Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Side 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
23
íþróttir
Iþróttir
Eiöur með A-lið-
inu í Eistlandi?
Samkvæmt heimildum DV eru
talsveröar líkur á því að Eiöur
Smári Guðjohnsen, hinn 17 ára
gamli atvinnumaður hjá PSV í
Hollandi, verði valinn i A-lands-
liðið í knattspyrnu sem mætir
Eistlendingum í Tallinn á mið-
vikudaginn í næstu viku. Dag-
inn áður mætast 21 árs landslið
þjóðanna en Eiður hefur leikið
með því liði að undanfömu.
Það gæti því farið svo að
feðgarnir Arnór og Eiður Smári
lékju hlið við hlið með landslið-
inu í Tallinn.
Eiður Smári mun spila með
unglingalandsliði íslands þegar
það mætir írum í 16 liða úrslit-
um Evrópukeppninnar í næsta
mánuði. KSÍ hefur tilkynnt PSV
að félagið þurfi að gefa hann
lausan í leikina sem verða 7. og
14. maí, fyrri leikurinn á írlandi.
-VS
Miller ekki með
í úrslitunum?
Allt bendir til þess að Reggie
Miller, körfuboltamaðurinn snjalli,
geti ekki leikið með Indiana í úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar.
Miller fékk slæmt högg í leik
Indiana við Detroit um helgina,
sprunga kom í augnbotn og hann
þurfti að gangast undir aðgerð í
fyrrinótt. Læknar liðsins segja
að hann verði minnst þrjár vik-
ur að ná sér en úrslitakeppnin
hefst í næstu viku. -VS
Loks allir heilir
hjá Houston
Meistarar Houston Rockets
hafa verið með eindæmum
óheppnir með meiðsli það sem af
er þessu ári og lykilmenn liðsins
hafa verið meira og minna fjar-
verandi. En um helgina var Sam
Cassell úrskurðaður leikfær og
þar með getur Houston teflt fram
sínu sterkasta liði í fyrsta skipti
síðan 12. janúar. -VS
Houston mætir
líklega Lakers
Allt bendir til þess að Houston
hefii meistaravörnina gegn LA
Lakers. Lið Lakers er í fjórða
sæti Vesturdeildarinnar og Hou-
ston í því fimmta og Lakers
verður því með oddaleikinn á
heimavelli. Þá er nokkuð ljóst að
San Antonio leikur við Phoenix
og Utah við Portland en Seattle
mætir Sacramento eða Golden
State sem berjast um 8. sætið
fyrir vestan.
í Austurdeildinni er allt galop-
ið en þó er ljóst að Chicago, Or-
lando og Indiana verða í þremur
efstu sætunum. New York,
Detroit, Cleveland og Atlanta
eru nánast hnífjöfn í sætum fjög-
ur til sjö en Charlotte, Miami og
Washington berjast um 8. sætið
og réttinn til að mæta Chicago.
-VS
Borðtennis:
Guömundur
vann að vanda
Guðmundur E. Stephensen
vann Kristján Jónasson í úrslita-
leik í meistaraflokki karla á Adi-
das-mótinu sem fram fór í TBR-
húsinu á sunnudaginn.
Víkingar unnu fjóra aðra
flokka því Eva Jósteinsdóttir
sigraði í meistaraflokki kvenna,
Hilmar Konráðsson í 1. flokki
karla, Magnús Magnússon í byrj-
endaflokki og Gísli Antonsson í
eldri flokki karla. Hulda Péturs-
dóttir, Nesi, sigraði í 1. flokki
kvenna og ívar Hróðmarsson,
KR, í 2. flokki karla.
Jafnt á Highbury
Arsenal og Tottenham gerðu
markalaust jafntefli í gærkvöldi.
Alls ekki sammála því
að hætta á toppnum"
- segir Jón Kr. Gíslason sem er hættur að þjálfa Keflavík eftir fimm farsæl ár sem þjálfari
DV, Suðurnesjum:
„Eg er búinn að taka eina ákvörð-
un og hún er sú að ég er hættur að
þjálfa Keflavíkurliðið. Allt annað
er raunar möguleiki enn þá, jafn-
vel að spila með öðru liði eða
þjálfa annað lið. Þetta er ákvörðun
sem ég tók áður en úrslitakeppnin
byrjaði, alveg sama hvernig hún
hefði farið. Draumurinn var auð-
vitað að hætta með liðið sem ís-
landsmeistara en það tókst ekki,“
sagði Jón Kr. Gíslason, en hann
hefur sagt upp störfum sem þjálf-
ari Keflvíkinga eftir að hafa þjálf-
að með góðum árangri síðustu
fimm árin og alltaf tekist að vera
með liðið í fremstu röð.
