Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 35
JE2Þ‘'%iT LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 íþróttir 4a „Ruud Gullit er draumur hvers framkvæmdastjóra “ - segir Glenn Hoddle, stjóri Chelsea, um hollenska knattspyrnusnillinginn Hollenski knattspyrnusnillingur- inn Ruud Gullit hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu upp á síðkastið og hef- ur honum verið hælt á hvert reipi fyrir frammistöðuna, bæði af spark- fræðingum í ensku dagblöðunum svo og samherjum og mótherjum hans í deildinni. Gekk ekki of vel í byrjun Gullit byrjaði svo sem ekkert allt of vel með Chelsea. Hann átti í meiðslum og þó svo hann léki með liðinu gekk hvorki né rak hjá því. Nú virðist sem Gullit hafi náð að að- laga sig ensku knattspyrnunni. Hann er orðinn heill heilsu og hefur verið að sýna frábæra takta í leikj- um Chelsea liðsins. Glenn Hoddle, framkvæmdastjóri Chelsea, ætlaði Gullit stórt hlutverk með liði Chelsea þegar hann fékk hann til liðs við sig frá Sampdoria og svo virðist sem það sé að ganga eftir. Hoddle sá Gullit fyrst fyrir sér sem aftasta varnarmann Chelsea liðsins og í þeirri stöðu lék hann fyrst með liðinu. Það var í fullu samráði við Gullit enda hafði Hoddle sagt þegar samningar við Gullit stóðu yfir að í þessari stöðu ætti hann heima. Vinsæll meðal stuðningsmanna og leikmanna Hoddle ákvað hins vegar fyrir nokkru að færa Gullit í sína stöðu, það er inn á miðjuna og þar hefur Gullit svo sannarlega blómstrað. Hann hefur matað félaga sína með frábærum sendingum og verið arki- tektinn af flestum sóknum liðsins. Með Gullit í broddi fylkingar hefur Chelsea vegnað mjög vel og skemmst er að minnast 5-0 sigurs liðsins gegn Middlesbrough þar sem Gullit lagði upp þrjú mörk. Gullit hefur verið tekið sérlega vel af stuðningsmönnum Chelsea og þá ekki síður af félögum hans í lið- inu og ummæli nokkurra leik- manna félagsins og þjálfarans segja nokkuð tU um ágæti þessa frábæra knattspyrnumanns, jafnt utan sem innan vallar. „GuUit er ekki bara frábær leik- maður, sem leikur stórt hlutverk með liðinu, heldur hefur hann miðl- að ungu leikmönnunum hjá okkur þeirri reynslu sem hann býr yfir. Strákarnir líta upp til hans og það er óhætt að segja að Gullit er draumur hvers framkvæmda- stjóra," segir Glenn Hoddle, stjóri Chelsea, um Gullit. Heimsklassa leikmaður „Hann er heimsklassa leikmaður og einn sá besti sem ég hef séð og leikið með. Skilningur hans og ná- kvæmni á knattspyrnuveUinum er með ólíkindum," segir Markh Hug- hes, framherji Chelsea. „Gullit er stórstjarna en hann heldur sig á jörðinni og er virkilega fínn náungi. Hann hefur frábæra knattspyrnuhæfíleika og hefur gert það heldur betur gott fyrir Chelsea á þessari leiktíð. Hann hefur hjálp- að mér að bæta mig sem knatt- spyrnumaður," segir hinn knái framherji Chelsea, John Spencer. Hef ekki orðið fyrir von- brigðum Sjálfur segir Gullit: „Ég var virki- lega spenntur þegar það kom upp að ég væri á förum til Englands og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þetta hefur verið mjög spennandi tími fyrir mig. Fótboltinn og and- rúmsloftið í kringum hann í Englandi er hlutur sem hver knatt- spyrnumaður ætti að reyna. Ég er mjög ánægður hjá Chelsea og sé ekki eftir því að hafa komið á Stam- ford Bridge," segir Gullit. „Það er erfitt að líkja boltanum hér í Englandi og á Ítalíu saman. Hraðinn er meiri í ensku knatt- spyrnunni og hvert félag fer með það að leiðarljósi að leggja andstæð- inga sína að velli, hvort sem leikið er heima eða að heiman. Á Ítalíu er þetta öðruvísi. Þegar liðin leika á útivöllum spila þau oft varfærnis- lega og eru sátt við að fá eitt stig. Held að enska knattspyrnan sé í mikilli sókn Engum dylst að bestu félögin á Ítalíu eru með þeim bestu í heimi í dag og sennilega eru fleiri betri knattspyrnumenn á Ítalíu en á Englandi. Ég held að enska knatt- spyrnan sé í mikilli sókn og það kæmi mér ekki á óvart þótt leik- menn frá Ítalíu vildu spreyta sig í ensku knattspyrnunni. Hún fær í það minnsta bestu meðmæli frá mér og ég gæti vel hugsað mér að Uengj- ast hér, fyrst sem knattspyrnumað- ur og síðan sem framkvæmda- stjóri,“ segir Gullit. -GH Ruud Gullit í búningi Chelsea á fleygiferð í leik með liðinu. Gullit hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og átt stóran þátt í velgengni liðsins að undanförnu. Glenn Hoddle, stjóri Chelsea, er yfir sig ánægður með frammistöðu Gullits. Staðreyndir j um Gullit ! Fullt nafn: Ruud Gullit. Fæddur: 1. september 1962, Amsterdam. Aldur: 32 ára. Félög: Haarlem, Feyenoord, PSV Eindhoven, AC Milan, Sampdoria, Chelsea. Keyptur til CHelsea: í júli 1995. Fyrsti leikur: gegn Everton 19. ágúst 1995. Leikir með Chelsea: 19 Mörk: 1. Ruud Gullit er mjög ánægður með dvölina hjá Chelsea og hann hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum með ensku knattspyrnuna. Gullit hefur gaman af góðri tónlist og hér slappar hann af með heyrnartólin á höfðinu á heimili sínu í Lundúnum. Chelsea leikur á útivelli gegn Coventry í dag og þar má búast við að Gullit haldi áfram að hrella andstæðinga sína. Hver veröur næsti þjálfari Englendinga? Flestir vilja fá Robson Enn er óvíst hver verður næsti landsliðsþjálfari Englend- inga í knattspyrnu í stað Terry Venableas sem hættir með liðið eftir Evrópukeppnina á Englandi í sumar. Margir hafa verið nefndir til sögunnar til að taka við þessu virta og ábyrgðar- mikla starfi og hafa knatt- spyrnufíklar á Bretlandseyjum og víðar skipst á skoðunum um hver eigi að stjórna skútunni. Enska knattspyrnutímaritið Shðot gerði skoðanakönnun hjá lesendum sínum á dögunum þar sem spurt var: Hvern vilt þú fá sem næsta landsliðsþjálfara? Bryan Robson, framkvæmda- stjóri Middlesbrough, og Kevin Keegan, stjóri Newcastle, skáru sig nokkuð úr. 23% vildu Robson og 22% vildu fá Keegan. Hér á grafinu fyrir neðan er niður- staða skoðanakönnunarinnar. -GH Hvern vilt þú fá sem næsta - landsliðsþjálfara Englands? - lesendur Shot spurðir - 0 5 10 15 20 ____25% rpv]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.