Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 17
JjV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 17 Bókaútgefandi og bókmenntafræðingur ræða um jólabóksöluna: Gullið skín skærast leirnum Bóksala um þessi jól virðist hafa verið um margt frábrugðin því sem gerst hefur undanfarin ár. Sam- keppnin var í algleymingi og flestir bóksalar lækkuðu verð á bókum talsvert eftir að verðsamráð þeirra á meðal beið skipbrot við undirboð stórverslananna. Kunnugir telja að söluaukning, í samanburði við bókavertíðina í fyrra, nemi allt að 20 prósentum og má líklega tengja það fyrrnefndum tilboðum. Samkvæmt metsölulista sem birt- ist í DV þessi jól eru tvær sölu- hæstu bækurnar þýddar. Athygli vekur hins vegar að enga frum- samda íslenska skáldsögu er að finna á listanum. Hins vegar hafa barnabækur verið söluháar því fjór- ar barnabækur eru meðal 10 sölu- hæstu bókanna í ár, þar af þrjár eft- ir íslenska höfunda. Islendingar bókaþjóð þrátt fyrir fáar fagurbókmenntir á metsölulista Sveiflukennd útgáfa skáldsagna „Jafnvel þótt við stærum okkur af nokkuð mörgum höfundum mið- að við höfðatölu þá eru þeir ekki nógu margir til að halda okkur uppi með umtalsverðum fjölda bókatitla á hverju ári. Ég held þetta sé sveiflukennt. Ég er kannski bjána- lega bjartsýn. Á hitt ber að líta að það er gott ljóðaár í ár og þá mæli ég fyrir munn þessara fáu sérvitr- inga sem enn lesa ljóð. Annars held ég að það hafi alltaf verið sveiflur í framleiðslu á ís- lenskum skáldverkum, bæði ljóðum og sögum. Það er bara tilviljun hvað það koma fá verk eftir þessa þekktu höfunda núna,“ segir Silja Aðal- steinsdóttir, bókmenntafræðingur og bókmenntagagnrýnandi DV. Hún segir jafnframt að tilkoma launasjóðs rithöfunda hafi orðið þess valdandi að rithöfundar þurfi ekki að flýta sér jafn mikið með vinnu sína og oft áður. „Kannski hefur hann þegar haft þau áhrif að við fáum færri og betri bækur. Það er engin tilviljun, held ég, að bækur íslenskra höfunda eru að fá flna dóma erlendis og eru þýddar á æ fleiri tungumál. Ég held það beri að fagna því að íslenskir rithöfundar þurfa ekki lengur að framleiða bók á ári til að hafa í sig og á.“ Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi segir að skáldsögur fyrir fullorðna hafi ekki alltaf verið að finna í efstu sætum metsölulistanna og því þurfi listinn í ár alls ekki að vera vís- bending um breytingar á bókamark- aðnum. „Ég veit að þótt skáldsögur fyrir fullorðna séu ekki í toppsætunum nú þá hafa nokkrar íslenskar skáld- sögur selst þokkalega vel. Þær hafa verið inni á listum Félagsvísinda- stofnunar." Ólafur bendir jafnframt á að góð sala hljóti að teljast allt sem sé yfir 2 til 3 þúsund eintökum á þessum litla markaði. Hann segir metsölulista fjölmiðl- anna gefa lítið annað en vísbend- ingu um sölu bóka. Innbyrðis röð þeirra þurfi ekki að vera rétt. Bend- ir hann til dæmis á að bóksölulisti DV nái einungis til desembersölu bóka en nokkrir titlar höföu þegar selst í talsverðum mæli í nóvember Yfir 50 þúsund barnamyndbönd Barnamyndbönd hafa hafið inn- reið á markaðinn upp á síðkastið og má ætla að um 20 titlar hafi verið til sölu fyrir þessi jól. Samkvæmt laus- legri úttekt er liklegt að yfir 50 þús- und myndbönd fyrir börn hafi selst seinni hluta árs en söluhæsta mynd- bandið,' Konungur ljónanna, sem Sam-myndbönd gáfu út, seldist í 25 þúsund eintökum og í samtali við Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi segir íslendinga aldrei hafa gefið sig út fyrir að vera fagurbókmenntaþjóð og því geti þeir með sönnu talið til sig til bókaþjóðar eftir þessi jól sem fyrr. „í stað þess að taka 4 til 6 ára barn á hné sér og lesa upphátt fyrir það úr bók þá setja foreldrar það kannski fyrir framan myndbandstækið. Ef svo er þá langar mann bara að æpa varnaðarorð: Ekki missa af þessu. Ekki svipta barnið þitt og sjálfan þig þeirri ánægju að deila saman bók - vegna þess að það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir það. Ekki einu sinni vandað og skemmtilegt myndband," segir Silja Aðalsteinsdóttir. einn útgefanda barnamyndbandanna kom fram að 100 prósenta aukning væri á útgáfunni á milli ára. Sú spurning hlýtur að vakna hvort myndböndin séu ekki farin að keppa við bækurnar um að komast í jólapakkana. „Maður veit að notkun mynd- banda með íslensku tali er mikil og krakkarnir virðast geta horft á þau alveg endalaust. Það er ekki hægt að gera annað en vona að þetta sé vandað og vel úr garði gert. Ég veit ekki hvort þetta kemur í stað bóka í jólapakkana því á metsölulistanum