Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Síða 16
16
veran
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1996
Sýnir tvo ketti á sýningunni í Periunni um helgina:
Líki kisunum
ekki við barn
- en þær eru yndislegar, segir Guðbjört Kvien
Guðbjört með
kettina sína tvo.
Sá brúni er
Amadeus, af
ísafold, og Gis-
mo er sá hvíti,
af Snæfeldi.
DV-mynd GS
„Fyrstu kynni mín af köttum
voru síður en svo skemmtileg. Ég
var í söngtímum hjá Guðrúnu heit-
inni Á. Símonar og þreif hjá henni
um tíma. Hún átti sem kunnugt er
mjög mikið af köttum og eitt sinn
réðst einn þeirra á mig. Ég var því
ákveðin að eignast aldrei ketti og
reyndar langaði mig frekar í hund,“
segir Guðbjört Kvien sem undirbýr
nú tvo persneska ketti fyrir
kynjakattasýningu Kattaræktarfé-
lags íslands sem haldin verður í
Perlunni um næstu helgi.
Guðbjört segir að fyrst hafi hún
bara átt venjulegan húskött en þeg-
ar hans naut ekki lengur við vildi
maðurinn hennar endilega gefa
henni annan því hún saknaði svo
þess gamla. Hann langaði til að gefa
henni eitthvað öðruvísi í afmælis-
gjöf, eitthvað annað en venjulegan
húskött. Hann hafði því samband
við Kattavinafélagið, fékk upplýs-
ingar um hvar got væri í gangi og
endaði á hvítu fressi, svokölluðu
shaded silver.
Varð sjúk
„Fyrst fór ég mér hægt en fór að
köttinn og athuga hvernig
hann kæmi út i dómum, kanna
ræktunarmöguleika og annað slíkt.
Áður en ég vissi var ég orðin alveg
sjúk í þessa ketti og varð voða
spennt þegar ný tegund kom til
landsins, sem þó er af sömu ætt og
minn, kallaður shaded golden. Ég
varð að eignast slíkan kött líka og
nú hef ég tvo.
Ég hef engan áhuga á því að enda
með allt of marga ketti því maður
vill reyna að sinna hverjum og ein-
um eins og hægt er.
Einn úr fjölskyldunni
„Ég líki kisunum mínum ekki við
barn en fólk myndar yfirleitt mjög
sterk tilfinningasambönd við þessi
dýr. Þau eru bara eins og einn úr
fjölskyldunni."
Guðbjört segist að mörgu leyti
hugsa um þá eins og væru þeir
börn. Hún fari með þá til læknis ef
þeir fá hita og kvef. Hún mæli þá og
baði og bursti. Hirðingin á feldinum
skiptir miklu máli, að sögn Guð-
bjartar, og hún segir fólk
verða að gefa sér góðan
tíma til þess að baða og
síðan að þurrka þá með
hárþurrku.
„Það fer yfirleitt nokk-
uð langur tími í að undir-
búa kettina fyrir svona
keppni. Maður reynir að
passa vel upp á mataræðið
og maður baðar oftar en
ella. Þessi tími ársins er
reyndar nokkuð óhentug-
ur vegna þess hversu mik-
ið þessir persnesku kettir
fara úr hárunum á þess-
um tíma. Ég hlakka til að
sýna þá og þeir taka þessu
yfirleitt mjög vel,“ segir
Guðbjört.
-sv
Sýning í Perlunni laugardag og sunnudag:
Kattaræktendum
alltaf að fjölga
„Þarna verða sýndir 120 kettir á
tveimur sýningum, bæði laugardag
og sunnudag. Við höfum fengið mik-
inn fjölda áhorfenda á sýninguna
hjá okkur undanfarin ár og von-
umst til þess að dreifa álaginu með
því að hafa sömu sýninguna báða
dagana," segir Einar Erlingsson rit-
stjóri en undirbúningur kynjakatta-
sýningar í Perlunni um næstu helgi
er nú að komast á lokasprettinn.
Einar segir kattaræktendum
alltaf fjölga og að þeir sem fyrir eru
verði sífellt stærri. Hann segir kött-
inn enda eiga mikla framtíð fyrir
sér hér á landi.
„Þessi hreinræktuðu dýr eru al-
ger innidýr og hreinræktaður pers-
neskur köttur er afskaplega skap-
góður. Þegar fólk vinnur alltaf meir
og meir er kötturinn tilvalið heimil-
isdýr. Honum þarf ekki að sinna
nándar nærri eins mikið og hundin-
um.“ Einar segir uppistöðuna í
kattategundunum fyrst og fremst
vera síamsketti, oriental og
balinese, og nokkrar gerðir af pers-
neskum köttum og síðan sé mikið
farið að flytja inn abyssiniu-ketti
frá Noregi.
