Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 21
JJV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 mennmg Richter leikur Beethoven Stundum taka hljómplötufyrirtæki sig til og gefa út söfn með gömlum og nýjum upptökum á leik þekktra snill- inga. Eitt slíkt hefur borist okkur frá Philips útgáfufyrirtækinu sem nefnist „Richter, The Authorised Recor- dings“. Rússneski píanóleikarinn Sviat- oslav Richter er ílestum tónlistarunn- endum vel kunnur, að minnsta kosti af afspum. Ferill hans var um margt óvenjulegur. Hann fæddist 1915, var farinn að nálgast tvitugt þegar hann afréð að gerast píanóleikari og kom ekki fram á Vesturlöndum fyrr en 1960. Stíll hans þótti mjög kraftmikill og persónulegur. Því var við brugðið hversu verkefnaval hans var fjöl- breytt, náði allt frá Bach til nú- tímatónlistar og þótti hann gefa hverri stíltegund sinn lit af óvenju- legri fjölhæfni. í ofangreindu safni Philips er meðal annars að finna tvo diska þar sem Richter leikur verk eftir Beethoven. Er það einkar áhugavert að hlusta á upptökur þessar, ekki síst með saman- burð við yngri píanóleikara í huga. Upptökurnar em misgamlar og flestar gerðar á tónleikum og á þeim öllum er píanóleikarinn orðinn vel fullorðinn. Þær eru einnig misgóðar og sums staðar má heyra mistök og jafnvel þvoglukenndan leik, eins og t.d. í lokakafla sónötunnar op. 101. Hitt er þó mun meira áberandi sem gleður eyrað. Sónatan op. 31 í Es-dúr fær t.d. sérlega skýra og persónulega túlkun. í Rondóinu op. 51 í G sýnir Richter á sér aðra hlið og ekki síður aðlaðandi. Tærleiki og mýkt eru í fyrirrúmi og stundum er eins og tíminn standi kyrr. Enginn vandi er að finna upptökur þar sem þessi verk eru leikin af meiri nákvæmni. Túlkun Richters hefur hins vegar sérstakt gildi fyrir það hversu persónuleg og fjölbreytt hún er. Hún virðist byggja í senn á sjálfstrausti hins skapandi manns og djúpri virðingu fyrir viðfangsefninu. Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Richter var dugmikill þátttakandi í kammermúsík og þarna er að finna leik hans í píanótríóinu op. 97 í B, sem kennt er við erkihertoga, og Kvintet í Es op. 16 fyrir píanó og tréblásarakvartett. Fyrra verkið er flutt með með- limum Borodins kvartettsins en hið síðara með félögum úr Quintette Morag- ués. Báðar þessar upptökur eru áhugaverðar. Túlkunin í tríóinu er ef til vill full rómantísk fyrir margra smekk, en lítið verður fundið að meðferðinni á kvintettinum. Þessar upptökur sýna ólíkar hliðar bæði á tónskáldinu Beet- hoven og píanóleikaranum Richter. Beethoven ætti að vera ánægður með þá meðferð sem verk hans fá hjá pínaóleikaranum Sviatoslav Richter. Tímaritin "What to buy for business" og þýska blaðið "Connect" stóðu fyrir ítarlegum samanburði á nýrri kynslóð GSM síma. Samanburður var gerður á Orbitel 905 og GSM símum frá öðrum leiðandi framleiðendum. Þar fékk hann hæstu einkunn og viðurkenninguna "Best Buy 1996". Orbitel 905 - Bestu kaupin Síðumúla 37 Sími 588-2800 ~ Verð kr. 58.610,- stgr. Þyngd aðeins 193gr. med 18 klst Ni-MH rafhlöðu og hraðhleðslutæki. 21 Opið laugardag frá kl. 10-16. Sunnudag frá kl. 14-18 30% afsláttur af amerískum handklæðum. 30-50% afsláttur af ýmsum útlitsgölluðum svefnherbergishúsgögnum. 10-50% afsláttur af rúmteppasettum og gardínum. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 533-3500 10-30% afsláttur af svefnsófum. 10-25% afsláttur af hvíldarstólum. 50% afsláttur af amerískum eldhús- borðum og stólum. Sófarúm með dýru og rúmteppasetti kr. 39.920. 25% afsláttur af barnarúmum. Litir: Hvítur og rauður ! I og kaupa lítið pekkt vörumerkiP þegar þú geturfengiðSanyo fyrir aðeins: 901L. [ 77.666 afb. SANYO 28 EH 85 • NICAM stereo • Svartur, flatur Black Matrix myndlampi • Textavarp með öllum íslenskum stöfum • Allar aðgerðir á skjá • 1 scarttengi með S-VHSinntaki • Tengi fyrir heyrnartól • CTI (Colour Transit Improvement) litaaðgreiningarkerfi • Tengi fyrir videotökuvél framan á Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.