þessi jól er að finna 4 barnabækur. Það verður líka að koma í ljós hvort myndbandanotkunin þróast ekki bara samhliða bókalestri. Það ber líka að hafa í huga að bæði Mál og menning og Vaka-Helgafell eru með stóra barnabókaklúbba. Það kunna því að vera fleiri titlar sem fá mjög góða dreifingu án þess að það sjáist í könnun DV. í sjálfu sér óttast ég kannski ekki að þessi mynbandaflóðalda komi í stað lestrar barna á aldrinum 8, 9 til 12, 13 ára heldur óttast ég að þetta komi verst niður á lestri upphátt fyrir litla krakka. I stað þess að for- eldrar taki 4, 5 til 6 ára barn á hné sér og lesi upphátt fyrir það úr bók þá er það kannski sett fyrir framan myndbandstækið. Ef svo ér þá lang- ar mann bara að æpa varnaðarorð: Ekki missa af þessu. Ekki svipta barnið þitt og sjálfan þig þeirri ánægju að deila saman bók - vegna þess að það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir það. Ekki einu sinni vandað og skemmtilegt myndband." Silja bendir þessu til stuðnings á nýlega grein eftir Ragnheiði Briem sem hefur verið kennari á íslandi en er í framhaldsnámi í Bandaríkj- unum. í greininni, sem birtist I Morgunblaðinu, kom fram að í Bandaríkjunum hefði verið vísinda- lega sannað að börn sem væri lesið fyrir á unga aldri kæmu miklu bet- ur undirbúin í skóla. Það mætti þekkja þessi börn úr á getu og at- gervi þeirra. Jafnframt væri búið að reikna út hversu mikið foreldrar gætu sparað sér í framtíðinni með því að lesa fyrir börn sín. Þau þyrftu síður á einkatímum að halda vegna námserfiðleika eða undirbún- ings vegna framhaldsnáms. Allt þetta væri hægt að gera með því að lesa fyrir börn á meðan þau kynnu ekki að lesa sjálf. „Það er ekki verra að benda á að það kann að hafa fjár- hagslegt gildi líka að lesa fyrir börn- in,“ segir Silja. Listi 1T»CT yfir söiuhæstu bækur 1. Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - John Gray 2. Afrek Berts - Jacobsson & Olsson 3. Maria, konan bak vlö goösögnina - Ingólfur Margeirsson 4. Ekkert aö þakka - Guðrún Helgadóttir 5. Sex augnablik - Þorgrímur Þráinsson 6. Áfram Latibær - Magnús Scheving 7. Útkall, íslenska neyöarlínan - Óttar Sveinsson 8. Vllhjálmur Stefánsson landkönnuöur - William Hunt 9. Hin hljóöu tár - Sigurbjörg Árnadóttir 10. Milli vonar og ótta - Þór Whitehead Söluaukning barnabóka Ólafur segir að þessi aukna sala barnamyndbanda hafi alls ekki bitnað á sölu barnabóka. Þvert á móti sé barnabókasala Vöku- Helga- fells að aukast miðað við mörg und- anfarin ár. Að auki séu 4 af 10 sölu- hæstu bókum á bóksölulista DV barnabækur. „Þetta er hreinlega viðbót á markaðinn. Myndböndin gætu ver- ið að keppa við einhverjar aðrar gjafir í jólapakkanum en barnabæk- urnar." Eru (slendingar bókaþjóð? I ljósi þess að lítið af fag- urbókmennt- um er að finna á met- sölubókalist- um þessi jól var tUvalið að spyrja bók- menntafræð- inginn að því hvort íslend- ingar gætu kallað sig bókaþjóð. „Já, mér finnst ástæðulaust annað. Stað- festing þess er að íslend- ingar skuli líta á bækur sem eftir- sóknarverðan varning, skuli gefa þær vinum og ættingjum og haldi uppi öflugri bókaútgáfu. Á sálmaöldunum voru ortir mörg þúsund sálmar á íslandi. Upp úr þeim standa Passíusálmarn- ir sem við njótum enn þá og syngj- um á fóstunni. Það þurfti kannski þúsund sálma til að Passiusálmarn- ir gætu orðið til og ef við ekki höld- um uppi bókaútgáfu, lesum bækur og höldum við þessari siðvenju að gefa bækur þá deyr líka út sá gróð- ur sem við viljum hlúa að. Ef við fórum að grisja þennan vinsælda- lista og henda út því sem við, í ein- hverjum hroka, teljum lélegt þá hendum við örugglega orkídeunum um leið og arfanum. Þessi lággróður er nauðsynlegur til að mynda skjól fyrir þau tré sem eiga eftir að vaxa og standa upp úr,“ segir Silja. Ólafur segir íslendinga aldrei hafa gefið sig út fyrir að vera fagur- bókmenntaþjóð og því geti þeir meö sönnu talið til sig til bókaþjóðar eft- ir þessi jól sem fyrr. „Ástæðan fyrir því að við höfum getað kallað okkur þetta er sú að hér seljast fleiri bækur á hverja þúsund íbúa en nokkurs staðar ann- ars staðar í veröldinni. Mér sýnist bókasalan fyrir þessi jól meiri en mörg undanfarin árin og það styrk- ir í rauninni enn frekar ímynd þjóð- arinnar sem bókaþjóðar. Auðvitað er smekkur manna misjafn og það er sjaldgæft að fagurbókmenntaverk sé að flnna á metsölulistanum. Met- sölulistarnir endurspegla bókaval alls þorra fólks. Það er ekki hver einasti íslendingur sem les íslensk- ar skáldsögur." -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.