Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 15 Fjölmennt liö björgunarfólks að störfum á Flateyri. Tvö hræðileg snjóflóð á Vestfjörðum gerðu 1995 að ári mikilla hörmunga í íslandssögunni. DV-mynd GVA Ar hamfaranna Það er engin ástæða til þess fyr- ir íslendinga að kveðja það ár, sem nú er að líða í aldanna skaut, með eftirsjá eða söknuði. Þvert á móti mun árið 1995 fyrst og fremst fá sess í sögu íslensku þjóðarinnar sem tími mikilla áfalla - vegna þeirra hörmulegu náttúruhamfara sem dunið hafa yfir vestfirskar byggðir og kostað tugi karla, kvenna og barna lífið. Hamslaus náttúruöflin minntu á sig með ógnvænlegum hætti strax við upphaf ársins. í marga daga hélt lamandi veðurofsi, með mikilli snjókomu, blindhríð og frostkulda, Vestfjöröum og hluta Norðurlands í helgreipum. Mörg hundruð manns neyddust til að yf- irgefa híbýli sín dögum saman vegna snjóflóðahættu. Samgöngur á landi lágu niðri á þessum hluta landsins, sums staðar jafnvel inn- an bæjarmarka. Flugvélar komust ekki á loft. Skip lentu í hrakning- um úti fyrir ströndum landsins. Rafmagnskerfið gaf sig. Síminn fór úr sambandi. Útvarpssending- ar heyrðust ekki. Svo var það um miðja nótt að snjóflóðin féllu og skildu eftir sig dauða og eyðileggingu i Súðavík. Hamfarirnar kipptu fjórtán manns fyrirvaralaust í burtu úr þessu lífi, þar af átta börnum. Þjóðin var harmi slegin og sam- einaðist með eftirminnilegum hætti í stuðningi við þá sem eftir lifðu. Hörmungarnar á Flateyri Þegar farið var að ræða aðstæð- ur á Vestfjörðum, og reyndar víð- ar á landinu, eftir snjóflóðin í Súðavík í janúar síðastliðnum, varð mörgum strax ljóst að þær forsendur sem sérfræðingar höfðu gefið sér um snjóflóðahættu voru gjörsamlega ófullnægjandi. Byggt var á mjög takmörkuðum söguleg- um upplýsingum og dregnar af þeim ailt of bjartsýnar ályktanir. Snjóflóðahætta á þéttbýlisstöðum var því í reynd miklu meiri en sérfræðingar höfðu almennt gert ráð fyrir í áætlunum sínum. En jafnvel þeir svartsýnustu gátu með engu móti ímyndað sér að helgreipar náttúrunnar ættu eftir að læsa sig um annað þorp á Vestfjörðum á þessu sama ári. Sú varð þó raunin þegar mikið snjó- flóð féll á Flateyri í októbermán- uði. Sá vágestur hafði í fór með sér jafnvel enn hroðalegri mann- fórnir en snjóflóðið í Súðavík í janúar, því nú lágu tuttugu íslend- ingar í valnum. Þjóðin sameinaðist enn á ný í sorg og stuðningi við þá sem björguðust úr hamfórunum. Jafn- framt var skipulag og allar for- sendur snjóflóðavarna tekið til gagngerðrar endurskoðunar. Þess er vænst að það leiði til markviss- ari forvarna næst þegar snjóflóða- hætta vofir yfir byggðum á íslandi - en þess er auðvitað að vænta strax á næsta ári ef vetrarveður einkennast áfram af svipuðum ofsa og 1995. Við lok þesss árs, sem fært hef- ur íslendingum slíkar hörmungar, verður hugur margra landsmanna vafalaust hjá þeim Súðvíkingum bg Flateyringum sem eru að reyna að koma undir sig fótunum á nýj- an leik og sætta sig við að lifa án samvistar við marga sína nán- ustu. Ljósdeplar í svartnættinu . Náttúruhamfarirnar yfir- skyggja að sjálfsögðu alla aðra at- burði á íslandi á þessu ári og gera landsmönnum erfitt um vik að koma auga á jákvæða þætti í þjóð- lífinu. Það hefur þó alls ekki ríkt svartnætti á öllum sviðum. Sums staðar má greinilega sjá ljósdepla í myrkrinu. Þannig hefur tekist að halda verðbólgunni í skefjum eitt árið enn, enda eru nú margir farnir að gleyma því hvernig það var að búa Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson við sífelldar