Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 23
JjV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 minnisstæðustu atburðir á árinu 1995 Herdís Sigurbergsdóttir: Vinna tvöfalt „Það er ekki spurning í mínum í augum hvað mér er minnis- stæðast á árinu sem er að líða. Okkur Stjörnu- stelpum tókst loksins að krækja í íslandsmeistara- titUinn í handknattleik eftir margra ára bið og mikla vinnu,“ sagði Herdís Sigurbergsdóttir, leik- maður íslandsmeistara Stjörnunn- ar í handknattleik. „Ég er að vona að á nýja árinu takist okkur nú að vinna tvöfaldan sigur, það er að endurheimta ts- landsmeistaratitilinn og vinna sig- ur í bikarkeppninni. Við erum búnar að reyna lengi að ná þessum áfanga og vonandi tekst okkur það nú.“ -GH Jón Arnar Magnússon: Eignaðist son „Það sem stend- ur upp úr á þessu ári sem er að líða er þegar ég eign- aðist son þann 1. desember. Það stendur alveg langt upp úr öUu. Á íþróttasviðinu er það þátttakan á heimsmeistaramótinu. Þar gekk mér mjög vel þar til þeir vUdu ekki hafa mig meira með. Þetta var gott íþróttaár hjá mér og það var gam- an að slá metin í tugþrautinni og í 110 m grindahlaupinu. Á næsta ári horfir maður til ólympíuleikanna í Atlanta. Miðað við stöðuna í dag á heimslistanum er maður svona í 10. sæti og ef ég næði því sæti, og ég tala nú ekki um ofar, yrði það alveg frábært. Það verður mikið að gera hjá mér á nýja árinu sem byrjar með EM innanhúss í febrúar og svo mótin hér heima áður en kemur að ólympíuleikunum," sagði Jón Arn- ar Magnússon tugþrautarkappi. -GH Logi Ólafsson: i verkefni Islandsmeist- aratitUlinn með Akurnesingum og ráðning mín sem landsliðsþjálfari í knattspyrnu eru minnisstæðustu atburðir ársins hjá mér. Mestu vonbrigðin voru að detta út úr bik- arkeppninni og Evrópukeppninni. Ef marka má stjórnmálamennina má vænta góðæris á komandi ári. Ég vona að það verði ánægjulegt, bæði í leik og starfi og það er tU- hlökkun hjá mér. Ég tekst á við nýtt spennandi verkefni sem jafn- framt er mjög krefjandi en vonandi skilar það árangri." -GH Eiríkur Stefánsson: Niðurlægjandi launakjör „Fyrst koma í hugann snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Engir at- burðir rista jafn djúpt í minning- unni um síðasta ár. Það sem nær mér stendur og mér verður minn- isstætt er aðför hreppsnefndar Búðahrepps að sínu eigin launa- fólki þegar átti með handafli að færa verkamenn hér á staðnum í annað stéttarfélag. Ég vænti þess svo og trúi því að við næstu kjarasamninga verði lægstu laun hækkuð verulega. í þessu landi býr fjöldi fólks við launakjör sem eru fullkomin niður- læging. Þessa þjóðarskömm verð- um við að losa okkur við á næsta ári.“ -KGK Ragna Aðalsteinsdóttir Sýnum syrgjendum nærgætni og kærleika „Það sem mér er efst í huga frá árinu sem er að líða eru að sjálf- sögðu hörmung- arnar í Súðavík og á Flateyri. Auk þess er mér ofarlega í huga fjár- skaðinn sem víða hefur orðið í fár- viðrinu á dögunum og sem bændur kölluðu yfir sig með hirðuleysi sínu. Á næsta ári vænti ég þess að fólk - og þá ekki síst yflrvöld - sýni þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis meiri nærgætni og kærleika. Af mistök- um í þeim efnum þurfa menn að læra á næsta ári.