Það eru því tíðindi þegar Jón Kr.
hættir sem þjálfari hjá Keflavík.
„Orðið tímabært að prófa eitt-
hvað annað“
„Ég er búinn að þjálfa liðið í 5 ár en
yfirleitt er talið gott að vera með lið í 3
ár. Það er orðið tímabært fyrir mig að
prófa eitthvað annað, hvort sem það er
að þjálfa annað lið eða leika með öðru
liði. Það þarf að hleypa einhverju
fersku blóði í Keflavíkurliðið. Ég held
að það sé skilyrði. Það verður örugg-
lega mjög undarlegt seinni part sumars
að fara þá ekki að huga að undirbún-
ingi Keflavíkurliðsins eins og venju-
lega. Hvað þá ef maður færi að undir-
búa eitthvert annað lið fyrir íslands-
mótið. Þetta er búinn að vera frábær
tími með lið Keflavíkur og við höfum
alltaf verið við toppinn."
Jón heldur áfram: „Keflvískir áhorf-
endur er vægast sagt mjög sérstakir.
Þeir eru góðu vanir. Yfir veturinn eru
þeir kannski ekkert sérstaklega dugleg-
ir við að hvetja liðið en þegar kemur að
úrslitakeppninni hafa þeir sýnt mikinn
stuðning í öll þessi ár. Það er ekki hægt
að halda liði á toppnum nema með
dyggum stuðningi áhorfenda sem eru
geysilega mikilvægir.“
- Nú hafa Keflvíkingar verið við
toppinn í fimm ár. Hverjar eru aðal-
ástæður þess?
„Til að ná árangri mörg ár í röð
þurfa fjögur atriði að vera til staðar.
Góð stjórn, góðir leikmenn, góður þjálf-
ari og góð aðstaða. Það sést á árangri
liðanna á Suðurnesjum að þessi atriði
hafa alltaf verið i góðu lagi.'
„Um leið og eitt af þessum fjórum at-
riðum bregst þá detta liðin niður. Suð-
urnesjaliðin eiga eftir að vera á toppn-
um næstu árin. Hefðin er til staðar og
hún er gríðarlega mikilvæg."
„Sáttur við minn feril“
- Ert þú ekki búinn að gera það upp
við þig hvort þú hættir að leika eða
ekki?
„Nei, ég er ekki búinn að gera það al-
veg upp við mig. Ég myndi sætta mig
við það að hætta núna. Ég er sáttur við
minn feril. Sumir segja að maður eigi
að hætta á toppnum en ég er alls ekki
sammála því. Ég held að menn eigi að
halda áfram að spfla körfuknattleik
þangað til menn eru orðnir leiðir á
þessu. Ég hef mjög gaman af þessu enn
þá, skrokkurinn er í sæmilegu standi
þannig að ég gæti alveg átt tvö ár eftir
sem leikmaður.“
Vil einbeita mér að landsliðinu
Jón Kr. Gíslason er landsliðsþjálfari
og fram undan eru erfíð verkefni. En
ætlar Jón að vera lengi landsliðsþjálf-
ari?
„Ég byrja fljótlega með æfingar hjá
landsliðinu og fram undan er undir-
búningur fyrir Evrópukeppnina í maí.
Ég var í rauninni bara ráðinn fram yfir
Evrópukeppnina en ég verð líklega
einnig með landsliðið á Norðurlanda-
mótinu sem fram fer hér á landi í
ágúst. Ég get svo alveg hugsað mér að
vera áram með landsliðið og þá jafnvel
eingöngu sem landsliðsþjálfari. Ég hef
mikinn áhuga á því,“ sagði Jón Kr.
Gíslason.
-SK/-ÆMK
Wmm
Jón Kr. Gíslason og kona hans, Auður Sigurðardóttir, sem stutt hefur dyggilega við bak eiginmanns síns á
ferlinum. Með þeim á myndinni er sonurinn Dagur Kár. DV-mynd ÆMK
Tvo mork Bjarka
gegn Leipzig
BjarkiGunnlaugsson var valinn í
lið vikunnar hjá Kicker.
