Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Qupperneq 22
Það rikti friður og ró í húsinu í
Castleton, útborg Rochdale í
Lancashire á Englandi, þetta síð-
degi í júlí. Carol Fleming, tuttugu
og níu ára, var nýkomin úr garðin-
um þar sem hún hafði unnið nær
sleitulaust frá því klukkan tíu um
morguninn. Hann var líka orðinn
að minnsta kosti jafn snyrtilegur og
garðar nágrannanna.
Nú var klukkan tíu mínútur yfir
þrjú. Hún hefði tíma til að fá sér
kaffisopa og láta líða úr sér í hæg-
indastól í setustofunni áður en dótt-
ir hennar, Claire, níu ára, kæmi
heim úr skólanum. Carol sótti sér
kaffibolla, settist og augnabliki síð-
ar dottaði hún. Um hálffjögur hrökk
hún upp við þrusk frammi í eldhús-
inu. Þar heyrði hún svo ókunnug-
legar raddir. Verið getur að eitt
augnablik hafi hún íhugað að
hlaupa út á götu, en líklega hefur
henni orðið hugsað til þess að
Claire gæti komið á hverri stundu
og þá lenti hún í höndunum á þeim
sem væru óboðnir á ferð í húsinu.
Auðvitað getur enginn sagt með
neinni vissu hvað Carol hugsaði
þessi augnablik því hún var ekki til
frásagnar en þetta er tilgáta lögregl-
unnar.
Árásin
Óboðnu gestimir stóðu ekki lengi
við í eldhúsinu. Þaðan héldu þeir
inn í setustofuna. Skömmu síðar
kom Claire heim úr skólanum. Hún
kom inn bakdyramegin og lét ekki
til sín heyra því hún hafði gaman af
að koma móður sinni á óvart og láta
henni bregða dálítið.
Þegar Claire kom inn í eldhúsið
staðnæmdist hún því hún heyrði að
móðir hennar grét inni í stofu. Hún
fór þangað til að sjá hvað um væri
að vera en skildi ekki strax hvað
var að gerast. Móðir hennar lá hálf-
nakin á gólfinu og tveir menn voru
að nauðga henni. Claire brást við
eins og flest börn myndu gera við
svipaðar aöstæður. Hún reyndi að
koma mömmu sinni til hjálpar. Þá
þreif annar mannanna hana og
kastaði henni upp að vegg. Hún
lenti með höfuðið á honum og
missti meðvitund. Líklega hefur það
orðið henni til lífs.
Mennirnir komu fram vilja sín-
um, en kyrktu síðan Carol og fóru
Úr húsinu. Þeir fóru út bakdyrameg-
in, hlupu þvert yfír bakgarðinn og
stukku yfir girðinguna.
Lögreglunni gert viðvart
Nágranni Flemings-hjónanna,
Arthur Beeker, sextíu og sjö ára, sá
til mannanna tveggja. Fyrr um dag-
inn hafði hann séð Carol í garðin-
um, og síðar hafði hann séð Claire
koma heim úr skólanum. Honum
var nú ljóst að eitthvað óvenjulegt
var að gerast svo hann hljóp yfir í
hús Flemings-hjónanna. Hann kom
að eldhúsdyrunum opnum. Hvergi
heyrðist minnsta hljóð.
Arthur þóttist viss um að eitt-
hvað hefði komið fyrir en sjónin
sem mætti honum í setustofunni
bar hann næstum ofurliði. Á miðju
gólfinu lá Carol, hálfnakin, og starði
brostnum augum upp í loftið. Um
hálsinn á henni var rafmagnssnúra
og upp í munninn hafði verið troðið
blússu.
Arthur var á leið út úr stofunni
þegar hann heyrði þrusk í einu
horninu. Hann gekk þangað og fann
þá Claire, sem var að ranka við sér.
Það blæddi úr höfði hennar. Hann
tók hana upp og bar út úr húsinu.
Þegar hann kom heim til konu sinn-
ar, Elsie, spurði hún hvað væri um
Carol með Claire dóttur sína.
að vera.
„Hringdu á lögregluna,“ svaraði
hann. „Carol hefur verið myrt!“
Aðeins liðu nokkrar mínútur þar
til heyrðist í vælum lögreglubíl-
anna. Elsie Beeker hafði verið svo
brugðið að hún gleymdi að biðja um
sjúkrabíl handa Claire og var henni
því ekið á sjúkrahús í lögreglubíl.
Yfirheyrslan
Gert var í skyndi að sárum Claire
en taka varð fimm spor í höfuðleðr-
ið. Hún reyndist hafa fengið heila-
hristing og varð að vera þrjá daga á
sjúkrahúsinu.
Rannsóknarlögreglan tók strax
við málinu og þegar eiginmaður
Carol, hinn þrítugi Frank Fleming,
kom heim frá vinnu var honum
neitað um að fara inn í húsið því
tæknimenn voru þá þar að störfum.
Maður sem kynnti sig sem Miller
aðstoðarfulltrúa skýrði Frank frá
því sem gerst hafði í fáum orðum og
bað hann um að koma með sér nið-
ur á lögreglustöð til að svara
nokkrum spurningum. Þar hófst
svo yfírheyrsla. Hún snerist upp í
spurningar Millers og gagnspurn-
ingar Flemings þegar honum hafði
verið skýrt frá því að tveir menn
hefðu sést hlaupa frá húsinu.
Spurningagleði Flemings vakti
undrun aðstoðarfulltrúans sem fór
að gruna að eiginmaðurinn vissi
meira um morðið á konu sinni en
hann vildi vera láta. Miller fór því
að spyrja hann hvort hann hefði
elskað konu sína eða hatað hana og
viljað hana feiga.
