Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1996 Spurningin Hvers myndir þú óska þér ef þú ættir eina ósk? Snorri Ægisson auglýsingateikn- ari: Hamingjusams lífs. Karítas Guðmundsdóttir tvíbura- mamma: Bara bjartrar framtíðar. væru hamingjusamir. Birta Rós Arnórsdóttir nemi: Þetta er erfitt. Að öll fjölskylda mín og allir sem ég þekki hafi það gott og verði heilsuhraustir. Svavar Hávarðsson nemi: Heil- brigði og hamingju fyrir íjölskyldu mína. Karl Hreinsson vagnstjóri: Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Lesendur______________ Lítil framleiðni fyrirtækja sök verkafólks eöa stjórnenda? Er orsökina fyrir lítilli framleiðni íslenskra fyrirtækja að finna innan vébanda Björgvin Þorvarðarson, verka- maður og trúnaðarmaður Dags- brúnar hjá Gatnamálastjóra, skrifar: Lítil framleiðni íslensks verka- fólks er nefnd sem ein helsta ástæða lágra launa hér á landi. Sá er held- ur þessari fullyrðingu hvað mest á lofti er menntamaður, löglærður og til húsa að Garðastræti 41 hjá hús- bónda sinum, Vinnuveitendasam- bandi íslands. Mér, verkamannin- um, flnnst orðið óbærilegt að liggja undir svona ásökunum. Ekki síst sökum þess að fullyrðing þessi er beinlíns röng. Til staðfestingar þeim orðum mínum leyfi ég mér að vitna laus- lega í rannsókn unna af Eddu Rós Karlsdóttur hagfræðingi árið 1994 fyrir Verkamannasambandið. Nið- urstöður rannsóknarinnar voru kynntar á 18. þingi Verkamanria- sambandsins, í október 1995. Rann- sóknin náði til samanburðar á fram- leiðni íslensks og erlends verka- fólks. - Þar kom fram að framleiðni íslendinganna var jafn góð og hinna erlendu. Þetta eru reyndar gömul sannindi og hafa verið flestum kunn, nema þá helst menntamanninum í Garða- strætinu, Þórarni V. Þórarinssyni. Lág framleiðni íslenskra fyrir- tækja kann að vera staðreynd og að hún sé einn helsti þröskuldurinn gegn því að hærri laun fáist greidd hér á landi. En lág framleiðni er ekki verkafólki að kenna. Ég vil því gera að tillögu minni VSI? við Þórarin Viðar Þórarinsson í Garðastræti 41 að hann láti mæla framleiðni stjórnunarliðsins hjá fyr- irtækjum innan vébanda VSÍ, því mig grunar að þar liggi höfuðorsök- in að lágri framleiðni. Ef grunur minn fæst staðfestur með slíkri mælingu - að helsti kostnaðurinn og lítil framleiðni liggi í raun hjá stjórnendum fyrirtækjanna - mæli ég með að réttir menn axli ábyrgð- ina í formi lægri launa. Eðlilegt er og að í framhaldinu verði sú krafa gerð á hendur Þórarni Viðari að í málflutningi sínum í framtíðinni haldi hann því á lofti sem satt reyn- ist en ekki því sem betur hljómar í eyrum hans sjálfs og vinnuveitenda hans. Margtuggin ummæli Þórarins Viðars um hæfni og getu íslensks verkafólks eru ósæmileg og jaðra við að vera stéttarrógur. En eins og Þórarni má vera vel kunnugt sem löglærðum manni, varðar það við landslög að hafa uppi stéttarróg. Hlæjandi Rússar um allan sjó Guðjón Magnússon skrifar: Já, þær hafa ástæðu til að kætast, áhafnir rússnesku skipanna sem eru við veiðar á Reykjaneshrygg, og raunar áhafnir annarra erlendra skipa sem stunda veiðar utan og innan íslenskrar fiskveiðilögsögu að eigin geðþótta. Eftir þann skrípaleik þegar Rússar gáfu Landhelgisgæslunni langt nef, í krafti stærðar skips síns og mann- afla, geta þeir stundað veiðar innan íslensku fiskveiðilögsögunnar án nokkurrar áhættu, með því að neita að taka við dátum íslensku Land- helgisgæslunnar um borð í skip sín. Skip þessi munu vera í það minnsta þrisvar sinnum stærri en íslensku varðskipin, sem auðsjáanlega eru ófær um að taka á brotum sem þess- um. - Fróðlegt væri að fá uppgefinn kostnaðinn við þennan niðurlægj- andi eltingarleik, og spurning hvort þeim peningum hefði ekki verið het- ur varið annars staðar, eins og t.d. i heilbrigðiskerfinu. Ég legg til að við hættum að sýna vanmátt okkar á þessum svæðum með litlum og vanmáttugum varð- skipum og notum flármunina til skynsamlegri hluta. Það er ljóst orðið að við íslending- ar höfum færst of mikið í fang, að taka okkur 200 sjómílna fiskveiði- lögsögu, þegar við erum ófærir um að verja hana ásókn erlendra skipa. - Og eitt er þó víst: ásóknin á eftir að aukast. Ekki bara á Reykjanes- hryggnum heldur víða annars stað- ar við lögsögumörkin. Reykjavíkurflugvöllur er tortryggilegur Guðm. Gíslason skrifar: Skýrsla sú sem Markaðs- og at- vinnumálanefnd Reykjanesbæjar lét gera um úttekt á flugmálum Kefla- víkurflugvallar, m.a. með tilliti til millilanda- og innanlandsflugs, hef- ur valdið óróa meðal ráðamanna í samgöngumálum