Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 17
i ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 ★ * tilveran n • * Burda og Eymundsson: Fatasaumskeppni „Tilgangur keppni af þessu tagi er aö hvetja ófaglærðar kor.ur, nú eða karla, til þess að setjast niður og búa eitthvað til. Keppnin var fyrst haldin í fyrra og þá varð ís- land 17. landið til að taka þátt. Við sendum tvær stúlkur utan í úrslita- keppnina í fyrra og fengum mikla kynningu á landinu okkar,“ segir Sigríður Pétursdóttir saumakenn- ari sem, ásamt Eymundsson, sér um fatasaumskeppni Burda og Ey- mundsson hér á landi. Tveir flokkar Sigríður segir þau sem vilja taka þátt i keppninni þurfa að senda inn tvær myndir af fotum sem þau hafa sjálf gert. Hugmyndin er að fólk hanni fot á sig og sýni þau svo sjálft. Keppt verður í tveimur flokk- um, þau sem hafa saumað í tvö ár eða lengur annars vegar og þau [ sem hafa saumað í tvö ár eða skem- ur hins vegar. Senda þarf inn fyrir 3. maí og verða tíu valin úr hvorum flokki til þess að keppa í Ráðhúsi IReykjavíkur 27. maí næstkomandí. Enginn kaiimaður „í fyrra var enginn karlmaður með en þeir eru nokkrir í keppn- inni ytra. Sigurvegarinn úr hvor- um flokki fer í aðalkeppnina sem haldin verður í Baden Baden í Þýskalandi 12. október í haust. Þar verður öll umgjörð hin glæsOeg- asta. Burda er mjög ríkt fyrirtæki og vel er gert við þá sem taka þátt. Sem dæmi má nefha að aðalverð- launin eru blæjubíll og heUdarverð- mæti vinninga um 11 milljónir," segir Sigríður. Hún hvetur alla tU þess að senda inn og segir fólk þurfa að hugsa um það eitt að búa til eitthvað sumarlegt eftir tískunni 1996. -sv Tekur þátt í fatasaumskeppni Burda og Eymundsson: Guðrún Þorláks- dóttlr, ein Munar að geta miklu sjálfur „Eg held að ég hafi bara fengið saumaskapinn í arf og ég tel hann vera í blóðinu. Mamma var sísaumandi og það kom bara af sjálfu sér að ég byrjaði líka. Það er af- skaplega praktískt að sauma og það munar rosalega miklu að geta það. Ég sauma mikið á mig, manninn minn og dóttur okkar og það sparar manni mikla pen- inga,“ segir Guðrún Þorláksdóttir en hún ætlar að taka þátt í fatasaumskeppni Burda og Eymunds- son. Guðrún segir sér yfirleitt ofbjóða verðið þegar hún fer í fataverslanir, hún hafi t.a.m. verið með dóttur sína í verslun um daginn. Stúlkan hafi rekið augun í kjólræfU sem hékk þar uppi og kostaði þrjú þúsund krónur. Með lítiili fyrir- höfn saumaði Guðrún álíka kjól fyrir 500 krónur. þeirra ser taka þá í fatc saums keppr irda o Tímanum betur varið „Vitaskuld tekur þetta tíma frá manni á kvöldin þegar maður er í vinnu á daginn. Mér finnst þó tíma mínum betur varið í þetta en að hanga fyrir framan sjón- varpið." Guðrún segist nokkurn veginn vera búin að ákveða hvað hún ætli að senda inn í keppnina. Það verði einhvers konar drakt, bux- ur og jakki eða pils og jakki. Að öðru leyti er hún þögul sem gröf- in um það hvernig fótin muni sv koma tU með að líta út. Hún segist fá hugmyndir úr saumablöðum og frá því nýjasta í verslununum. „Maðurinn minn er mjög ánægður með þennan saumaskap og hann hvatti mig tU að taka þátt í keppn- inni. Ég hef ekki gert svona nokkuð áður en þar sem verðlaunin eru glæsUeg og hæfileikarnir fyrir hendi er ekki ástæða til annars en að slá til og prófa,“ seg- ir Guðrún. rosalega saumað - segir Guðrún Þorláksdáttir Þorir þú að fara í frí? - mismunandi hvað hentar hverjum og einum Nú, þegar sól hækkar jafnt og þétt á lofti og hitastigið gerir mönn- um