“ KGK Rannveig Rist: Stækkun álvers „Ætli mér séu ekki minnisstæð- ust þessi stækk- unarmál yfirleitt og umræðan í kringum þau. At- burðirnir í Súð- vík og á Flateyri eru mér líka ofar- lega í huga. Af er- lendum vettvangi eru það helst at- burðirnir í Frakklandi en það er nú eiginlega svona nýjast af þeim vettvangi," segir Rannveig Rist, steypuskálastjóri hjá íslenska Álfé- laginu hf. í Straumsvík. „Ég vænti alls góðs af nýju ári. Mér líst vel á það og stefni á að hafa það gott,“ sagði Rannveig Rist. Sigurður Hróarsson: Góð aðsókn í haust „Minnisstæðast er það sem næst er í tíma, mjög góð aðsókn í Borgarleikhúsið á haustmánuðum og kröftugt, gef- andi og lofandi æfingatímabil með íslensku mafíuna sem frumsýnd verður í lok ársins. Árið í heild var eilítið brokkgengt og erfitt framan af. Nú eru eintóm já- kvæð teikn á lofti og bjartsýni með framhaldið," segir Sigurður Hró- arsson, leikhússtjóri í Borgarleik- húsinu. „Á næsta ári eru ótal spennandi verkefni í augsýn og æfingar á út- mánuðum sem ég bind miklar von- ir við. Á næsta leikári verður hald- ið upp á aldarafmæli Leikfélags Reykjavíkur sem er vitaskuld stór- viðburður í leiklistarlífinu og mik- ið tilhlökkunarefni," segir hann. -GHS Magnús Ver Magnússon: Vann öll mót „Þetta er búið að vera mjög gott ár fyrir mig. Ég vann öll mót sem ég keppti í. Sér- staklega er mér minnisstætt að hafa náð að verja titilinn „Sterkasti maður heims". Það hefur enginn gert í ómunatíö,“ segir sterkasti maður heims, Magn- ús Ver Magnússon. „Bæði snjóflóð- in á árinu eru minnisstæð en, úti í heimi í íþróttunum er það að Hou- ston skyldi takast að verja titilinn í NBA.“ „Ég vona að næsta ár verði jafng- ott og þetta, helst betra, og að ég nái að hrista úr mér þessi meiðsli sem eru í mér núna. Það er hins vegar alveg óvíst hvort ég fer og ver titil- inn.“ Jón Sigurðsson: Launajafnrétti verkafólks „Fyrir starfs- fólkið er ánægju- legt að vera þátt- takendur í vel- gengni fyrirtækis- ins þessi misser- in. Fyrirtækið er að vinna upp í ár og næsta ár þau stórfelldu töp sem það varð fyrir 1990-1992 og endur- greiða skuldir frá þeim tíma. Jafn- framt endurgreiðir fyrirtækið óðum þann afslátt sem Landsvirkj- un veitti því á erfiðleikaárunum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri ís- lenska járnblendifélagsins. „Við gerð kjarasamninga á árinu náðu starfsmenn þeim lokaáfanga í launajafnrétti karla og kvenna að sameinast um að verkamenn og verkakonur fá í reynd greidd laun samkvæmt sama launaflokki. Var launahlutfollum gagngert raskað til að þessu marki yrði náð. Þessi gerð verður að teljast markverð í umhverfi þess launametings sem almennt tíðkast," segir hann. Hannes Hlífar Stefánsson: „Mér er minnis- stæðast Friðriks- mótið sem var i september. Ég sigraði á því móti. Það var nokkuð erfitt,“ segir Hannes Hlífar Stefánsson, stór- meistari í skák. „Ég ætla að reyna að standa mig vel í skákinni á næsta ári. Það verða fjögur Grand Prix-mót sem norrænir skákmenn tefla á, sem væri gaman að koma sterkt út úr,“ segir hann. -GHS Sigurður Jónsson: Gleði og vonbrigði „Það er eigin- lega tvennt sem mér er minnis- stæðast frá árinu sem er að