Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 IjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sigur á andsnúnu kerfi Hæstaréttardómur í máli ungrar konu, sem slasaðist alvarlega í dráttarvélarslysi fyrir 9 árum, er sigur henn- ar gegn þungu og andsnúnu kerfi. Dómurinn, sem féll í fyrradag, kveður á um skaða- og miskabætur sem auð- velda henni að takast á við lífið. í slysinu missti konan handlegg og höfuðleður er hún festist í drifskafti dráttarvélarinnar. Barátta konunnar fyrir bótum vegna slyssins hefur tekið nær níu ár. Það er óheyrilega langur tími og algerlega óviðunandi. Rúm tvö ár eru frá því að héraðsdómur gekk þar sem konan vann málið. Viðkomandi tryggingafélag sætti sig ekki við niðurstöðuna og áfrýjaði. Það tók Hæstarétt á þriðja ár að komast að niðurstöðu. Sú langa bið hefur áður verið gagnrýnd í þessu blaði. Það er fyrst núna sem niðurstaða fæst en konan var 13 ára þegar slysið varð. Konan sagði í viðtali við DV í gær að vel hefði gengið að vinna sig út úr hinu alvarlega slysi. Annað var hins vegar uppi á teningnum þegar kom að baráttunni við kerfið. „Það var það sem dró mig niður úr öllu valdi og braut mig mest niður. Þetta var erfiðast. Alltaf voru ein- hver vandræði.“ Þetta eru orð konu sem slasaðist mjög alvarlega og er 80 prósent öryrki. Hún sættir sig við örlög sín vegna slyssins en á henni hvílir baráttan við önugt kerfi sem lá á máli hennar árum saman svo hún var bótalaus frá því á unglingsárum. Þessi mikla fyrirstaða varð til þess, eins og sagði í leiðara þessa blaðs í fyrra, að unga konan átti ekki af fjárhagsaðstæðum möguleika á námstækifæri á mikil- vægu aldursskeiði. Þar kom fram hörð gagnrýni á trygg- ingafélög sem áfrýja miskunnarlaust hverju máli og reyna með þeim hætti að kúga þá sem minna mega sfn til uppgjafar eða samninga um smánarbætur. Á það var einnig bent að viðbrögð Hæstaréttar í mál- um sem þessum væru óeðlileg. Réttinum ætti að vera ljóst að aflsmunur og aðstöðumunur væri mikill milli tryggingafélagsins og þess aðila sem reyndi af veikum mætti að ná rétti sínum. Því bæri að flýta málum af þess- um toga. Tryggingafélagið hefur sent frá sér greinargerð vegna þessa dóms Hæstaréttar. Þar segir að eftir úrskurð hér- aðsdóms hafi ríkt mikil óvissa um mörk gildissviðs lög- boðinna ábyrgðartryggingar dráttarvélar sem ökutækis samkvæmt umferðarlögum og hvenær slys í tengslum við notkun þeirra félli undir notkunarhugtak umferðar- laga. Gjaldskrá félagsins var miðuð við að slys sem stæðu ekki í sambandi við akstur og notkun dráttarvéla sem ökutækja féllu utan ábyrgðartryggingar og hún næði ekki til sérbúnaðar dráttarvéla. Félagið segir að Hæstiréttur hafi víkkað út bótasvið tryggingarinnar og því verði að hækka iðgjöld vegna hennar. Ábyrgðartryggingin taki ekki aðeins til aksturs heldur einnig til vinnu með vélbúnaði sem tengdur er dráttarvélum, t.d. gröfum, heyhleðsluvögnum, færibönd- um og heyblásurum. Tryggingafélög virðast því hafa túlkað notkun dráttar- véla mjög þröngt. Augljóst er að hér er miklu frekar um vinnutæki að ræða, með fjölþættum aukabúnaði, en samgöngutæki. Dómur í héraðsdómi og staðfesting í Hæstarétti ætti því ekki að hafa