Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 9 Utlönd Díana féllst loks á lögskilnað frá Karli: Sorglegasti dagur sem ég hef lifað Díana prinsessa féllst í gær á að skilja að lögum við Karl ríkisarfa og binda þannig enda á 15 ára hjóna- band þeirra. í yfirlýsingu sagði tals- maður Díönu að þetta væri sorgleg- asti dagur í lífi hennar. Mjög erfitt hefði verið fyrir prinsessuna að taka þessa ákvörðun. En til að hindra of miklar vangaveltur um framtíð Díönu var fullyrt að hún yrði með í öllum ákvörðunum er vörðuðu tvo syni hennar og fengi áfram að búa í Kensington-höll. Þá var fullyrt að hún héldi titli sínum sem prinsessan af Wales en missti þau forréttindi að vera ávörpuð yðar konunglega hátign. Lítið ann- að var látið uppi nema hvað lög- fræðingur Díönu sagði að samning- ar um smáatriði skilnaðarins og peningagreiðslur væru eftir en Díana gæti haft hálfan annan millj- arð króna upp úr krafsinu. Bresku blöðin skýrðu frá því í gær að Díana og Karl hefðu hist yfir tebolla einn eftirmiðdag á dögunum og ákveðið skilnaðinn. Þó almennt hefði verið beðið eftir þessari yfir- lýsingu Díönu kom hún engu að síð- ur öllum í opna skjöldu, einnig El- ísabetu drottningu, tengdamóður hennar, og John Major forsætisráð- herra. Talsmaður Buckinghamhall- ar vildi í fyrstu ekki staðfesta frétt- ir um að Díana hefði samþykkt aö skilja en síðar kom staðfesting sem sagði einnig að Elísabet fylgdist með þróun mála af áhuga. Karl rik- isarfi var í heimsókn í hindúahofi í London þegar fréttirnar um ákvörð- un Díönu spurðust út. Hann virtist ekki sérlega ánægður að sjá og harðneitaði að tjá sig um málið. Díana fór aldrei dult með að hún væri andsnúin skilnaði en þegar ákvörðunin var tekin virtist sem hún ætlaði að halda um taumana og stýra fjölmiðlafárinu. Því varð hún á undan talsmönnum hallarinnar með yfirlýsingu. Er talið að Díana muni nota fjölmiölana óspart hvenær sem henni finnst að gert verði á hluta sinn í samningum um skilnaðinn. Fréttimar um skilnaðinn ruddu enda fréttum af Norður-írlandsmál- um af forsíðum margra dagblaða í Bretlandi í gær og í dag. Reuter Kanadíska rokksöngkonan Alanis Morissette kom sá og sigraði við afhendingu Grammy tónlistarverðlaunanna í Los Angeles í gærkvöld. Hún hlaut verðlaun fyrir plötu ársins, bestu rokkplötuna, besta rokklagið og sem besta rokk- söngkona ársins. Stórstjörnur eins og Mariah Carey og Joan Osborne fóru hins vegar tómhentar heim. Hér hampar Gloria Estefan, sem vann til verðlauna í flokki latnesk-amerískrar tónlistar, verðlaunum sínum. Símamynd Reuter Moröið á sænska forsætisráöherranum enn óleyst eftir 10 ár: Þúsundir minntust Palme Þúsundir Svía flykktust út á göt- ur Stokkhólms í kuldanum í gær- kvöld til að minnast þess að tíu ár voru liðin frá því að Olof Palme, þá- verandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur þegar hann og eigin- kona hans voru á heímleið úr kvik- myndahúsi. Um 150 manns höfðu safhast sam- an á gatnamótunum þar sem hann féll kl. 23.21 þann 28. febrúar 1986. Einfaldri bronsplötu hefur verið komið þar fyrir og i gærkvöld þöktu hana hundruð rauðra rósa sem óbreyttir borgarar höfðu lagt þar. Morðingi Palme leikur enn laus- um hala en Anders Helin ríkissak- sóknari sagði í blaðaviðtali í gær að sennilega yrði hægt að nafngreina morðingjann fyrir haustið. „Ég held að við munum þá geta sagt frá því hvað gerðist og hver hinn seki var,“ sagði Helin í viðtali við dagblaðið Aftonbladet. Hann sagöi þó ólíklegt að hinn seki yrði dreginn fyrir dómstólana nema morðvopnið fyndist. Sérfræðingar eru sammála um að ástæðurnar fyrir því að málið sé enn óleyst sé sambland ótrúlegrar heppni morðingjans og vanhæfni sænsku lögreglunnar. Þá hefur hver lögreglustjórinn á fætur öðrum við- urkennt að rannsókninni hafi verið klúðrað frá upphafi. Lögreglan er þó sannfærð um að morðinginn hafi verið brjálaður tækifærissinni sem greip tækifærið og drap Palme þegar hann gat. Bandaríska alríkislögreglan FBI styður þessa skoðun sænsku lög- reglunnar. Öllum samsæriskenn- ingunum sem hafa komið fram á undanfömum árum er vísað frá. Eúm maður, Christer Petterson, var ákærður og fundinn sekur um morðið árið 1989 eftir að Lisbet Palme, eiginkona forsætisráðher- rans myrta, bar kennsl á hann við sakbendingu. Petterson var sýknað- ur síðar sama ár. Hann hélt alltaf fram sakleysi sínu. Lögreglunni hafa borðist tugþús- undir visbendinga. Senn verður dregið úr umfangi rannsóknarinnar og frá og með næsta ári verða að- eins örfáir menn eftir til að kanna síðustu vísbendingarnar, ef morð- inginn verður þá ekki fundinn. Reuter fjölbreytt útgáfa á hverjum degi DV Bílar (alla mánudaga): í DV-bílum er fjallaö um allt sem viðkemur bílum og bílaáhugafólki á fróölegan og skemmtilegan hátt. DV (alla mánudaga): í DV-íþróttum eru ferskar frásagnir af íþrótta- viöburöum helgarinnar. DV DV DV DVI Helgin (alla fóstudaga): Frxöandi umfjöllun um þaö helsta sem er á döfinni í menningar- og DV Tónlist (alla föstudaga og laugardaga): Lifandi umfjöllun um allt sem er aö gerast í tónlistar- heiminum, bæöi hér á landi og erlendis, ásamt vinsælda- listum o.fl. -i! j ó Ph DV Ferðir (alla laugardaga): í DV-feröum finnur þú upp- lýsingar og vandaðar frásagnir um feröalög, bæöi innanlands og utan. \ ^BarnaEH^l (alla laugardaga): Getraunir, leikir, gátur og skemmtilegar sögur fyrir hressa krakka. '* I »-AT4| fyrir þig Tippfréttir (alla þriöjudaga): í DV-tippfréttum finnur þú allt sem viökemur enska og ítalska boltanum og Lengjunni. leik 'XiStks Tilveran (alla þriöjudaga): Skemmtileg og ööruvísi neytenda■ umfjöllun, allt sem viökemur fjölskyldunni, heimilinu, vinnunni og áhugamálum fólks. Dagskrá, kvikmyndir og myndbönd 12 13 HULÚ.v 1 DR.NO a RoEtíTAP. .0/12 BK '2/r m BRéF mjfcm (alla fimmtudaga): Litrík umfjöllun um allt sem er aö gerast í heimi kvikmynda og myndbanda, ásamt dagskrá Ijósvakamiölanna í heila viku. étti. stdk vor leiíJr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.