Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 37 FBI-fuiltrúinn trúir á hið yfirnáttúrulega: Dana ræður drauga- bana til verka X-skýrslu „agentinn" Dana Scully eða Gillian Anderson kynntist á dögunum i raunveruleikanum því sem hún leikur vikulega í þáttum sínum Ráðgátum þegar hún upp- götvaði að vofur væru á heimili hennar. Gillian varð að hringja í drauga- bana til að reka óvætt út af heimili sínu í bresku Kólumbíu hvar hún býr ásamt eiginmanni sínum og barnungri dóttur. „Eftir að ég og maðurinn minn fluttum inn þá uppgötvuðum við að við bjuggum ekki ein þar. Það var mjög óhuggulegt. Mér leið eins og einhver væri fastur við mig. Okkur var tjáð af indíána að hús okkar væri reyst nærri grafreit indíána. Þar væru grafin mörg fórnarlömb smitsjúkdóms sem gekk yfir á sein- ustu öld og sálir sumra hinna látnu flökkuðu enn um þar sem mörg fórnarlömb plágunnar hefðu verið barnung," sagði Gillian. Hún segir að umræddur indíáni, sem hefði sagt þeim tlðindin, hefði komið heim til þeirra og brennt jurtir og farið með einhverjar þulur til að særa út andana. „Þetta var ótrúlegt. Eftir að hann hafði lokið sér af var eins og þrengslin í húsinu hefðu minnkað. Það sem við höfðum fundið fyrir var farið,“ sagði Gillian. Gillian, sem leikur FBI-agent í Ráðgátum og fæst við rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum, brottnám mannvera út í geiminn og fleira í þeim dúr segist sjálf trúa á geimver- ur og önnur yfirnáttúruleg fyrir- bæri. í raun uppgötvaði Gillian eig- inleika með sjálfri sér þegar hún var ung. Hún getur séð hvað nánir ættingjar hennar og vinir eru að fást við hverju sinni án þess að hún sé með þeim. Þegar hún hitti núverandi eigin- Gillian trúir á yfirnáttúruleg fyrirbæri. mann sinn, hinn 33 ára gamla ráð- gjafa Clyde Klotz, fannst henni sem hún hefði þekkt hann i áraraðir enda liðu ekki nema fjórir mánuðir þangað tO þau höfðu látið pússa sig saman á Hawai eyju. Tveimur mánuðum fyrir getnað dóttur hennar, Piper, sem nú er árs- gömul, var spáð fyrir Gillian að hún myndi eignast dóttur fljótlega. Gilli- an blés á þetta enda hafði hún nýráðið sig tO að leika í sjónvarps- þáttunum. Viti menn. Tveimur mánuðum seinna fór Gillian að kenna morgunógleði og níu mánuð- um seinna leit Piper dagsins ljós. Sandra Bullock fórnarlamb ráðvillts unnusta Sandra Bullock, stjarnan úr Speed og Netinu, hefur mátt kynn- ast því hve fláráður Amor getur ver- ið. AOt frá því hún lék í kvikmynd- inni Netinu, fyrir 8 mánuðum, hef- ur hún verið í tygjum við Don Padilla, sviðsmann í kvikmyndum. Don Padilla þessi er hins vegar ekki við eina fjölina feOdur því banda- rískir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi verið að hitta fyrrum kærustu sína tO þriggja ára, Claudiu Ontiveros, sölumann á fast- eignasölu, og gista hjá henni nætur- langt. „Jú, ég og Don hittumst reglulega og ég veit af því að hann er í tygjum við Söndru," sagði Claudia í samtali við National Enquirer nýlega. „Ég elska hann heitt og það hryggir mig ógurlega að vita tO þess að hann sé með annarri konu. Sérstaklega fall- egri kvikmyndastjörnu eins og Söndru Bullock. Þetta er það eina sem ég get sagt. Mér er það of sárs- aukafullt að tala um þetta mál núna.