Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 12
i2 erlend bóksjá
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 DV
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Rainmaker.
2. Kate Atkinson:
Behind the Scenes at the Museum.
3. David Guterson:
Snow Falling on Cedars.
4. Charles Grant:
X-Files 2: Whirlwind.
5. George Dawes Green:
The Juror.
6. Charies Grant:
X-Flles 1: Gobllns.
7. Mlchael Ridpath:
Free to Trade.
8. Colin Forbes:
i Fury.
9. Pat Barker:
Regeneration.
10. Wilbur Smith:
The Seventh Scroll.
Rit almenns eðlis:
1. Wlll Hutton:
The State Welre In.
Í2. Alan Bennett:
Writlng Home.
3. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
4. N.E. Genge:
The llnofflclal X-Files
ÍComnpanlon.
5. Ollver Sacks:
An Anthropologist on Mars.
6. S. Blrtwlstle & S. Conklln:
The Maklng of Prlde and Prejudice.
7. Ranfurly:
To War wlth Whltaker.
8. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
9. Jung Chang:
Wlld Swans.
10. S. Nye & P. Dornan:
The A-Z of Bahavlng Badly.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmork
1. Mary Wesley:
Forestllllng om kærlighed.
2. Llse Norgaard:
Kun en plge.
3. Lise Norgaard:
De sendte en dame.
4. Jung Chang:
Vilde svaner.
5. Kirsten Thorup:
Elskede ukendte.
6. Ken Holme:
Marvfolket.
7. Robert Goddard:
Hébet var en fremmed.
(Byggt á Polltiken Sondag)
vísindi________________
Ný stjörnuþoka
fundin
Vísindamenn við Tæknihá-
skólann í Kalifomíu hafa upp-
götvað nýja stjörnuþoku sem er í
fjórtán milljarða ljósára fjarlægð
Ifrá jörðu, í nágrenni við stjörnu-
merkið Meyjuna. Stjörnuþoka
þessi, sem enn er nafnlaus, er sú
fjarlægasta sem vitað er um.
Stjörnuþokan er algjör ung-
lingur á mælikvarða stjörnu-
fræðinnar, aðeins nokkurra tuga
milljóna ára gömul. En þar sem
ljós frá henni er fjórtán milljarða
í ára á leið til jarðar er útilokað að
vita hvort hún er enn til.
Stjörnufræðingar uppgötvuðu
þoku þessa af tilviljun þegar þeir
voru að skoða dulstirni.
Raflost hjá
tannanum
Þeir sem óttast ferðir til tann-
læknisins meira en nokkuð ann-
aö taka því áreiðanlega ekki
fagnandi þegar þeim verður gefið
raflost ofan á allar aðrar pynting-
ar í stólnum.
Tveir vísindamenn á Englandi
eru að þróa aðferð til að greina
j skemmdir í tönnum með því að
; leiða rafmagn um þær og segja
að sú aðferð sé bæði áreiðanlegri
og heilsusamlegri en röntgen-
myndirnar. Vísindamennirnir
segja að skemmdar tennur leiði
rafmagn betur en heilar.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Hver er höfundur lykil-
rómans um Clinton?
Um fátt er meira rætt í höfuðborg
Bandaríkjanna, Washington, þessa
dagna en hver sé líklegastur höf-
undur skáldsögunnar „Primary
Colors“ - en á bókarkápu er sagan
sögð eftir „Anonymous." Svo mikil
áhersla er lögð á að nafnleyndin
haldi að æðstu ráðamenn Random
House, útgefanda bókarinnar, hafa
ekki fengið nafnið uppgefið.
Áhuginn á höfundinum kemur til
af því að „Primary Colors“ er það
sem kallast lykUróman. Höfundur-
inn er sem sagt að skrifa um raun-
verulegt fólk sem hann gefur ný
nöfn og gefur svo nákvæma lýsingu
á söguhetjunum að enginn er í vafa
um við hverja er átt. Hann er held-
ur ekki að fjalla um Jón Jónsson -
persónur hans eru Bill Clinton, for-
seti Barfdaríkjanna, Hillary kona
hans og margir nánustu samstarfs-
menn þeirra á þeim tíma þegar
Clinton var að berjast fyrir útnefn-
ingu sem forsetaefni Demókrata-
flokksins fyrir fjórum árum. Upp-
lýsingar í sögunni þykja svo ná-
kvæmar um flesta hluti að höfund-
urinn hljóti annað hvort að hafa
verið í innsta hring Clintons eða
haft aðgang að einhverjum slíkum
trúnaðarvini Clintonhjónanna.
Hillary fær á baukinn
Skáldsagan segir frá kosningabar-
áttu Jacks Stantons, sem gegnir
embætti ríkisstjóra smáríkis í suð-
urhluta Bandaríkjanna, og konu
hans, Susan, í New Hampshire fyrir
fjórum árum. Sögumaður er Henry
Burton en sú persóna er augljóslega
byggð á George Stephanopoulos,
einum helsta ráðgjafa Clintons á
þeim tíma. Sagan lýsir m.a. ná-
kvæmlega fundum frambjóðandans
með helstu sérfræðingum sínum
Bill og Hillary Clinton í kosninga-
slagnum 1992.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
þar sem lagt er á ráðin um næstu
skref í kosningaslagnum. Þar eru of-
arlega á baugi gömul og ný kvenna-
mál Stantons sem eru í ölluin meg-
inatriðum eftirlíking þeirra vand-
ræða sem Bill Clinton lenti í vegna
ástarsambands við Gennifer
Flowers.