komið tryggingafélaginu á óvart. Þófið í málinu er aðilum hins vegar til vansa. Tryggingafélag- ið þvældist fyrir réttmætri bótakröfu og Hæstiréttur tók á málinu með hraða snigilsins. Dómurinn er jafnframt viðurkenning á staðfestu og viljastyrk ungu konunnar. Hún bugaðist ekki þótt á móti blési. Jónas Haraldsson Dini launar óvinum sínum lambið gráa í rúmt ár hefur setiö að völdum á Ítalíu utanþingsstjórn embættis- manna og sérfræðinga undir for- sæti Lamberto Dini, áður seðla- bankastjóra. Hann myndaði stjóm að frumkvæði Oscars Scalfaro for- seta, eftir að stjórn mið- og hægri- flokka undir forsæti Silvio Berlus- coni féll, fyrst og fremst vegna þess að forsætisráðherrann efndi ekki að rjúfa tengsl við stórfyrir- tæki sín, einkum í sjónvarps- rekstri, en einnig sökum kæru- mála á hendur honum fyrir aðild að mútugreiðslum til að sleppa létt frá skattendurskoðun. Yfirlýst hlutverk stjórnar Dini var að koma fram fjárlögum með stórlækkuðum ríkissjóðshalla, en einnig að undirbúa endurbætur á kosningalögum í þvf skyni að koma á stöðugra stjórnarfari á Ítalíu, þar sem ríkisstjórnir frá stríðslokum telja nálægt fimm tugi. Þegar til kastanna kom á þingi reyndist Dini njóta í megin- atriðum stuðnings bandalags mið- og vinstriflokka, en Berlusconi og hans fylking lagði hvem steininn á fætur öðrum í götu stjórnar hans. Að fjárlögum afgreiddum um áramót hefði Dini gjarnan viljað haida áfram með utanþingsstjórn sína til að koma fram stjórnkerfis- breytingum til frambúðar, en það strandaði einkum á helsta banda- manni Berlusconi, foringja arf- taka nýfasista, Gianfranco Fini. Einnig var það Fini sem hindraði að annar maður sem Scalfaro valdi til að reyna að halda áfram starfi stjórnar Dini gæti myndað stjórn með þverpólitískum stuðn- ingi. í þessu naut Fini stuðnings Berlusconi, sem dreymir um að komast á stól forsætisráðherra á ný, meðal annars til þess að eiga hægara með að losa sig úr vond- um málum í dómskerfinu. Báðir vildu þeir knýja fram þingkosn- ingar sem fyrst. Scalfaro forseti rauf þing og boðaði til kosninga 21. apríl. Stjórn Dini starfar fram yfir kjör- dag. Og nú hefur hann launað kvölurum sínum í Frelsisbanda- lagi þeirra Berlusconi og Fini með því að stofna eigin flokk, ítalska endurnýjun, og boða þátttöku hans í þingkosningunum. Forustumenn Frelsisbandalags- ins hafa brugðist ókvæða við og bera Dini hvers konar vömmum og skömmum. Ástæðan er að þeir óttast að koma hans á vígvöll ítal- skra stjórnmála geti riðið þar baggamuninn og leitt til valda- samsteypu mið- og vinstriflokka kenndra við olífutré. Fram til þessa hefur Frelsisbandalagið haft átta hundraðshluta fylgi umfram Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Olifutréssamsteypuna í skoðana- könnunum, þótt ekki nemi meiri- hluta. Eina von olífumanna um hreinan meirihluta var að fá í kosningabandalagið með sér Noröurbandalag Umberto Bossi, sem á sínum tíma kippti stoðum undan stjórn Berlusconi, og End- urstofnaða kommúnistaflokknum lengst til vinstri. Flokkstofnun Dini breytir þess- um forsendum svo um munar. Vegna þess sem á undan er geng- ið er talið víst að flokkur hans gangi í Olífutréssamsteypuna, þótt sjálfur