“ „Don hlýtur að vera mesti lúðinn í bænum í dag. Hann er með einni fallegustu kvikmyndastjörnu í Hollywood en heldur fram hjá henni með fyrrum kærustu sinni,“ var haft eftir vini Dons. Don á að hafa sagt við Claudiu að þótt Sandra virtist jarðbundin þá væri hún í alvörunni fölsk og yfir- borðskennd. „En ég verð að vera með henni frama míns vegna," á hann að hafa sagt við Claudiu. Don og Claudia voru saman um þriggja ára skeið, eins og fyrr sagði, og bjuggu saman í hálft ár. Þau slitu hins vegar samvistum í febrúar og í aprO stökk Don upp í til Söndru. í október lágu leiðir Don og Claudiu saman á ný þegar Don sá hana með Ekki er enn farið að sjá á Pamelu og enn heldur hún fast í karlinn sinn. Sandra Builock með kærasta sínum, Don Padilla, nýlega. öðrum manni. Don, sem greinilega er afbrýðisamur maður með ein- dæmum, stökk á fylgdarsvein Claudiu og þurfti hún að skilja þá að en endaði fyrir vikið í faðmi Dons og eyddi nóttu með honum. „Þú ert stóra ástin í lífi mínu og ég vil stofna tO fjölskyldu með þér. Sandra á það ekki I sér að verða móðir. Hún er bara enn einn upp- skafningurinn í HoOywood en ég get ekki farið frá henni núna. Þegar blaðamaður Enquirer hafði samband við Don og reyndi að fá skýringar á ástarmálum hans varð fátt um svör. Sagði hann Claudiu vin sinn en Söndru kærustu sína. „Ég hitti enn Claudiu en Sandra er konan í lífl mínu,“ sagði Don. Vinur Dons sagði hins vegar að hann lygi að þeim báðum og fyrr eða seinna hlyti eitthvað að gefa eft- ir.“ Ljóskan komin fjóra mánuði á leið Pamela Anderson er komin fjóra mánuði á leið, að sögn breska blaðsins The Sun. Hún hefur upplýst að hún og eiginmaður hennar, rokkgoðið Tommy Lee, ætla að skíra fyrsta barn sitt Mayhem. The Sun gerir því skóna að mamma Pamelu verði hin ánægðasta með þetta kristilega nafn. Annars segja bandarískar völvur frá því að Pamela muni taka þá ákvörð- un á komandi ári að skilja við karl sinn og barnsfóður þar sem koma muni í ljós að hann sé dragbítur á feril hennar. Ólyginn sagði... ... að Madonna hefði lýst því yfir að hún væri reiðubúin að sitja fyrir á forsíðu tímaritsins George í skiptum fyrir stefnu- mót með ritstjóra þess, John F. Kennedy yngri, sem jafnframt er gamaO kærasti hennar. . . . að Ricky Taubman, fyrr- um eiginmaður Christie Brinkley, hefði nýlega flogið til New York að hitta dóttur sína. Loks þegar hann fékk að hitta hana eftir fjögurra sólarhringa bið var það i viðurvist öryggi- svarðar, fóstru og lögfræðings. . . . að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hefði svo mikl- ar áhyggjur af þyngd sinni að hún hefði skipað umsjónar- mönnum búninga í þáttum sín- um að fjarlægja alla miða, er segja til um stærð fatnaðar, úr fotum sem hún klæðist í þátt- um sínufn. ... Brad Pitt væri að leita að húsnæði ásamt unnustu sinni Gwyneth Paltrow í Hampton- héraði, austan við New York. Þrátt fyrir að hann reyndi að láta lítið fyrir sér fara elti þau hópur unglinga á röndum hvert sem þau færu. . . . að Daryl Hannah, haf- meyjan úr Splash, hefði bætt á sig fleiri tugum kílóa eftir að hún sagði skilið við John F. Kennedy yngri. Daryl býr I Santa Monica þar sem götu- kaffihús skipta hundruðum og flest selja þau kræsilegar kök- ur, cappuccino og annað góö- meti. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.