Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 10
10
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 JL# V
Á (slandi í 2 V2 ár og dúxar í læknisfræðinni:
Hóf fslands-
Meredith Cricco ásamt kærasta sínum, Oddi Ólafssyni. Hún átti ekki í erfiðleikum með að læra íslenskuna en segir að það sé öllu erfiðara að kynnast fólk-
inu sem hér býr. DV-mynd Brynjar Gauti
Hún er bandarísk, af írskum og
ítölskum ættum og hefur einungis
verið búsett á íslandi í rúmlega tvö
ár. Samt munaði hana ekki um að
skjóta tæplega 200 samstúdentum
sínum í læknisfræði í Háskólanum
ref fyrir rass og verða fimmta í röð-
inni í samkeppnisprófunum á fyrsta
ári - og það í fyrstu tilraun.
Einungis 30 manns komast á
hverju ári inn í læknisfræðina en
vegna þess að Meredith Cricco er
ekki íslenskur ríkisborgari þá opn-
aðist smuga fyrir einn nema í við-
bót. Svo vildi til að næstu sex í próf-
inu voru með sömu einkunn og fóru
því allir inn.
„Það hefur nú enginn hringt í
mig enn og þakkað mér fyrir,“ segir
Meredith og hlær en hún talar lýta-
lausa íslensku með nánast engum
hreim þrátt fyrir tiltölulega stutta
dvöl hérlendis.
Meredith, sem er 24 ára, býr með
kærastanum sínum, Oddi Ólafssyni,
sem er á fjórða ári í læknisfræði, í
lítilli íbúð á Stúdentagörðunum. í
gluggakistunni í svefnherberginu
má sjá safn íslenskra steina sem
segja sitt um ástfóstur Meredith á
íslandi.
Til íslands fyrir tilviljun
Það var tilviljun ein sem réð því
að þessi hispurslausa og ákveðna
kona lenti hér á landi í fyrsta sinn.
Fyrir rúmum fimm árum fór hún á
vegum skiptinemasamtakanna AUS
til Kenya. Hún var búin að vera í
tæpan mánuð þegar samtökin voru
lögð niður þar í landi. Henni var þá
í staðinn boðið að fara til Kína,
Bólivíu eða íslands.
„Það var svolítið hættulegt að
vera í Kenya. Skiptinema frá Finn-
landi var til dæmis rænt daginn eft-
ir að við komum þangað og engin
vissi neitt um hana í viku. Ég
nennti ekki lengur að búa við þessa
hættu, langaði að komast í eitthvað
evrópskt og öruggt og vera nálægt
heimaslóðunum og valdi því ís-
land.“
Fyrstu kynni Meredith af íslandi
voru þau að konan sem sat við hlið
hennar í flugvélinni á leiðinni til
landsins bauðst til að taka hana
með sér heim til Siglufjarðar þar
sem enginn frá AUS var mættur tii
að sækja hana. Til þess kom þó ekki
og Meredith var strax daginn eftir
send til starfa á bóndabæ rétt hjá
Flúðum þar sem hún passaði börn
og mjólkaði kýr.
„Ég var bara með fötin mín frá
Kenya og var alls ekki undir þetta
búin. Ég fékk um fimm klukku-
stundir til að sjá Reykjavík og síðan
fór ég beint út í sveit að vinna í fjós-
inu. Ég hafði aldrei séð kú áður -
alla vega ekki svona nálægt. En
þetta var bara yndislegt og mjög
gaman enda var fólkið, sem ég bjó
hjá, gott,“ 'segir Meredith.
Hún hafði sett það sem skilyrði
fyrir íslandsdvölinni að hún fengi
námskeið í íslensku en ekkert varð
úr því og Meredith hélt því heim á
leið eftir aðeins um tveggja og hálfs
mánaðar dvöl.
„Ég rétt lærði orð eins og „mjólka
þessa" og „komdu“. Ég vissi hins
vegar að mér myndi aldrei ganga
vel ef ég lærði ekki tungumálið. Þar
að auki átti ég síðan að fara að
vinna með fötluðum á Skálatúni eða
Sólheimum og það hefði bara ekki
verið hægt þar sem ég talaði enga
íslensku."
Eftir þessi stuttu kynni sín af ís-
landi varð Meredith haldin ólækn-
andi Íslandsbakteríu. Hún kláraði
sitt BA nám í trúfræði og hugvís-
indum við háskólann í Chicago en
langaði alltaf aftur til íslands.
„Ég fór á námskeið hjá norskum
prófessor um íslendingasögur og
gerði smárannsókn um stöðu
kvenna í íslendingasögunum. Ég
sótti síðan um og fékk Fulbright-
styrk til að rannsaka kynhlutverk á
íslandi."
Það fór því þannig að Meredith
kom aftur til íslands haustið 1993 og
skráði sig í íslensku fyrir erlenda
stúdenta i Háskólanum því hún var
staðráðin í að læra tungumálið.