segi Dini allt of snemmt að ræða slíkt að sinni. Skammirnar sem á honum dynja frá foringjum Frelsisbandalagsins sýna þó að þeir eru ekki í neinum vafa um hvar Dini muni að lokum leggja lóð flokks síns. Þar að auki er ljóst að ítölsk endumýjun getur reynst skeinu- hætt fylgi flokkanna í bandalag- inu, einkum Áfram Ítalía, flokki Berlusconi. Könnun sýndi nýlega að Dini er annar i röðinni þeirra manna sem ítalir bera mest traust til, Antonio Di Pietro, rannsókn- ardómarinn sem duglegastur hef- ur verið að fletta ofan af fjármála- spillingu, kemst einn fram úr hon- um. Álit almennings á Dini stafar ekki einvörðungu af frammistöðu hans í embætti forsætisráðherra. Stjórn hans á seðlabankanum þótti takast með afbrigðum vel, en ítalir eiga mikið undir traustri fjármálastjórn á komandi kjör- tímabili, þegar reynir á getu landsins til að halda sínu í aðdrag- anda að stofnun sameiginlegs gjaldmiðils ESB. Þar að auki kom Dini á gerbreyttum samskiptaregl- um ftalskra atvinnurekenda og verkalýðssamtaka, sem gert hafa mun friðvænlegra á ítölskum vinnumarkaði en áður var. Sjálfur lýsti Dini markmiðum sínum svo, þegar hann kunngerði ákvörðunina um flokksstofnun, að þar ætti að koma til skjalanna nýtt afl á miðju stjórnmálanna, hófsamt og umbótasinnað. Haft er fyrir satt á ítaliu að Dini eigi víst liðsinni ráðherra sem unnið hafa sér álit og vinsældir fyrir frammi- stöðu í stjórn hans. Lamberto Dini skýrir fréttamönnum frá að ætlun hans sé að byggja á þeim árangri sem stjórn hans hafi náð í þágu lands og þjóðar. Símamynd Reuter skoðanir annarra f afmæli til tengdapabba „Það er erfltt að segja til um hvort maður á að ; hlæja eða gráta. Að sjálfsögðu á forsætisráðherra rétt á einkalífi og því er það ákaflega gleðilegt að i forsætisráðherrann okkar skuli vera svo ánægður með eiginkonu sína og tengdafóður, að hann metur j 90 ára afmæli tengdafoðurins meira en fund með öðrum leiðtogum ESB og leiðtogum voldugustu ríkja Austurlanda fjær. Þegar grannt er skoðað er það skynsamleg afstaða önnum kafins forsætisráð- i herra af því að fundir af þessu tagi eru oft bara um- búðir án innihalds." Úr forustugrein Politiken 27. febrúar. Réttur Kúbverja „Kúbverjar, eins og allir aðrir, eiga rétt á að verja hendur sinar. Þeir hafa líka mátt þola ára- langan fjandskap bandarískra stjómvalda og tU- raunir tÚ að steypa stjórninni af stóli. Það er því hægt að fýrirgefa þeim að vera eUítið tortryggnir f garð nágrannans I noröri og kúbverskra útlagahópa sem stjórnvöld í Washington hafa lengi stutt. En ekkert af þessu réttlætir viðbrögð stjómar Castros sem lét skjóta niður flugvélarnar sem útlagahópur- inn Bræður til bjargar höföu leigt.“ Úr forustugrein New York Times 28. febrúar. Meiri fagmennska I herinn _ „Tilgangur (umbótanna á franska hernum) er ekki að uppskera friðarlaunin, þ.e. að spara útgjöld tU varnarmála. TUgangurinn er fyrst og fremst sá að gera franska herinn fagmannlegri, í orðsins fyllstu merkingu, svo franskar hersveitir geti staö- ið jafnfætis sveitum frá Bandaríkjunum og Bret- landi ef þær tækju þátt í alþjóðlegum aðgerðum.“ Úr forustugrein JyUands-Posten 26. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.