Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Síða 27
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996
tOttHSt 27
ísland
— plötur og diskar-
| 1.(1) Crougie d'ou lá
Emilíana Torrini
t 2. ( 5 ) The Memory of Trees
Enya
t 3. ( - ) Presidents of the United States...
Presidents of the United States...
| 4. ( 2 ) Pottþétt 1995
Ýmsir
t 5. ( 7 ) Gangsta's Paradise
Coolio
t 6. ( - ) Boys for Pele
Tori Amos
t 7. (Al) Life
Cardigans
t 8. (17) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
| 9. ( 6 ) Melon Collie and the Infinite...
Smashing Pumpkins
# 10. ( 9 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
$ 11. ( 3 ) Different Class
Pulp
112. (15) Drullumall
Botnleöja
113. (20) Love Songs
Elton John
114. (12) Crazysexycool
TLC
115. (18) Maxinquaye
Tricky
116. (13) The Bends
Radiohead
117. (Al) Þrekogtár
Ur leikriti
118. (Al) Jagged Little Pill
Alanis Morrisette
119. ( - ) Tical
Method Man
120. ( - ) Liquid Swords
Genius
London
-lög-
| 1(1) Spaceman
Babylon Zoo
t 2. ( 3 ) Anything
3T
4 3. ( 2 ) Slight Return
Bluetones
t. 4. ( - ) Lifted
Lighthouse Family
t 5. ( - ) | Just Want to Make Love to You
Etta James
t 6. ( - ) One of Us
Joan Osbourne
t 7. ( - ) Do U Still?
East 17
t 8. (12) I Wanna Be Hippy
Technohead
4 9. ( 8 ) One by One
Cher
4 10. ( 4 ) Jesus to a Child
George Michael
New York
-lög-
) 1. ( 1 ) One Sweet Day
Mariah Carey & Boyz II Men
{ 2. ( 2 ) Exhale (Shoop Shoop)
Whitney Houston
| 3. ( 3 ) Missing
Everything butthe Girl
| 4. ( 4 ) One of Us
Joan Osbourne
t 5. ( 5 ) Hey Lover
LL Cool J
t 6. (21) Not Gon' Cry
Mary J. Blige
| 7. ( 6 ) Name
Goo Goo Dolls
| 8. ( 8 ) Be My Lover
La Bouche
t 9.(10) NobodyKnows
The Tony Rich Project
4 10. ( 7 ) Breakfast at Tiffany's
Deep Blue Something
Bretland
— plötur og diskar—
J 1.(1) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
t 2. ( 3 ) Jagged Little Pill
Alanis Morrisette
t 3. ( 4 ) Different Class
Pulp
t 4. (17) The Bends
Radiohead
t 5. ( - ) Deliverance
Baby D
4 6. ( 2 ) Boys for Pele
Tori Amos
4 7. ( 5 ) Robson & Jerome
Robson & Jerome
t 8. ( 9 ) All Change
Cast
4 9. ( 6 ) History - Past Present and Future ..
Michael Jackson
t 10. (16) It's a Man's World
Cher
Bandaríkin
— plötur og diskar —
J 1. (1 ) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
t 2. ( - ) Boys for Pele
Tori Amos
J 3. ( 3 ) Jagged Líttle Pill
Alanis Morrissette
4 4. ( 2 ) Daydream
Mariah Carey
J 5. ( 5 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
4 6. ( 4 ) Sixteen Stone
Bush
J 7. ( 7 ) The Woman in Me
Shania Twain
4 8. ( 6 ) Cracked Rear View
Hootie and the Blowfish
t- 9. (11) The Memory of Trees
Enya
410. ( 8 ) Mellon Collie and the Infínite ...
Smashing Pumpkins
Smashing Pumpkins og tvöfalda platan þeirra
Corgan, Iha, D’Arcy og Chamberlain hafa starfað saman í átta ár undir nafninu Smashing
Pumpkins. Tónlistin er melódískt rokk og skáldskapur, ímyndin þykir annaðhvort töff eða
tepruleg.
Eftir að hafa selt milljónir ein-
taka af plötunum „Gish“, „Siamese
Dream“ og b hliða plötunni „Pisces
Iscariot" býður hljómsveitin Smas-
hing Pumpkins áheyrendum sínum
upp á nýja plötu, „Mellon Collie and
the Infinite Sadness“. Platan er tvö-
föld og innheldur 28 lög eða rúmlega
tvo og hálfan tíma af yfirþyrmandi
rokktónlist. Hún er afrakstur 10
mánaða í hljóðveri, þar sem unnið
var í tólf tíma hvern dag, og sam-
starfs laga/textahöfundarins, gítar-
leikarans, söngvarans og nýlega pí-
anóleikarans Billy Corgan, gítar-
leikarans James Iha, bassaleikarans
D’Arcy og trommuleikarans Jimmy
Chamberlain.