flugsins. Sérstak- lega þeim sem leggja allt kapp á að halda Reykjavíkurflugvelli í notkun um fyrirsjáanlega framtíð. Flugmálastjórn og flugráð hafa lýst yfir óánægju með úttekt Suður- nesjamanna og segja hana vera að meirihluta til um Reykjavíkurflug- völl og virðist markmiðið það að [LiSiiBM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringíð í síma 0 5000 milli kl. 14 og 16 gera þetta „mikilvæga samgöngu- tæki“ (eins og segir í bréfi til Mark- aðsnefndar Reykjanesbæjar) tor- tryggilegt. En er Reykjavíkurflugvöllur ekki einfaldlega tortryggilegur? Auðvit- að er hann það. Viðurkennt er að flugbrautir eru langt frá því að full- nægja tilskildum öryggiskröfum. Einkennileg er því fullyrðing Flug- málastjómar og flugráðs að Reykja- víkurflugvöllur sé vel innan tilskil- inna öryggismarka og „þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflug- völl“. - Það gerir hann einmitt alls ekki. Boeing-flugvélar Flugleiða í milli- landaflugi mættu ekki lenda í Reykjavík fullhlaðnar farþegum - og alls ekki B-757-200 flugvélarnar. Það er aðeins framtíðarhugleiðing þeirra flugráðsmanna. Og reyndar viðurkennt í þessu margnefnda bréfl frá Flugmálastjórn/flugráði. - Sannleikurinn er sá að ráðamenn í samgöngumálum flugsins hér, (þ.m.t. ráðherra) hafa einsett sér að berjast gegn flutningi flugsins frá Reykjavík til einhvers fullkomnasta flugvallar í Evrópu, Keflavíkurflug- vallar. Reykjavíkurflugvöllur er bú- inn að vera sem framtíðarstaður flugsins. Gæti þó helst þjónað enn Boeing-flugvélar Flugleiða mættu ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli og alls ekki B-757-200 flugvélarnar, segir m.a.í bréfinu. fyrir einkaflugið með vestur/aust- urbrautinni einni. Allt til aö auka vinsældirnar Hólmsteinn skrifar: Eins og fyrri daginn krefla sjómenn ráðherra sjávarútvegs- mála um heimild til að rífa í sig nú þegar lítils háttar aukningu á þorskstofninum. Formaður Far- manna- og fiskimannasambands- ins segir að sér lítist illa á að „geyma flskinn" í sjónum! - Já, þið ráðamenn: Þið skuluð bara láta þetta eftir frekjudósunum. Allt til að auka vinsældirnar. Það er nú líklega! Aðeins yngri danspör? Anton hringdi: Mér finnst einkennilegt að sjá oftast aðeins yngstu árganga héðan í danskeppnum erlendis. Þetta eru raunverulega bara krakkar sem er svo lýst sem „pörum". Hvar eru hinir eldri, reyndir dansarar? Samkvæmt upplýsingum sem lesendasíða fékk eru íslenskir dansarar samkvæmisdansanna einkum í yngri flokkunum, allt upp í 18 ára aldur. Síðan koma helst til greina einstakir at- vinnudansarar, sem keppa er- lendis, en þeir eru mun færri. Afturför hjá Stöð 2 Hrefna Jóhannesd. skrifar: Nú hefur þátturinn 19:20 geng- ið nokkurn tíma á Stöð 2. Þetta er afturför. í fyrsta lagi missi ég ávallt af „íslandi í dag“. Á þeim núverandi sýningartíma er ég og flölskyldan að borða og hlusta þá á kvöldfréttir Ríkisútvarps. Og þegar ég sest að sjónvarpinu kem ég alltaf inn í einhvem íþróttapakka sem ég hef ekki áhuga á og skipti því yfir á Dags- ljós Sjónvarpsins. Þá sakna ég veðurfréttamannanna sem flétt- uðu alþýðufróðleik saman við veðurhorfur. Áhugamálið veður- og náttúrufræði er íslendingum í blóð borið og þessi framsetning Stöðvar 2 sem nú er á veðurhorf- um er ekki sannfærandi. - Ég vona að Stöð 2 hugsi sinn gang því margir sakna góða 19:19 fréttatímans. Úr stjórn- málunum Regína Thorarensen skrifar: Það gladdi mig að heyra að Davíð Oddsson er hættur við að bjóða sig fram til forseta. Ég álykta að Davíð eigi að taka til við hreinsunarstarf og hans samráðhemar og skila öllu jafn hreinu og þeir tóku við því. Það er líka hryllilegt að hugsa til at- vinnuleysisins og vita af núver- andi ráðherrum taka innlend og erlend lán nánast ótakmarkað og flakka til annarra landa og dvelja þar á dýrustu hótelum. Allt á kostnað skattborgaranna. Svona eiga stjórnmálamenn ekki að haga sér vilji þeir láta taka sig alvarlega. Þakkir til Vogue á Selfossi EUen hringdi: Fyrir páska var ég að sauma pils fyrir vinkonu mína í Reykja- vik. Ég varð fyrir óhappi í saumaskapnum og voru góð ráð dýr til að geta haldið áfram en til þess varð ég að komast í verslun sem selur efni. Ég hringdi í verslunarstjóra Vogue á Selfossi þar sem ég bý og tjáði henni vandræði mín. Hún tók mér afar vel og bauð mér að koma í búð- ina þótt helgidagur væri til að bjarga málunum. Ég þakka því einstaka lipurð og þjónustu og sendi kveðju til verslunarsfiór- ans í Vogue hér í kaupstaðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.