Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 56
64 leikhús LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 Salmonella á Landspítalanum: Fjértán hafa greinst Síðustu daga hafa 7 einstaklingar á Landspítalanum greinst með sýk- ingu af völdum salmonellu, 4 sjúk- lingar og 3 starfsmenn. Um 7 aðra einstaklinga er svo að ræða sem hafa greinst en ekki sýkst. Ekki hefur enn tekist að rekja upptök salmonellunn- ar og málið því í rannsókn. „Það er enn óljóst hvort þessir 7 einstaklingar hafa sýkst af salmon- ellu eða ekki. Þeir voru allir með niðurgang en það gæti líka verið af völdum umgangspesta. Við bíðum eftir niðurstöðum saurræktana til að sjá um hvað er að ræða. Við höfum þegar gert allar ráðstafanir til að fyr- irbyggja að nýtt smit dreifi sér. Við höfum farið yfir allan mat og sent alla þá starfsmenn sem fengið hafa niðurgang heim,“ sagði Karl G. Kristinsson, sérfræðingur á sýkla- deild Landspítalans, í samtali við DV. Sýklavarnadeild Landspítalans hefur sent út tilkynningu til allra deilda Ríkisspítalanna þar sem brýnt er fyrir starfsfólki að vera vakandi fyrir nýjum tilfellum. „Það verða teknar saurræktanir frá þeim sem hugsanlega geta veriö sýktir. Það má búast við að fleiri eigi eftir að greinast með salmonellu en við teljum okkur hafa getað komist fyrir frekara smit,“ segir Karl. -brh Framtíðarsýn í Listasafninu í dag verður opnuð sérstæð og merkileg sýning í Listasafni íslands sem ber yfirskriftina Ný öld - norræn framtíðar- sýn. Um er að ræða samstarfsverkefni fimm borga á Norðurlöndum þar sem ungmenni eru virkjuð undir leiðsögn listamanna og fagfólks. Alls taka um 500 ungmenni þátt í verkefninu, þar af 90 frá íslandi. Þegar Ijósmyndari DV var á ferð við Listasafnið í gær voru þessar hressu stúlkur að setja upp listaverk fyrir utan safnið. DV-mynd GS - segir forstjóri Happdrættis Háskólans 2-4 ára séu fengin í þáttinn til að fá gefins leikfang á myndrænan hátt. Þar sé ekki um neinn vinning að ræða. Þátttaka barnanna hafi tæp- ast söluhvetjandi áhrif. Stjórn og fulltrúaráð Barnaheilla tóku greinargerð, sem forstjórinn sendi frá sér til að svara mótmælum Barnaheilla við því að börn komi í þáttinn Happ í hendi, fyrir á fundi nýlega. Formaður Barnaheilla, Art- húr Morthens, bjóst við að samtök- in myndu senda frá sér greinargerð, auk þess sem málið yrði hugsanlega sent til umboðsmanns barna. „Ég reikna frekar með því að við látum þetta mál fara lengra," sagði Arthúr. ' -GHS Andlát Jóhann Hólm Jónsson, Réttar- holtsvegi 35, Reykjavík, verður jarð- sunginn mánudaginn 4. mars kl. 15.00 frá Bústaðakirkju. Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskólans, segir að sjónvarpsþáttur Hermanns Gunn- arssonar og Unnar Steinson, Happ í hendi, sé fyrst og fremst fjölskyldu- og skemmtiþáttur. Börn á aldrinum Samtökin Barnaheill hafa gagnrýnt þátttöku barna í þættinum Happ í hendi. Forstjóri Happdrættis Háskóla íslands segir að börnin komi bara í þáttinn til að fá leikfang frá Hemma Gunn. DV-mynd GS Happ í hendi: Börnum bara gefið leikfang * LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: HIÐ LIÓSA MAN Leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir Islandsklukku Halldórs Laxness. Frumsýning laud. 9/3, örfá sæti laus, 2. sýn. mlðd. 14/3, grá kort gilda, fáein sæti laus, 3. sýn. sund. 17/3, rauð kort gllda fáein sæti laus. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau. 2/3, fáein sæti laus, föd. 8/3, fáein sæti laus, föd. 15/3, fáein sæti laus. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud. 10/3, fáein sæti laus, sud. 17/3, sud. 24/3. Sýningum fer fækkandi. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Sud. 10/3, fáein sæti laus, laud. 16/3, fáein sæti laus. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Laud. 2/3, uppselt, sud. 3/3, uppselt, mid. 6/3, örfá sæti laus, fid. 7/3, uppselt, föd. 8/3, uppselt, sud. 10/3 kl. 16, uppselt, mid. 13/3, fáein sæti laus. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Laud. 2/3 kl. 23.00, uppselt, föd. 8/3 kl. 23.00, uppselt, föd. 15/3, kl. 23.00, fáein sæti laus, 40 sýn. laud. 16/3, uppselt. Tónleíkaröð LR Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30. Þrd. 5/3 Einsöngvarar af yngri kynsloðinni: Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Sigurður Skagfjörð og Jónas Ingimundarson. Miðaverð 1.000 kr. Höfundasmiðja LR laugardaginn 2/3 kl. 16.00. Uppgerðarasi með dugnaðarfasi - þrjú hreyfiljóð eftir Svölu Anrardóttir. Miðaverð kr. 500. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Lmu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tapað fundið Svartur karlmannsullarfrakki tap- aðist á árshátíð hjá Myllunni laug- ardaginn 24. febrúar í Iðnaðar- mannahúsinu. Upplýsingar í síma 567 6703. Tilkynningar Námskeið um haanýta og fræðilega hagfræði Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands gengst fyrir námskeiöi um hagnýta og fræðilega hagfræði á tímabilinu 4. mars til 18. apríl. Námskeiðið er haldið síðdegis tvisvar í viku og er ætlað þeim sem vilja öðlast þekkingu á nokkrum grundvallaratriðum hagfræðinnar. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA leikverk eftir Þórunni Sigurðardóttur, byggt á bók Ólafs Gunnarssonar. 2. sýn. á morgun sud., 3. sýn. föd. 8/3, 4. sýn. fid. 14/3, 5. sýn. Id. 16/3. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, fid 7/3, örfá sæti laus, Id. 9/3, uppselt, föd. 15/3, uppselt, sud. 17/3. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner í dag kl. 14, uppselt, á morgun kl. 14, uppselt, Id. 9/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 17, uppselt, laud. 16/3, kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 17/3 kl. 14.00, ödá sæti laus. TÓNLEIKAR Paul Dissing Þrd. 12/3 kl. 20.30. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Fid. 28/3, sud. 31/3. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00: LEIGJANDINN eftir Simon Burke Á morgun, föd. 8/3, fid. 14/3, Id. 16/3. Sýningin er ekki viö hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn ettir að sýning hefst. LEIKHÚSKJALLARINN Ástarbréf með sunnudagskaffinu kl. 15.00. Aukasýnlng sud. 3/3 kl. 15.00. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mád. 4/3 kl. 20.30. Jasskvintett Ragnheiðar Ólafsdóttur. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Kvenfálag Seljasóknar heldur árlegan kökubasar í Kirkju- miðstöðinni sunnudaginn 3. mars kl. 3.00. Kvenfálag Seljasóknar heldur árlegan kökubasar í Kirkju- miðstöðinni sunnudaginn 3. mars kl. 3.00. Borgarbókasafnið í Gerðubergi er 10 ára 4. mars. Haldið verður upp á það með ýmsum hætti. 4.-8. mars verða daglega tónlistarviðburðir í safninu. Barnakóramót Kjalar- nessprófastsdæmis I dag verður haldið kóramót barna- kóra í Kjalarnesspófastsdæmi. Að þessu sinni verður mótið í Vídalíns- kirkju í Garðabæ. Það hefst með æf- ingum um morguninn og eftir há- degi. En kl. 17.00 verða tónleikar í kirkjunni og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.