Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Síða 32
40
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996
- Holland og Danmörk vilja taka upp ókeypis dreifingu
Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn__
Ókeypis dreifing ríkisvaldsins á
heróíni er orðin að veruleika. Til-
raun með 800 langt leidda flkla í
Sviss hefur gefið mjög góða raun og
nú eru Danir og Hollendingar í
startholunum. Þessi tilraun hefur
einnig verið' reynd í smærra mæli í
Englandi og Þýskalandi með já-
kvæðum niðurstöðum.
Tilraunin gengur út á það að ná
þeim sem lengst eru leiddir af göt-
unni og losna við glæpi sem neysl-
unni fylgja. Gramm af heróíni,
framleiddu á tilraunastofu, kostar
250 krónur en er selt á 25 þúsund
krónur á svarta markaðinum.
Fíkniefnamarkaðurinn í Evrópu er
talinn velta 35 þúsund milljörðum
eða fjárlögum íslenska ríkisins í 350
ár. Tilraunin dregur því samhliða
úr hagnaði fíkniefnahringanna.
Einkum er þetta þó hugsað sem lið-
ur í að bæta heilbrigðisástand þegn-
anna, gefa fíklunum færi á að koma
stjórn á líf sitt og fá vinnu og eigið
húsnæði.
Jákvæð reynsla í Sviss
í hálft annað ár hefur staðið yfir
verkefni í stærstu borgum Sviss þar
sem um 800 langt leiddum heróínist-
um er boðið upp á frítt heróín und-
ir handleiðslu lækna. Reyndar
þurfa þeir formsins vegna að greiða
800 krónur fyrir dagskammtinn sem
annars kostaði um 25 þúsund krón-
ur á svarta markaðinum. Efnið, sem
er 99 prósent hreint, kemur frá til-
raunastofum í Frakklandi og kostar
framleiðslan einungis 250 krónur en
er seld ólöglega á 100 sinnum hærra
verði á götunni. Aðeins hörðustu
neytendurnir geta tekið þátt í til-
rauninni, þeir verða að hafa verið
neytendur í fjölda ára og hafa geng-
ið í gegnum misheppnaðar meðferð-
ir. Tilraunin á að standa út þetta ár
og endanlegra niðurstaðna er að
vænta á árinu 1997. Þeir sem fylgst
hafa með tilrauninni telja flestir að
tilraunin hafi gefið mjög góða raun.
Barbara Muhlheim, sem stýrir
átakinu í Bern, segir heilbrigðis-
ástand fiklanna hafa batnað til mik-
illa muna, enda séu þeir lausir úr
götulíferninu. Eftir hálft annað ár
sé yfir helmingurinn í vinnu á veg-
um átaksins og nokkur hópur hafi
sjálfur fengið sér vinnu á almenn-
um markaði fyrir venjulegt kaup.
Aðeins yfirmennirnir vita að þeir
eru fiklar. Hún hefur þó lagt
áherslu á að með þessari tilraun sé
ekki búið að gefast upp á meðhöndl-
un og afeitrun. Takmarkið er að
losa fiklana alveg undan efninu og
fjölmargir hafa minnkað notkunina
töluvert og nokkrir eru alveg lausir
undan efninu.
Niðurstöðurnar eru þó ekki ein-
vörðungu góðar. Þannig hafa mjög
fáir alveg losnað úr viðjum eiturs-
ins og sumir þátttakendur kaupa
önnur fíkniefni, einkum kókaín,
samhliða tilrauninni. Félagsfræð-
ingurinn Anja Dobler frá Zúrich
hefur fylgst náið með tilrauninni og
er ein þeirra sem eiga að leggja mat
á framhaldið. Hún segir þetta ekki
leysa vandann en sé óneitanlega
skref í rétta átt. Margir fíklar hafi
hætt lögbrotum, fengið vinnu og séu
orðnir virkir þátttakendur í samfé-
laginu. Anja segir að það séu alltaf
einhverjir sem enga hjálp vilji en ef
hægt er að hjálpa 70-80 prósentum
sé það mikill árangur. Hún vonast
til þess að tilrauninni verði haldið
áfram.
Áætlunin
bjargaði lífi mínu
Áætlunin hefur bjargað lífi mínu,
segir Marin Aeschbacher, 48 ára
heróínisti, í viðtali við BT en hann
tekur þátt í tilrauninni í Sviss. Það
er vel hægt að vinna og lifa eðlilegu
lífi þótt maður taki heróín, bara ef
maður sleppur við allt stressið og
glæpina sem maður neyðist út í þeg-
ar maður þarf að kaupa efnið ólög-
lega.
Marin hefur verið fíkniefnaneyt-
andi í þrjá áratugi og þar af heróín-
isti í 12 ár. Hann missti eiginkonu,
veitingahús sem hann átti og rak og
var orðinn heimilislaus. Þegar verst
var þurfti hann 3 grömm á dag sem
kosta 75 þúsund krónur. Að lokum
var hann dæmdur í fangelsi þar
sem hann smitaðist af eyðni af not-
aðri sprautu. Aðeins tveimur mán-
uðum eftir að hann byrjaði í Koda-1
tilrauninni í Bern hafði hann fengið
vinnu í stórmarkaði og íbúð. í upp-
hafi fékk hann 800 millígrömm á
dag en er nú kominn í 150 og vonast
til þess að vera alveg laus frá efninu
í árslok.
Jacqueline Albori er 28 ára og
hefur neytt heróíns síðan hún var
15 ára. Hún segist ekki í vafa um að
verkefnið hafi bjargað lífi sínu. Nú
er hún komin með kærasta sem
ekki er neytandi og sjálf starfar hún
sem listamaður og stundar íþróttir,
skíðagöngur og fjallaklifur.
Meirihluti Dana
vill ókeypis heróín
Ríkisdreifing á ókeypis heróíni
hefur nær einokað umræðuna hér í
Danmörku frá því að Lars Ryhave,
formaður dómarafélagsins, lagði til
skömmu eftir nýárið að þessi leið
yrði farin.
Nú hefur komið í ljós að meiri-
hluti Dana er fylgjandi því að láta
þá fíkniefnaneytendur sem lengst
eru leiddir fá heróín undir hand-
leiðslu lækna. í skoðanakönnun
GfK frá síðustu helgi kemur fram að
51 prósent Dana er því fylgjandi, 38
prósent andvíg og 11 prósent eru óá-
kveðin. Ríflega 57 prósent af þeim
sem afstöðu tóku eru því fylgjandi
hugmyndinni. í kjölfarið hafa sér-
fræðingar og stjórnmálamenn
keppst viö að lýsa sig fylgjandi hug-
myndinni.í sömu skoðanakönnun
var spurt hvernig núverandi stefna
í fikniefnamálum hefði gengið. Að-
eins eitt prósent taldi hana hafa
gengið mjög vel og 17 prósent vel. 44
prósent töldu að illa hefði tekist til
og 30 prósent mjög illa. Aðeins 8
prósent voru óákveðin. Af þeim sem
afstöðu tóku eru því ríflega 80 pró-
sent Dana á því að ríkjandi stefna
gangi ekki upp.
Þótt aldrei hafi veriö lagt hald á jafn mikið af fíkniefnum og á síðasta ári tekst lögreglu- og tollyfirvöldum aðeins að ná broti þeirra fíkniefna sem eru í umferð.