Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 ilV útlönd stuttar fréttir Sjúkdómar og hungur Vísindamenn segja að ef jarð- | arbúar hafi ekki hemil á fólks- ijölguninni muni mannkynið horfast í augu við sjúkdóma og J hungursneyð í alvarlegri mæli | en áður hefúr þekkst. Ríkisstjórn í myndun Antonio Maccanico, J verðandi for- 'í sætisráðherra 1 italíu. segir að myndun nýrr- ar ríkisstjórn- i ar sinnar | verði lokið á Ísunnudag. Vilja börnin burt Sendiráð Bandaríkjanna í Afr- íkuríkinu Gíneu hvetur til að bandarísk börn verði flutt brott frá landinu vegna óróa eftir upp- reisn hersins. Kallar á föðurlandsást Nelson Mandela auglýsti eftir nýrri tegund foðurlandsástar svo reisa mætti Suður-Afríku úr rústum aðskilnaðarstefnunnar. Hann vill ráðast gegn miklum 1 glæpum og boðaði almenna sið- bót. Alnæmissjúklingur myrtur Bandarískur alnæmissjúkling- ur, sem var ákærður fyrir að hafa smitað þrjár konur með al- næmisveirunni, var myrtur á heimili vinar síns í gær. Verkfall lamar ferjur Verkfallsmenn i franska bæn- um Calais hunsuðu dómsúr- skurð um að fara aftur til vinnu í gær og lömuðu ferjusiglingar yfir Ermarsund annan daginn í Íröð. Du Pont án tryggingar Dómari hafnaði i gær ósk um að milljarðamæringurinn John Du Pont yrði látinn laus gegn tryggingu og var hann dæmdur i áframhaldandi gæsluvarðhald. Du Pont er ákærður fyrir morð á glímumanni. Styður Zhírínovskí Franski hægrimaður- inn Jean- Marie Le Pen sagðist styðja forsetafram- - boð rússneska þjóöernissinn- ans Vladimirs Zhírínovskís sem hann kallar vin sinn og 1 bandamann. Löggur í hættu Ný rannsókn sýnir aö fransk- ur lögreglumaður fremur sjálfs- morð níunda hvern dag. Eru lög- reglumennirnir í mestri sjálfms- orðshættu allra starfshópa í Frakklandi. Reuter Kauphallir erlendis: Dow Jones yfir 5.500 stigin Hamagangurinn heldur áfram í kauphöllinni við Wall Street í New York. Dow Jones hlutabréfavísital- an hækkar og hækkar og sl. fimmtudag fór hún i fyrsta sinn í sögu Wall Street yfir 5.500 stig. Þá fór Dow Jones í 5.539 stig. Þetta var í ellefta sinn á þessu ári sem sögu- legt met var slegið. Undanfarna viku hefur sögulegt met einnig verið slegið í kauphöll- inni í London. Þá hafa hlutabréfa- vísitölur í Hong Kong og Tokyo ekki verið hærri síðastliðið ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong er ekki langt frá sögulegu meti sem sett var 4. janúar 1994. Nikkei-vísitalan í Tokyo er hins vegar langt frá sínu besta, 38.915 stigum 29. desember 1989. Bensínverð á heimsmarkaði hef- ur sama og ekkert breyst síðustu daga. -Reuter Holbrooke óttast örlög Dayton-friöarsamkomulagsins: Þolum engar hótanir af hálfu Bosníuserba Yfirmenn herafla Bosníuserba hótuðu að handtaka alla Króata og múslíma sem ferðuðust yfir á sitt yfirráðasvæði nema þeir Serbar sem eru í haldi fyrir meinta stríðsglæpi yrðu látnir lausir. Bannaði Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosn- íuserba, alla umferð um landamær- in. Umferð fólks hélt þó áfram en eitt lykilatriða Dayton-samkomu- lagsins um frið í Bosníu er frjáls umferö fólks yfir mörk yfirráða- svæða og landamæri. Richard Holbrooke, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og að- alhöfundur friðarsamninganna um Bosníu, sagði í Ungverjalandi í gær að Bandaríkjamenn reyndu hvað þeir gætu til að ekki syði upp úr í Bosníu og að þeir mundu ekki þola neinar hótanir af hálfu Bosníuserba. Samningamenn Bandaríkjanna og Rússa reyndu að losa um spennuna í Bosníu i gær en án árangurs. Tals- menn NATO sögðu í gærkvöldi að þeir hefðu misst allt samband yið yf- irmenn hers Bosníuserba og sögðu þeir þá þróun ills viti. Mladic hers- höfðingi hafði fyriskipaö að öll tengsl við NATO yrðu rofin þar til serbneskur hershöfðingi, liðsforingi og sex hermenn, sem eru í haldi mú- slímskra stjómvalda vegna meintra stríðsglæpa, yrðu látnir lausir. Serbi sem Reuters-fréttastofan ræddi við á leið milli yfirráðasvæða sagði að bann Serba við umferð milli yfirráðasvæða yrði að engu haft og bætti við að Mladic væri ekki eins i hávegum hafður meðal Serba eins og á dögum stríðsins. Reuter Rússneskur hermaður vaktar svæði nærri Privoj í Bosníu í gær. Óttast var að upp úr syði vegna Serba sem eru í haldi vegna meintra stríðsglæpa. Símamynd Reuter Ný skoðanakönnun birt í Bretlandi: Ihaldsmenn saxa á for- skot Verkamannaflokksins Það glaðnaði heldur betur yfir breskum íhaldsmönnum þegar