Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 6
6 Wéttir stuttar fréttir Sovéskir voru þeir Fyrrum yfirmaður sænska heraflans segir stjórnvöld hafa ótvíræðar sannanir fyrir því aö | sovéskir kafbátar hafi rofið landhelgi Svíþjóðar á 9. ára- tugnum. FBi elti Oswald Þremur 0 árum fyrir morðið á John F. Kennedy forseta leit- aði banda- ríska alrík- islögreglan FBI aðstoðar svissnesku lög- reglunnar við að leita uppi Lee Harvey Oswald. Álendingar langlífari Álendingar eru bæði langlíf- ari og frískari en aðrir Finnar og mun það vera að þakka því mikla jafnrétti sem þar er og þeim áhrifum sem fólk hefur á samfélagiö. Byrjar vel Breskir kaupmenn eru ánægðir með hvað áramótaút- sölurnar þeirra fóru vel af stað, þrátt fyrir fimbulkuldann sem hefur verið á Bretlandi að und- anförnu. Öskukallar í verkfalli Útlit er fyrir langt verkfall sorphirðumanna í Árósum með ! tilheyrandi óþægindum fyrir al- menning. Þorskverðiö rætt Fulltrúar sjómanna og fisk- iðju á Borgundarhólmi halda fund þann 5. janúar til að semja um þorskverð i framtíðinni en horfur á að lausn finnist eru þungar. Sjö látast í brunum Sjö manns týndu lífi í íbúða- brunum í Noregi yfir jólin. Hærri iðgjöld Danskir réykingamenn munu greiða hærrj trygginga- riðgjöld en þeir sem ekki reykja, aö sögn forstjóra stórs' líftryggingafélags. Leeson áfrýjar ekki Nick LeeSon, verð- bréfabrask- | arinn sem / setti; Bar- ! ingsbankann enska á hausinn i fyrra, ætlar ekki að áfrýja sex ára fangelsis- dómi sem hann hlaut í Singa- pore um daginn fyrir athæfi sitt. Varaforseti laminn Jerry Rawlings, forseti Gana, sparkaði í punginn á varafor- seta sLnum þegar slagsmál brut- ust út á ríkisstjórnarfundi. Reuter, FNB, Ritzau, NTB Vöruverð erlendis: Met slegið í Tokyo - hækkun á eldsneyti Hlutabréfavísitalan Nikkei í kaup- höllinni í Tokyo náði hámarki sínu á árinu þegar hún fór í 20.011 stig síð- asta miðvikudag. Einhver lækkun varð á fimmtudag og í gær en spek- ingar spá því að Nikkei fari fljótlega aftur yfir 20.000 stigin. Hlutabréfaverð i öðrum helstu kauphöllum heims hækkaði einnig milli jóla og nýárs. Viðskipti voru engu að síður róleg, a.m.k. í London og New York. Eldsneytisverð stighækkað á er- lendum mörkuðum samfara vetrar- hörkum á norðlægum slóðum. Mest hefur hækkunin orðið á gasolíu, sem mikið er notuð til húshitunar, og hækkun á bensíni og hráolíu hefur fylgt í kjölfarið. -Reuter LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 JjV Bandarískt fyrirtæki í rannsókn í Þýskalandi: Grunað um að dreifa barnaklámi á netinu - lokað fyrir aðgang að 200 umræðuhópum Bandaríska Internetþjónustufyr- irtækið CompuServe er komið í klandur í Þýskalandi þar sem sak- sóknari í Múnchen grunar það um að dreifa barnaklámi í gegnum Internetið. CompuServe brást við tíðindun- .um með því að loka fyrir aðgang að 200 umræðuhópum á Internetinu þar til annað verður ákveðið. Saksóknari í Múnchen sagði í gær að grunur léki á að þýskt dótt- urfyrirtæki hins ameríska stæði Breska poppstjarnan Elton John og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, sir David Attenborough, eru í hópi fjölmargra merkismanna og kvenna sem verða heiðruð af breskum stjórnvöldum í dag þegar fólkið fær hvert sitt afbrigði einhverrar bre- skrar fálkaorðunnar við hefð- bundna orðuveitingaathöfn um ára- mót. Elton verður gerður að svokölluð- um Commander breska heimsveld- isins sem heimilar honum að setja fyrir dreifingu barnaklámsins. Á Internetinu er að finna þúsund- ir umræðuhópa þar sem allt milli himins og jarðar er rætt, þar á með- al kynlíf. Þar við bætist að áhuga- samir geta fengið myndir af netinu ef þeir þekkja réttu heimilisföngin. CompuServe hefur um fjórar milljónir áskrifenda og er næst- stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum á eftir America on Line. í Evrópu eru áskrifendur fyrirtæk- isins tæp hálf milljón, þar af rúm- skammstöfunina CBE á eftir nafn- inu sínu. David Attenborough, sem allir þekkja fyrir stórkostlegar dýra- og náttúrulífsmyndir hans, verður gerður að svokölluðum heiðursfé- laga en það þykir enn merkilegra en að vera bara