Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVl'K, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingan 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. rri. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Flokkar í feluleik
Fjármál stjórnmálaflokka hafa enn komið til umræðu
eftir að DV birti tölur um kostnað við kosningabaráttu -
Alþýðuflokksins, auk annarra upplýsinga um fjármál
flokksins, sem blaðið hafði undir höndum. Þar kom fram
að fjárhagsleg staða flokksins væri veik.
Formaður Alþýðuflokksins hefur í framhaldi þessa
sent blaðinu bréf sem birt er í dag. Þar lýsir formaður-
inn því að hann sé ósáttur við skrifin um leið og hann
fer yfir tekjur og gjöld flokksins. Elokksformaðurinn seg-
ir að á kjörtímabili núverandi gjaldkera hafi orðið
stakkaskipti varðandi umgengni og varðveislu bókhalds-
gagna flokksins.
í athugasemd blaðamanns, sem birt er samhliða bréfi
formannsins, kemur fram að blaðið styðst við skriflegar
heimildir úr Alþýðuflokknum sjálfum. Heimildir blaðs-
ins eru traustar og ekki er um að ræða upploginn áburð
eins og formaðurinn heldur fram.
Það er hins vegar rétt hjá formanni Alþýðuflokksins
að fLokkurinn birtir opinberlega efhhags- og rekstrar-
reikning sinn. Það er vert að geta þess sem vel er gert.
Með þessu móti sjá kjósendur stöðu flokksins. Kvenna-
listinn hefur líka opinberað fjármál sín eins og fram hef-
ur komið í DV.
Aðrir flokkar eru hins vegar í feluleik með íjármál sín,
mismiklum þó. í blaðinu í gær var greint frá fjárþröng
Alþýðubandalagsins. Þar fengust nokkrar upplýsingar
um stöðu flokksins en framkvæmdastjóri vildi þó ekki
greina frá brúttóskuldastöðu.
Komið var að lokuðum dyrum hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Framkvæmdastjóri flokksins sagði reikningana
lagða fyrir miðstjóm. Föst venja væri að gefa öðrum en
þessari flokksstofnun ekki upplýsingar um flármál
flokksins. Almennir kjósendur fá því ekkert að vita um
fjármál stærsta stjómmálaflokksins. Ejármál hins stjóm-
arflokksins, Framsóknarflokksins, hafa heldur ekki ver-
ið uppi á borðinu.
Það er eðlileg krafa að settar verði reglur um íjármál
stjómmálaflokka og reikningar þeirra verði gerðir opin-
berir. í Viðskiptablaðinu í gær er fjallað um íjármál
flokkanna í framhaldi skrifa DV um fjármál Alþýðu-
flokksins. Þar er það rifjað upp að ófullkomnar reglur
gilda um flármál flokkanna. Bókhalds- og upplýsinga-
skylda þeirra er lítil þrátt fyrir það að fjármagn renni til
þeirra beint úr ríkissjóði.
Viðskiptablaðið minnir einnig á áskorun 8 háskóla-
kennara frá árinu 1993. Þar kom fram að í flestum nálæg-
um löndum gilda skýrar reglur eða lög um fjárreiður
stjómmálaflokka. Þeim er ætlað að að vemda almenning
gegn afleiðingum óeðlilegra fjárhags- og hagsmuna-
tengsla á milli fjársterkra fyrirtækja, hagsmunasamtaka
og stjómmálaflokka.
Létta þarf leyndarhjúpnum af fjármálum þeirra stjóm-
málaflokka sem hafa ekki þegar gert það. Framkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins sagði í gær að aðkallandi væri
að flokkamir, styrktir af almannafé, gættu sín hvað
eyðslu snerti. Ekki væri ábyrgt að eyða um efni fram í
kosningabaráttu. Framkvæmdastjórinn kallar eftir því
að nefnd, sem er að fjalla um íjárreiður flokkanna, komi
með siðareglur í þessum efhum.
Siðareglur um kosningabaráttu em ágætar en ganga
verður mun lengra. Reikninga flokkanna á að birta opin-
berlega og hætta öllu pukri.
Hættan er hins vegar sú að mál, sem snerta stjóm-
málaflokkana beint, dagi uppi á Alþingi. Viljann skortir
þegar til kastanna kemur.
Jónas Haraldsson
iiXUttiiKi
Þjóð sem misskilur lýðræði og skyldur druslast áfram en leysir sjaldan vanda.
Lýðræði
og ábyrgð
Einn tilgangur með lýðræði er
það að vilja gera manninn frjáls-
an. Þetta gleður flesta enda leggja
margir sína merkingu í frelsið,
sjáifum sér í hag en ekki jafn mik-
ið öðrum. Þess vegna kjósa nú
flestir lýðræði fremur en einræði.
Annað einkenni er á lýðræði; það
að vilja færa öllum sama rétt.
Menn gleðjast yfirleitt yfir slíku
en ekki hinu sem fylgir; að um
leið eru allir jafn ábyrgir gerða
sinna, ekki bara hvað varðar fjöl-
skyldu, makann og bömin, heldur
eins langt og ábyrgð einstaklings-
ins nær í þjóðfélaginu sem heild.