„Mig langaði til aö eiga heima á
Islandi í einhvern tíma og að þá
varð ég að læra íslensku. Þetta nám
er þó frekar hugsað fyrir þá sem
hafa fræðilegan áhuga á íslensku og
þó að mér finnist íslenskan
skemmtilegt og skrýtið tungumál þá
ætlaði ég aldrei að verða málvís-
indamaður."
Lærði af Bubba
- En er ekki erfitt að læra ís-
lensku?
„Nei, ekki finnst mér það. Ég
harðneitaði að tala ensku en það
verður maður að gera. Svo hafði ég
keypt mér geisladisk með Bubba
Morthens þegar ég var hérna allra
fyrst og hlustaði á hann aftur og aft-
ur úti í Bandaríkjunum til að læra
framburðinn. Textinn fylgdi með en
ég vissi ekkert hvað ég var að segja
því að ég fann fæst orðin í orða-
bók.“
Meredith kynntist læknisfræð-
inni fyrst í gegnum kærastann sinn
og ákvað að lokum að snúa baki við
málvísindunum og takast á við
Jæknavísindin.
„Mér fundust bækurnar hans svo
miklu skemmtilegri en mínar, sem
voru allar um íslenska málfræði, að
ég las nánast bara hans bækur,“
segir Meredith.
Erlendum stúdentum er boðið
upp á aö þreyta prófin í læknisfræð-
inni á ensku en Meredith segir að
afar illa hafi verið staðið að þeirri
framkvæmd. Enska þýðingin á einu
prófinu hafi til dæmis komið hálf-
tíma eftir að prófið hófst og annað
prófiö hafi verið mjög illa þýtt, orð
vantað inn í spurningarnar og í
sumum tilfellum öðruvísi svar-
möguleikar í ensku útgáfunni en
þeirri íslensku. Meredith, sem fékk
að hafa báðar útgáfurnar hjá sér, sá
misræmiö á milli þeirra.
„islenska orðið deiling var til
dæmis bæði þýtt sem „quote“ og
„quota" eða tilvitnun og kvóti og af-
köst sem „effecf ‘ eða áhrif.“
í einu prófinu stóð „be sure to
have a good rubber with you,“ sem
í Bandaríkjunum myndi skiljast
sem svo að nemendur ættu að mæta
í prófið með góða smokka!
Meredith ólst upp í New Hamps-
hire í Bandaríkjunum. Mamma
hennar er prófessor í sagnfræði og
pabbi hennar er læknir. Hún segir
að vinir og vandamenn hafi brugð-
ist misjafnlega við þegar hún til-
kynnti þeim að hún ætlaði að hefja
læknisnám hér á landi. Þessi
ákvörðun þýddi að minnsta kosti
sex ára íslandsdvöl í viöbót en flest-
ir höfðu búist við að hún yrði.hér
eingöngu í eitt ár.
„Fólk heima verður alltaf frekar
hissa þegar ég segi að ég búi á ís-
landi. Svo fæ ég alls konar spurn-
ingar eins og „Já, komstu alla leið
frá íslandi með lestinni“. Það eru
líka allir mjög hissa þegar ég segi
þeim að það sé ekki svo kalt á ís-
landi. Það er til dæmis miklu kald-
ara þar sem ég ólst upp heldur en
hér í Reykjavík."
Skammdegisþunglyndi
Þrátt fyrir að Meredith ætti ekki
í vandræðum méð að venjast veður-
laginu hér á landi þá var ekki það
sama hægt að segja um skammdeg-
ið. Fyrsti veturinn reyndist henni
afar erfiður.
„Skammdegið lagðist mjög illa í
mig og ég svaf bara endalaust. Mér
fannst alveg ómögulegt að vakna
fyrr en að sólin væri komin upp og
það var orðið þannig að það var
kannski komið hádegi og ég var
ennþá uppi í rúmi,“ segir Meredith.
Þegar komið var fram í mars seg-
ist hún hafa verið farin að efast
stórlega um að ísland væri eitthvert
draumaland. Hún ákvað samt að
vera áfram og sér ekki eftir því
núna.
Meredith segir að það sé mjög erf-
fitt að kynnast íslendingum því þeir
séu frekar lokaðir. Hún segir að
flestir þeir útlendingar sem hún
þekkir hér, fólk sem hefur lært ís-
lensku og ætlar að búa hér áfram,
eigi í erfíðleikum með að eignast
vini.
„íslendingum finnst gaman að
tala við mann, kannski einu sinni,
tvisvar en það kemur ekkert út úr
því. Ég held að það sé vegna þess að
hér hafa allir eignast sína vini í
menntaskóla og hafa ekki tíma eða
pláss fyrir fleiri. Hins vegar er ekk-
ert mál ef maður er enskumælandi,
til dæmis á bar, að eignast alls kon-
ar kunningja."
-ból