óbreyttur sir. Elton John fær nafnbótina fyrir störf sín að tónlistarmálum og góð- gerðarmálum. Hann hefur verið í fremstu röð poppara í á þriðja ára- tug og samtök hans til styrktar al- næmissjúklingum hafa safnað um lega tvö hundruð þúsund í þýsku- mælandi löndum. Gerð var húsleit hjá þýska dóttur- fyrirtækinu í nóvember þar sem leitað var bæði að barnaklámi og öðru bönnuðu klámi fyrir fullorðna, auk kláms sem er leyfilegt fullorðn- um en ætti ekki að vera aðgengUegt börnum og unglingum. Yfirvöld höfðu upp úr krafsinu lista yfir um- ræðuhópa þar sem m.a. mátti finna barna- og dýraklám. Ritzau 160 milljónum króna frá því þau voru stofnuð í febrúar 1993. Ýmsir stjórnmálamenn verða heiðraðir af stjórnvöldum í dag, þar á meðal Douglas Hurd, fyrrum utan- ríkisráðherra Bretlands, sem verð- ur gerður að heiðursfélaga, rétt eins og sir David. Á listanum yfir heiðraða að þessu sinni eru meira en eitt þúsund manns og voru um 40 prósent þeirra tilnefnd af almenningi. Reuter Finnlandsforseti sendir nýársávarp Iá Internetið Martti Ahtisaari Finnlands- forseti ætlar að taka nýj- ustu tækni í þjónustu sína þegar hann flytur nýársávarpið sitt. Ræðan verð- ur nefnilega send út á Internet- inu, auk þess sem Finnar geta fylgst með henni í útvarpi og sjónvarpi. Internetvæðing nýársávarps- ins er liöur i rannsóknarverk- efni í margmiðlun á vegum I! finnska ríkisins. Það er rann- sóknarstöð póst og sima í Tammerfors sem mun senda sjónvarpsmerkið inn á Internet- ið en myndgæöin verða þó ekki upp á það besta. Þóttist vera 13 ára strákur Tuttugu og fimm ára gömul kona hefur verið ákærð fýrir að plata fólk til að gefa sér peninga og gjafir með því að þykjast vera þrettán ára gamall strákur sem foreldramir hentu út á guð og gaddinn á jólunum. . Kona þessi, Birdie Jo Hoaks, : hefur sitthvað misjafnt á samv- | iskunni og er á sakaskrá í fjöl- mörgum fylkjum Bandarikj- anna. Hoaks skaut upp rétt fyrir jól, kynnti sig sem þrettán ára einstæðing og fór fram á aðstoð félagsmálayfirvalda í Salt Lake j City. Pjölmiðlar komust í málið og blésu það út, allir vildu jú snerta viðkvæma jólastrengi lesenda, og ekki að sökum að spyrja að gjafirnar streymdu inn. En svo komst upp um strákinn Tuma þegar konan neitaði að gangast undir lækn- isskoðun. Hún hafði þá leikið sama leik í öðru fylki. Lamberto Dini afhendir lausn- arbeiðni í dag Lamberto Dini, forsætisráð- herra Ítalíu, tilkynnti í gær að hann mundi ganga á fund for- seta landsins, Oscars Luigis Scalfaros, í dag, laugardag, og afhenda lausnarbeiðni sína. Dini hafði lofað því í marga mánuði að segja af sér um leið og hann væri búinn að koma fjárlagafrumvarpinu fyrir árið !! 1996 í gegn. Ekki er ljóst hvað muni gerast þegar Dini hefur staðið við loforð sitt í dag, þótt hann hafi lýst áhuga á að vera áfram forsætisráðherra. Jeltsín aftur til vinnu innan Kremlarmúra Borís JeltsínRúss- landsforseti kom óvænt til Kremlar í gær, vel dúðaður í gaddinum, og tók upp nýársávarp sitt til þjóðarinnar en heldur var hann nú fáorður um pólitíska framtíö sína. Jeltsín hefur ekki sést í Kreml frá því hann fékk vægt hjartaáfall fyrir rúmum tveim- ur mánuðum. „Ég er kominn til að vinna fyrsta dag minn í Kreml,“ hafði Interfax frétta- stofan eftir forsetanum þar sem hann gaf sig á tal við ferða- menn í skugga lauklaga hvolf- þaka Kremlarhalla. Forsetinn hét því að halda umbótastefnu sinni til streitu, þrátt fyrir sigur kommúnista í kosningunum til neðri deildar þingsins, Dúmunnar, fyrr í mán- uðinum. Hann sagði þó ekkert um hvort hann mundi sækjast eftir endurkjör. FNB, Reuter 8 Snemma beygist krókurinn. Þessi filippseyski gutti er ekki nema eins árs og farinn að seija áramótalúðra. Stjórnvöld á Filippseyjum lögðu nýlega til að landsmenn fögnuðu nýju ári með því að blása í svona pappalúðra í stað þess að skjóta upp flugeldum og sprengja kínverja til að koma í veg fyrir meiðsli. Fjöldi manns hefur alltaf stórslasað sig á Filippseyjum um hver áramót. Símamynd Reuter Breska stjórnin dreifir áramótagleöi: Elton og Attenborough fá orður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.