Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 19
minnisstæðustu atburðir á árinu 1995 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 skák Alþjóðamót Guðmundar Arasonar og einvígið um íslandsmeistaratitilinn: Góður endir á viðburðaríku skákári Alþjóölegt skákmót Guömundar \rasonar í íþróttahúsinu í Hafnar- iröi var veglegur endir á góöu skák- iri. Guðmundur hugsaði mótiö fyrst )g fremst sem góöa reynslu fyrir )kkar yngri skákmenn og ekki síst jlympíumeistarana okkar, sem ;eröu garðinn frægan á Kanaríeyj- )m fyrr á árinu. Árangur ólympíumeistaranna itendur vitaskuld hæst á skákárinu ;em nú er að líöa, en margs er þó aö ninnast. Hér verður einungis ninnst á tvennt: Svæðismót nor- ■æna svæðisins, sem haldið var í feykjavík, þar sem Curt Hansen fór neð sigur af hólmi en íslendingar (ræktu sér þar í tvö sæti á milli- ivæðamótinu sem fram fer í Jerevan Armeníu í apríl á næsta ári. Jóhann fjartarson og Margeir Pétursson /eröa þar fulltrúar Islendinga, auk felga Áss Grétarssonar, sem vann ;ér rétt til keppni með heimsmeistar- ititli unglinga. Þetta verður í fyrsta ;inn sem Islendingar ■ tefla fram )remur keppendum á millisvæöa- nóti. Annar viðburður sem lengi verður ninnisstæður er afmælismót Frið- 'iks Ólafssonar í haust þar sem mörg itórmenni skákarinnar leiddu sam- in hesta sína. Mótiö fór fram í Þjóð- irbókhlöðunni og var sérlega vel aeppnað að umgjörð og innihaldi og yar að vonum vel sótt af áhorfendum. Skák Jón L. Árnason Skákárinu lauk svo í desember með Guðmundar Arasonar mótinu og spennandi einvígi stórmeistar- anna Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar um íslandsmeistaratitilinn. Að tilskild- um fjórum skákum loknum var jafn- ræði með þeim félögum og réðust úrslit ekki fyrr en í 2. skák bráða- bana. Þá hafði Jóhann betur eftir snarpa viöureign. sem'lauk með lag- legri fléttu. Líkur benda til aö árið sem nú gengur i garð verði ekki síður við- buröaríkt. Hæst ber nýstárlega bik- arkeppni Norðurlaridanna, „VISA Nordic Grand Prix“ sem hleypt verð- ur af stokkunum í Reykjavík i mars. Keppnin samanstendur af fimm opn- um mótum á Norðurlöndunum á ár- inu 1996, þar sem góð verðlaun veröa í boði, auk þess sem teflt er um þátt- tökurétt í úrslitakeppni þeirra íjórt- án sem bestum árangri hafa náð. Mótið í Reykjavík fer fram 2.-10. mars, síðan verður teflt í Gausdal 19. -27. maí og næst í Kaupmanna- höfn 27. júní-5. júlí. Víkjum sögu að „skákhátíðinni" nú í desember. Úrslit á Guðmundar Arasonar mótinu urðu þessi: 1.-2. Þröstur Þórhallsson og Albert Blees (Hollandi) 7 v. 3.M. Nikolaj Borge (Danmörku) og Andrew Martin (Englandi) 6 v. 5.-9. Jón Viktor Gunnarsson, Jón G. Viðarsson, Ivar Bern (Noregi), Tob- ias Christensen (Danmörku) og Liaf- bern Riemersma (Hollandi) 5,5 v. 10.-11. Ágúst S. Karlsson og Magnús Örn Úlfarsson 5 v. 12.-14. Einar Hjalti Jensson, Ólafur B. ÞórssonogBjörgvin Jónsson4,5v. 15.-19. Sævar Bjarnason, Kristján Eövarðsson, Arnar E. Gunnarsson, Guðmundur Halldórsson og Torfi Leósson 4 v. 20. -21. Eirik Gullaksen (Noregi) og John Arni Nilssen (Færeyjum) 3,5 v. 22.