Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 tiftéttir Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna: Kennarar segja að flutningurinn sé í uppnámi - Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir svo ekki vera Á meðan kennarar og rfkisstjórn deila hlýtur flutningur grunnskólans að vera í biðstöðu hvað sem menn segja. Kennarar hafa hætt þátttöku í undirbúningi á flutningi grunnskól- ans til sveitarfélaganna 1. ágúst næstkomandi. Þeir segja að ríkis- stjórnin hafi sett flutninginn í upp- nám. Frumvarpsdrög ríkisstjómar- innar um réttindi og skyldur starfs- Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson manna ríkisins, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og um sátta- störf í vinnudeilum feli í sér grófa árás á starfskjör og réttindi launa- fólks verði þau samþykkt. Þeir kalla frumvörpin „leiftursókn gegn lífs- kjörum“. Fyrst og fremst er það skerðingin á lífeyrisréttindum sem kennarar setja fyrir sig. Ekki úrkula vonar Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra var spurður hvort hann gæti haldið áfram starfinu við flutning grunnskólans eftir að kennarar hafa hætt þátttöku: „Ég vinn að því að flytja grunn- skólann til sveitarfélaganna sam- kvæmt lögum þar um. Og ég er að vinna að því núna að ná samkomu- lagi við sveitarfélögin um kostnað- arþáttinn. Kennarar segjast hættir þátttöku að svo stöddu. Ég er alls ekki úrkula vonar um að máí þróist á þann veg að kennarar sjái hag sinn í að taka upp samstarf við okk- ur aftur,“ sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa verið í vinnu við þau frumvörp sem kenn- arar setja nú fyrir sig. Hann segir að Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, hafi lagt aðaláhersluna á lífeyris- sjóðamálin. „Það eru mál sem enn eru til um- Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands: Það er verið að reyta ór réttindapakka okkar - því erum við hætt þátttöku í flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna „Við erum algerlega hætt þátt- töku í flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Það er ljóst, eftir að ríkisstjórnin gaf þá yfirlýsingu að skerðingarfrumvörpin, sem við köllum svo, yrðu lögð fram, að við getum ekki tekið þátt í þessu verk- efni lengur. Þessi ákvörðun ríkis- stjómarinnar gengur þvert á þá sátt sem var í grunnskólamálinu og var undirrituð 1. febrúar," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands íslands. Hann var spurður hvort færsla grunnskólans yfir til sveitarfélag- anna gæti gengið í gegn án þátttöku kennarafélaganna: „Við getum auðvitað ekki stoppað Alþingi í því að flytja skólann án samráðs og samvinnu við kennara. Það verður þá bara á öðrum for- sendum. Það er merkilegt í þessu samhengi öllu að þegar svokölluð réttindanefnd var að skoða yfir- færslu réttinda kennara frá riki yfir á sveitarfélög, það er að segja lög- ■ bundinna réttinda og reglu- geröarbundinna réttinda, þá var það viðhorf ríkis- valdsins í nefndarstarfinu _ >að kjarasamningur kenn- arafélaganna væri órjúfan- legur hluti af kjörunum. Ef menn væru að tala um að flytja lögbundin og reglu- gerðarbundin réttindi yfír þá væri það órjúfanlegt að kjara- samningurinn yrði að vera hluti af þeim pakka. Undir þetta sjónarmið vorum við tilbúin að skrifa. En nú er ljóst að til að mynda líf- eyrisréttindin, sem á að bjóða upp á tfl framtíðar, eru lakari en þau eru nú. Þannig er farið að reyta út úr þessum réttindapakka og þar af leið- andi er ekki lengur sátt um að kjarasamningurinn flytjist á milli aðila. Verði grunnskólinn fluttur undir þessum formerkjum þá er það morgunljóst að enginn kjarasamn- ingur verður í gildi 1. ágúst næst- komandi varðandi grunnskóla- kennslu, nema búið verði að gera nýjan kjarasamn- ing milli kennarafélaganna og sveitarfélaganna,“ segir Eiríkur. Hann segir að eins og frumvarpið liggi fyrir núna sé það ekki í þeim anda sem var þegar sáttin var gerð 1. febrúar síðastliðinn. „Þar var gert samkomulag um að lífeyrisréttindi yrðu ekki skert við flutninginn og að kennarar í fram- tíðinni ættu skilyrðislaust rétt á aö- ild að sjóðnum. Nú er búið að setja þetta þannig fram að til þess að kennarar framtíðarinnar geti kom- ist í lífeyrissjóðinn verðum við að samþykkja þessar breytingar á lög- um um sjóðinn sem fela í sér skerð- ingar. Þetta er í okkar huga stærsta málið en það er líka ýmislegt fleira sem við getum ekki sætt okkur við,“ sagði Eiríkur Jónsson. -S.dór Flutningur grunnskólans: VerSum að halda okkar striki - segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga „Við höfum ekki látið þetta trufla okkur, ekki enn sem komið er að minnsta kosti. Við bæði vonum og ætlumst til að kennarar og ríkisstjórn leysi sín ágrein- ingsmál svo þau setji ekki flutning grunnskólans