Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 25
DV LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 25 Hundaáhugi íslendinga eykst ár frá ári: Smáhundar seldir á allt „Ég hef heyrt að þessar tegundir sem eru hvað vinsælastar í dag, eins og papillon-hvolparnir, fari allt upp í 160 þúsund,“ segir Guðmundur Helgi. Hundaáhugi íslendinga fer vaxandi ár frá ári. Það allra vin- sælasta í hundabransanum í dag eru alls konar smáhundar og fólk er tilbúið að borga stórar fjár- hæðir fyrir þá. „Það eru mjög miklar tísku- sveiflur í þessu og smáhundarnir eru mjög vinsælir núna. Það er langur biðlisti eftir papillon- hundum og tíbet spaniel-hundar eru mjög vinsælir líka. Það gefur auga leið að þægdegra er að vera með þá í stórborg því það fer minna fyrir þeim,“ segir Guð- mundur Helgi Guðmundsson, for- maður Hundaræktarfélags ís- lands. „Hundaræktarfélagið hefur ekki skipt sér af verðlagningu hunda því það er auðvitað einka- mál seljanda og kaupanda en al- gengt verð virðist vera um 50 til 60 þúsund fyrir hvolpa. Ég hef hins vegar heyrt að þessar teg- undir sem eru hvað vinsælastar í dag, eins og papillon-hvolparnir, fari allt upp í 160 þúsund og menn borga þetta bara með bros á vör,“ segir Guðmundur. Keppt í hundafimi Hundaræktarfélagið heldur stóra hundasýningu nú um helgina í íþróttahúsinu í Digranesi þar sem um 250 hundar af öllum tegundum verða sýndir, þar á meðal ýmsar tegundir smáhunda. Guðmundur segir að þetta verði í fyrsta skipti sém keppt verður eftir nýju kerfi, svokölluðu hópkerfi. Þá er fyrst keppt innan hverrar tegundar og síðan á milli sigurvegara svipaðra tegunda sem eru settir saman í hóp. Loks keppa sigurvegarar úr hverj- um hópi um titilinn besti hundur sýningarinnar. Þá verður í fyrsta skipti á íslandi keppt í hundafimi þar sem hundarnir fara í gegnum alls konar þrautir, stökkva í gegn- um hringi og hlaupa í gegnum poka. Það er mikið starf sem liggur að baki svona hundasýningu og eig- endurnir dúlla við hundana sína í marga mánuði áður en þeir eru sýn- ingarhæflr. Klipptir og snurfusaðir „Hundarnir eru allir snurfusaðir út og suður og gerðir alveg stór- glæsilegir. Það eru komnir hunda- klipparar út um allan bæ sem klippa hundana rétt eins og menn láta klippa sig. Hundarnir eru þvegnir og passað að feldurinn sé í eins góðu ástandi og hægt er og til þess þarf að hafa hundinn á sér- stöku fæði í nokkra mánuði fyrir sýninguna og bursta hann og snurfusa. Síðan er hundurinn klipptur eftir kúnstarinnar reglum eftir sérstökum alþjóðlegum stöðl- um sem segja nákvæmlega til um það hvemig klippa á hverja teg- und,“ segir Guðmundur. „Við höfum fengið mikið hrós fyr- ir sýningarnar. Það hefur farið orð af því annars staðar á Norðurlönd- unum hvað sýningarnar okkar eru glæsOegar og vel skipulagðar og að íslendingar séu í fararbroddi hvað varðar gæði ýmissa tegunda." Guðmundur segir að hundaáhugi íslendinga sé stöðugt að aukast og sem dæmi um það þá fjölgaði félög- um Hundaræktarfélagsins á síðasta ári úr 550 í 757. „Stór hluti þessa fólks er auðvitað af höfuðborgarsvæðinu en svo er fé- lag á Akureyri og það eru félagar úti um allt land, bændur og aðrir. Við höfum verið með þrjár hunda- sýningar á ári en til stendur að vera með fjórar því að áhuginn er orðinn svo mikill. Fjöldi virkra félaga hef- ur snaraukist og það er flutt inn svo mikið af nýjum hundum og tegund- um að við þurfum sennilega að bæta fjórðu sýningunni við. Til landsins koma nýir hundar í hverj- um mánuði og nýjar tegundir á hverju ári. Það er til dæmis margra mánaða bið eftir einangrunarbás í Hrísey ef maður ætlar að flytja inn hund.“ - Af hverju er áhuginn að aukast svona mikið? „Það hefur verið unnið mjög markvisst að ræktunarstarfsemi á vegum félagsins og sýningarnar okkar hafa fengið mjög góða dóma. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað veldur en það virðist vera mikil uppsveifla í þessu og alveg geipileg- ur áhugi,“ segir Guðmundur. -ból (f) oO Innkeyrsla fráVitastíg og Skúlagötu IBÍLASTÆÐASJÓÐUR Libby> Gott bragðfyrir ólíka bragðlauka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.