nið- urstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups voru kynntar. Samkvæmt þeim hefur forskot Verkamanna- flokksins á íhaldsflokkinn minnkað um 13 prósentustig. Fylgi Verka- mannaflokksins hafði hrapað um sex prósentustig og mælist nú 54,5 prósent en íhaldsflokkurinn bætti við sig 7 prósentustigum og mælist nú með 28 prósenta fylgi. Stjórn- málaskýrandi sagði að þó að íhalds- flokkurinn hefði engan veginn náð að rétta úr kútnum eftir mikið fylgistap í könnunum væri ekki úti- lokað að hann næði fyrra fylgi. Illvígar deilur innan Verka- mannaflokksins um menntun 11 ára drengs, sonar talsmanns flokksins í heilbrigðismálum, eru taldar aðal- orsök fylgistapsins. Talsmaðurinn John Major fagnar auknu fylgi í skoðanakönnun. sendi son sinn í framhaldsskóla sem býr nemendur undir háskólanám en þar eru nemendur teknir inn eftir getu. Verkamannaflokkurinn styð- ur hins vegar fjölbrautaskólana þar sem allir nemendur tiltekins hverf- is eru teknir inn. Formaður menntanefndar flokksins sagði af sér vegna málsins og John Major, forsætisráðherra og formaður íhaldsflokksins, var fljótur að nýta sér deilurnar. Sagði hann þær vitna um hræsnina innan Verkamanna- flokksins og fullyrti að Tony Blair, formaður Verkamannaflokksins, hefði gert það sama með son sinn. í könnun Gallups kom einnig fram að Bretar virtust bjartsýnni á afkomu sína næstu 12 mánuði en í fyrri könnunum og þykir það einnig skýra fylgisaukningu íhaldsmanna að einhverju leyti. Reuter Bandaríkin: Neyðarástand vegna flóða Ríkisstjóri Oregon-ríkis i Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi i ríkinu vegna flóða og hefur beðið alríkisstjórnina um I hjálp. Gríðarlegt snjófarg og leys- ingar hafa orsakað mikil flóð víða í ríkinu. Þá hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi í Washington- ríki vegna flóða. Flóöin í Oregon hafa neytt þús- undir manna til að flýja heimili 1 sin og hafa kostað þrjá lifið. Borg- Í' in Portland var svo gott sem ein- angruð en flestir vegir að henni voru undir vatni. íbúar Portland ( fylgjast kvíðnir með hvernig yfir- borð árinnar Willamette rís | stöðugt en vatnsmagn hennar hef- : ur ekki verið meira síðan í mann- skæðum flóðum 1964. Fort Lauderdale: Myrti fyrrum vinnufélaga og skaut síðan sjálfan sig i Maður sem rekinn var úr | strandhreinsunarflokki í Fort | Lauderdale á Flórída vegna þess að hann mældist jákvæður á eitur- lyijaprófi skaut sex fyrrum vinnu- j félaga sína til bana í dögun í gær. Að skothríðinni lokinni framdi : maðurinn sjálfsmorð. Einn maður varð fyrir tveimur skotum en slapp með skrekkinn þar sem |j hann þóttist vera látinn. Skotmaðurinn kom að skrif- stofuvagninum í dögun, um það leyti sem menn voru að mæta til vinnu, og lét skothríðina dynja á ( honum. Atburðurinn átti sér staö j rétt hjá ströndinni. Vísa á bug ásökunum um að líkin hefðu verið rænd Talsmaöur stjórnvalda í :' Dóminíska lýðveldinu vísaði á bug ásökunum þess efnis að lík fórnar- j lamba flugslyssins aðfaranótt mið- : vikudags hefðu verið rænd skil- ríkjum og peningum skömmu eftir slysið. Hann sagöi fullyrðingar frá bandaríska hermálaráðuneytinu um að eyjaskeggjar hefðu flykkst á slysstaðinn á kænum og rænt lík- p in sem flutu í sjónum vera alrang- | ar. Yfirmaður á bandarískum | björgunarbát fullyrðir hins vegar | að líkin hafi veriö rænd og að | kænur eyjaskeggja hafi verið komnar á vettvang langt á undan björgunarmönnum. §§ Furstadæmin: Þjónustustúlka hýddlOOsinn- um fyrir morð Filippseysk þjónustustúlka, Sarah Balabagan, var hýdd 100 sinnum með staf í fangelsi í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. • Fulltrúar sendiráðs Filippseyja hehnsóttu Söruh í fangelsið og höfðu eftir henni aö hýðingin hefði | ekki verið óbærileg. Ekki sáust j nein merki um barsmíðarnar á lík- ama konunnar. Sarah var hýdd í fimm daga, fékk 20 slög hvern dag. Sarah var dæmd til dauöa í september síöastliðnum fyrir að hafa myrt húsbónda sinn, 70 ára gamlan, með því að stinga hann 34 j sinnum með hnífi. Rétturinn hafn- I aði þeirri skýringu að Sarah hefði ; verið að verjast nauðgun. Dauða- dómurinn vakti mótmæli á Fil- : ippseyjum og víðar. En eftir að for- seti furstadæmanna hafði gripið I inn í og aðstandendur karlsins fallist á tæpar 3 milljónir króna í bætur var fallið frá dauðadómi. ■ Sarah mun þó dúsa eitt ár í fang- elsi og verður síðan send úr landi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.