kleift að fara að leggja vetrarúlpunum, fara margir að huga að sumarleyfinu fyrir alvöru. TUveran rakst á athyglisverða grein um frí í blaðinu Vaka sem gefið er út af vinnuverndardeild Máttar hf. Þar hefur Lárus Jón Guðmundsson sjúkraþjálfari tekið saman grein þar sem segir að sumir telji niður dagana fram að sumarleyfmu með því að strika yfir á dagatalinu, aðrir bindi hnúta á rautt band og klippi einn hnút fyrir hvern dag sem nær líður sumarfríinu. Sama er hvað gert er, löngunin sé sú sama, að komast úr hversdeginum og gera eitt- hvað nýtt og skemmtUegt. Niðurdregin í fríinu Allir eru sammála um nauðsyn þess fyrir fólk að taka sér frí og hlaða batteríin en það er misjafnt hvers konar frí hentar hveijum og ein- um. í greininni er tek- ið dæmi um mann sem leigt hafi yndislegt lítið hús niður við sjóinn með af- not af báti. Veðrið var frábært og eiginmaður- inn hæstá- nægöur en hvers vegna var hún þá niðurdregin í fríinu? Svarið er einfalt: Let ilífið átti ekki við hana og því varð að gera samkomulag sumarið eftir, ein vika i leti, önnur i gönguferð- ir upp í fjöllin. Hamingja og frí í grein Lárusar segir að ekki gangi að miða líf sitt við sumarleyfisvikurnar. Það sé órökrétt að búast við að maður verði hamingiusam ur í fríinu ef maður er það ekki á öðrum tímum. Stundum vantar fólk fé og fyrir suma er starfið miðpunktur lífsins. Minnt er á að ekki sé víst að allir lifi því félagslífi utan vinnu sem gæti komið í staðinn fyr- ir þann félagsskap sem þeir fá í vinnunni. Kvíða fríinu Þeir eru til sem upplifa einhvers konar tómleikatilfinningu í fríinu því skyndilega eru ekki gerðar neinar kröfur. Það skelfir jafnvel suma að þurfa ekki lengur að gæta að tímanum, koma ekki of seint á fundi og þess háttar. Þeir sem kvíða fríinu geta þó huggað sig við eitt og það er það að frí- ið tekur áreiöanlega enda. -sv Sumum þykir ekk- ert eftirsóknarvert að fara í frí en flestum er það mikil nauðsyn. Þarftu frí? Hafir þú einhver eft- irtalinna einkenna, eitt eða tvö, ættirðu að drífa þig í frí. ★ þreyttur og pirraður ★ áhugalaus ★ átt í erfiðleikum með að einbeita þér ★ átt erfitt með að slaka á um helgar ★ vaknar um nætur og hugsar um starfið ★ finnst þú standa þig illa í starfi ★ finnur þig ekki í starfshópnum ★ striðir við meltingar- og svefntruflanir ★ ert neikvæður og árásargjarn ★ ert grátgjarn og niðurdreginn. Sofna í vinnunni Litirnir í umhverfi okkar skipta eflaust meira máli en flest okkar gera sér grein fyr- ir. í Vaka er örlítið fjallað um þe'tta og þar er rauður litur sagður vera fyrir vaktmanninn í eftirlitsherberginu. Blár litur er fyrir þá sem vinna saman í hópi að skapandi verk- efnum. Heitir litir eins og rauður, gulur og appelsínugulur eru nefnilega örvandi á með- an kaldir litir eins og blár og grænn eru meira afslappandi og róandi. Margir þættir Taka þarf tillit tfl margra þátta þegar vald- ir eru litir í vinnurými. T.d. þarf að hugsa um verkefnið, andrúmsloftið (móralinn) og persónuleika hvers og eins. Einstaklingar í skapandi störfum þurfa að jafnaði róandi liti en einhverjir geta haft þannig persónuleika að þeim verði mest úr verki í heitu litaum- hverfi. Þar sem erfitt er að gefa algilda reglu er rétt fyrir fólk að forðast öfgarnar þegar ver- ið er að velja liti. Sýnt hefur verið fram á það að konur vinni best í rauðleitu ljósi en karl- ar í bláleitu. Ljósið hefur áhrif á andlega líð- an og stemningu viðkomandi. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.