Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 13
JO"V LAUGARDAGUR 2. MARS 1996
13
„Af hverju heilsar maðurinn
með vinstri, er hann örvhentur?"
spurði ég. Eiginkonan sat við hlið
mér í afmælismessu skáta í okkar
byggðarlagi og veitti mér upplýs-
ingar. Ég hafði aldrei fyrr setið í
skátamessu og margt kom mér á
óvart. „Hvað er þetta, maður?“
sagði frúin. „Skátar heilsast alltaf
með vinstri. Þannig þekkir þú
skáta úr.“ Ég tók eftir því að þeir
kræktu litla fingri einhvern veg-
inn saman en þorði ekki að hafa
orð á því frekar. Þessi handtök
gengu hratt fyrir sig og litli fingur
slapp óskaddaður frá þessu, að því
er séð varð.
Við vorum stödd í þéttskipaðri
kirkjunni. Allir voru i hátíðar-
skapi, ungir jafnt sem aldnir. Til
stóð að heiðra tengdapabba fyrir
þægilegt viðmót og þjónustu við
skátana í áraraðir. Það fór vel á
því og um leið var tilhlýðilegt að
stórfjölskyldan væri viðstödd. Ég
var í mínu finasta pússi en mætti
það seint að ég var settur í hliðar-
sal. Það kom ekki að sök, ég sá
ágætlega það sem fram fór.
Minning um
stuttbuxur
í mínu ungdæmi voru allir
skátar í ljósbrúnum klæðum og í
minningunni voru þeir í stuttbux-
um. Það kann að vera rangminni.
Svo var ekki í messunni. Þar voru
skátar í finum bláum skyrtum,
karlar jafnt sem konur. Ylfingar
og ljósálfar voru í dökkbláum bún-
ingi.
Einhvern veginn æxlaðist það
svo að ég gekk ekki í skátafélag í
æsku. Við félagarnir vorum annað
að hugsa. Fótbolti gekk fyrir öðru
og handboltinn ekki síður. Auk
þess fór ég í sveit að vori og mætti
ekki til byggða fyrr en eftir réttir.
Eflaust hef ég misst af einhverjum
skemmtilegheitum vegna þessa.
Mér sýnist skátar nefnilega vera
með afbrigðum hressir menn. Þeir
fara fyrir í leikjum og syngja
meira en aðrir. Skátastarfið gerir
þá óþvingaða og æfir þá í að koma
fram.
Kvæntur foringja
Messan fór vel fram. Þar voru
sungin skátalög í stað sálma. Ég
heyrði að eiginkona mín söng þau
hástöfum án þess að líta á blað.
„Af hverju kannt þú alla þessa
texta?“ spurði ég. „Ég var í skát-
unum,“ sagði konan, svona rétt
eins og ég ætti að vita það. „Ég var
meira að segja foringi," bætti hún
við.
Mig setti hljóðan. Þarna í miðri
skátamessu kom í ljós að ég hafði
verið kvæntur skátaforingja í nær
23 ár án þess að hafa hugmynd um
það. Ég renndi yfir lífshlaup okkar
i huganum og sá nú margt í skýr-
ara ljósi. Konan er hress og kát og
söngelsk mjög. Þetta hef ég alltaf
talið náttúrulega eiginleika henn-
ar en sennilega helgast þetta af
áralöngu skátalíferni, kafla í lífi
konu minnar sem ég hafði. ekki
hugmynd um.
En látum það vera. Hún sagðist
ekki hafa verið óbreyttur skáti
heldur foringi. Nú er ég ekki vel
að mér í stjórnskipulagi skáta en
gef mér það að hún hafi verið
flokksforingi. Þá hafi hún haft yfir
tiltöluléga fámennum en öguðum
hópi að ráða. Þarna í miðri mess-
unni rann upp fyrir mér ljós. Það
var þess vegna sem hún hafði
svona góða stjórn á manni sínum
og börnum. Við vorum eins konar
framlenging af skátasveitinni. Við
vorum að vísu ekki í einkennis-
búningi en hún stjórnaði okkur af
festu og öryggi.
Framlenging
skátaútilegunnar
Skátaútilegur eru fastir liðir í
skátastarfinu. Þá er farið með
nesti og nýja skó í ævintýralegar
ferðir. Skátaforinginn á mínu
heimili hefur greinilega haldið
þessu lífsmynstri áfram án þess að
ég gerði mér grein fyrir því. Utan-
landsferðir frúarinnar eru sýni-
lega nokkurs konar skátaútilegur
nútímans. Þar hnýtir hún þá
hnúta sem hnýta þarf. Hún getur
auðvitað látið líta svo út sem aðr-
ir liðsmenn hennar, ylfingar jafnt
sem ljósálfar, hafi eitthvað um
þær útilegur að segja. Þegar til
kastanna kemur er það þó augljós-
lega skátaforinginn sem ræður.
