Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Ókeypis heimsending Uppsagnir í Borgarleikhúsinu: Alls hefur um sextán manns verið sagt upp Á fundi með leikhúsráði Leikfé- lags Reykjavíkur í Borgarleikhús- inu fékk Viðar Eggertsson, verð- andi leikhússtjóri, samþykktar til- lögur sinar um uppsagnir og ráðn- ingar fastráðinna leikara fyrir næsta leikár. Viðar og leikhúsráð hafa ekki vOjaö upplýsa um hvaða leikara er að ræða en DV hefur staðfestar heimildir um þá. Alls var sex fastráðnum leikur- um sagt upp. Einn var sem.kunn- ugt er búinn að fá uppsagnarbréf áður, þ.e. Guðmundur Ólafsson, en í gær fengu uppsagnarbréf þau Eggert Þorleifsson, Ámi Pétur Guðjónsson, Felix Bergsson, Ari Matthíasson og Jóhanna Jónas. Meðal þeirra leikara sem ráðnir verða i staðinn eru Benedikt Er- lingsson, Þórhallur Gunnarsson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Franklín Magnús og Björn Ingi Hilmarsson. Fleiri munu vera inni í myndinni hjá Viðari en nöfn þeirra fengust ekki staðfest. Ástæða þess að föstum samn- ingi Felix er sagt upp er. sú að hann verður við nám í útlöndum næsta vetur. Heimildir DV herma að aðrir leikarar hefðu reiknað með að vera áfram. Uppsögn Egg- erts Þorleifssonar vekur sérstaka athygli en hann þykir hafa staðið sig feiknavel í leikritum eins og Við borgum ekki, íslensku mafí- unni og Tvískinnungsóperunni. Leikari í LR, sem ekki vildi láta nafns sins getið, sagði við DV að Eggert væri látinn gjalda þess að vera bróðir Þórhildar Þorleifsdótt- ur leikstjóra sem var meðal um- sækjenda um stöðu leikhússtjóra ásamt Viðari. Þá sagðist leikarinn hafa fyrir því vissu að Margrét Vilhjálmsdóttir, sem leikið hefur Línu langsokk, en verið lausráð- inn, væri ekki í leikarahópnum sem Viðar ráðgerði fyrir næsta leikár. Samkvæmt heimildum DV var ekki aðeins leikurum sagt upp heldur einnig tæknimönnum, sviðsmönnum og ýmsu öðru starfsfólki Borgarleikhússins. Alls eru þetta 15-16 manns ef leikararn- ir eru meðtaldir. -bjb Veðrið á sunnudag og mánudag: Vestlægar áttir Á. sunnudag og mánudag verða vestlægar áttir, rigning eða súld sunnan- og vestan- lands en þurrt og bjart austan- lands. Hiti verður 3 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 69 LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 Tölvuvírus á Internetinu: Eyðileggur alla harða diska Nýr og áður óþekktur tölvuvírus, sem hlotið hefur nafnið „Good Times“, hefur nú fundist á Internet- forritinu „America on Line“. Vírus- inn hefur valdið miklu fjaðrafoki enda mikið í húfi þar sem hann eyði- leggur alla harða diska og skrár. Eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum hefur sent út viðvör- un þessa efnis og hvetur alla tölvu- notendur til að eyða samstundis for- ritinu „Good Times" berist það þeim í tölvupósti. Um er að ræða vírusfor- rit sem getur breiðst út án þess að diskar séu fluttir á milli tölva þar sem það fer beint í gegnum Inter- netið og berst með tölvupósti. „Trúlega verða margir ekki varir við þennan vírus fyrr en það er orð- ið of seint. En þegar vírusinn reyn- » ir að festa sig í sessi hjá nýjum fórn- arlömbum er yfirskrift forritsins „Good Times“ og besta leiðin til að forðast skemmdarverk er að opna það ekki. Og það gæti sparað mörg- um