„Ræktunin er á uppleið hér á
landi og menn leggja mikinn metn-
að í hana. Fólk ætti því að fá nóg
fyrir aurana sína á sýningunni,"
segir Einar.
-sv
yrstu abyssiniu-kettirnir á íslandi, innfluttir frá Noregi.
Hannibal Trölli, persneskur Kynjaköttur ársins 1995.
Hannibal Trölli, Kynjaköttur ársins 1995:
Ekki eins
glæsilegur í ár
— segir Dagmar Gunnarsdóttir kattaræktandi
„í stuttu máli má segja að upp-
skriftin að fallegum ketti sé góð og
holl fæða og ekki of mikið fiskát.
Fisk ætti ekki að gefa köttum nema
í mesta lagi einu sinni í viku því
hann er svo hárlosandi,“ segir Dag-
mar Guðrún Gunnarsdóttir, katta-
ræktandi og eigandi Kynjakattar
ársins 1995, Hannibals Trölla
(Chargheleam’s Extremely Busy).
Dagmar segir það mikla vinnu að
halda ketti og ráðleggur engum að
fá sér kött nema vera tilbúinn til
þess að eyða um hálftíma á hverjum
degi til að sinna honum.
„Þetta er kannski ekki mikil
vinna með einn kött en þegar þeir
eru orðnir fleiri þarf fólk að gefa sér
góðan tíma til þess arna.“
Dagmar er kattaræktandi og er
nú með sex ketti. Um háannatím-
ann verða þeir 15-17 og þá er líf í
tuskunum. Hún segist vera vel vak-
andi fyrir köttunum síðasta mánuð-
inn fyrir sýningu, sérstaklega
mataræði, feldinum, hægðum og
slíku.
„Hannibal Trölli er ekki eins
glæsilegur og hann var á síðustu
sýningu og það gerir árstíminn.
Persarnir fara úr hárunum á þess-
um tíma og svo hora þeir sig niður
vegna allra breima læðanna. Þeir
verða þunglyndir þeirra vegna á
þessum tíma.“
-sv
Góð ráð:
Hættulegir
hlutir
Teygjur, þræddar nálar og
plastið utan af sígerettupökk-
um getur verið köttum hættu-
legt. Sérstaklega þarf að fara
varlega með saumadót, litla
hnappa og smellur. Kattartung-
an er svo hrjúf að byrji köttur-
inn að gleypa eitthvað getur
hann ekki spýtt því út úr sér
eins og við getum heldur verð-
ur hann að halda áfram að
kyngja því. Skiljið ekki eftir
lopa eða tvinna þar sem kett-
irnir geta náð í það, margir
kettir hafa drepist af því að
gleypa slíka hluti.
Fituskott
Fituskott orsakast af ofvirk-
um kirtlum nærri skottrótum
fresskatta þó það finnist einnig
hjá einstaka læðum. Talkum
púður eða kartöflumjöl ætti að
nudda á skottið að minnsta
kosti vikulega og síðan á að
greiða yfir það. Ef eitthvert
hrúður hefur myndast þá skul-
uð þið fjarlægja það og bera ör-
lítið af sótthreinsiefni á stað-
inn.
Þvo skott
Einu sinni í mánuði ætti að
þvo skott á fressi með sjampói.
Setjið hann á vaskbrúnina og
bleytið bara skottið, nuddið
sápunni vel í það, skolið mjög
vel og þurrkið svo á eftir. Flest-
ir fresskettir munu venjast
þessu ef byrjað er nógu
snemma á því.
Hjarta-
sjúklingar
lifa lengur
Hjartasjúklingar lifa að sögn
lengur ef þeir eiga gæludýr.
Kettir og hundar hjálpa við að
vinna á þunglyndi, áhyggjum
og einmanaleika sem eru hvat-
ar að hjartaáfalli.
Kettirnir
Samkvæmt upplysingum Til-
verunnar eru kettir mjög mis-
dýrir. í sumum tilvikum fást
þeir gefins og í öðrum er fólk að
borga allt að 60 þúsund krónur
fyrir góðan kött. Strangar regl-
ur gilda um got ræktunarkatta
og þeir sem eru í ræktunarfé-
lagi þurfa að hlíta þeim alger-
lega. Þess vegna er erfitt fyrir
einhvern að stunda ræktun á
köttum sem einhvers konar at-
vinnuveg. Það er í það minnsta
ekki gert hér á landi. -sv
mmmmmsmmmmsm