Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 8
8 sælkerínn____________________ Veitinghúsið Café Ópera: Hreindýr með gratin- eruðum kartöflum og eplasalati Meðlæti Það er skemmtilegt að prófa nýjungar á gamlársdag. Margir kjósa að vera með fondue og hafa margvíslegt meðlæti með. Hér koma nokkrar ábendingar um öðruvísi meðlæti. I „Það hefur mikið verið hringt hingað og spurst fyrir um hvernig eigi að elda hreindýrakjöt. Ég geri því ráð fyrir að margir ætli sér að prófa það um áramótin,“ sagði Hilmar Sigurjónsson, matreiðslu- meistari á Café Óperu, í samtali við DV. Hilmar ætlar að gefa lesendum uppskrift að hreindýrasteik með gratineruðum kartöflum og eplasal- ati. Hann segir að allt ferskt græn- meti passi vel með hreindýrakjöti en einnig rauðkál þannig að menn geta valið sér meðlæti eftir smekk. Hiimar segir best að nota hrygg eða læri í þennan rétt en hryggur- inn er þó fyrst úrbeinaður. Miðað er við 800 -1000 grömm fyrir íjóra. Byrjað er á að snyrta kjötið og síð- an er það skorið í um það bil 160 til 200 gramma sneiðar. Bein og af- skurður er notað í soð í sósuna. Kjötið er kryddað með salti og pipar, snöggsteikt á pönnu þar til það hefur lokast en sneiðunum síð- an raðað í eldfast mót og sett í ofn í um það bil 5-7 mínútur við 150 stiga hita. Þá ætti kjötið að vera miðl- ungssteikt eins og flestir vilja hafa það. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 Jj"V Soð Afskurður og bein 2 gulrætur 1/2 laukur 2 lárviðarlauf 1 lítri vatn Smjörsoðinn aspas Best er aö nota nýjan aspas, sem fæst í flestum stórmörkuð- um. Aspasstilkarnir eru skornir i bita á ská. Setjið slatta af smjöri á pönnu og leggið aspas- bitana í. Látið þá sjóða í smjör- inu í 2-3 mínútur undir loki. Stráið salti og pipar yfir og smá- vegis af sesamfræjum. Ef fólk langar að fá austurlenskt bragð má vel bæta yfir smávegis af fin- hökkuðum, ferskum engifer, hvítlauk og 1 msk. af sojasósu. Setjið allt í pott og sjóðið í 1 klst. Þá er soðið síað og soðið niður í 45 mínútur. Þá ætti að vera um hálfur lítri eftir af soðinu en síðan er sett út í það: 9 cl rauðvín 1 peli rjómi 2 msk. hunang 2 msk. rifsberjahlaup 1 msk. mulið rósmarín 1 msk. gráðaostur (má sleppa) 100 g fersk rifsber (fást í Hagkaupi) Allt sett út í soðið nema rjóminn og rifsberin og hitað upp. Þá er rjómanum hellt saman við. Þykkt með maizenamjöli og sósan smökk- uð til með rósmarín og gráöaosti eft- ir smekk. Rétt áður en sósan er bor- in á borð er rifsberjunum bætt út í. Hilmar Sigurjónsson, matreiðslumeistari á Café Óperu, segir að mikið hafi verið hringt og spurt um matreiðslu á hreindýrakjöti. DV-mynd Brynjar Gauti Eplasalat 1 dós 18% sýrður rjómi 11/2 msk hunang 3 cl Grand Marnier 6 gul eða græn epli 50 g af valhnetum eða furuhnetum Eplin er flysjuð og skorin i litla bita og sett út í sýrða rjómann sem hrærður hefur verið með öðrum vökva. Gratineraðar kartöflur 6 stórar kartöflur, flysjaðar og skornar í skífur 1 peli rjómi 1/2 finhakkaður laukur 1 hvitlauksrif salt og pipar Kartöfluskífunum raðað í eldfast mót, lauknum stráð yfir, kryddað og rjómanum hellt yfir. Bakað í ofni i 50 mínútur en þá er þetta tekið út og rifnum osti stráð yfir. Sett smá- stund undir grill.Með hreindýra- kjötinu er mælt með rauðvíni frá Chile, t.d. Santa Rita Cabernet Sauvignon. -ELA Gott sjávar- réttapasta í þennan rétt, sem nota má sem aðalrétt fyrir fjóra eða sem forrétt og þá fyrir fleiri, eru notaðar ólíkar tegundir af skelfiski. Pasta og skelfiskur fer mjög vel saman og þennan rétt er frekar einfalt að gera. 500 g af grænu og hvítu bandspaghetti ferskur eða frosinn kræklingur 1 skel 1 dl þurrt hvítvín 2 dl rjómi safi af % sítrónu 2-3 dropar tabasco y2 g saffran 300 g rækjur hökkuð steinselja Sjóðið pastaö eftir leið- beiningum. Setjið kræk- linginn