-23. Bragi Þorfinnsson og Eydun Nölsoe-(Færeyjum) 3 v. 24. -25. Björn Þorfinnsson og Sigur- björn Björnsson 2,5 v. 26. James Burden (Bandaríkjunum) 2 v. Þröstur vann fimm fyrstu skákirn- ar en tap fyrir Dananum Nikolaj Borge í þriðju síðustu umferð setti strik í reikninginn. Þröstur náði bestum árangri allra keppenda, upp á 2584 Elo-stig, sem fleytir honum áfram í áttina að stórmeistaratitlin- um. Litlu munaði að Jón Garðar Við- arsson næði áfanga að alþjóölegum meistaratitli en hann varö að láta sér lynda jafntefli í síðustu umferð, sem nægði ekki. Engu að síður náði Jón árangri upp á yfir 2400 Elo-stig. Þriðju bestu frammistöðu íslendings átti Magnús Örn Úlfarsson, upp á 2375 stig, síðan Ólafur B. Þórsson upp á 2371 stig og Jón Viktor Gunnarsson upp á 2370 stig. Mót sem þetta er löngu oröið tíma- bært hér á landi, þar sem alþjóðlegir meistarar og FIDE-meistarar eru allt of fáir miðað við heimsmet í stór- meistarafjölda. Fjarlægðin á erlend mið setur þar strik í reikninginn. í samanburði við erlenda skákmenn, öðlast tiltölulega fáir íslendingar al- þjóðlega keppnisreynslu. Eins og Guðmundur Arason haföi á oröi er miklu skynsamlegra að stefna er- lendum meisturum hingað og gefa fleiri íslendinum tækifæri til þess að tefla við þá heldur en að senda fáa útvalda til keppni á erlendri grund. Sjötta einvígisskákin um Islands- meistaratitilinn: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Enskur leikur. 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 e6 5. 0-0 Be7 6. Rc3 0-0 7. Hel Re4 8. Rxe4 Bxe4 9. d3 Bb7 10. e4 c5 11. d4 d6 12. b3 cxd4 13. Rxd4 Rc6 14. Rxc6 Bxc6 15. Bb2 Hannes hefur ekki náð að jafna taflið fyllilega gegn rólyndislegri byrjun Jóhanns. í slíkri „broddgalt- arstöðu" án riddara býr svartur yfir minni sprengikrafti en ella. Yfir- burðir hvíts byggjast hins vegar fyrst og fremst á meira rými og frjálsara tafli - auk veikleikans á d6. 15. Bb2 He8 16. Dg4 Bf8 17. h4 Dc7 18. h5 e5 19. Hadl a6 20. Hd2 b5 21. cxb5 axb5 22. a3 Db7 23. Hedl Bd7 24. Df3 Be6 Nú, eða í leikjunum á undan kom -h6 vel til greina. 25. h6! gxh6 26. b4 Hac8 27. Dh5 fB 28. Dh4 Bb3 29. Hel Df7 30. Hd3 Hc2 31. Bcl Dc4? 32. Bfl! Hc3 33. Hde3 Dc7 34. Bxb5 Hb8 35. Bfl Snýr til baka úr vel heppnaðri för. Eftir mistök svarts í 31. leik hefur hvítur náð samstæðum frelsingjum á drottningarvæng og sigurstrang- legri stöðu. 35. - Be6 36. DxfB He8 37. Bb2 Hc2 38. H3e2 Bg4 39. Hxc2 Dxc2 40. Hcl! Dxe4 41. Hc4 Df3? 42. Hf4! - Og eftir þennan þrumuleik gafst Hannes upp. Eftir 42. - exf4 43. Dh8 + Kf7 44. Dxh7+ Ke6 45. Bc4+ d5 46. Dg6+ Kd7 47. Bb5+ Kc7 48. Dc6 + Kb8 49. Dxe8+ er öllu lokið. -JLÁ Helga Sigurjónsdóttir: Skipbrot kvennapólitíkur „Snjóflóðin tvenn á Vestfjörð- um eru auðvitað ofarlega 1 huga eftir árið. Auk þess skipbrot þeirrar kvennapólitikur og kvennabaráttu sem Kvennalist- inn hefur haft í sínum höndum undangenginn áratug. Svo eignað- ist ég tvö yndisleg frændbörn á ár- inu en missti dóttur, tengdason og tvö barnabörn tO útlanda, tíma- bundið sem betur fer,“ sagði Helga Sigurjónsdóttir, kennari og bæjar- fulltrúi í Kópavogi. Um næsta ár sagðist Helga von- ast til að þjóðin eignaðist „vitra og víðsýna leiðtoga sem leiði hana af braut lágra launa og meðfylgjandi umhirðuleysi allt of margra ung- menna. Einnig vil ég að friður ríki á meðal þjóða.