Laugardagspisti LM II
J ónas Haraldsson fréttastjóri
• ■ * 9.V Omeðvitað skátabuxui r 11
Skátasöngurinn í messunni
hélt áfram. Konan söng með en ég
þagði og sá samlíkingarnar alls
staðar. Var það einleikið hve mjög
minn betri helmingur gekk eftir
því að ég fengi mér hálfbuxur um
leið og hún náði mér til útlanda?
Það var nánast á flugvellinum í
Lúxemborg sem mér bar að skipta.
Eins og mér þykja hálfbuxur á
fullorðnum karlmönnum ljótar. Ég
hef jafnvel keyrt land úr landi í
hálfbuxum. Ég veit að þið kannist
við þetta. Hnén á mönnum koma
niður undan skálmunum og síðan
hvítir sokkar upp úr strigaskón-
um. Margt er nú fallegra en mið-
aldra karlpeningur með ber hné
og misloðnar lappir.
Ég stóð í þeirri meiningu, öll
þessi ár, að konan setti mig í þess-
ar hálfbuxur vegna sumarhitans í
útlöndum. Nú sá ég glöggt að hún
vildi hafa mig eins og skáta undir
stýri.
Ég vaknaði upp úr þessum
draumum mínum þegar skátafor-
inginn fyrrverandi við hliðina á
mér hnippti í mig. Tengdapabbi
gekk fram tU þess að láta heiðra
sig. Yfirforingi skátanna sagði
nokkur vel valin orð um góða
þjónustu og krækti í hann merki.
Ég vUdi klappa að þessu loknu en
siðameistari minn og betri helm-
ingur var fljótur að stoppa mig af.
„I fyrsta lagi klappar maður ekki í
kirkju og í öðru lagi klappa skátar
ekki á samkomum.“
Leiddar af
siðameistara
En það voru fleiri heiðraðir en
tengdapabbi. Skátar fengu hpið-
ursmerki fyrir dygga þjónustu í
fimm ár og tíu ár og voru vel að
þeim merkjum komnir. Helst
vakti athygli mína þegar heiðrað-
ar voru mætar konur, mæður og
ömmur skáta sem stutt höfðu ung-
mennin dyggilega. Þær höfðu aflað
fjár til starfseminnar, bakað og
gert aUt það sem góðar konur
gera. Siðameistari skátanna, eldri
heiðursmaður, kallaði konurnar
upp með nafni, eina og eina í senn.
Þær stóðu upp þar sem þær sátu í
kirkjunni og biðu eftir siðameist-
aranum. Hann gekk til þeirra, tók
undir handlegginn á þeim og
leiddi þær að altari kirkjunnar.
„Eru þær blindar?" spurði ég
konuna í sakleysi mínu og kunn-
áttuleysi í skátastörfum. Mér
fannst spurningin eðlileg vegna
þess að siðameistarinn leiddi kon-
urnar alla þessa leið, hverja á fæt-
ur annarri. Konan gaf mér fast
olnbogaskot. „Hvers konar vit-
leysa er þetta í þér, maður. Sérðu
ekki að siðameistarinn leiðir kon-
urnar svona í heiðursskyni?"
Skátakaffi og söngur
Ég sá að þarna hafði ég gengið
of langt í ályktunum mínum og at-
hugunum í skátamessunni. Það
var því nauðsynlegt að gera gott
úr hlutunum. Messunni var að
ljúka og ég stakk því upp á því að
við fengjum okkur kaffi að hátíð
lokinni hjá skátunum. Þeir buðu
til veislu af rausnarskap. Konan
tók vel í þetta enda held ég að hún
hafi verið búin að ákveða að fara í
kaffið hvort sem var.
Kaffiveislan var haldin í stóru
íþróttahúsi og veitti ekki af. Hund-
ruð manna mættu og borð svign-
uðu af veisluréttum. Ég horfði
girndaraugum á kaffiborðið en
fyrst vildu skátarnir syngja. Hvert
lagið kom af öðru og alltaf söng
konan með. Ég vildi sýna lit og
klappa milli atriða en var einn um
það. Það mátti ekki fremur klappa
í íþróttahúsinu en kirkjunni. Þessi
í stað hrópuðu skátarnir eitthvað
á eftir skemmtiatriðum, söng og
ræðum. Ég kann ekki skil á því og
kunni ekki við að óska eftir skýr-
ingum. Aðrir virtust vera með á
nótunum.
Fingrapolki
Konan var kát þegar við kom-
um heim. Hún hafði endurnýjað
kynni sín við skátahreyfinguna,
sungið og skemmt sér. Mér leið
hins vegar eins og hálfgerðum
ylfingi.
Ég fann að ég var ekki innvígð-
ur. í örvæntingu minni reyndi ég
að bæta stöðuna með því að heilsa
konunni með vinstri. Hún skildi
ekki málið og litlu fingurnir
þvældust hvor fyrir öðrum.
Staða mín var eiginlega í hnút
og ekki nema fyrir vana skátafor-
ingja að leysa úr slíkum vanda.