verðhækkanir og gengisfellingar - jafnvel yfir eitt hundrað prósenta verðbólgu á ári þegar verst lét. íslendingar hafa einnig haldið áfram að sækja björg í bú á fjar- læg fiskimið, þótt það hafi kostað opinberan fjandskap af hálfu frænda okkar Norðmanna. Samið hefur verið um stækkun álversins í Straumsvík og almennt virðist gæta aukinnar bjartsýni á gengi þjóðarbúsins í nánustu framtíð. En dökku hliðarnar á efnahags- og kjaramálunum eru því miður líka augljósar. Engin breyting hef- ur orðið á þeirri staðreynd að ís- land er láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin og tilraunir til að bæta sérstaklega kjör hinna lægst launuðu hafa enn einu sinni brugðist. Láglaunafólkið er mjög óánægt með sinn kost og friður helst á vinnumarkaðinum einung- is vegna þess að kvaðir kjara- samninga binda hendur launþega um sinn. Og landflótti er á nýjan leik orðin dapurleg staðreynd og vitnar um misheppnaða lands- stjórn mörg undanfarin ár þar sem verðmætum þjóðarinnar hef- ur verið sóað í glæfralegum fjár- festingarmistökum af margvlslegu tagi. Atvinnuleysið er mikið og var- anlegt og engin ástæða til að ætla að úr því dragi á næstunni. Auð- vitað er hægt að fá lægri tölur um skráð atvinnuleysi með því einu að breyta skráningarreglum þannig að ýmsir sem nú eru taldir atvinnulausir lendi á framfæri fé- lagsmálastofnana sveitarfélag- anna. En það færir jú bara vand- ann til en leysir hann ekki. Vafalaust er það rétt, sem hald- ið er fram, að ýmsir sem láta skrá sig atvinnulausa hafi engan hug á að taka við láglaunastörfum sem þó bjóðast. Enda eru launin sums staðar svo lág að það beinlínis let- ur fólk til vinnu. Ef það breytist ekki fljótlega mun íslenskur fisk- iðnaður í framtíðinni fyrst og fremst byggja á innfluttu vinnu- afli frá fjarlægum löndum þar sem lífskjör eru mun verri en hér tíðkast. Varla er það æskileg stefna? Loksins friður á Balkanskaga Allt þetta ár hafa daglega borist hörmuleg tíðindi af manndrápum og mannvonsku í Bosníu. Samein- uðu þjóðirnar gátu þar engu breytt og forystumenn Evrópu- sambandsins voru ráðalausir. Fæstir höfðu trú á því lengur að vestrænir leiðtogar gætu stillt til friðar á Balkanskaga. Óvæntasti og um leið gleðileg- asti atburður ársins á erlendum vettvangi er þvf tvímælalaust samkomulagið um frið í Bosníu. Þegar flestir höfðu gefið upp alla von tók Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, loksins á sig rögg og barði í gegn samninga um frið. Og til að koma í veg fyrir endur- tekningu á sorgarsögu fyrri vopnahléssamninga í Bosníu er um sextíu þúsund manna herlið á vegum Norður-Atlantshafsbanda- lagsins að koma sér fyrir i þessu stríðshrjáða landi. Þeirra er að sjá til þess að friðarsamkomulagið verði haldið. I kjölfar friðar í Bosníu kemur uppbygging efnahagslffs á bar- dagasvæðinu öllu en þar eru flest mannvirki í rúst eftir eyðilegg- ingu fjögurra ára stríðsátaka. Þjóðir heims munu leggja fram mikla fjármuni til að endurreisa atvinnulífið á næstu misserum. Auðvitað er ekki hægt að full- yrða á þessari stundu að það tak- ist að halda friðinn í Bosníu og skapa þar aðstæður fyrir blómlegt mannlif á komandi árum. Margir hafa látið lífið í átökunum. Hroða- leg hryðjuverk hafa verið framin gegn saklausum borgurum. Þjóð- ernishreinsanirnar verða einnig um langa framtíð blæðandi sár sem erfitt mun reynast að græða. Engu aö síður er fyrirheitið um varanlegan frið á Balkanskaga bjartasta vonin sem þetta ár mik- iUa hörmunga skilur eftir sig. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.