“ -bjb Hjálmar H. Ragnarsson: Öflug menning - skapandi hugsun „Efst í huga mínum eru snjó- flóðin í Súðavík og á Flateyri og þeir erfiðleikar sem Vestfirðingar eiga við að glíma, styrjöldin í Bosn- íu og auknar lík- ur á friði - bæði þar og í Mið-Austurlöndum. í starfi mínu er mér mest fagn- aðarefni hvernig til tókst með kvik- myndina Tár úr steini. Á næsta ári vonast ég eftir meiri skilningi hjá þjóðinni og ráða- mönnum hennar á gildi öflugs menningarlífs og nauðsyn þess að rækta skapandi hugsun hjá hverj- um og einum manni.“ -KGK Heiðar Jónsson snyrtir: Sýnum samhug af minna tilefni „Frá árinu 1995 er mér efst í huga löng og erfið bið eftir fréttum af móðurbróður og uppeldisbróður konu minnar en hann fórst í snjó- flóðinu á Flateyri. Þá mun móttöku- athöfnin þegar komiö var með látna Flateyringa til Reykjavíkur aldrei líða mér úr minni. Ég vona svo sannarlega að ís- lendingar læri á næstu árum að sýna samhug sinn í verki án þess að komi til hörmulegra náttúru- hamfara. Ég trúi því að íslendingar séu ekki bara fallegasta fólk í heimi heldur einnig það besta þó stundum sé svolítið djúpt á samúð okkar og tillitssemi." KGK Munið nýtt símanúmer 556 5060 Kristján Gunnarsson: Kjarasamningarnir „Það sem mér er efst í huga er það sem hefur verið efst á baugi nú að undan- fornu: kjarasamn- ingarnir og öll sú atburðarás sem þeim viðkemur. Þegar maður skoðar núverandi stöðu þessara mála hlýtur hún fyrst og fremst að valda manni miklum vonbrigðum. Það er sárt til þess að hugsa hvern- ig gengið hefur verið upp eftir bak- inu á minum félögum í þessum efn- um. Ég leyfí mér hins vegar að vera bjartsýnn og vona svo sannarlega að framtíðin beri í skauti sér rétt- láta og friðsamlega lausn þessara mála. Lausn sem allir geta við unað.“ -KGK Þorbjörn Jensson: Framtíðin verði björt í handboltanum „Það eru tveir atburðir á íþrótta- sviðinu sem eru mér mjög minnis- stæðir. f fyrsta lagi síðasti leikur- inn við KA um fs- landsmeist- aratitlinn og síð- an sigurinn gegn Rússum í Evrópukeppni landsliða," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari karla í handknattleik. „Ég ætla á nýja árinu vinna að því að koma íslenskum handbolta fram á við á ný og vona að það markmið gangi eftir. Enn fremur vona ég að takist að ná fóstum tök- um á peningamálum svo íþróttin líði ekki fyrir. Þá verður bjart fram undan í handboltanum." -JKS Ásgeir Elíasson: Góðir dagar í Kaupmannahöfn „í fljótu bragði er ekki margs að minnast frá árinu sem er að iíða. Við hjónin skruppum fyrir skemmstu til Kaupmannahafn- ar og áttum þar saman góða daga. Ég ber þá von í brjósti að nýtt ár verði heillaríkt hjá fjölskyldunni og allir verði við góða heilsu. Ég vona einnig að mér eigi eftir að ganga vel með Fram- liðið á komandi tímabili. Á þeim vettvangi hef ég reyndar starfað áður og líkaði mjög vel,“ sagði Ás- geir Elíasson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari í knattspyrnu, en hann verður þjálfari 2. deildar liðs Fram í