Gagnrýnendur vestra segja lýs-
ingar höfundarins á forsetanum nú-
Verandi hitta beint í mark. Kona
hans, Hillary, fái hins vegar enn
verri meðferð hjá höfundinum sem
sé sýnilega litt um hana gefið. Sus-
an Stanton er bráðgáfuð, frama-
gjörn, skapmikil en tilfinningaköld
kona sem hikar ekki við að skamma
eiginmanninn fyrir asnaspörkin svo
aðrir heyri. f sögunni gengur hún
jafnvel svo langt að gefa honum á
kjaftinn ddþegar enn ein kvenna-
farssagan birtist í fjölmiðlum. Sögu-
maðurinn nýtur þess heiðurs að
sænga hjá væntanlegri forsetafrú
eitt kvöldið og gefur henni slaka
einkunn, enda afhjúpar höfundur-
inn hana víst sem lesbíu undir lok-
in.
Allir neita
Eins og nærri má geta er mikill
áhugi á því hjá mörgum vestra að
komast að hinu rétta nafni „An-
onymous." Margir hafa verið nefnd-
ir til sögunnar í fjölmiðlum sem
hugsanlegir höfundar. Þeirra á með-
al er George Stephanopoulos sem
kveðst leggja mikið kapp á að finna
„sökudólginn" vegna þess að í bók-
inni séu rakin samtöl sem þeir Bill
Clinton hafi átt í einrúmi.
Fjölmiðlar hafa leitað höfundar-
ins annars vegar í hópi fyrrverandi
og núverandi ráðgjafa Clintons og
hins vegar meðal blaðamanna sem
fylgdust náið með kosningabarátt-
unni fyrir fjórum árum. Margir
hafa verið spurðir beint út um mál-
ið en allir hafa neitað, oft þó með
þeirri viðbót að þeir vildu gjarnan
vera höfundar svo skemmtilegrar
skáldsögu.
Sumir halda því reyndar fram að
sagan sé svo vel skrifuð að vanur
rithöfundur eða blaðamaður hljóti
að eiga hlut að máli. Þeir hinir
sömu telja líklegt að tveir menn feli
sig á bak við „Anonymous" - heim-
ildarmaðurinn, sem hafi verið í
innsta hring Clintons, og hinn eig-
inlegi textahöfundur. Hvað sem því
líður er ljóst að sem auglýsinga-
brella hefur leynimakkið tekist vel
- bókin rokselst.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
! 1. John Grisham:
The Ralnmaker.
2. David Guterson:
Snow Falling on Cedars.
j 3. Terry McMillan:
Waitlng to Exhale.
4. Rlchard North Patterson:
Eyes of a Child.
; 5. Robin Cook:
; Acceptable Rlsk.
6. Nora Roberts:
Born in Shame.
7. James Patterson:
Kiss the Glrls.
8. Julle Garwood:
IFor the Roses.
9. Iris Johansen:
Llon's Bride.
10. Carol Shields:
The Stone Diaries.
Íll. Jane Austen:
Sense and Senslbillty.
-12. Michael A. Stackpole:
X-Wlng Rogue Squadron.
13. Stanley Pottinger:
The Fourth Procedure.
14. Taml Hoag:
Nlght Slns.
15. Mary Higgins Clark:
The Lottery Winner.
Rit almenns eölis:
1. Mary Pipher:
Revivlng Ophella.
2. Rlchard Preston:
[The Hot Zone.
3. Doris Kearns Goodwin:
No Ordlnary Time.
4. Brian Lowry:
The Truth is out there.
| 5. Thomas Moore:
ÍCare of the Soul.
6. Tlm Allen:
Don't Stand to Close
To a Naked Man.
7. Clarissa Pinkola Estés:
Women Who Run with the Wolves.
8. B.J. Eadle & C. Taylor:
Embraced by the Ught.
9. Delany, Delany & Hearth:
Havlng Our Say.
10. Paul Relser:
Copplehood.
11. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled.
12. Butler, Gregory & Ray:
America's Dumbest Crimlnals.
13. H. Johnson & N. Rommelmann:
The Real Real World.
14. Davld Wild:
: Fríends.
15. Laurie Garrett:
The Coming Plague.