Almennar kosningar eru þáttur í
samábyrgð þegnanna á stjóm rík-
isins.
Hagsæld frá vöggu
til grafar
í einræðisríkjum er enginn
ábyrgur. Einvaldurinn fer sínu
fram eftir eigin geðþótta. Hann lít-
ur á vilja sinn sem köllun til að
leiða þjóðina, líkt og Messías væri.
Þetta leiðir til grimmdar og geð-
veiki einvaldsins en volæðis og
sinnuleysis hjá aimenningi.
Eitt veikasta atriðið í stefnu fé-
lagshyggju samtímans, eins og
hún hefur verið boðuð og sýnt sig
í þeirri velferð sem við höfum not-
ið á síðurstu áratugum, er hug-
myndin um að ríkið eigi að sjá um
hagsæld manna frá vöggu til graf-
ar. Með þessu móti hefur stefnan
snúist smám saman upp i and-
stæðu sína og gert ríkið að eins
konar mildum einræðisherra en
okkur að ábyrgðarlausum dusil-
mennum. Viö höfum næstum eng-
Kjallarinn
Guöbergur Bergsson
rithöfundur
um skyldum að gegna, aðeins þeir
sem vinna erfiði og borga skatta
svo ríkið hafi úr einhverju að
moða til að geta haldið áfram að
moða í okkur.
Á annarra ábyrgð
Þegar þörfrn fyrir að létta störf
og losna við „ok“ vinnunnar leiddi
til vélvæðingar snerust þægindin
upp í andstæðu sína: Vélin létti
svo störfin að þeir sem þoldu ekki
púl gátu starfað eins og aðrir. Þeir
sóttu út á vinnumarkaðinn þegar
vélin gerði manninn að möguleg-
um atvinnuleysingja en óþarfan
sem verkamann.
Þróunin kemur hart niður á ís-
lendingum sökum eðlis og sögu
okkar. Nýlendur lúta og þegnarnir
eru ábyrgðarlausir, enda ráða þeir
engu. Svo við kynntumst seint
ábyrgðinni sem fylgir lýðræði og
veigrum okkur við að vera ábyrg-
ir eigin gerða. Ofan á þetta bætist
að hugmyndin um velferðarríkið
varð að veruleika um svipað leyti
og við urðum lýðveldi sem hagn-
aðist á stríði sem var fyrir utan
okkur og á annarra ábyrgð.
Druslast áfram
Ábyrgðarleysi okkar er samfara
hugmynd um sakleysi okkar og
við notum hvert tækifæri, ekki til
að styrkja þor heldur forðast og
sakfella aðra.
Allir fundu sökina hjá Könum
og konur nú hjá körlum: Allt er
þetta samhengi. Þjóð sem misskil-
ur lýðræði og skyldur druslast
áfram en leysir sjaldan vanda.
Guðbergur Bergsson
Ábyrgðarleysi okkar er samfara hugmynd
um sakleysi okkar og við notum hvert
tækifæri, ekki til að styrkja þor heldur
forðast og sakfella aðra.
Skoðanir annarra
Húsnæðiskerfið í uppstokkun
„Það er vonandi að uppstokkun húsnæðiskerfisins
haldi áfram með það að stefnumiði að leggja niður
Húsnæðisstofnun ríkisins... Húsnæðisstofnun 'er
óþarfur og dýr milliliður þegar flestum er orðið ljóst
að bankakerfið er rétti aðilinn til að sjá um þessi
mál. Vandkvæði við tæknilegar útfærslur mega ekki
stöðva jafn skynsamlega ráðstöfun og þá að flytja
verkefni í Húsnæðisstofnun inn í bankakerfið."
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 28. febr.
Ávinningur af Schengen-aöild
„Ein helsta röksemd þeirra, sem leggjast gegn
Schengen-aðild, hefur verið sú að kostnaður vegna
aukins eftirlits með ytri landamærmn Schengen-
svæðisins og vegna breytinga á Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar verði of mikill. Það hefur hins vegar kom-
ið fram að kostnaðarsamar breytingar á flugstöðinni
verða ekki mnflúnar hvort sem er vegna aukinnar
umferðar um Keflavíkurflugvöll. Slíkar breytingar
eru nauðsynlegar, til dæmis til að tryggja skjóta
þjónustu og að flugfélög, sem nota stöðina, geti hald-
ið áætlun... Ávinningur af Schengen-aðild til lengri
tíma er svo mikil að fráleitt væri að fóma honum
vegna útgjalda sem við blasir að þarf að ráöast í
hvort sem er.“
Úr forystugreinum Mbl. 28. febr.
Ódýrara yfir Hvalfjörö
„Ódýra aðferðin er einfaldlega að byggja garða út
í fjörðinn sitt hvom megin frá og láta bílaferju
ganga á milli. Ferðin myndi taka fáeinar mínútur og
vel mætti hafa ferjurnar tvær eða fleiri á annatím-
um. Nokkrir ferjumenn ganga vaktir allan sólar-
hringinn ef svo vill verkast og myndi útgerðin öfl
ekki þurfa að kosta nema brot af því viðhaldi sem
reiknað er með að þurfi að láta í göngin."
OÓ í Tímanum 28. febr.