líða. Annars vegar er það að hafa gert konuna mína ófriska og hins vegar tapið hér heima gegn Raith Rovers í Evrópu- keppninni. Það má segja að það hafi skipst á gleði og sorg hvað þetta varðar. Það var auðvitað mjög ánægjulegt að fá þær fréttir að von væri á erf- ingja. Tapið gegn Raith Rovers var hins vegar mjög mikið áfall og yfir því var ég mjög svekktur. Ég vonast eftir því að verða mjög hamingjusamur á næsta ári og að ég verði sáttur við lífið og tilver- una. Ég held að það sé ekki hægt að fara fram á mikið meira“. -SK Ólafur B. Schram: HM-keppnin „Mér er auðvit- að minnisstæðust heimsmeistara- keppnin í hand- knattleik og þá sérstaklega hve vel hún fór fram. Mér er einnig minnisstætt hve Islendingar tóku virkan þátt í keppninni og voru meðvitaðir um tilgang hennar. Ég er þess fullviss að keppnin skilar sér í aukinni landkynningu og það ætti að geta komið ferðaþjónust- unni í landinu vel. Ég vænti þess að ávöxtur af HM komi vel fram í gróskufullu starfi í handknattleiknum og vona og er reyndar ekki í nokkrum vafa um að íslenskur handknattleikur á eft- ir að ná sér vel á strik á árinu sem í hönd fer.“ SK Jón Kristjánsson: Titillinn með Val „Það er margt sem kemur upp í hugann en ætli íslands- meistaratitill- inn með Vals- mönnum í handknatt- leiknum sé ekki eftir- minnilegast- ur. Mér er einnig minnisstæð heimsmeistara- keppnin í handknattleik og von- brigðin í kringum þá keppni. Fleira mætti nefna. Ég byrjaði i tveimur nýjum störfum á árinu og mér eru einnig mjög minnisstæðar hörmungarnar fyrir vestan. „Ég vænti margs góðs af árinu sem i hönd fer. Auðvitað vænti ég mikillar hamingju í mínu einkalífi og svo gælir maður við að Valur nái að vinna íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik og vonandi tekst það.“ SK Einar Már Guðmundsson: Skin og skúrir „Það erfitt að segja hvað er minnisstætt því að árið hefur liðið svo hratt. Minnið er eiginlega enn statt í hring- iðunni. Það hafa skipst á skin og skúrir. Hörmung- ar snjóflóðanna eru okkur öllum sem frosin augnablik. Þau sýndu okkur þann vanmátt sem við meg- um búa við en samhugurinn, sem í kjölfarið fylgdi, sýndi líka hvílíku heljarafli þjóðin býr yfir. Það væri frábært ef þetta afl birtist á fleiri sviðum, á öðrum stundum. Þetta ár var einnig viðburðaríkt hjá mér sjálfum. Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs og það sem þeim fylgdi hafa skapað mikinn meðbyr og víða aukið áhuga á mínum verkum og íslenskum bókmennt- um,“ segir Einar Már Guðmunds- son rithöfundur. „Ég hef miklar væntingar. Ég held að í þjóðfélagsmálum muni doðinn og nýsköpunin takast á sem endranær. Mér finnst íslenskt menningarlíf standa í miklum blóma og þó að á því sviði gerist hlutirnir með hraða snigilsins er áhuginn á okkar málum alltaf að aukast. Það hve íslendingar eru víðfórlir og menntaðir er að skila sér. En mál númer 1, 2 og 3 er að vanda sig. Þannig lifa verkin. Það sem við getum ekki gert vel heima hjá okkur getum við ekki gert vel annars staðar," segir hann. Pétur Þórarinsson: Mannskaðaslysin á Vestfjörðum „Það eru tveir stórir neikvæðir atburðir sem sitja eftir í huganum. Það eru stóru mannskaðaslysin í Súðavík og á Flateyri, og