Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996
„Mér standa nú orðið allar dyr opnar. Það sýna þessu flestir skilning og það er eflaust ekki síst að þakka fjöl-
miðlaumfjöllun. Ef ég hringi til dæmis í fyrirtæki og bið um framlag þá er bara skrifaður tékki og hann lagður inn á
reikning átaksins," segir Svavar. DV-mynd GS
Guðsmaður berst gegn fíkniefnabölinu þrotlausri baráttu:
Bjóst al-
drei við
þessum
móttökum
- segir Svavar Sigurðsson sem kostar milljónum til tækjakaupa og forvarna
„í upphafi bjóst ég aldrei við því
að mér yrði tekið jafn vel i baráttu
minni gegn flkniefnabiilinu og raun
ber vitni. Ég byrjaði á þessu í sept-
ember ’94 og fór þá til lögreglunnar
og ræddi við yfirmann fikniefnalög-
reglunnar í Reykjavík. Hann sagði
mér frá því hvemig þetta væri hjá
þeim og hvaða úrbóta þyrfti við. Ég
fann það mjög fljótlega hvemig stað-
an var. Það vildi enginn hafa af-
skipti af þessum málum. Þá skorti
tilfinnanlega tækjabúnað og ég sá
því hvar þurfti að byrja," segir
Svavar Sigurðsson sem að eigin
frumkvæði hefur lyft Grettistaki í
baráttunni gegn fikniefnum.
Árangurinn undraverður
Síðan þá hefur hann gefið fikni-
efnadeildinni tölvubúnað og GSM-
síma, tollgæslunni á Keflavíkurflug-
velli GSM-síma, tölvubúnað og ljós-
myndavél og rannsóknardeild Toll-
gæslu íslands GSM-síma sem þeir
reyndar urðu að afþakka því ekki
var inni á fjárhagsáætlun hjá þeim
að borga símareikninginn. Nú vinn-
ur Svavar hins vegar að stærsta
verkefninu tU þessa; útgáfu bæk-
lings í forvarnarskyni sem ætlaður
er foreldnun ungmenna þar sem
skýrt er frá öUu sem talið er að þeir
þurfi að vita. Bæklinginn er ætlun-
in að gefa út í 95 þúsund eintökum
og dreifa á öU heimUi landsins. Auk
þessa á hann sér þann draum að
geta fært fíkniefnalögreglunni að
gjöf fjarskiptatæki sem gerir henni
fært að stunda vinnu sína án þess
að nokkur geti hlustað á hennar
samtöl.
Þegar blaðamaður tók viðtal við
Svavar í maí á seinasta ári hafði
hann að tUstuðlan Rolfs Johansens
stórkaupmanns orðið sér úti um
bók sem hann gekk með á miUi fyr-
irtækja til að safna peningum tU að
fjármagna átak sitt, þjóðarátak, eins
og Svavar kaUar það, gegn fíkniefn-
um.
Þá höfðu þrjú til fjögur fyrirtæki
stutt baráttu hans og nafn þeirra
verið ritað á fyrstu síðuna en þegar
blaðamaður hitti Svavar aftur sl.
miðvikudag höfðu á sjöunda tug
blaðsíðna verið fyUtar og ótal fyrir-
tæki reitt nokkurt fé af höndum.
Hann var nýkominn af fundi fjár-
málaráðherra sem hafði tekið vel í
að styrkja átakið og var hann bjart-
sýnn á stuðning fleiri ráðuneyta
vegna þess góða fordæmis sem fjár-
málaráðherra sýndi. ,
„Mér standa nú orðið aUar dyr
opnar. Það sýna þessu flestir skiln-
ing og það er eflaust ekki síst að
þakka fjölmiðlaumfjöUun. Ef ég
hringi til dæmis í fyrirtæki og bið
um framlag þá er bara skrifaður
tékki og hann lagður inn á reikning
átaksins. Nú æUa ég að fara að hafa
samband við fyrirtæki á lands-
byggðinni sem ég hef ekki gert mik-
ið af tU þessa.“
Kostar miklu til sjálfur
En það er ekki einungis framlög
fyrirtækja í baráttunni sem hann
Svavar hefur lagt til tækjakaupa.
Sjálfur hefur hann kostað umtals-
verðu af eigin fé tU átaksins en seg-
ir þó nú svo komið að eigin sjóðir,
sem eru til komnir vegna sölu hans
á eigin fyrirtæki og erfðafé, séu
orðnir fuUrýrir tU að hægt sé að
ganga í þá af sama krafti og áður.
Hann segist þó hafa liUar áhyggjur
af þessu því hann hafi Guð með sér
og hann geti gert kraftaverk í fjár-
málum þótt hann borgi ekki reikn-
ingana.
Fákk köllun
Aðspurður hvað fengi hann til
kosta svona miklu til að standa í
þessu án þess að þyggja nokkurt fé
fyrir segir Svavar að hann hefði
fengið köllun. Það var fyrst árið
1969 sem hann fékk köllun um að
fylgjast með fjármálum þjóðarinnar
en það var ekki fyrr en 1994 að hann
fékk köUun um að beina kröftum
sínum að fíkniefnamálum. Svavar
segist hafa rætt við ungan vin sinn
sem hann vissi að var í fikniefna-
neyslu og borið undir hann hvort
ekki væri best að fara út á meðal
fólksins og biðja það að hætta. Hann
hafi sagt sér að hætta að hugsa um
þetta svona nema hann vildi láta
drepa sig. í desembef 1994 hafi hann
svo heUt sér út í baráttuna af krafti
með því að senda Alþingi áskorun
um að skera upp herör gegn fíkni-
efnavandamálinu.
