Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 22
22 írstæð sakamál LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 DV Lögreglan í smábænum Redcar, sem er í fimmtán kílómetra íjarlægö frá Middlesborough á austurströnd Englands, stóð frammi fyrir erfiöri gátu þegar líkið af sautján ára stúlku, Nadine Rayner, fannst við þjóðveginn dimmt októberkvöld. Engin vitni gáfu sig fram og ekkert fannst sem bent gat til þess hver hafði ekið á hana en ljóst var að bíll hafði kastað henni af hjólinu sínu. Því fór svo að málið var lagt til hlið- ar, óleyst. Næstum tíu árum síðar steig Dor- is Hobbs, sem var þá sextug, um borð í lest í Stockton-on-Tees og átti þá fyrir höndum rúmlega hundrað kílómetra langa ferð til Doncaster í suðurhluta Yorkshire. Hún hafði með sér bók og hugðist lesa á leið- inni. r Okunnugur og málgefinn maður Doris fann sér mannlausan klefa en naut ekki lestramæðisins lengi. Inn tU hennar kom maður og brátt varð henni ljóst að hann starði stöðugt á hana. Hún lagði því bók- ina tU hliðar því hún áleit að mað- urinn hefði áhuga á að ræða við hana. Og hún hafði rétt fyrir sér. Maðurinn hóf samræðumar með því að spyrja hvert hún væri að fara og svaraði Doris því til að hún væri að fara i heimsókn tU systur sinnar í Doncaster. „Er sambandið við systur þína náið?” spurði þá maðurinn. „Ég á við hvort þú getur rætt við hana um vandamál þín?” Þaö var eitthvað í rödd mannsins og augnatiUiti sem sagði Doris að . svarið gæti haft þýðingu fyrir hann. Hún svaraði honum því á þá leið að þær systur væru ekki sérstaklega nánar. Hvor um sig lifði sínu lífi og hvor um sig tæki á sínum vanda- málum í kyrrþey.” „Þannig er það víst með flesta,” svaraði maðurinn. „Líttu bara á mig. Ég var kvæntur í þrjátíu og tvö ár og elskaði konuna mína. En ég gat aldrei gert hana að trúnaðar- vini. Ég óttaðist að valda henni áhyggjum með því að biðja hana að taka á vandamálunum með mér.” Þörf tíl að leysa frá skjóðunni Doris virti manninn fyrir sér um stund en sagði svo að hún hefði aldrei gifst. En eins væri víst ástatt um mörg hjón og hann hefði lýst. „Og ef tU vill er það líka best því öU glímum við við vandamál og þekkj- um til leyndarmála sem best er víst að segja sem minnst um,” bætti hún svo við. „Það er alveg rétt,” sagði maður- inn, „en það kemur sá timi í lífi hvers og eins að hann viU gera hreint fyrir sínum dyrum og mörg- um finnst best að gera játingu sína í viðurvist ókunnugra sem gefa sér tíma tU að hlusta og setjast ekki í dómarasætið.” Doris þóttist nú orðin nokkuð viss um að maðurinn bæri þunga byrði og skyndUega fékk hún samúð með honum. En áður en hún gat sagt það sem henni bjó í brjósti tók hann aftur til máls. „Ég veit að þú þekkir ekkert til mín,” sagði hann, „og ef tU viU finnst þér að ég sé smáskrítinn. En ég hef þörf fyrir að tjá mig. Ég á ekki svo langt eftir ólifað.” Kvöld á kránni „Hvað áttu við?” spurði Doris vingjarnlega. „Ertu veikur?” „Já, á vissan hátt er ég það,” svar- aði maðurinn. „En þessu lýkur brátt. Það eina sem ég biö þig um er að hlusta.” Doris kinkaði koUi og maðurinn hóf frásögn sina. „Það gerðist fyrir næst- um tíu árum. Ég hafði unn- ið hjá tryggingafélagi í Redcar í tuttugu og fimm ár. Starfið átti vel við mig og ég átti indæla konu og son sem ég var stoltur af. En fóstudag einn var einum starfsmannanna haldið boð því hann ætlaði að ganga í hjónanband. Ég var ekki sérstaklega áhugasamur um að fara en slóst í hópinn á krá. Þar sat ég lengur en ég hafði ætlað mér og hélt ekki heim á leið fyrr en klukkan var orðin hálfníu þótt ég hefði lofað konunnj minni að vera kominn heim um sjöleytiö. Ég hafði drukkið dálítið en var ekki ölvaður þegar ég settist undir stýri og ók af stað heim. En þar eð ég var orðinn seinn fyrir jed Lonsdale og Kitty Lonsdale. ákvað ég aö stytta mér leið.” leit í spegilinn og sá að hún lá á veg- inum með hjólið ofan á sér. Hún hreyfði sig ekki en samt kom mér ekki til hugar að hún væri mikið meidd. BUlinn hafði rétt strokist við Játningin „Vegna ölsins sem ég hafði drukkið sá ég ekki stúlku á hjóli sem var á veginum í myrkrinu og rigningunni. Ef til viU var hún með ljós aftan á hjólinu, ef tU vUl ekki. Það veit ég ekki. En ég straukst bara við hana. Ég hægði á mér og hana. Þegar ég kom heim skoðaði ég bU- inn. Það sá ekki á honum fyrir utan eina rispu. Það gat því vart verið að stúlkan