Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996
52 sviðsljós
ik "k
Hvernig hjónaband Presley
og Jacksons fór í hundana
Þaö hefur væntanlega ekki farið fram hjá nein-
um að hjúskapur Lisu Marie Presley og Michaels
Jacksons er á enda. Þegar Lisa sagði Michael frá
því að hún vildi binda enda á þeirra hjónaband
brást hann þannig við að hann hætti að borða. Að
sögn kunnugra var þetta meðvituð ákvörðun hjá
Michael þar sem hann vissi að hún gæti aðeins
endað á einn veg sem hún og gerði er hann féll
niður á æfingu í New York 6. desember sl. Þetta
varð hins vegar aðeins tii að gera Lisu enn stað-
fastari í ákvörðun sinni.
„Michael var besti vinur minn og mér mun
alltaf þykja vænt um hann. Þegar fram liðu
stundir hleypti hann mér hins vegar ekki inn í líf
sitt og fór að haga sér undarlega," sagði LiSa við
vinkonu sína. Vinkona hennar sagði líka við fjöl-
miðla að Lisu hefði verið ofboðið þegar Michael
reyndi með hjálp miðla að komast í samband við
foður hennar framliðinn.
Lisa hefur frá barnæsku dáð Michael Jackson
og þegar hann var sakaður um að misnota barn-
unga pilta var hún reiðubúin að hjálpa honum.
Ástin kviknaði fljótlega og innan tíðar giftu þau
sig í leyni.
Elskuðust alla nóttina
„Michael krafðist þess að við létum allt kynlíf
bíða þar til við værum gift,“ segir Lisa, sem var
fráskilin tveggja barna móðir þegar þetta var.
„Ég var hins vegar óþolinmóð og bað hann að
koma með mér inn í herbergið mitt þar sem við
gistum í húsi Donalds Trumps í Florida. í sann-
leika sagt þá tók ég af skarið þvi Michael var eins
og lítill og hræddur skólastrákur. Þegar við
kysstumst kom líka í ljós að hann var hlýr og lít-
ill í sér. Það kom mér því á óvart að hann var
óseðjandi þegar við nutumst. Fyrstu nóttina
elskuðumst við fram í birtingu. Hann trúði mér
fyrir því að hann heföi ekki notiö konu í 10 ár.“
Eftir þessa nótt trúði Lisa því að þau myndu
eiga yndislegt líf saman og tækist að skapa sér
stórveldi í tónlistarbransanum. Raunin varð önn-
ur.
í fyrstu eyddu hjónin flestum stundum saman
á búgarði Michaels, Neverland. Hann elskaði að
leika sér í garðinum en einnig að farða hana og
Lisa Marie er vonsvikin yfir því að hjónaband
hennar og Michaels Jacksons gekk ekki upp en
engin von var til að bjarga því svo furðulegur sem
Michael var í háttum.
setja upp á henni hárið. Þá var hann mjög upp-
tekinn af eigin útliti. „Þetta er eins og að vera
giftur konu,“ á Lísa að hafa sagt, örvæntingarfull,
við vinkonu sína. „Hann forðaðist í lengstu lög að
ég sæi hann ófarðaðan. Þegar við sváfum saman
þurfti það alltaf að vera í myrkri."
r
I kven-
manns-
undirfötum
Lisa segir hann
þó hafa verið góðan
við börnin hennar,
Danielle og Benja-
min, og leikið við þau
löngum stundum en
þó sýndi hann þeim
aldrei föðurlegar til-
finningar. Hann var
líka mikill sóði og
þjónarnir voru sífellt a
þönum að þrifa upp eftir
hann. Þjónarnir hafa
reyndar látið hafa eftir
sér í fjölmiðlum að Mich-
ael hafi legið í rúmi þeirra
hjóna úðaður ilmvatni og í
kvenmannsundirfótum til
að þeir héldu að hann deildi sæng með konunni
sinni. Hún tók hins vegar fljótlega upp á því að
sofa í annarri byggingu því Michael læsti svefn-
herbergi sínu fyrir henni.
Þau höfðu hugsað sér að eignast barn en þegar
sú ósk raettist ekki innan sex mánaða taldi Mich-
ael sig ófrjóan og missti áhugann á kynlífi hvern-
ig sem Lisa reyndi að koma honum til. Kornið
sem fyilti mælinn var þegar Michael fór til Evr-
ópu í fylgd ungra drengja. Þá flutti Lisa út af
heimili þeirra enda Michael haldinn of-
sóknaræði, taldi síma sína hleraða og einkaspæj-
ara fylgjast með sér.
