Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 UV
Það er þriðjudagur 27. febrúar.
Ég vakna háifvönkuð eins og
venjulega, stirfin og stúrin. "Það er
grámóskuleg vetrarbirta úti fyrir.
Ég fjarlægi tæmar á fimm ára
gömlum syni mínum úr eyranu á
mér. Hann kemur alltaf tiplandi
um þrjúleytið, ískaldur eins og lit-
ill frostpinni, og treður sér milli
mín og pabba sins. Ég slekk á
vekjaraklukkunni. Hún er hálfníu.
Rennsli á leikritinu Hinu ljósa
mani byrjar kl. 10 og eins gott að
halda á spöðunum. Ég fer fram úr
og ætla að kveikja á kafiikönnunni
en man þá ákvörðunina frá því í
fyrradag. Ekkert kaffi! Það gerir
þig stressaða, þú mátt ekki við því,
nóg er nú samt! Hvurs lags líf er
þetta eiginlega orðið, hugsa ég
meðan ég blanda mér koffinlaust
tesull sem ekki er til nokkurs
gagns. Enginn sykur, ekkert ger,
engar sígarettur og nú ekkert
kaffi. Ger og sykurákvörðunin var
tekin í örvæntingarkasti úti í
London í sumar þar sem íslands-
klukkan var í farteskinu og á
annarri hverri blaðsíðu stóð: Snæ-
fríður Islandssól, hún er mjó! En
Sigrún Edda Björnsdóttir
að sér að passa, því í kvöld þurfum
við hjónin að fara á fund í leikhús-
inu. Ég ætla mér að flytja mitt er-
indi á fundinum og lýsa skoðunum
mínum.
Kóbraslöngur og
kameljón
Ég læt renna í bað fyrir son
minn og jánka alltaf annars hugar
öllu því sem hann segir mér um
stórbrotinn lifnað og eðli kóbra-
slöngunnar og þær hættur sem
maður getur orðið fyrir ef
kameljón sest að í íbúðinni okkar.
„Ha!“ segir hann hissa. „Viltu láta
hana éta þig!“ „Hverja?“ spyr ég,
og átta mig á að ég hef verið að
svara út í hött. „Nú grameðluna á
náttúrugripasafninu!" „Þú ert nú
bara algjör fataprestur, mamma.“
Ég knúsa hann og systir hans tek-
ur að sér að lesa fyrir hann. Hvað
ég er annars rík að eiga svona dýr-
gripi.
Þá er það fundurinn. Fundurinn
hefst, menn skiptast á skoðunum.
Atkvæðagreiðslu. Meirihluti er
Dagur í lífi Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu:
Vaknað með tær barnsins í eyranu
spegillinn á hótelherberginu sagði:
Sigrún Edda, þú ert ekki mjó!
Jæja, það fuku þó sex kíló, hugsa
ég meðan ég bryð hrökkbrauðið.
Þá heyrist tipp, tapp, tipp, tapp
og lítill rauðhærður gæi, eigandi
tánna, birtist nuddandi augun í
mjúku köflóttu náttfötunum sín-
um, með Batman, ofurhetjuna
sína, prentaða á bolinn. Hann þarf
að láta knúsa sig smá og fá síðan
súrmjólkina og Honey Nut Cheer-
iosið sem hann borðar um leið og
hann syngur sjónvarpsauglýsing-
una um hollustu morgunverðar-
ins. Svo vaknar hver af öðrum,
heimilið kemst í sitt eðlilega horf,
allir flýta sér í vinnu, skóla og
bamaheimili.
Ég syng svolítið í bílnum til að
hita röddina aðeins. Það er vont að
fara kaldur inn á leiksvið - svo er
ég komin í Borgarleikhúsið. Ég fer
í bláa fallega kjólinn hennar Snæ-
fríðar, teygi úr skönkunum til að
fá hita í skrokkinn. Þá segir rödd í
kaUkerfinu: „Leikarar á svið, til-
búnir í tæknirennsli."
Forréttindakona
Uppsagnir og átök í leikhúsinu
setja mark sitt á andrúmsloftið
meðan kollegar mínir bíða þess að
æfmgin sé sett í gang. Við tökum
okkur stöðu og dásamleg tónlist
fyllir loftið. Ég signi mig og bið al-
mættið um einbeitingu og styrk.
Ljósin koma upp og ég geng á vit
skáldskaparins. Fæ að njóta þess á
grámyglulegum þriðjudagsmorgni
að setja mig í spor einhverrar stór-
brotnustu kvenpersónu bókmennt-
anna. Hvilik forréttindakona er ég!
Að loknu rennslinu kem ég út af
sviðinu og veit ekkert hvað ég á að
segja. Allt verður svo hversdags-
legt. Leikstjórinn minn gerir ýms-
ar athugasemdir sem ég þarf að
taka inn og hugsa hvemig gera má
betur. Ég hendist því næst upp á
Stöð’ 2. Þar er m.a. mættur leikar-
inn sem leikur Áma, þann sem
Snæfríður elskar. Við setjumst inn
í stúdió. Ég les fyrir Ripp, Rapp og
Rúpp og hann Jóakim frænda inn
á teiknimynd. Já, það má með
sanni segja að það sé skammt
stórra högga á milli í þessum
bransa. Svo er kjaftað og sagðir
brandarar. Ég hringi heim og gef
fyrirskipanir um að setja kartöfl-
umar í pottinn, ég sé að koma.
Það em fagnaðarfundir við
kvöldverðarborðið. Atburðir dags-
ins ræddir. Dóttir mín hefur tekiö
ekki sammála mínum skoðunum.
Þá það. Allt er þetta fólk sem mér
þykir vænt um og öll eigum við
það sameiginlegt að vilja leikhús-
inu okkar það besta. Þá er að
hunskast heim í bólið.
Síminn hringir stöðugt, ýmsir
þurfa að spjalla svolítið meira.
Klukkan er hálfeitt. Þá er bara að
leggjast í fangið á manninum sín-
um að afloknum löngum degi og
láta sig líða á vit draumanna, um
leið og ég renni yfir það í hugan-
um sem ég ætla að gera betur á
morgun í túlkun minni á Snæfríði
Bjömsdóttur Eydalín.
Finnur þú fimm breytingar? 348
MODEL XH
Zl' km/t
y~/m
■ Litli rauöi hnappurinn skýtur þér úr sætinu ef allt annað bregst.
Nafn:.
Heimili:-
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og
sjöttu getraun reyndust vera:
1. Róbert Óli Skúlason
Grensásvegi 46
108 Reykjavík
2. Dóra Jakobsdóttir
Hringbraut 48
107 Reykjavík
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú finun breytingar? 348
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík