu á út- varpsvinnslu. Hún starfar við ýmis lausaverkefni í fjölmiðlun i London, auk þess að vera fréttaritari Ríkis- útvarpsins í Bretlandi. Kaldhæðni undir sak- leysislegu yfirborði Um leikritið segir m.a. í kynn- ingu frá Lundúnaleikhópnum: „Leikritið fjallar um unga konu sem leiðist seint að veita meðborgurum sínum góð ráð og aðstoð, gildir þar einu hvort rætt er um drykkjuskap, eyðni, munaðarleysi eða framhjá- hald. Eins og í mörgum fyrri verka sinna leikur Kristín sér að því að láta raunveruleikann og fantasíuna mætast og skapar þannig aðstæður fyrir frumleg efnistök. í þessu verki er öllu því sem „almennt" er talið til kosta kvenna; gjafmildinni, örlæt- inu og hugulseminni, snúið upp í andhverfu sína, með kaldhæðni undir sakleysislegu yfirborðinu. Margrét mikla vekur fólk til um- hugsunar um mannlega breyskleika um leið og hún sýnir háalvarlega hluti í grátbroslegu ljósi.“ Kristín Ómarsdóttir er ekki að skrifa leikrit í fyrsta sinn. Sem leik- ritahöfundur gat hún sér fyrst orð þegar hún vann til verðlauna í leik- ritasamkeppni Þjóðleikhússins árið 1985 fyrir verk sitt, Drauma á hvolfi. Síðan hefur hún skrifað verkið Hjartatrompet sem íslenska leikhúsið settí upp og gert leikgerð fyrir Nemendaleikhúsið af Lísu 1 Undralandi. Þekktust er hún þó fyr- ir skáldsögur sínar og ljóð en nýjasta skáldsagan, Dyrnar þröngu, hefur verið tilnefnd til Bókmennta- verðlaunanna 1995 í flokki fagur- bókmennta. Miðaverði á Margréti miklu í Tjarnarbíói verður stillt í hóf og fá námsmenn og atvinnulausir sér- stakan afslátt. Jafnframt verður veittur hópafsláttur þegar 10 eða fleiri kaupa miða saman. -bjb Fáðu Þér kraftmikla ö)7)/|ncrj:'g KR-flugelda og styrktu íÞrát,as,ar1barna °9 ylureKLr unglinga um leið. L Litla tertuveislan | vHundrub skota, minnir á Glasqow á gó&um degi! 2.500 kr. Þú sparar 300 kr.! W- fr ^ ^tóra tertuveislan Stórkostleg sprengi- og Ijósaveisla sem gerir Marsbúa græna af öfund! M 4.300 kr. Þú sparar 500 kr.! Langflottastir! V; Fjölbreyttasta úrval ' landsins af þýskum risarakettum. , /Á' ' x Ver&lækkun! ; 7 ■' , W % Vinsælustu kínversku \ kökurnar lækka frá því í fyrra. 1 Barnapakki 1.300 kr. Skemmtilegur pakki fyrír upprennandi stjörnúr! . 2 Sparipakki 1.900 kr. Allt sem springur - milli himins og jaröar! 3 Bæjarins besti 2.800 kr. Einn meö öllu - og aðeins meira en þab! 4 Tröllapakki 5.990 kr. Geimferðaáætlun fjölskyldunnar hefst með þessum pakka! Stórflugeldasýning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.