Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 41
JjV LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 49 Sveitir Skúla Skúlasonar og Stefaníu Skarpháðinsdóttur íslandsmeistarar Um síðustu helgi voru spiluð tvö íslandmót í Bridgehöllinni við Þönglabakka. Annars vegar íslands- mót kvenna í sveitakeppni og hins vegar íslandsmót yngri spilara I kvennaflokki sigraði sveit Stef- aníu Skarphéðinsdóttur með mikl- um yfirburðum, vann tíu leiki af ell- efu. Ásamt Stefaníu spiluðu í sveit- inni Hjördís Sigurjónsdóttir, Gunn- laug Einarsdóttir, Ragnheiður Niel- Umsjón Stefán Guðjohnsen sen og Jakobína Ríkarðsdóttir. Hörð keppni var um næstu sæti og urðu þrjár sveitir jafnar að stigum. Loka- röð var þessi samkvæmt reglugerð: 1. Sveit Stefaníu Skarphéðinsdótt- ur 228 2. Sveit Unu Árnadóttur 176 3. Sveit Liljunnar 176 4. Sveit Þriggja Frakka 176 I flokki yngri spilara var meiri óvissa um úrslitin en þegar upp var staðið hafði sveit Skúla Skúlasonar hlotið íslandsmeistaratitilinn. Reyndar kom sigurinn ekki á óvart því sveitin er skipuð ungum bridgemeisturum sem sumir hafa unnið íslandsmeistaratitla áður og það jafnvel í opna flokknum. Auk Skúla spiluðu bræðurnir Ólafur og Steinar Jónsynir, Magnús Magnús- son og Sigurbjörn Haraldsson. Sveit Skúla vann sex leiki og jafnaði einn en tapaði engum. Röð og stig efstu sveitanna var annars þessi: 1. Sveit Skúla Skúlasonar 134 2. Sveit Tímans 117 3. Sveit Þriggja Frakka jr. 113 4. Sveit Hampiðjunnar hf. 108 Við skulum skoða eitt spil úr kvennaflokknum sem kom fyrir milli sveita Þriggja Frakka og Stef- aníu Skarphéðinsdóttur N/A-V * D8 * ÁK752 * ÁG84 * K10 ♦ G1076 V D108 ♦ 2 * D9764 * K952 * 943 * 75 * Á532 í opna salnum sátu n-S Hjördís Sigurjónsdóttir og Jakobína Rík- arðsdóttir (Jacci) en a-v Anna Þóra Jónsdóttir og Anna ívarsdóttir. Sagnir voru stuttar en áhrifaríkar: Norður Austur Suður Vestur 1 hjarta 2 tiglar dobl* pass pass pass *úttekt Hjördís var fegin að breyta doblinu í sekt og Jacci spilaði út hjartaþristi. Lítið, kóngur og sexa. Hjördís skipti nú í spaðadrottninu sem Anna drap með ás. Hún spilaði hjartagosa sem Hjördís drap á ás- inn. Suður var eiginlega sannaður með laufás og Hjördís spilaði því 'iðsljós Fjölskyldan fjölmenna samankomin á sólríkum sumardegi. 35 ára og moðirtiu barna „Mig dreymdi alltaf um að eign- ast mörg börn en mér datf aldrei í hug að ég myndi eignast 10 stykki,“ segir hins austurríska Monika Bruckbauer sem er 35 ára. Dagurinn hjá Moniku byrjar um klukkan háifsex. Þá dekkar hún morgunverðarborð fyrir 12 og setur 25 smurð rúnstykki, tvö rúgbrauð, marmelaði og álegg og átta lítra af mjólk á borðið. Jasmin, 16 ára, og Rudi, 14 ára, fá te, en Iris, 13 ára, Walter, 11 ára, Philipp, 10 ára, Michael, 7 ára, og Benjamin, 5 ára, fá kakó. Monika, 2 ára, fær bara mjólk í glas en Nadine, 2 ára, og