Bjarki Gunnlaugsson
skoraði bæði mörk
Mannheim á laugardag-
inn þegar iiðið sigraði
Leipzig, 2-0, í þýsku 2.
deildinni í knattspyrnu.
Bjarki var í fyrsta skipti
í byrjunarliði Mannheim
og hann skoraði sín
fyrstu deUdamörk fyrir
félagið. Bjarki fór af velli
skömmu fyrir leikslok
vegna smávægilegra
meiðsla en hann fékk
mikið hrós fyrir frammi-
stöðu sína og aðeins góð
markvarsla hjá Leipzig
kom í veg fyrir að hann
næði þrennunni.
Bjarki fékk 1,5 í
einkunn í Kicker og var
valinn í lið vikunnar hjá
blaðinu.
í slag íslendingaliða
var Bochum heppið að
ná jafntefli við Herthu
frá Berlín, 2-2. Eyjólfur
Sverrisson lék mjög vel í
vörn Herthu sem var
mun betri aðilinn í
leiknum. Þórður Guð-
jónsson kom inn á sem
varamaður hjá Bochum
sem heldur forystunni í
deildinni með 52 stig.
Hertha er í 9. sæti og
Mannheim í því tólfta.
Logi Ólafsson lands-
liðsþjálfari var í Þýska-
landi um helgina og sá
báða leikina hjá íslend-
ingaliðunum. -DÓ/VS
Verðlaunahafar á hinni glæsilegu uppskeruhátíð íslandsmeistara Grindavíkur.
DV-mynd ÆMK
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt og fyrrinótt:
Seattle tryggði sér titilinn
- Miami og Sacramento unnu mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni
Seattle tryggði sér í nótt meistara- Úrslitin í nótt: sóknar. Honum heilsast ágætlega. liðsins í fimm ár. Sacramento-LA Clippers 101-
il Vesturdeildarinnar með góðum New York-Toronto. 125-79 Síðan var sjálfur Magic Johnson Úrslitin í fyrrinótt: Richmond 30, Polynice 18 -
Magic Johnson missir af næstu
þremur leikjum Lakers eftir að
hafa stjakað við dómara.
Seattle tryggði sér í nótt meistara-
titil Vesturdeildarinnar með góðum
útisigri á meisturum Houston,
106-112. Gary Payton átti frábæran
leik með Seattle og frammistaða hans
á lokamínútunum réði úrslitum.
Miami náði undirtökunum í bar-
áttunni við Charlotte og Washington
um 8. sætið í Austurdeildinni með ör-
uggum sigri á New Jersey. Á meðan
missti Charlotte niður 19 stiga for-
skot gegn Millers-lausu Indianaliði
og beið ósigur sem gæti reynst liðinu
afdrifaríkur. Glen Rice skoraði 26
stig fyrir Charlotte á fyrstu 15 mínút-
unum en náði ekki að fylgja eftir
slíkri ævintýrabyrjun.
Sacramento vann mikilvægan sig-
ur í Denver og á alla möguleika á úr-
slita sæti á meðan Denver er endan-
lega úr leik.
Úrslitin í nótt:
New York-Toronto.............125-79
Ewing 23, Starks 19 - Earl 25.
Miami-New Jersey.............110-90
Mourning 20 -
Indiana-Charlotte ............90-87
Pierce 15 - Rice 31.
Houston-Seattle ............106-112
Drexler 26, Olajuwon 23 - Payton 31, Kemp
27.
Denver-Sacramento.............86-90
- Richmond 17.
Portland-San Antonio .........121-97
Sabonis 22, Williams 20 - Robinson 25.
Magic í þriggja leikja bann
Það gekk mikið á í fyrrinótt þegar
Lakers vann Phoenix, 118-114. Joe
Kline, miðherji Phoenix, hneig niður
á meðan þjóðsöngurinn var spilaður
og var fluttur á sjúkrahús tfl rann-
sóknar. Honum heilsast ágætlega.
Síðan var sjálfur Magic Johnson
rekinn af velli í öðrum leikhluta fyr-
ir að hlaupa á dómarann Scott Fost-
er. Hann fékk þriggja leikja bann og
650 þúsund króna sekt fyrir tiltækið.
„Þetta var óviljaverk en hann lét
sem hann sæi mig ekki þegar ég ætl-
aði, sem fyrirliði Lakers, að mót-
mæla röngum dómi. En ég á sektina
skilið og ég bið Foster og alla NBA-
dómara afsökunar," sagði Magic, sem
á dögunum hundskammaði félaga
sinn, Nick Van Exel, fyrir að hrinda
dómara.