tíma og mikla peninga," segir í fréttaskeyti sem barst á Internetið. -brh Allt á floti á barnum Allt fór á ílot á Jensenbar í Ár- múla í gærmorgun þegar vatnslögn fór þar í sundur. Slökkviliðið kom á staðinn og dældi út vatninu. Skemmdir urðu nokkrar en þó ekki •'A^V-slíkar að ekki sé skemmtanafært á barnum. -GK KULULEGUR Vauisen SuðurlanasDraut 10. S. 568 6499 Stóra amfetamínsmygliö: Höfuð- paurinn handtekinn Maður, sem kunnur er fyrir fíkni- efnamisferli, hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 21. mars vegna aðildar að stóra amfetamín- málinu sem upp kom á Keflavíkur- flugvelli 18. febrúar. Þá var þrennt handtekið við komuna til landsins frá Lúxemborg með 808 am- fetamíntöflur og 1365 grömm af am- fetamíndufti. Þessu fólki hefur nú verið sleppt enda líklegast að það hafí verið „burðardýr“ fyrir manninn sem nú var handtekinn. Hann náðist í bíl sínum í Breiðholti á fímmtudags- kvöldið og unnu almenn deild lög- reglunnar og fíkniefnadeildin sam- an að handtökunni. Maðurinn reyndist vera með 105 grömm af am- fetamíni í bOnum. -GK Björguöu manni frá drukknun í Reykjavíkurhöfn: Flaut um með höfuðið á kafi í sjónum - Stefán Sigurjónsson kastaði sér eftir manninum „Ég sá að maðurinn flaut í sjón- um með höfuðið niður og virtist rænulaus. Ég kastaði mér eftir hon- um og náði að draga hann að hafn- arbakkanaum. Þá var hann orðinn of þungur fyrir mig og ég gat ekki meir,“ segir Stefán Sigurjónsson, starfsmaður við Reykjavíkurhöfn, en hann bjargaði manni þar frá drukknum við Faxagarð í gær með aðstoð félaga síns, Jóhanns Gunn- laugssonar. „Það var Jóhann sem kom auga á manninn. Við höfum ekki hugmynd um af hverju hann fór í höfnina og ég veit ekki til að nokkkur hafi séð hann detta,“ segir Stefán. Eftir að Stefán hafði dregið mann- inn upp að hafnarbakkanum klifraði Jóhann niður til hans og hélt honum upp úr sjónum meðan beðið var aðstoðar. Enginn stigi er þarna í nágrenninu og engin leið fyrir tvo menn að koma manni upp á hafnarkantinn. Jóhann hafði hringt á slökkvilið- ið og það kom að vörmu spori með Markúsarnet og einn úr liðinu fór í flotbúning og stökk í höfnina. Eftir að maðurinn var kominn í netið var hann hífður upp. Hann var orðinn kaldur en ekki illa haldinn að öðru leyti. Maðurinn mun hafa fallið í sjóinn við að stökkva milli skipa. Stefán var móður og kaldur eftir sundið þegar DV ræddi við hann. Aðspurður um hvort hann væri mikill sundmaður svaraði hann: „Ég fer stundum í sund.“ -GK Kveikt í Kársnesskóla Skemmdir urðu á klæðningu, ein- angrun og sperrum í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi þegar eld- ur kom þar upp laust eftir klukkan fimm í gær. Kveikt var í einangrun- inni. Slökkviliðið réð niðurlögum elds- ins á skömmum tíma, en hann mun hafa kraumað í einangruninni um tíma og töluverður reykur barst inn í húsið frá tjörupappa. -GK ....0(3 ÖLDURNAR BREYTTUST I VÍN! Sun. og mán. Þgr&fiaiMm- 1«wmmimgmsr V&xa viShúin(n) mruangi Stefán Sigurjónsson og Jóhann Gunnlaugsson björguðu í gær manni frá drukknum í Reykjavíkurhöfn. Hafði maðurinn fallið í höfnina við Faxagarð síðdegis og var rænulítill þegar honum var bjargað. DV-mynd S Py«a 4iut Sími 533 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.