hefði meiöst mikið. En dag- inn eftir las ég í blaðinu að ég hafði orðið henni að bana. Ég get ekki lýst því hvernig mér leið. Hún var bara sautján ára og hét Nadine Rayner. Hún var einka- barn foreldra sinna. Kvöldið sem ég varð henni að bana var hún á leið heim úr kvöldskóla. Þetta var ung og faUeg stúlka sem átti aUt lífið fyr- ir sér en var nú dáin vegna þess hve heimskulega ég hafði hegð- að mér.” Valdi þögnina „í viku barðist ég við sam- viskuna,” sagði maðurinn. „Átti ég að gefa mig fram yið lögregluna eða þegja? Ég vissi að ef ég þegði yrði aldrei flett ofan af því sem ég hafði gert. Lögreglan hefði ekkert tU að byggja rannsókn sina á. Ég íhugaði málið um hríð en valdi svo að þegja. Það hefði orðið konunni minni mikið áfaU, og hugsanlega um of, að heyra sannleik- ann. Komið hefði til réttar- halda og blaðaskrif hefðu fylgt þeim. Nafn okkar hefði komið í blöðum og það hefði kippt fótunum undan rekstri endurskoð- unarskrifstofunnar sem sonur minn var nýbúinn að stofna.” Maðurinn horfði á Doris um hríð, áður en hann hélt áfram. „Ég veit að þú lítur svo á að ég noti fjöl- skyldu mína sem afsökun,” sagði hann svo. „En í raun er það ekki þannig. Hefði ég ekki haft um aðra að hugsa en sjálfan mig hefði ég gef- ið mig fram. Það er alveg sama hvaða refsingu ég hefði fengið því hún hefði ekki verið á við það víti sem ég hef verið í síðan þetta gerð- ist.” Sögulok Maðurinn hallaði sér nú aftur á bak i sætinu og lokaði augunum. Eftir nokkra þögn hélt hann svo áfram. „Kitty, konan mín, dó í nóvem- ber. Ég veit að hún var búin aö hafa áhyggjur af mér. Ég var orðinn þunglyhdur og önugur og hún fékk að kenna á því. En ég fékk ekki við það ráðið. Sektin var mér þung byrði. Ef ég á nokkru sinni eftir að hitta hana aftur mun ég skýra þetta allt fyrir henni.” Nú varð djúp þögn í lestarklefan- um. Doris sá að maðurinn hafði lok- að augunum. Var hann sofnaður? Hún leit á úrið sitt. Þau yrðu kom- in til Doncaster eftir háiftíma. Hvað átti hún að gera? Á vissan hátt fann hún til með manninum en samt fannst henni ekki að hún gæti látið hann komast hjá því að taka út refsingu fyrir það sem hann hafði gert. Hún stóð því á fætur og gekk fram á ganginn. Eftir að hafa gengið um nokkra vagna fann Doris loks lestarvörð, Sean Walsh. Hún sagði honum i stuttu máli hvað henni hefði verið sagt og bað hann að koma með mér. Walsh var dálítið efins. Honum fannst sagan frekar ótrúleg. Samt fór þó svo að hann ákvað að fara með henni, þótt ekki væri til annars en líta á manninn sem hún var að segja frá. Að minnsta kosti væri rétt að gera það áður en lögreglunni yrði gert aðvart. Frakkinn Doris vísaði Walsh veginn að klefanum en þegar þau komu að honum var hann mannlaus. Þar var aðeins að sjá frakka, snyrtilega saman brotinn. En augnabliki síðar sáu þau að hurð á lestarvagninum sveiflaðist fram og aftur. Doris tók fyrir munninn á sér til að kæfa ópið sem hún rak ósjálfrátt upp. Walsh tók um axlir hennar og leiddi hana inn í annan klefa þar sem fólk var fyrir. Svo hélt hann fram í lestina og tilkynnti lögreglunni hvað gerst hafði. Þegar lestin rann inn á stöðina í Doncaster biðu þar lögreglumenn. Þeir tóku frakkann og í honum fundu þeir meðal annars ökuskír- teini. Það sýndi að maðurinn hafði heitið Bob Lonsdale og hafði orðið sextíu og sjö ára. í þann mund sem senda átti sveit til að leita meðfram teinunum bár- ust um það boð frá stjóra annarrar lestar að lík hefði sést liggjandi við teinana um sjö kílómetra fyrir utan Doncaster. Lögreglan í Redcar fékk málið til meðferðar og þar var kveðinn upp um það úrskurður 3. febrúar 1988 að Lonsdale hefði svipt sig lífi. Sonur hans, Ted Lonsdale, hafði meðal annars þetta að segja á eftir: „Ég hef fengið að lesa frásögn ung- frú Dobbs og verð að viðurkenna að faðir minn varð Nadine Rayner að bana. En ég er viss um aö hann þagði ekki til að bjarga sjálfum sér. Ég tel víst að það hafi fyrst og fremst verið af tillitssemi við móður mína að hann valdi að gera ekki játningu sína fyrr en hún var látin. Ýmsir munu segja að hann hafi valið aðferð hugleysingjans með því að svipta sig lífi, í stað þess að gefa sig fram við lögregluna og taka síð- an út sína refsingu. En hann var niðurbrotinn maður sem hafði ekk- ert að lifa fyrir. Ég mun sakna hans en held að hann hafi gert rétt.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.