Fylgt eftir
Frank Fleming kom ekki með
nein þau svör sem gætu orðið til
þess að varpa ljósi á ódæðismenn-
ina. En Miller taldi eiginmanninn
búa yfir vitneskju sem fletta yrði of-
an af. Hann skipaði því mönnum
sínum að elta Frank Fleming hvert
sem hann færi, dag og nótt.
f þrjá daga fylgdust tveir menn
með öllum hans ferðum og athug-
uðu við hverja hann ræddi.
Fleming var verkstjóri i glerverk-
smiðju í Rochdale. Á fjórða degi fór
hann óvenju snemma til vinnu.
Hann ók inn á bílastæðið við verk-
smiðjuna, lagði bílnum en fór ekki
úr honum. Rannsóknarlögreglu-
mennirnir sem fylgdust með honum
úr nokkurri fjarlægð töldu að nú
væri að draga til tíðinda, gerðu
starfsfélögum sínum aðvart og báðu
um liðsauka.
Fleming hafði sterkan grun um
hverjir morðingjarnir væru. Það
hlytu að vera tveir af kunningjum
hans, Jeffrey Moss og Daniel Gray,
en báðir voru þeir tuttugu og fjög-
urra ára. Og eftir þeim beið hann
nú á bílastæðinu, en báðir unnu m
ennirnir í glerverksmiðjunni.
Dregur til tíðinda
Þegar Fleming hafði beðið í um
tuttugu mínútur var gulum Ford
Escort bíl ekið inn á bffastæðið.
Hann vakti greinilega áhuga Flem-
ings. Og þegar þeir Moss og Gray
stigu út úr honum stökk hann út úr
bíl sínum, hljóp til þeirra og dró
stóran hníf undan jakka sínum.
Áður en mennirnir tveir áttuðu
sig á því sem var að gerast réðst
Fleming á þá. Hann rak fyrst hníf-
inn af miklu afli í bakið á Gray, sem
féll þegar á jörðina. Þá snerist Moss
til varnar. En nú skárust þrír rann-
sóknarlögreglumenn í leikinn. Þeir
réðust á Fleming og afvopnuðu
hann. Gray var í skyndi sendur á
sjúkrahús, og þar tókst að bjarga lífi
hans.
Moss var tekinn til yfirheyrslu,
og það leið ekki á löngu þar til hann
féll saman og játaði nauðgunina og
morðið. Hann sagði ástæðuna til
þess að þeir Gray hefðu ráðið Carol
Fleming bana þá að þeir hefðu vilj-
að gera verkstjóra sínum, Frank
Fleming, greiða.
Skýringin
Moss sagði að Fleming hefði sýnt
þeim vinsemd sem verkstjóri. Þeir
þrír hefðu orðið kunningjar og þar
hefði komið að Fleming hefði sagt
þeim frá því að kona hans, Carol,
væri erfið í sambúð og ástarlíf
þeirra hjóna væri í molum.
„Fleming hafði orð á því
nokkrum sinnum," sagði Moss, „að
hann væri orðinn þreyttur í hjóna-
bandinu og eitt sinn sagði hann: „Ef
ég kæmi heim úr vinnunni einn
daginn og fyndi Carol dána á gólf-
inu myndi ég gráta þurrum tárurn."
“ Moss viðurkenndi þó að sér, eins
og Gray, hefði verið ljóst að í raun
hefði Fleming ekki verið sú alvara
með orðum sínum sem ætla hefði
mátt. Þetta hefði frekar verið grátt
gaman.
Moss sagði að engu að síður
hefðu þeir Gray ákveðið að hjálpa
verkstjóra sínum með því að losa
hann við eiginkonu sem væri hon-
um til ama.
Þögnin skýrð
Jeffrey Moss og Daniel Gray
komu fyrir rétt. Þar voru þeir
ákærðir fyrir innbrot, nauðgun,
morð og alvarlega líkamsárás á Cla-
ire. Voru þeir sekir fundnir og
dæmdir í lífstíðarfangelsi.
En Frank Fleming slapp ekki
heldur. Hann játaði við yfirheyrslur
að hann hefði strax í upphafi verið
næstum því alveg viss um að Moss
og Gray væru morðingjarnir. Hefði
þar mestu um ráðið að það sem
gerðist var svo líkt því sem komið
hafði til umræðu hjá þeim þremenn-
ingum. Þá hefðu hvorki Moss né
Gray komið til vinnu daginn sem
Carol var myrt. Fleming sagðist
ekki hafa viljað segja frá grun sín-
um af því hann hefði sjálfur viljað
hefna konu sinnar.
Frank Fleming kom fyrir rétt á
undan þeim Moss og Gray, ákærður
fyrir að hafa veitt Gray lifshættuleg-
an áverka og fyrir að hafa leynt
upplýsingum fyrir lögreglunni.
Hann fékk lága fjársekt fyrir það
síðastnefnda en hálfs árs skilorðs-
bundinn fangelsisdóm fyrir árásina
á Gray.
í raun var þetta aðeins upphafið
af þeirri refsingu sem Fleming kall-
aði yfir sig því talið er að Claire
muni seint eða aldrei gleyma því er
hún kom að móður sinni þar sem
verið var að nauðga henni og þvi
sem henni varð síðar ljóst um at-
burði þessa örlagaríka júlísíðdegis.
Og Frank Fleming gleymir því
varla nokkru sinni að kona hans
skyldi láta lífið vegna þess hvernig
hann talaði um hjónaband sitt án
þess að vera þó full alvara. Þannig
sannaðist enn einu sinni að öllu
gamni fylgir nokkur alvara.
Frank Fleming.
Jeffrey Moss.
Daniel Gray.
Arthur Beeker.