Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 28
32 iróttir LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 DV Franski knattspyrnusniliingurinn David Ginola hjá Newcastle United Einn sá besti í Evrópu - segir Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, um Frakkann myndarlega Franski knattspyrnumaöurinn David Ginola hefur vakið mikla at- hygli í ensku knattspyrnunni á þessu keppnistímabili. Ginol'a var keyptur til Newcastle fyrir tímabiliö frá frönsku meisturunum í París St. Germain og hefur hann svo sannar- lega slegið í gegn. Þeir eru margir sparkspekingarn- ir sem þakka Ginola velgegni New- eastle í vetur. Hann hefur lagt upp ófá mörkin fyrir liðiö og samvinna hans og markaskorarans Les Ferdinands hefur verið með ólíkind- um góð. Það er því alveg hægt að slá því föstu að Kevin Keegan fram- kvæmdastjóri Newcastle gerði góð kaup þegar hann keypti Frakkann snjalla fyrir 250 milljónir króna í sumar. Samskiptaörðugleikar við þjálfara Paris SG Ginola ákvað að yfirgefa herbúðir Parísarliðsins fyrir þetta tímabil ve'gna samskiptaörðugleika við þjálfarann Luis Fernandez. „Það var ógerningur fyrir mig að halda áfram hjá Paris St. Germain vegna þess að okkur kom ekki vel saman, mér og þjálfaranum. Honum líkaði ekkert af því sem ég var að gera inná vellinum. Hann vildi breyta leiktíl mínum. Ég sagöi nei vegna þess að mér fannst það of seint að fara breyta því, orðinn 28 ára gamall. g ég hefði verið 20 ára hefði ég verið til í það. Þetta varð að stóru vandamáli og þvi sá ég þann kost vænstan að fara frá félaginu. Fernandez gerði í því að brjóta mig niður og ég vildi ekki eyða lengri tíma með honum segir Ginola. Ginola hefur allt aðra sögu að segja um Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóra Newcastle. Keegan frábær stjórnandi „Hann er frábær stjórnandi og tal- ar um fótboltann og lífið sjálft að mikilli skynsemi. Mér líkar þetta vel og ég veit að Keegan er það í mun að mér líði vel. Hann leyfir mér að leika nokkuð frjálst hlutverk á vellinum þegar við höfum boltann en að sjálfsögðu þarf ég að sinna mínum varnarskyldum. Ég tel að lið okkar sé geysisterkt og ég yrði mjög vonsvikinn ef okkur tækist ekki að ná í einhvern titil á tímabilinu," segir Ginola. Kevin Keegan getur ekki verið annað en ánægður með leik Ginola hingað til. „Hann er frábær leikmaður og hann hefur komið með nýtt blóð í leik liðsins. Ginola hefur smollið vel inn í liðið og hefur náð að spila vel uppá samherja sína. Ég er ekki í nokkrum vafa að hann er einn af bestu leikmönnunum í Evrópu í dag og hann á eftir að verða betri,“ seg- ir Keegan um Ginola. Ginola segist hafa valið England vegna þess að enska knattspyrnan ætti vel við sig og honum líkaði vel hraðinn í úrvalsdeildinni. Hann sagði að í flestum tiifellum væru leikmenn í ensku liðunum væru bet- ur þjálfaðri en í Frakklandi. Ginola segir að góð boltameðferð sé sín Ginola í búningi Newcastle. Hann hefur leikið geysistórt hlutverk með félaginu og hefur fallið vel inn í leik liðsins. sterkasta hlið á knattspyrnuvellin- um og að hún hafi fengið að njóta sín hjá Newcastle. Gat ekki beðið eftir Barcelona Spænska stórliðið Barcelona vildi fá Ginola í sínar raðir en ástæðan fyrir því að hann samdi ekki við lið- hin hliðin Vatn uppáhaldsdrykkurinn - segir Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson vara- slökkviliðsstjóri sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. í tilefni komandi tímamóta þótti tilvaliö að leita til Jóns Viðars í þetta skiptið og fá hann til að sýna á sér hina hliðina en auk mikilla nota á eld- færum um áramótin tekur tekur nýja samræmda neyðarsímsvörun- in 112 til starfa strax á nýársnótt. Auk þess að vera varaslökkvi- liðsstjóri er Jón Viðar gamall jaxl úr körfuboltanum en hann varð oftar en hægt er að telja íslands- meistari með Njarðvíkingum um 1980. Um leið og komið er á fram- færi nýárskveðju Jóns er þeim skilaboðum hans einnig komið á framfæri að fólk fari skyn- samlega með eld um áramótin sem endranær. Fullt nafn: Jón Viðar Matthí- asson. Fæðingardagm- og ár: 28. júlí 1959. Maki: Helga Harðardótt- ir. Börn: Hörður Már, 14 ára, Viðar, 10 ára, og Björk, 3 ára. Bifreið: Daihatsu Charade. Starf: Varaslökkvi- liösstjóri. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: Starfið tekur drjúgan tíma og tengist sem betur fer áhugamálum mínum. Annars hef ég mestan áhuga á að eyða frí- stundum með fjölskyldunni og í útiveru. Hefur þú unnið 1 happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Vera til. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hef ekki prófað það enn þá. Uppáhaldsmatur: Góð safarík steik. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég verð að standa með fjölskyldunni og segi Falur Harðarson körfuboltakappi. Uppáhaldstímarit: Öll fagtíma- rit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eigin- konuna? Ég hef ekki hitt hana enn þá. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar að hitta kölska og slökkva í honum. Uppáhaldsleikari: Tom Hanks. Uppáhaldsleikkona: Hvað heit- ir hún aftur sem lék litlu stúlkuna með eldspýturnar? Uppáhaldssöngvari: Bubbi. Uppáhaldsstj órnmálamaður: Ég hef gaman af flestum stjórn- málamönnum sem eitthvað láta að sér kveða. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Hvað heitir aftur slökkvi- liðshundurinn í Mikka mús? Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Uppáhaldsveitingahús: Eld- smiðjan. ha, ha, ha. . . Hvaða bók langar þig mest að ltsa? Ég sá Mýs og menn í sjón- varpinu um daginn og það má segja að sagan hafi kveikt í mér. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gamla gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Broddi Broddason. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Sjónvarp- Uppáhaldssjónvarps- maður: Ég hef alltaf haft nokkuð gaman af Ómari. Uppáhaldsskemmti- staður: Engin sérstak- ur. Uppáhaldsfélag í íþrótt- um? Njarðvík. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Standa mig í baráttunni hvað varðar fjöl- skylduna og starfið. Hvaö gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók litið sumarfrí í ár en því litla sem ég fór í frí eyddi ég með fjölskyldunni í Reykjavík. PP Jón Viðar Matthíasson hvetur alla til að fara varlega með eld um áramótin. DV-mynd Sveinn David Ginola hefur ekki bara heillað knattspyrnuáhorfendur á Bretlandi. Kvenfólkið hefur varla haldið vatni enda þykir Frakkinn bera góðan þokka. ið var sú að í sumar voru Rúmeninn Geoge Hagi og Búlgarinn Hristo Stoichkov báðir á mála hjá Barcelona og forráðamenn Bör- sunga báðu Ginola að bíða með að skrifa undir meðan þeir seldu ann- aðhvorn leikmanninn. Ginola sagð- ist ekki geta beðið og þegar forráða- menn Newcastle hefðu sett sig í sambandi við hann hefði hann ekki verið lengi að ákveða sig. Rætt hefur verið um það í ensku blöðunum að Ginola og landi hans Eric Cantona hjá Manchester United væru ekki vel til vina. „Ég á ekki í neinum vandamálum við Cantona. Ég sagði eitthvað við hann eftir leik með franska landslið- inu gegn Búlgörum en það sem ég sagði var ekkert slæmt um Cantona. Ég talaði ekkert við hann áður en ég ákvað að koma til Englands," segir Ginola. Þegar Ginola er spurður hvort það hafi komið honum á óvart þeg- ar Cantona réðst á einn stuðnings- mann Crystal Palace á síðasta keppnistímabili segir hann: „Ég vil bra muna eftir góðu hlut- unum sem hafa komið frá Cantona og hann hefur gert fleiri góða hluti en slæma fyrir ensku knattspyrn- una,“ segir Ginola. Frakkarnir snjöllu hittust á knatt- spyrnuvellinum síðastliðið miðviku- dagskvöld þegar Manchester United og Newcastle áttust við í toppslag deildarinnar og í ensku blöðunum var talað um einvígi Frakkanna á vellinum. Að þessu sinni má segja að Cantona hafi haft betur en þegar tímabilið í ensku knattspyrnunni er hálfnað eru margir þeirrar skoðun- ar um að Ginola hafi leikið manna best í úrvalsdeildinni. -GH Jagger kaupir slot fyrir mömmu og pabba: Fimmtíu milljónir fvrir foreldrana Slotið sem foreldrar Jaggers flytja í. Mick Jagger ákvað að sýna fjöl- skyldu sinni örlæti sitt um þessi jól og keypti af því tilefni 50 milljóna króna slot fyrir aldraða foreldra sína. Um er að ræða þokkalega íbúð í Richmond Hill við hlið herraset- urs hans í Surrey. Foreldrar Jaggers: Joe, 82 ára, fyrrum kennari, og Evea, sem er 81 árs, munu flytja inn í þessa dýru íbúð fljótlega á nýju ári. Á suður- hlið hússins eru gluggar en út um þá getur að sjá yfir Thamesána. Mick, sem er einn af 100 ríkustu mönnum í Bretlandi, stendur nú í stappi við húsafriðunaryfirvöld, en húsin eru skráð sem friðlýstar minj- ar, um að fá að brjóta gat á vegg sem aðskilur þau svo foreldrar hans geti komið í heimsókn til hans án þess að þurfa að fara út. Gömlu hjónin sögðust í viðtali við The Sun ekki hafa áhyggjur af hávaða vegna nábýlis við son sinn en hann er þekktur fyrir veislur sínar. Þá er meðal næstu nágranna þeirra Ronnie Wood, sem einnig er í Stones, og fleiri hljóðfæraleikarar sem þekktir eru fyrir að leika ann- að en rólegar og lágværar ballöður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.