- Hvemig tók fólk svo þessari
köUun þinni?
„Ég var nú farinn að segja fólki
frá þessu og sagði að ég væri með
svipaða köUun og Jóhanna frá Örk.
Það var eins og flestir trúðu mér
ekki. Ég eignaðist hins vegar góða
vini seinna meir sem fylgdust með
mér og það var mér mikils virði.
Þetta fólk lagði að mér að leggja
áherslu á að berjast gegn fikniefna-
vandamálinu og það starfar með
mér á bak við tjöldin. Þetta var oft
erfitt enda fylgdi mikið álag þessari
köUun."
Bæklingur til allra
fjölskyldna
„Ég stefni að því að bæklingur-
inn komi út 1. mars og þá verði
byrjað að bera hann út um allt land.
Ég hef verið í sambandi við Póst og
síma um að þeir geri það fyrir mig
en þeir hafa ekki gefið ákveðið svar
en það er mín ósk að komast í sam-
band við fólk í hverju byggðarlagi
sem sjái um að dreifa honum eða þá
að félagasamtök, eins og Lions eða
Kiwanis, sjái um að koma honum
inn á öU heimUi. Ég leitaði til dæm-
is til Lionsmanna um fjármagn til
útgáfunnar og vona að það fari að
skUa sér núna.“
Svavar segist hafa verið í sam-
bandi við Hagstofuna og þar hafi
hann fengið þær upplýsingar að
heimUin í landinu væru 95 þúsund
en hann hafi ekki enn fengið upp
gefið hve mörg heimili væru í
hverju byggðarlagi.
Horfir til lands-
byggðarinnar
Svavar segir að hann hafi talsvert
gert að því að fara á fundi og ræða
um fíkniefnavandamálið sem hann
segist vita orðið talsvert um í gegn-
um baráttu sína. TU dæmis hafi
hann nýlega haldið hálfs annars
klukkustundar erindi um fikniefni.
„Fundarmenn ætluðu aldrei að
hætta að spyrja. Það er greinUegt að
almenningur í landinu veit ekkert
um hve vandamálið er stórt eða yfir-
leitt ekki neitt um fikniefni. Þessi
bæklingur verður því mjög gott inn-
legg i umræðuna - hann er svo hnit-
miðaður. Ég tel brýna þörf á því að
hann fari inn á hvert heimUi, hvort
sem þar eru börn eða unglingar. Það
þurfa aUir að vita um þessi mál.
Þarna er hægt að lesa um aUar
kringumstæður sem koma upp og
hvernig eigi að bregðast við þeim.
Það er ekki bara mín skoðun hversu
góður hann er. Elías Krisljánsson,
tollfuUtrúi á KeflavíkurUugveUi, sem
hefur hvatt mig til dáða í þessu verk-
efni mínu, er alveg sammála mér en
hann starfar mikið að félagsmálum
og reynir að koma forvarnarboðskap
á framfæri þar.“
Bæklingurinn er breskur og fékk
Svavar hann sendan hingað ásamt
ýmsu öðru forvarnarefni sem breska
heUbrigðisráðuneytið hefur gefið út
- þar á meðal teiknimyndasögu á
plakati sem ætlað er barnaskólum og
Svavar hefur látið ljósrita og komið
á framfæri í sumum grunnskólun-
um. En það er mat Svavars að for-
varnarfræðsla eigi fullt erindi í
grunnskólana. Hann hafi til dæmis
komist að því að þess séu dæmi að
fikniefni séu í skólunum þótt skóla-
stjórar fuUyrði að í þeirra skóla sé
enginn slíkur vandi. Að því hafi
hann komist af samtölum sínum við
nemendurnar. Þeir séu reyndar öfl-
ugasti aðUinn til að berjast gegn
fikniefnavandanum. Þeir viti hverjir
það eru sem neyta þeirra og viti að
það er verið að skapa þeim sjálfum
hættu. Nú er hins vegar verið að
leggja lokahönd á þýðingu bæklings-
ins fyrrnefnda sem ætlaður er for-
eldrum og aðstandendiun ungmenna.
Eins og fyrr segir er Svavar eng-
an veginn hættur í baráttu sinni.
Nú ætlar hann að beina sjónum sín-
um að fyrirtækjum og einstakling-
um á landsbyggðinni og reyna að fá
fjármagn frá ríkinu. Hann segir að á
meðan stjómvöld sýni málinu ekki
meiri áhuga verði frumkvæðið að
koma frá einstaklingum og hann sé
einn af þeim. -pp
GBM16-2 RE Borvél 1050w
GWS 9-125
Slípirokkur 900w
GFZ16-35 AC Trésverðsög
GWS 21-180 J
Slípirokkur
2100w
GBH 2-24 DSR
Lofthöggborvél
m<§> BOSCH
BOSCH umboðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
B R Æ Ð U R N I R
OfcdSSONHF
Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807
e BOSCH
Handvepkfærí
Söiuaðllar:
Málningarþjónustan, Akranesi (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bílavara-
hlutir og fl). Póllinn, ísafirði (Handverkfæri). KEA, Akureyri (Handverkfæri og fl).
Þórshamar, Akureyri (Bílavarahlutir og fl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og bílavarahlutir).
Víkingur, Egilsstöðum (Handverkfæri, btlavarahlutir og (hlutir).Vélsmiðja Hornafjarðar,
Hornafirðl (Handverkfæri, bílavarahlutir og fl). Bygglngavörur Steinars Árnasonar hf.,
Selfossi (Handverkfæri).