David, 6 mánaða, fá pela. Margir gætu freistast til að halda að lýsingin ætti við morgunverðar- borð á barnaheimili en svona er hver dagur á heimili fjölskyldu nokkurrar i Bruckbauer í Braunau í Austurríki. Sá síðasti sem fer á fætur á heimil- inu er pabbinn, Walter, því hann þarf að vinna langan vinnudag til að hafa í fjölskylduna og á. Þess vegna þarf hann mikinn svefn. Það er ekki hægt að sjá á vexti Moniku að hún hafi fætt 10 börn í heiminn. Fyrirsætu þætti vöxtur hennar eftirsóknarverður. „Ég hef spurt Walter hvort hann vilji ekki halda áfram og eiga börn í heilt fótboltalið en hann þvertekur fyrir það,“ segir Monika. Monika og Walter hafa verið iðin við að fjölga mannkyninu. Skipuleggja þarf hvern dag hjá svona stórri fjölskyldu út í ystu æs- ar. Til dæmis þarf fimm kíló af kart- öflum með hádegisverðinum, heilan sekk af pasta, kjöt, salat og ávexti. Uppþvottavélin fyllist fjórum sinn- um yfir daginn, svo þarf að ryksuga, þurrka af og þvo þvott af allri fjöl- skyldunni. Monika segir marga spyrja hana hvernig hún geti þetta yfirleitt. Hún svarar því til að börnin hjálpi hvert öðru og aðstoði foreldra sínu sem best þau geta. „Þótt ég eigi 10 börn þá þýðir það ekki að ég neiti mér alfarið um lifs- ins lystisemdir. Mér finnst gaman að fara á skemmtistaði og dansa. Þá fer ég með dóttur minni, Jasmin, og svo á ég frí á hverjum laugardegi en þá stendur Walter vaktina. Hann sýnir því skilning að ég þarf að komast frá reglulega," segir Monika. laufkóngi og meira laufi. Jacci drap á ásinn, tók spaðakóng og gaf Hjör- dísi spaðastungu. Hún spilaði síðan hjarta sem Anna trompaði. Nú kom tígulkóngur, drepinn með ás og meira hjarta. Anna prófaði sexið og tígulsjöið varð níundi slagur varnarinnar. Það voru 1100 eftir ágætis vörn. í lokaða salnum sátu n-s Esther Jakobsdóttir og Dröfn Guðmunds- dóttir en a-v Stefanía Skarphéðins- dóttir og Gunnlaug Einarsdóttir. Þar réð friðsemdin ríkjum: Norður Austur Suður Vestur 1 lauf* 1 tígull dobl** pass 1 hjarta pass 2 hjörtu pass pass pass *16+ **5-7 Austur spilaði út tígulkóngi sem var dúkkaður. Hún skipti þá í lauf- gosa. Sagnhafi fékk síðan tíu slagi en það var lítið upp í skaðann á hinu borðinu. Stefán Guðjohnsen Blómatilboð Bergflétta Áralía Friðarlilja Nílarsef Drekatré Fíkus kr. 295 40 cm kr. 295 50 cm kr. 440 60 cm kr. 440 40 cm kr. 295 50 cm kr. 195 Drekalilja, 40 cm, kr. 295 - kaktusar frá kr. 124 - hypocyrta, kr. 490 króton, kr. 390 - bergflétttubróðir, kr. 490 - fikus - tvílitur, kr. 490 einir frá kr. 295 Fíkus 70 cm kr. 440 Fíkus 90 cm kr. 990 Op/ð alla ríaga 10-22 Opió alla daga 10-22 OflflLS Föstudag 1. mars og laugardag 2. mars. Fríar veitingar í boði, Eldhaka, Beck’s og Júlíusar P. Guðjónssonar. Hátíðin hefst kl. 15 og stendur til kl. 2 báða dagana. OÐAL við Austurvöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.