sumar. -JKS Jón Kr. Gíslason: Stórkostleg upplifun „Fæðing frum- burðar í febrúar er stórkostlegasta stund sem ég hef upplifað. Þessi stund verður mér ætíð ógleymanleg, barnið var tekið með keisara- skurði og honum verður ekki lýst með orðum. Öll mín markmið á nýju ári beinast að körfuboltanum. Það er vonandi að mínu liði gangi betur í síðari hluta mótsins en ég stefni ótrauður að íslandsmeistaratitli með liðið.. Eftir mótið tekur lands- liðið við og Evrópumótið og von- andi stöndum við okkur vel þar,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga og landsliðsins í körfuknattleik. -JKS Snorri Óskarsson: Að breyta tívolíhúsi í guðshús „Það sem mér er minnisstæðast úr mínu lífi og starfi þetta ár er dreifingin á bók- inni Orð lífsins sl. haust og viðbrögð- in við henni, ekki síst mótmælin frá ýmsum skólum. Vígsla Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum í marsmánuði sl. er mér afar kær endurminning frá árinu sem er að líða. Á komandi ári verð ég með hug- ann við Tívolíhúsið í Hveragerði sem við hvításunnumenn höfum fest kaup á. Ég vænti þess að við verðum búnir að flytja húsið aust- ur í Fljótshlíð og að það verði þar komið í gagnið fyrir mótið sem við ætlum að halda þar næstu verslun- armannahelgi. Það verður mót fyr- ir alla kristna menn. Vonandi verð- ur þar húsfyllir sem fyrst og sem oftast." -KGK Sigurður Rónar Ragnarsson: limburmenn sveitarfélaga „Af vettvangi sveitarstjórnar- málanna koma upp í hugann við áramót þeir timb- urmenn sem virð- ast hrjá sveitarfé- lögin eftir samein- ingartilraunir sem gerðar voru. Því til viðbótar aukin þörf á sam- starfi sveitarfélaganna í ýmsum málaflokkum, s.s. vegna yfirtöku á rekstri grunnskólanna sem er risa- verkefni," segir Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi í Mývatnssveit. „Hér í sveitinni var tekin ákvörðun um byggingu íþróttahúss en því miður vofir enn yfir okkur og liggur á okkur eins og mara sú erfiða skóladeila sem enn er óleyst. Mér finnst að gagnvart nýju ári blasi við aukin bjartsýni meðal fólks og að það trúi því að við séum að ná okkur út úr kreppunni. Atvinnuvegirnir hér hafa gengið vel, Kísiliðjan á fullum dampi og aukning í ferðaþjónustu. Skútu- staðahreppur vinnur markvisst að því að draga sig út úr ferðaþjón- usturekstri og þar með út úr sam- keppni við íbúana.“ -gk Magnús Oddsson: Nýr forseti á komandi ári „Auðvitað eru öllum minni- stæðastar hamfar- irnar á Vestfjörð- um í janúar og október. Á seinni hluta árs er mér í huga ákvörðun frú Vigdísar Finn- bogadóttur að gefa ekki kost á sér áfram í emb- ætti forseta íslands. í eigingirni okkar vonuðum við að hún myndi vilja starfa lengur og ég fullyrði að enginn einstaklingur hefur unnið ferðaþjónustunni meira gagn frá upphafi," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. „Það er ljóst að þjóðin velur sér nýjan forseta á komandi ári og það skiptir máli að það verði í sátt. Nauðsynlegt er að koma inn bjart- sýni hjá þessari þjóð og ekki síst hjá ungu kynslóðinni. Bjartsýnin má þó ekki leiða til óraunsærra fjárfestinga og eyðslusemi." -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.