tfl sveitarfélaganna í uppnám. Þess vegna getum viö ekki annað en haldið áfram að vinna eft- ir þvi striki sem sett haföi verið,“ segir Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga, í samtali við DV vegna þess hnúts sem nú er komin á flutninginn eftir að kennar- ar drógu sig út úr vinn- unni. Hann segist ekki þora að segja til um það hvort flutn- ingurinn sé framkvæman- legur án þátttöku kennara. „Það er að visu búið að setja lög um þennan flutn- ing. Þau eru skilyrt því að Alþingi setji áður lög um flutning á tekju- stofnum og breyti lögum um lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins og lög um ráðningarréttindi kennara og skólastjóra grunnskólar þessu hvoru tveggja var búið að vinna í bærilegri sátt kennara, -fíkis og sveitarfélaga. En svo koma önnur mál upp núna sem trufla þetta.allt saman og verða tfl þess að kennarar draga sig út úr. Við hjá sveitarfélög- unum getum ekkert annað gert en að halda okkar striki og undirbúa flutning skólans eins og lögin kveða á um, enda eigum við enga aðild að þessari deilu. En auðvitað fer hún að bitna á undirbúningi flutnings- ins, haldi hún áfram,“ sagði Þórður Skúlason. -S.dór ræðu og hann situr í nefnd um þau málefni. Þess vegna á ég von á því að menn geti komist að þeirri niður- stöðu að þetta eigi ekki að trufla flutning grunnskólans sem allir eru sammála um að sé mikið nauðsynja- mál,“ segir Björn. Hann vill ekki viðurkenna að frumvarpið um lífeyrismálin skerði réttindi kennara. „Frumvarpið er enn tfl umræðu og það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lífeyrissjóðamálin, þau eru óafgreidd," sagði Bjöm Bjamason. Launþeaahreyfingin mótmæíir Það er greinilegt að kennarar eru ekki jafn bjartsýnir á lausn málsins og menntamálaráðherra. Það má enda segja aö þessi þrjú fyrrnefndu fmmvörp hafi sett launþegahreyf- inguna í landinu á annan endann. Frumvarpið um sáttastörf í vinnu- deilum hefur verið til meðferðar hjá Alþýðusambandinu sem hefur alfar- ið hafnað því og boðar harðar að- gerðir gegn því. Sömuleiðis boða BSRB og BHMR, ásamt kennurum, aðgerðir gegn hinum frumvörpun- um! Aðgerðir undirbúnar Þessir aðilar hafa stofnað að- gerðanefnd og undirbúa nú vinnu- staðafundi um allt land vegna máls- ins. Það er því ljóst að ríkisstjómin verður að breyta frumvörpunum umtalsvert ef sátt á aö takast um þau. Fyrr en það verður gert er flutningur grunnskólans í uppnámi. Verði sk&linn fluttur án sam- vinnu við kennara eru kjarasamn- ingar þeirra lausir 1. ágúst næst- komandi. Þá er komið upp alvarlegt mál fyrir ríkið, sveitarfélögin og skólastarfið í landinu því kennarar segjast ekki skrifa undir nýja kjara- samninga fyrr eft þeir hafi heimt til baka allt það sem þeir segja aö ver- ið sé að skerða með frumvörpunum. Elna K. Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags: ' Nú á að kollvarpa lífeyriskjörunum - og það sættum við okkur ekki við „Það blandast engum hugur um það að lífeyris- kjörin, lífeyrissjóðsréttind- in, eins og þau liggja, og all- ur umhúnaður um okkar ráðningarkjör er auðvitað hluti af öllum kjarapakkan- um. Það eru margir sem hafa orðið til þess að benda á það þessa dagana að líf- eyriskjör opinberra starfsmanna voru notuð til að réttlæta það að greiða okkur lakari laun. Meira segja hefur þetta komið fram hjá Kjaradómi. Hann mat okkur einu sinni lakari laun vegna þess að líf- eyriskjör okkar væru svo góð. Og nú á að kollvarpa lífeyriskjörunum og það sættum við okkur að sjálf- sögðu ekki við,“ sagði Elna K. Jóns- dóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags. Hún segir að kennarar hafi talið að í sjónmáli væri sátt um flutning grunnskólans yfir til sveitarfélaganna með óbreyttum og óskertum réttindum kennara. „Ef það verður ekki sjá- um við ekkl betur en að all- ir kennarar séu með lausa kjarasamninga 1. ágúst næstkomandi, það er að segja ef ríkisstjómin ætlar að keyra á flutning skolans hvað sem hver segir. Ástæðan er einföld, núgild- * andi kjarasamningur var gerður við ríkið en eftir flutninginn væri kom- inn nýr vinnuveitandi, sem eru sveitarfélögin. Vegna alls þessa er ljóst að kjarasamningaumhverfið fer á flot við þau áform sem nú eru uppi hjá ríkisstjórninni. Það gildir ekki bara um kennara heldur alla opinbera starfsmenn líka," sagði Elna K. Jónsdóttir. -S.dór Þrír ævintýradagar í miðri viku í mars, meðan húsrúm leyfir. Fjölbreytt skemmtidagskrá Verö kr. 4.950 Iiuiifalið: Gisting í 3 nætur og morgunverður af lilaðborði alla dagana, dagleg skemmtidagskrá og einn þríréttaður kvöldverður. Upplýsingar og bókanir á Hótel Ork, Hveragerði. Fyrstur kemur • fyrstur fœr HÓTEL ÖEK Hveragorði, sími 483-4700. Bréfsími 483 4775 Lykillinn að ísfenskri gestrisni f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.