Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 25
DV LAUGARDAGUR 2. MARS 1996
25
Hundaáhugi íslendinga eykst ár frá ári:
Smáhundar seldir á allt
„Ég hef heyrt að þessar tegundir sem eru hvað vinsælastar í dag, eins og
papillon-hvolparnir, fari allt upp í 160 þúsund,“ segir Guðmundur Helgi.
Hundaáhugi íslendinga fer
vaxandi ár frá ári. Það allra vin-
sælasta í hundabransanum í dag
eru alls konar smáhundar og fólk
er tilbúið að borga stórar fjár-
hæðir fyrir þá.
„Það eru mjög miklar tísku-
sveiflur í þessu og smáhundarnir
eru mjög vinsælir núna. Það er
langur biðlisti eftir papillon-
hundum og tíbet spaniel-hundar
eru mjög vinsælir líka. Það gefur
auga leið að þægdegra er að vera
með þá í stórborg því það fer
minna fyrir þeim,“ segir Guð-
mundur Helgi Guðmundsson, for-
maður Hundaræktarfélags ís-
lands.
„Hundaræktarfélagið hefur
ekki skipt sér af verðlagningu
hunda því það er auðvitað einka-
mál seljanda og kaupanda en al-
gengt verð virðist vera um 50 til
60 þúsund fyrir hvolpa. Ég hef
hins vegar heyrt að þessar teg-
undir sem eru hvað vinsælastar í
dag, eins og papillon-hvolparnir,
fari allt upp í 160 þúsund og menn
borga þetta bara með bros á vör,“
segir Guðmundur.
Keppt í hundafimi
Hundaræktarfélagið heldur stóra
hundasýningu nú um helgina í
íþróttahúsinu í Digranesi þar sem
um 250 hundar af öllum tegundum
verða sýndir, þar á meðal ýmsar
tegundir smáhunda. Guðmundur
segir að þetta verði í fyrsta skipti
sém keppt verður eftir nýju kerfi,
svokölluðu hópkerfi. Þá er fyrst
keppt innan hverrar tegundar og
síðan á milli sigurvegara svipaðra
tegunda sem eru settir saman í hóp.
Loks keppa sigurvegarar úr hverj-
um hópi um titilinn besti hundur
sýningarinnar. Þá verður í fyrsta
skipti á íslandi keppt í hundafimi
þar sem hundarnir fara í gegnum
alls konar þrautir, stökkva í gegn-
um hringi og hlaupa í gegnum poka.
Það er mikið starf sem liggur að
baki svona hundasýningu og eig-
endurnir dúlla við hundana sína í
marga mánuði áður en þeir eru sýn-
ingarhæflr.
Klipptir og snurfusaðir
„Hundarnir eru allir snurfusaðir
út og suður og gerðir alveg stór-
glæsilegir. Það eru komnir hunda-
klipparar út um allan bæ sem
klippa hundana rétt eins og menn
láta klippa sig. Hundarnir eru
þvegnir og passað að feldurinn sé í
eins góðu ástandi og hægt er og til
þess þarf að hafa hundinn á sér-
stöku fæði í nokkra mánuði fyrir
sýninguna og bursta hann og
snurfusa. Síðan er hundurinn
klipptur eftir kúnstarinnar reglum
eftir sérstökum alþjóðlegum stöðl-
um sem segja nákvæmlega til um
það hvemig klippa á hverja teg-
und,“ segir Guðmundur.
„Við höfum fengið mikið hrós fyr-
ir sýningarnar. Það hefur farið orð
af því annars staðar á Norðurlönd-
unum hvað sýningarnar okkar eru
glæsOegar og vel skipulagðar og að
íslendingar séu í fararbroddi hvað
varðar gæði ýmissa tegunda."
Guðmundur segir að hundaáhugi
íslendinga sé stöðugt að aukast og
sem dæmi um það þá fjölgaði félög-
um Hundaræktarfélagsins á síðasta
ári úr 550 í 757.
„Stór hluti þessa fólks er auðvitað
af höfuðborgarsvæðinu en svo er fé-
lag á Akureyri og það eru félagar
úti um allt land, bændur og aðrir.
Við höfum verið með þrjár hunda-
sýningar á ári en til stendur að vera
með fjórar því að áhuginn er orðinn
svo mikill. Fjöldi virkra félaga hef-
ur snaraukist og það er flutt inn svo
mikið af nýjum hundum og tegund-
um að við þurfum sennilega að
bæta fjórðu sýningunni við. Til
landsins koma nýir hundar í hverj-
um mánuði og nýjar tegundir á
hverju ári. Það er til dæmis margra
mánaða bið eftir einangrunarbás í
Hrísey ef maður ætlar að flytja inn
hund.“
- Af hverju er áhuginn að aukast
svona mikið?
„Það hefur verið unnið mjög
markvisst að ræktunarstarfsemi á
vegum félagsins og sýningarnar
okkar hafa fengið mjög góða dóma.
Ég veit eiginlega ekki alveg hvað
veldur en það virðist vera mikil
uppsveifla í þessu og alveg geipileg-
ur áhugi,“ segir Guðmundur. -ból
(f)
oO
Innkeyrsla fráVitastíg og Skúlagötu
IBÍLASTÆÐASJÓÐUR
Libby>
Gott bragðfyrir ólíka bragðlauka.