(Byggt á New York Tlmes Book Revi-
ew)
Nýjungagirnin veltur
á langri röð af DNA
Hafi einhver einhvern tímann
velt því fyrir sér hvers vegna sumir
eru alltaf til í að prófa nýjan veit-
ingastað eða æða upp á fjöll sem
þeir hafa aldrei klifið áður á meðan
aðrir kjósa helst að sitja heima
þurfa þeir ekki að bíða lengur eftir
svarinu. Jú, auðvitað eru mennirn-
ir mismunandi karakterar, eins og
sagt er, en ástæðan fyrir því er m.a.
erfðafræðilegs eðlis. Það skapgerö-
areinkenni, sem við getum kallað
nýjungagirni, helgast af því að á
krómósómi ellefu í nýjungagjörnum
einstaklingum er sérstaklega löng
röð DNA erfðaefnisins. Þessir ein-
staklingar eru í ofanálag alla jafna
fremur skapbráðir, hverfullyndir og
sækjast eftir spennu.
Þetta eru niðurstöður tveggja
sjálfstæðra rannsókna vísinda-
manna í tveimur mismunandi lönd-
um þar sem ólíkum aðferðum var
beitt. Vísindamennirnir segja frá
rannsóknum sínum í nýlegu hefti af
tímaritinu Nature Genetics. Ef frek-
ari rannsóknir staðfesta niðurstöð-
ur þessar yrðu tengsl þessi meðal
hinna fyrstu sem hafa fundist milli
gens, sem hefur áhrif á efnafræði
heilans, og eðlilegs skapgerðarþátt-
ar.
Margir vísindamenn hafa bent á
að ekki sé hægt að skilja erfðaþátt-
inn í geðsjúkdómum fullkomlega
nema hægt sé að ganga úr skugga
um hvaða áhrif genin hafa á venju-
leg persónuleikaeinkenni.
Rannsóknirnar, sem voru gerðar
í Bandaríkjunum og ísrael, voru
gerðar til að kanna tilgátu C. Ro-
berts Cloningers við Washington-
háskólann um að þær leiðir sem
heilafrumur fara að því að vinna úr
taugaboðefninu dópamíni hafi áhrif
á nýjungagirni. Hvernig taugaboð-
efnin bera boðin á milli tauga-
frumnanna ákvarðast að miklu leyti
af geni sem kaflað er D4DR og sem
stjórnar myndun dópamínsviðtaka.
Ýmis afbrigði eru til af geni
þessu. Eitt þeirra er með sérstak-
lega langar sjö endurteknar raðir en
annað er með aðeins fjórar.
ísraelsku vísindamennirnir skoð-
uðu 124 ísraelsmenn sem voru ekk-
ert skyldir og lögöu fyrir þá sál-
fræðileg próf. Þeir komust að því að
þeir sem voru efstir í þeim þætti
sem leitaði að nýjungagirni voru
líklegri til að vera með langa sjö
þátta hlutann af D4DR. Þeir sem
voru með styttri útgáfuna fengu
miklu lægri útkomu á prófínu.
Prófin leiddu til áþekkrar niður-
stöðu varðandi önnur persónuleika-
einkenni hjá viðfóngunum, sem
voru af báðum kynjum, á ýmsum
aldri og af mismunandi þjóðarbrot-
um.
í bandarísku rannsókninni voru
viðföngin 315, flest bræður og aðrir
fjölskyldumeðlimir. Öðrum aðferð-
um var beitt en niðurstaðan varð
svipuð og hjá ísraelsmönnunum.
Þótt niðurstöðurnar séu mjög svo
líkar gefa þær ekki til kynna að nýj-
ungagirni stjórnist algjörlega eða að
mestu leyti af einu geni eða
nokkrum genum. Uppeldi, lífs-
reynsla og aðrir umhverfisþættir
leika klárlega stórt hlutverk í
flóknu mannlegu atferli.
PV
Þýska músin
sem flaug
Þýskir vísindamenn skýrðu
nýlega frá því að þeir hefðu fund-
j ið steingerving af lítilli mús sem
I allt bendir til að hafi getað svifið
um loftin blá, rétt eins og fljúg-
andi íkorni.
Mús þessi, sem varð útdauð
fyrir fimm milljónum ára, lifði í
þýska fylkinu Rinarlandi. Allar
líkur eru á því að hún hafi
drukknað í fornu stöðuvatni.
Steingervingurinn er óvenju-
i vel varðveittur, að sögn Gerards
; Storchs og starfsbræðra hans í
Frankfurt. Til þessa höfðu vís-
indamenn ekki við annað en ör-
! fáar tennur að styðjast til að bera
i kennsl á músartegund þessa.
Storch skýrir frá fundinum i
grein í tímaritinu Nature.
Ratsjá kortleggur
hafstrauma
Við lok kalda stríðsins árið
; 1989 fengu bandarískir vísinda-
menn aðgang að hátíðni hernað-
arratsjá sem þeir segja að geti
komið að góðum notum við að
kortleggja hafstrauma, til hags-
bóta fyrir sjómenn þá sem fylgj-
ast með mengun og þá sem leggja
stund á loftslagsrannsóknir.
Ratsjá þessi er þeim eiginleik-
um gædd að hún getur séð hand-
an við sjóndeildarhringinn með
því að láta geisla sína endurkast-
ast af jónhvolfinu sem er segul-
magnað lag andrúmsloftsins.
Með því móti er hægt að mæla
hafstrauma í mörg hundruð kíló-
metra íjarlægð.