Charles Barkley, hinn snjalli leik-
maður Phoenix, varð síðan að fara af
velli um miðjan þriðja leikhluta
vegna meiðsla á fæti.
Lakers innbyrti þarna sinn 50. sig-
ur á tímabilinu sem er besti árangur
liðsins í fimm ár.
Úrslitin í fyrrinótt:
Cleveland-Chicago..............72-98
- Jordan 32.
New Jersey-Atlanta.............90-99
- Long 23, Augmon 21, Blaylock 21.
Phlladelphia-Charlotte ........78-94
- Rice 19, Johnson 18, Anderson 14.
Washington-Toronto ...........110-97
Howard 29, Cheaney 22, Legler 20, Price 13.
Vancouver-Portland ............79-81
- C. Robinson 23, J.Robinson 15.
LA Lakers-Phoenix ...........118-114
Ceballos 23, Threatt 21 - Johnson 26, Tis-
dale 24, Green 18.
Minnesota-Denver...............91-98
- McDyess 21, Rose 15.
Detroit-Boston .........(frl.) 105-96
Houston 27, Thorpe 20, Hill 16 -
Milwaukee-Orlando ...........114-101
Baker 27, Newman 25 - Shaq 27.
Sacramento-LA Clippers ......101-96
Richmond 30, Polynice 18 -
Golden State-Utah............93-82
Sprewell 30 -
Chicago vann sinn 69. sigur án
mikillar fyrirhafnar og jafnaði þar
meö met Lakers, sem vann 69 leiki
tímabiliö 1971-72. Chicago á fjóra
leiki eftir og þarf aðeins að vinna
einn þeirra til að setja nýtt met í sig-
urleikjum.
Anfernee Hardaway lék ekki með
Orlando vegna meiðsla á ökkla þegar
lið hans tapaði fyrir Milwaukee.
Washington er á miklu skriði og
vann sinn sjöunda leik í röð, sem er
besti árangur liðsins í átta ár. Was-
hington eygir enn von um að komast
í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan
1988 en ekkert lið hefur mátt bíða
jafn lengi eftir því. -VS
Helgi og Hjörtur bestir
DV, Suðurnesjnm: . .. __
------------------------------ leiktið.
Helgi Jónas Guðfinnsson var Svanhildur Káradóttir var kjörin
kjörinn besti leikmaður íslands- besti leikmaður kvennaliðs Grinda-
meistara Grindavíkur á nýafstöðnu víkur í vetur. Stefanía Jónsdóttir,
keppnistímabili körfuknattleiks- eiginkona Guðmundar Bragasonar
manna. Fjöldi verðlauna var afhent- fyrirliða Grindavíkur, var kjörin
ur á glæsilegri uppskeruhátið ís- mikilvægasti leikmaðurinn í
landsmeistaranna í Grindvík. kvennaflokki. Júlía Jörgensen fékk
Hjörtur Harðarson var kjörinn verðlaun fyrir mestar framfarir.
besti leikmaður Grindvíkinga í úr- Rodney Dobard og Penni Peppas
slitakeppninni. Páll Axel Vilbergs- fengu verðlaun og gjafir frá stjórn
son var kjörinn sá leikmaður sem körfuknattleiksdeildar, meðal ann-
sýndi mestar framfarir á síðustu ars miklar bækur um Ísland.-ÆMK
Gestur og félagar
byrjuðu á sigri
Nýliðar Strömsgodset unnu góð- Skeid-Strömsgodset.........2-3
an útisigur á Skeid, 2-3, í fyrstu um- Viking-Tromsö ...... 2-2
ferð norsku úrvalsdeildarinnar í Rosenborg-Molde.............2-0
knattspyrnu um helgina. Gestur Moss-Bodo/Glimt .....o-i
Gylfason lék sem vinstri bakvörður Lillestrom-VIF Football..2-0
með Strömsgodset og fékk góða Tveimur leikjum var frestað,
dóma i norskum blöðum. Marko Brann-Stabæk og Start-Kongsvin-
Tanasic kom inn á sem varamaður í ger. Birkir Kristinsson, Ágúst
seinni hálfleik en hann fór til Gylfason og félagar í Brann leika
Strömsgodset frá Keflavík fyrir sinn fyrsta leik næsta sunnudag en
þetta tímabil. þá spila þeir við VIF Football í Ósló.