„Hugmynd mín var að koma öllu
fyrir sem lífið hefur upp á að
bjóða,“ segir Corgan. „Óendanlegri
sorg, já, en líka gleði, reiði, tví-
bendni og furðuverkum."
Enginn einn uppruni
Faðir Corgans var gítarleikari í
R&B hljómsveitum í Chicago-borg
en Corgan byrjaði að spila á ung-
lingsárunum eftir að hafa fengið
forsmekk af „nánast öllum tónlist-
arstefnum”. Hann minnist þess að „
. . . heima voru til plötur með Del-
fonics og Steve Wonder. Seinna
komu plötur með Led Zeppelin,
Jimi Hendrix og The Beatles. Svo
heyrði maður í Cheap Trick, The
Rasberries o.fl. í útvarpi áttunda
áratugarins." Vinna í plötubúðum
hjálpaði honum líka til að sjá „ . . .
sameiginlega hluti með Hendrix og
John Coltrane og Sinatra og Miles
Davis.“ Bráðlega rann upp fyrir
honum ljós: „Góð tónlist upprætir
algjörlega allar hugmyndir um upp-
runa.“ Slík upprunaútþurrkun
myndi líklega lýsa tónsmíðum Corg-
an hvað best.
Samstarfið
Eftir að hafa verið fremstur í The
Marked, rokkbandi frá borg vind-
anna, búandi til
demóupptökur í
nokkur ár hitti
Corgan Iha, D’Arcy
og Chamberlain árið
1988. Fyrsta platan
þeirra (Gish) kom út
árið 1990. Hún náði
heimsathygli. Sam-
bland melódíu, hrá-
leika gítarsins og
skáldskapar Corg-
ans virtist virka. í
byrjun árs 1992 var
svo komið að hljóm-
sveitin var orðin vel
smurð rokkmask-
ína. Með smátöfrum
og einbeitingu af
hálfu sveitarinnar
var hún annaðhvort
elskuð eða hötuð.
Árið 1993 kom síð-
an Siamese Dream á
markaðinn og stað-
festi þau loforð sem
sveitin virtist gera
með fyrstu plötunni.
Lög eins og „Cherub
Rock“, „Disarm” og
„Todav" brutu
viðjarnar og komu
plötunni í milljóna-
sölu um allan heim.
Nýi hljómurinn féll
vel að þörfum hlust-
enda sem gleyptu
allt hrátt frá þessari
nýju súpersveit.
Blandan var áfram
rokk, melódíur og
skáldskapur (ímynd-
in þótti annaðhvort
töff eða tepruleg).
Nýja platan
Það var byrjað að vinna „Mellon
Collie and the Infinite Sadness"
stuttu eftir að hljómsveitin fór fyrir
fríðum flokki sveita á Lollapalooza
tónleikaferðalaginu árið 1994. „Við
erum heppin“ segir Corgan. „Mikið
af fólki studdi hugmyndina að tvö-
faldri plötu. Hugmynd sem er í raun
erfitt að útskýra án þess að hljóma
eins og maður sé genginn af göflun-
um.“ Helmingurinn af plötunni er
saminn á gítar, hinn helmingurinn
á píanó (sem Corgan byrjaði að
spila á fyrir rúmu ári). Upptöku-
stjórar á plötunni voru Flood og
Alan Moulder ásamt Corgan sjálf-
um. Textabrot: „Heimurinn er vam-
píra, stillt á uppþurrkun ...”
Of langt mál væri að lýsa tónlist
plötunnar enda kannski meira verk
plötugagnrýnanda en greinahöfund-
ar. Hér fyrir ofan höfum við hins
vegar tilfinningu meðlima fyrir af-
rakstrinum, þín tilfinning kemur eft-
ir langa og stranga hlustun.
GBG
- 1
m ->..............1 ■
.
Í J
Tekur upp plötu á íslandi?
Samkvæmt staðfestum fréttum frá útgáfufyrirtæki bresku stór-
hljómsveitarinnar Blur mun sveitin hljóðrita næstu plötu sína á ís-
landi! Söngvari Blur, Daimon Albarn lét þessa getið í framhjá-
hlaupi í samtali við Internettímaritið Addicted to Noise en þar sem
hann er þekktur fyrir að draga blaðamenn á asnaeyrunum var haft
samband við útgáfufyrirtæki Blur sem staðfesti orð söngvarans.
Ekki fylgir fréttinni hvar Blur muni taka plötuna upp hér á landi
eða hvenær hljómsveitin sé væntanleg til landsins. Engu að síður
er ljóst að ef þessar fregnir eiga við rök að styðjast mun þetta vekja
verulega athygli á íslandi og hver veit nema þetta verði til þess að
fleiri þekktar hljómsveitir leggi leið sína hingað til lands til plötu-
upptöku. -SþS-