Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 I >'\7’ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: PVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vaxandi bjartsýni íslendingar erir bjartsýnni um þessi áramót en þeir hafa verið tvenn síðustu áramót. Fólk telur, að uppgang- ur verði í atvinnulífinu á næsta ári og að hann muni endurspeglast í lífskjörum almennings. Bjartsýnin er studd ýmsum jákvæðum staðreyndum í þjóðlífinu. Samningurinn um stækkun álversins í Straumsvík markaði þáttaskil í hugum fólks. Fram að þeim tíma höfðu menn ekki fundið fyrir batamerkjum, þótt þau væru farin að mælast í hagtölum. Samningurinn hefur þegar haft sálrænt gildi, þótt verk sé ekki hafið. Atvinnulífinu vegnaði mun betur árið 1995 en árin á undan. Árangurinn endurspeglar bætta rekstrartækni og aðhaldsaðgerðir, sem hafa gert mörg íslenzk fyrirtæki mun framleiðnari og öflugri. Þau skila nú afrakstri í lík- ingu við það, sem talið er eðlilegt í útlöndum. Vinsældir hlutabréfa hafa aukizt við þetta. Kaupend- ur hafa reynzt sólgnir í aðild að hlutabréfasjóðum, því eignarformi, er sennilega hentar bezt venjulegu fólki, sem ekki ræður yfir stórum fjárhæðum og hefur hvorki tíma né þekkingu til að velja beztu fyrirtækin. Velgengni fyrirtækja hefur endurspeglazt í bættum kjörum fólks, aukinni einkaneyzlu og meiri kaupmætti ráðstöfunartekna. Jólakauptíðin sýndi líka, að mikill meirihluti fólks hefur peninga milli handa og getur veitt sér ýmsa hluti, sem ekki eru bráðnauðsynlegir. Það bætir stöðu þessa fólks, að erfiðleikar síðustu ára hafa kennt því að fara betur með peninga en áður. Þeg- ar aukavinna dróst saman, lærði mikill fjöldi fólks að komast betur af á minni tekjum en það hafði áður. Kreppan hafði jákváeð áhrif með því að vera lærdómsrík. Hins vegar hefur atvinna ekki aukizt í landinu. Fyrir- tæki hafa lært að nýta starfskrafta betur, svo að fleiri hendur komast ekki að, þótt umsvif þjóðarinnar hafi aukizt. Atvinnuleysingjar eru því jafn margir um þessi áramót og þeir hafa verið um tvenn síðustu áramót. Raunar hefur versnað staða atvinnuleysingja og ann- arra, sem á einhvern hátt eru minni máttar og þurfa að þiggja aðstoð eða nota ódýra þjónustu ríkisins. Ríkið er í seinni tíð farið að reyna að spara með því að skera nið- ur velferðina. Það kemur niður á þeim verst settu. Einstæðar mæður, aldraðir, öryrkjar, sjúklingar, skólafólk og atvinnuleysingjar eru í hópi þeirra, sem enn búa í kreppu undanfarinna ára. Sumt af þessu fólki tek- ur þátt í bjartsýni hinna um þessi áramót. Það telur, að velgengnin muni sáldrast niður í þjóðfélaginu. Versta hlið kreppunnar og raunar einnig fyrstu bata- merkjanna eftir kreppuna er, að stéttaskipting hefur aukizt. Meira bil en áður er milli hinna vel stæðu og miðlungsstæðu annars vegar og hins vegar hinna illa stæðu. Þetta veldur til dæmis óróa á vinnumarkaði. Vandamálið er torleystara en ella fyrir þá sök, að und- irstéttin í þjóðfélaginu er ekki lengur meirihluti fólks eins og var fyrr á öldum, heldur er hún í minnihluta. Það er því erfitt fyrir hana að sækja rétt sinn í hendur hinna, sem betur mega sín og vilja hafa skatta í hófi. Eitt brýnasta verkefni þjóðarinnar í væntanlegu góð- æri ársins 1996 er að draga úr nýju stéttaskiptingunni. Skammgóður vermir er að góðum kjörum meirihlutans, ef bág staða og rýrð velferð minnihlutahópa veldur ós- ætti og illdeilum, sundrungu og skæruhemaði. Við erum svo fámenn þjóð, að við höfum ekki ráð á tekjuskiptingu, sem framleiðir svo mikla óánægju minnihlutahópa, að það raski gangverki þjóðfélagsins. Jónas Kristjánsson Ríkiserfðir í húfi í kvennamálum Karls Hjúskaparerjur breska ríkis- arfans, Karls prins af Wales, og Díönu prinsessu eru komnar á þá braut að í húfi er hvort Karl kemst til ríkis eftir Elísabetu drottningu móður sína. Þar með er framtíð konungdæmis á Bret- landi stefnt í óvissu. Þetta stafar af því að Diana hef- ur i viðleitni sinni til að ná sér niðri á Karli gengið til liðs við þau hægri öfl í íhaldsflokknum sem gest illa að viðhorfi konungsfjöl- skyldunnar til þjóðmála og líta á Karl sem yfirlýstan andstæðing sinn. Frjálslynd þjóðarsáttarafstaða síðustu tveggja ættliða Windsor- ættarinnar á veldisstóli Bretlands er eitur í beinum róttækra hægri manna. Þeir sjá í Karli holdtekju þessarar afstöðu í magnaðra veldi. Kemur þar bæði til gagnrýni hans á fasteignabraskara fyrir að af- skræma forna fegurð breskra borga og byggða og lítt dulin fyrir- litning hans á tortryggni þjóð- rembingsmanna í garð megin- landsþjóða Evrópu. Pólitiski þátturinn