Það var norski landsliðsmaður- Brann er spáð góðu gengi í sumar
inn Jostein Flo sem skoraði sigur- og sérfræðingar Verdens Gang telja
mark Strömsgodset. Liðinu var spáð að liðið nái þriðja sætinu. Rosen-
falli fyrir tímabilið en byrjunin lof- borg er spáð titlinum að vanda en
ar góðu. Þrándheimsliðið hefur orðið meist-
Úrslitin í 1. umferðinni: ari undanfarin fjögur ár. -VS
Rejkj avíknrmöti ð £|§
1996 u
W
A DEILD • GERVIGRASIÐ LALGARDAL
Þridjudagur 16. apríl kl. 20:30
Fylkir - KR
R DEILD • LEIKJVISVÖLLIJR
Þriójudagur 16. apríl kl. 20:30
Ármann - KSÁÁ
Knattspyrna:
Sigurmark
frá Helga
Helgi Kolviðsson skoraði sig-
urmark Pfullendorf, 1-0, í
toppslag gegn Pforzheim i þýsku
4. deildinni í knattspyrnu um
helgina. Helgi skoraði markið
með hörkuskalla og fékk mjög
lofsamleg ummæli í blöðum fyr-
ir frammistööu sína. Pfullendorf
er í þriðja sæti, átta stigum á eft-
ir Pforzheim sem er efst, en á tvo
leiki til góða.
Boðið til Unterhaching
Helgi, sem lék sína fyrstu A-
landsleiki á alþjóðlega mótinu á
Möltu í febrúar, er nýkominn frá
2. deildarliðinu Unterhaching en
honum var boðið þangað til æf-
inga í síðustu viku. Útsendarar
frá Núrnberg og Uerdingen
fylgdust með honum um helgina
og þá hefur Helgi fengið tilboð
frá þremur af efstu liðum 3.
deildar, Ulm, Reutlingen og
Ditzingen. -VS
Ólafur æfir
með Pfullendorf
Ólafur Gottskálksson, mark-
vörður 1. deildarliðs Keflvík-
inga, fór til Þýskalands um helg-
ina og æfir með Pfullendorf
næstu tvær vikurnar til að búa
sig sem best undir tímabilið hér
heima. -VS
Kristinn til
Eyjamanna?
Kristinn Hafliðason, knatt-
spyrnumaður úr Fram, hefur æft
með ÍBV að undanförnu og líkur
eru á að hann fari til Eyja. Krist-
inn, sem spilaði sinn fyrsta A-
landsleik fyrir tveimur árum en
missti að mestu af síðasta tíma-
bili vegna meiðsla, hefur einnig
átt í viðræðum við Breiðablik.
-VS
Stórsigur Fram
gegn Grindavík
2. deildarlið Fram í knatt-
spyrnu vann stórsigur í gær-
kvöldi á 1. deildarliði Grindvík-
inga í leik liðanna í deildabik-
arnum, 4-1, og tryggði sér með
því sigur í E-riðli.
Valur Fannar Gíslason skor-
aði 2 mörk fyrir Fram og þeir
Guðmundur Gíslason og Þórhall-
ur Víkingsson eitt hvor. Mark
Grindvíkinga skoraði Ólafur
Ingólfsson. Víðir vann Gróttu,
2-0, með mörkum Sævars Leifs-
sonar og Atla Vilhelmssonar.
-SK/VS
Sochaux steinlá
Arnar Gunnlaugsson lék sinn
fyrsta hefla leik í langan tíma
með Sochaux í frönsku 2. deild-
inni um helgina. Það dugði þó
skammt því liö hans steinlá, 5-0.
Sochaux er í 7.-8. sæti og mögu-
leikar liðsins á 1. deildarsæti eru
orðnir mjög litlir. -DÓ/VS
Badminton:
ísland féll
í B-flokkinn
íslenska landsliðið í bad-
minton tapaði í gær fyrir
Finnum á EM í Danmörku, 1-4.
Þar með hlaut ísland 14. sætið
og féll úr A-flokki í B-flokk.
I kvöld
Stjarnan og Haukar mætast í
handbolta kvenna kl. 20 og
Fylkir-KR og Ármann-KSÁÁ
leika kl. 20.30 í Reykjavíkur-
mótinu í fótbolta.