Á þessum tímapunkti gafst Lisa upp og fór til
Hawaii í frí með móður sinni, Priscillu, og börn-
um sínum tveimur. Hún tók þá ákvörðun að
skilja án þess að krefjast nokkurs af Michael.
Fyrir brúðkaupið var hún vellauðug og þarf því
ekki krónu frá fyrrum ektamanni sínum. Það
eina sem breytist er að hún losar sig við nafn eig-
inmanns síns. Kunnugir segja að nú horfi hún m
fyrri eiginmanns síns og barnsfóður, Danny
Keough.
þykir falleg
Christer t sínu dag-
lega lífi.
og hárkollu breytist Christer á skömmum tíma
í Silvíu drottningu, Pamelu Anderson eða
Monu Sahlin. Svo vel lifir hann sig inn í hlut-
verk sín að hann bæði talar og hreyfir sig
eins og konurnar sem hann leikur hverju
sinni.
„Þetta er hörkupúl. Það getur tekið mig
þrjá tíma að farða mig fyrir hvert hlutverk,
segir Christer sem stendur að eigin sögn
fyrir einu æðislegasta dragshowi eða klæð-
skiptingssýningu á Norðurlöndunum.
„Ég fylgist vel með tískunni og held mér
svo vel í formi að þegar ég geng um göt-
urnar þá horfa karlmenn iöulega á eftir
mér og jafnvel flauta," segir Christer sem
er samkynhneigður. Hann kom fyrst út
úr skápnum fyrir nokkrum árum en hef-
ur um árabil staðið að klæðskiptinga-
sýningum í Sviþjóð. Hann segir að fyrst
hafi sýningarnar verið lítt sóttar en í
dag komi heilu rúturnar af gestum víðs
vegar úr Svíþjóö og annars staðar af
Norðurlöndimum til að sjá sýninguna
sína og vina sinna.
Sannleikurinn um þessa föngu-
legu mey dauðrotar líklega flesta
karlmenn um mittisstað því að
mærin er ekki mær heldur sveinn.
HÚI1
er
hann
Hann hefur allt sem kona getur óskað sér - eða
hér um bil. Þótt Christer Lindarw, sem er 42 ára
Svíi, komi fram á söngskemmtunum og öðrum
skemmtunum hefur hann ekki ofan af fyrir sér með
slíku. Hans aðaltekjulind er að sitja fyrir hjá ljós-
myndurum sem kona.
Með aðstoð rakvélablaðs, tveggja lítilla púða, farða
Frá klæð-
skiptings-
sýningu
Christers í
Svíþjóð.
og
Ólyginn sagði...
.. .að brúðkaup væri á næsta
leiti hjá hinum aldna Clint
Eastwood. Sú heppna er Dina
Ruiz sjónvarpsfréttaþulur. Ald-
ursmunur á skötuhjúunum eru
aðeins 36 ár en Dina er 29 ára.
. . .að Fergie Bretaprinsessu
hefði verið fylgt fast eftir af
austurrísku tennisstjörnunni
Thomas Muster er þau voru
bæði í heimsókn í furstadæm-
inu Qatar nýlega. Svo náið var
samneyti þeirra að Fergie af-
pantaði flugfar sitt til Bretlands
að heimsókn lokinni og fór með
Thomas til Ástralíu.
. . ,að poppstjarnan Sting
hefði lýst því yfir að hann vfldi
að neysla É-pillunnar væri
leyfð með lögum. Guð einn veit
hvað hann segði ef eitt af hans
sex börnum færi að neyta pill-
unnar.
.að káta ekkjan Anna
Nicole Smith hefði stungið af
með Keanu Reeves úr rosalegu
partíi í Hollywood. Anna, sem
var gift öldungnum og auð-
manninum Howard Marshall,
sem var 60 árum eldri en Ke-
anu, er ekki óvön því að stinga
af því nýverið stakk hún af úr
fíkniefnameðferð.
. . ,að söng- og leikkonan
Cher hefði tekið upp sömu að-
ferðir og Diana prinsessa tfl að
láta gott af sér leiða. í nýlegri
heimsókn sinni til London
heOsaði hún upp á 163 heimOis-
lausa Lundúnabúa til að vekja
athygli á slæmum aðbúnaði
þeirra.