hvað mig sjálfan varðar persónulega þá dó á nýársdag 18 ára mjög góður vin- ur minn á Grenivík. Það var sárt að vera þá á sjúkrahúsi. Svo dó gamall vinur og samstarfsmaður, sr. Þórhallur Höskuldsson, í októ- ber,“ segir séra Pétur Þórarinsson, prestur í Laufási í Eyjafirði. „En það urðu líka jákvæðir at- burðir á árinu. í minni sjúkrabar- áttu voru margir ljósir punktar eins og t.d. tónleikarnir til styrktar mér í janúar á fiórum stöðum við Eyjafiörð. Afraksturinn af þessu öllu saman, sem kom á afmælisdag- inn minn, 23. júní, var traktor sem gerði það að verkum að ég gat tek- ið þátt í búskapnum í sumar en á traktornum vann ég flest störf. Næsta ár leggst vel í mig. Ég er í framför og horfi bjartsýnn á að heilsan verði góð. “ -gk Einar Njálsson: Öflug uppbygg- ing atvinnulífs „Það sem er nýjast er efst í huga, kaup okkar á nýju skipi sem fiölgar atvinnu- tækifærum hér í bænum um 15-20. Einnig tilkoma nýrrar glæsilegr- ar rækjuverk- smiðju hér og stofnun trjávinnslu- fyrirtækis. Minnisstæð eru einnig átök vegna hlutafiáraukningar í Fiskiðjusamlaginu sem fengu þó farsæl endalok," segir Einar Njáls- son, bæjarstjóri á Húsavík. „Ég sé fyrir mér góðar horfur í atvinnumálum og er bjartsýnn við upphaf nýs árs. Fjárhagsáætlun bæjarins gerir ráð fyrir að við höldum skuldum bæjarins í skefi- um og þótt aðhaldi sé beitt í fiár- málunum erum við að byggja upp til framtíðar." -gk Þröstur Leó Gunnarsson: Óska snjólétts sumars „Það stendur upp úr að ég eign- aðist barn, stúlku, þann 26. febrúar. Einnig er minnis- stætt að hafa lok- ið vinnu við kvik- myndina Tár úr steini í ágúst eftir margra ára vinnslu. Ég var upptekinn við þá vinnu á fyrri hluta ársins, segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari. „Síðastliðið sumar fannst mér aldrei koma, allir voru að bíða eft- ir því og það fór eiginlega fram hjá manni enda snjóaði í fiöll í júlí. Á næsta ári óska ég snjólétts sumars. Ég bið ekki um meira.“ -Ótt Hilmar Oddsson: Upplifði snjóflóð í návígi „Tvö snjóflóð eru mér minnis- stæðust, sérstak- lega vegna þess að ég upplifði það síðara í návígi með því að vera innilokaður á Isa- firði þá viku sem atburðirnir áttu sér stað. Persónulega eru það hins vegar góðar viðtökur myndarinnar Tár úr steini sem fóru fram úr björtustu vonum,“ sagði Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri. „Á næsta ári vona ég að það verði ekki fleiri snjóflóð og að framhald verði á því góða gengi sem Tár úr steini hefur átt að fagna." -Ótt Logi Bergmann Eiðsson: „Snjóflóðin í Súðavík og á Flat- eyri voru átakamikil og snertu mig mjög - bæði sem fréttamann og einstakling. Þetta var mjög erfitt. Ég fór ekki vestur en var staddur í hringiðunni á meðan atburðirn- ir stóðu yfir. Við- brögð íslensku þjóðarinnar voru hins vegar eftir- minnileg. I einka- lífinu er mér minnisstæðast að eignast yndislega dóttur og heimsmeistarakeppnin í handknattleik var einstakur at- burður þrátt fyrir gengi íslenska liðsins," sagði Logi Bergmann Eiðs- son fréttamaður. „Á næsta ári vænti ég þess að friður komist á 1 Júgóslavíu. Það er tími til kominn og útlit fyrir slíkt er gott.“ -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.