í hvítvínið undir loki við mikinn hita í sirka 5 mínútur, eða þar til skelj- amar opnast. Plokkið kræklinginn úr allflestum skeljum en skiljið þó eitt- hvað eftir en hitið soðið áfram með rjómanum þar til það þykknar. Bætið í sítrónusafa, tabasco og saffran. Sjóðið upp og bragðbætið ef þarf. Bætið kræklingunum og rækjun- um út í og látið hitna í gegn. Sigtið vatnið af past- anu og setjið út í sósuna. Puntið með afganginum af skeljunum og nokkrum óplokkuðum rækjum ef til eru. Stráið steinselju yfir. matgæðingur vikunnar 3 appelsínur y, agúrka y2 græn paprika 1 vorlaukur salatblöð og steinselja Leggið salatstrimla í botninn á skálinni. Leggið tómatskífur með fram brúninni og fyllið skálina af appelsínubátum,, agúrku- strimlum, papriku og vorlauk. Setjið salatolíu yfir sem er: 6 msk. olífuolía, 3 msk. vínedik, salt og pipar. Hrærið öllu saman og hellið yfir salatið. Waldorfsalat 4 epli í teningum 1 dós ananas (230 g) 4 greinar sellerí 5 dl blá og græn vínber, skor in í tvennt 1 box majones 1 dl valhnetukjarnar Setjið allt i skál og hrærið saman. Hrærið majonesið meö smávegis af ananassafanum. , Setjið síðan allt saman og puntið með eplaskífum. Gott er að gera salatið kvöldið áður. Góð rækjusúpa „Ég veit ekki hversu mikill matgæðingur ég er en hef þó gaman af að búa til mat. Meðan ég var í skóla bjó ég hjá ömmu minni, sem stundum var löt að standa upp úr stólnum, og þá stjóm- aði hún VI kg rækjur 1-2 charlottulaukar eða 1/2 venjulegur 75-100 g smjör lítil dós tómatpuré 1 lítri fisksoð rjómi 1 msk. koníak (ef vill) salt og pipar cayennepipar á hnifsoddi Um tvö hundruð grömm af rækj- um eru tekin frá og sett á botninn á súpudiskunum. Hinn hlutinn af rækjunum er hakkaður í mátvinnu- sluvél. (Gott er að hakka rækjurnar' meðan þær em hálffrosnar.) Síðan er laukurinn hakkaður. Smjörið er brætt í pottinum, laukurinn settur út í og steiktur lítillega áður en rækj- urnar eru settar saman við. Þá er tómatpuré sett saman við og síðan Einar Sigurjónsson er matgæðingur vikunn- ar. DV-mynd Brynjar Gauti argerðinni úr sætinu. Ég lærði heil- mikið af því,“ segir Einar Sigurjóns- son, lögfræðingur og matgæðingur vikunnar, en hann ætlar að bjóða lesendum upp á einfalda og góða rækjusúpu, grískt salat og lamba- læri. „Súpan er miðuð við fjóra til sex,“ segir Einar. Og þá er það uppskrift- in. þetta þynnt út með soðinu, sem hefur verið búið til með fisk- teningum. Síðast er rjómanum bætt út í, koníakinu og krydd- inu og suðan látin koma upp. Súpan er sett yfir rækjurnar á diskunum. „Þetta er matarmikil súpa og saðsöm en ákaflega einfalt að búa hana til og þess vegna nennir maður að gera hana,“ segir Einar. Grískt salat Rækjusúpa 6-8 tómatar laukur eða rauðlaukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2-300 g fetaostur 150 g svartar og grænar olífur 2 msk. kapers Öllu blandað saman í skál en síð- an er olía sett yfir sem gerð er úr 3/4 dl ólífuolíu, 2 msk. sítrónusafa, 1 tsk. salti, hvitum pipar á hnífsoddi og 1 tsk. oregano. Lögurinn hrærður sam- an og úðað yfir salatið. Einnig má setja sinnep í löginn fyrir þá sem vilja. Lambalæri 1 gott læri, úrbeinað frá mjaðma- beini. Hvítlauksrifum stungið í kjöt- ið á víð og dreif um lærið og einiberj- um en síðan er það saltað og piprað. Þá er ólífuolíu nuddað vel í lærið og sinnepsdufti stráð yfir. Loks er rosm- aríni stráð yfir og timian. Steikt í ofni við 170 gráður í einn og hálfan tima. Skorið niður áöur en það er lagt á borð með gríska salatinu. „Þetta er létt saman og mjög gott að drekka frískandi rauðvín með.“ Einar ætlar að skorá á Jón G. Kristjánsson, lögfræðing hjá Reykja- víkurborg, að vera næsti matgæðing- ur. „Ég get mælt með honum sem kokki, hann er skemmtilegur heim að sækja.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.