í atlögunni að Karli nú er að vissu leyti fram- hald af árekstrunum sem urðu milli Elísabetar móður hans og Margaret Thatcher á forsætisráð- herraárum hinnar síðarnefndu. Frú Thatcher fór ekki dult með fyrirlitningu sína á drottningu og viðhorfi hennar og lét þetta ber- lega í ljós í deilum við hana, eink- um um þátttöku Bretlands í refsi- aðgerðum gegn Suður-Afríku og öðrum aðgerðum Samveldisins gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn- unni þar i landi. Vitnast hefur að fyrir sjón- varpsviðtalið við Díönu, sem birt var 20. nóvember, átti hún sam- fundi með íhaldsmönnum eins og Michael Howard innanríkisráð- herra og Dominic Lawson, nýbök- uðum ritstjóra hægrablaðsins Sunday Telegraph. Sömuleiðis leitaði hún ráða hjá sjónvarps- manninum Clive James, sem er fyrir annað kunnari en virðingu fyrir drottningarfjölskyldunni. Pólitísk þungamiðja sjónvarps- viðtalsins var svo, þegar Díana var spurð, hvort hún teldi að Karl, sem enn telst eiginmaður hennar, þótt þau séu skilin að borði og sæng síðan 1992, yrði nokkru sinni Englandskonungur. Hún svaraði að slíkt teldi hún mjög ólíklegt. Að fornum rétti eru það í rauninni drottinsvik að draga í efa verðleika eða möguleika rétt- borins ríkisarfa til að taka við ríki. Eftir sjónvarpsviðtal prinsess- unnar hefur atburðarásin veriö hröð. Elisabet drottning lét málið til sín taka með því að skrifa þeim Karli bréf með tilmælum um að Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson þau bindi sem fyrst enda á óvið- unandi ástandi með því að ganga frá lögskilnaði. Karl svaraði um hæl og kvaðst fús að verða við tilmælum móður sinnar. Díana dregur enn að svara og láta talsmenn hennar að því liggja að hún vilji fullvissu fyrir að fá tilteknum skilyrðum full- nægt, svo sem að hún hljóti ein- hverja opinbera stöðu, til að mynda sem kynningarsendiherra fyrir Bretland gagnvart umheim- ínum. En jafnframt hefur athyglin beinst að Camillu Parker-Bowles, fornri og nýrri ástkonu Karls, sem skildi við sinn eiginmann fyrir tæpu ári. Fullyrða nú bresku blöð- in að hún ætlist til að prinsinn gangi að eiga sig að afstöðnum skilnaði frá Díönu. Sjálfur hefur Karl lýst yfir að hann hyggi ekki á nýtt hjónaband eftir skilnað frá Díönu. Þarna kemur til sögunnar for- dæmið frá því þegar afabróðir Karls, Játvarður VIII., varð að af- sala sér konungdómi til bróður síns eftir að kvænast frú Simpson, skilinni konu. Réðu því bæði bisk- upar ensku biskupakirkjunnar og stjórnmálamenn, en þjóðhöfðingi Englands er allt frá dögum Hin- riks VIII. höfuð biskupakirkjunn- ar. Síðustu tíðindi eru svo þau að bresku blöðin herma þessa dag- ana að John Major forsætisráð- herra hafi tjáð Karli að álit sitt sé að breska þjóðin muni ekki sætta sig við að hann taki sér Parker- Bowles að eiginkonu, jafnvel þótt hún verði ekki sæmd drottningar- tign. Sé þetta rétt eftir forsætisráð- herranum haft er þar með búið að tengja kvennamál prinsins og hæfni hans til konungdæmis með formlegum hætti af hálfu þess sem um slíkt hlýtur að fjalla. Karl prins á ferð á íslandi. skoðanir annarra Gro og stjórnartaumarnir „Smáuppstokkun forsætisráðherrans á ríkis- stjórninni rétt fyrir jól gefur vísbendingar um að Gro Harlem Brundtland hafi ekki hugsað sér að síeppa stlórnartaumunum að sinni. Þetta verður þó ekki til að slá á vangaveltur manna um hvenær hún lætur taumana í hendur Thorbirni Jagland. Ef hún ætlar að sitja fram að kosningunum 1997, ætti hún að nýta sér það tækifæri til að láta fleiri ráðherra sem hafa setið lengi fá leyfi til að víkja, þannig að nýir menn fái tækifæri." Úr forustugrein Vaart Land 27. desember. Börnin deyja í írak „Könnun sem gerð var á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ áætlar að hálf milljón íra- skra barna hafi látið lifið vegna alþjóðlegra refsiað- gerða sem hafa verið í gildi frá lokum Persaflóa- stríðsins. Við þetta hrikalega manntjón verður að bæta áhrifunum sem vannæring og sjúkdómar hafa á marga aðra, bæði börn og fullorðna, sem enn lifa.“ Úr forustugrein Washington Post 28. desember. Ógn í Tyrklandi „Hinn herskái íslamski ve|ferðarflokkur fékk flest atkvæði í tyrknesku kosningunum á sunnudag og fram undan eru erfiðir tímar í tyrkneskum stjórnmálum. Velgengni flokksins er ógnun við lýð- veldið sem Mustafa Kemal Ataturk stofnaði fyrir 72 árum. Árangur flokksins er líka ógnun við stefnu Tyrklands í alþjóðamálum og efnahagsmálum þar sem hann er fjandsamlegur NATO, Evrópu, ísrael og markaðshagkerfinu." Úr forustugrein New York Times 28. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.